Morgunblaðið - 18.10.1985, Page 14
14 B
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR18. OKTÓBER1985
HVAÐ
ERAÐ
GERAST
UM
Geröuberg:
Bókaverk kvenna
Sýning á bókum og bókaskreyt-
ingum kvenna stendur nú yfir i
Gerðubergi. Einnig eru þar bækur f
tengslum viö Ijóöadagskrá listahátlö-
ar kvenna. Sýningin er opin milli kl.
16.00 og 22.00. Enginn aögangseyr-
ir er. Hún stendur til 20. október.
Stjömubíó:
KvikmyndahátíÖ
Kvikmyndahátlö Listahátíöar
kvenna lýkur I kvöld, föstudagskvöld,
og hefur hátfðin þá staðið yfir f viku.
Hún er haldin í Stjörnublói.
Geröuberg:
Blandaðir tónleikar
Blandaöir tónleikar verða á vegum
Listahátiðar kvenna f Gerðubergi á
sunnudagskvöld kl. 20.30. Ýmsir
flytjendur, allt konur
Þetta er samansett dagskrá úr öllum
þeim tónlistarviöburöum sem fariö
hafa fram á Listahátfö kvenna.
SÖFN
Listasafn
Einars Jónssonar:
Safn og garður
Listasafn Einars Jónssonar er opiö
alla daga nema mánudaga í sumar
kl. 13.30 til 16.00. Höggmyndagarö-
urinn er opinn daglega frá 11.00 til
17.00.
Sædýrasafniö:
Dýrin mín stór
ogsmá
Sædýrasafnið verður opiö um
helgina eins og alla daga kl. 10.00
til 19.00. Meðal þess sem er til sýnis
eru háhyrningar, Ijón, ísbjörn, aþar,
kindur og fjöldi annarra dýra, stórra
og smárra.
Þjóöminjasafniö:
íslenskar hannyrðir
íBogasal
Nú stendur yfir í Bogasal Þjóö-
minjasafnsins sýning á verkum fs-
lenskra hannyröakvenna og nefnist
hún „Meösilfurbjarta nál". Þargetur
aö Ifta verk eftir rúmlega 40 konur
sem upþi voru frá því á 12. öld og
fram yfir slöustu aidamót. A sýning-
unni er leitast viö aö draga fram
helstu einkenni fslensku útsaums-
heföarinnar. Vegleg sýningarskrá
hefur verið gefin út og er f henni
meðal annars aö finna æviágrip allra
þeirra kvenna sem verkin á sýning-
unni eru eftir.
Sýningin er oþin daglega frá kl.
13.30 til 16.00 og stendur fram I
október.
Ásmundarsafn:
Konan í list
Ásmundar
Nú stendur yfir í Asmundarsafni
viö Sigtún sýning sem nefnist „Kon-
an í list Asmundar Sveinssonar". Er
hér um aö ræöa myndefni sem tekur
yfir mestallan feril Asmundar og birt-
ist í fjölbreytilegum útfærslum.
Sýningin er opin (vetur á þriöju-
dögum, fimmtudögum, laugardögum
o*g sunnudögum kl. 14.00 til 17.00.
LIST
Verkstæöiö V:
Textftverk
A verkstæðinu V f Þingholtsstræti
28, þai sem fimm einstaklingar
vinna, eru gerö textílverk ýmiskonar,
aöallega ofin og þrykkt. Hvert verk
mun veröa sérstakt, þ.e.a.s. engin
tvö verk eins. Þar veröur m.a. fatnað-
ur, gluggatjöld, dreglar og myndverk.
Verkstæöiö hefur áhuga á aö vinna
verk inn I rými og tengja textfl (þráö-
list) og arkitektúr.
í Þingholtsstræti 28 veröur til sýnis
afrakstur verkstæöisins og einnig
myndverk sem unnin voru sem loka-
verkefni f Myndlista- og handlðaskólc
Islands voriö '85. Opiö veröur á
laugardögum kl. 14.00 til 16.00 og
á virkum dögum kl. 10.00 til 18.00.
Hafnarborg:
Kjarvalsmyndir
Opnuö veröur sýning á Kjarvals-
myndum í eigu Hafnfiröinga á morg-
un, laugardag, f Hafnarborg f Hafnar-
firöi. Sýningin stendur til 3. nóvem-
ber.
Mokkakaffi:
Gunnar Kristinsson
A Mokkakaffi var opnuö sýning
Gunnars Kristinssonar í gær og
stendur hún til 6. nóvember. Hann
sýnir þar akrýl- og tússmyndir. Þetta
er sjötta einkasýning hans og hefur
hann m.a. sýnt f Sviss og í Austur-
rfki. Gunnar nam myndlist viö mynd-
listarskólann f Basel í Sviss í fjögur
ár.
Gaman Leikhúsið
„Töfralúðurinn“
Barnaleíkritiö Töfralúöurinn eftir Henning Nilsen verö-
ur sýnt á Hótel Loftleiöum dagana 19. og 20. október.
Margt fleira veróur þar einnig til skemmtunar. Magnús
Geir Þóröarson og Gottskálk Dagur Sigurósson eru leik-
stjórar verksins.
Gaman Leikhúsiö heitir leikfélagiö sem stendur fyrir
sýningunni. Tónlíst er eftir Per Östergaard en Anna Jepp-
esen þýddi verkiö. i aðalhlutverki er Tinna Laufey Ásg-
eirsdóttir. Miöinn kostar 100 krónur og fylgir leikskrá
hverjum mióa.
Leikritið fjallar um fjóra nágranna sem aldrei eru sam-
mála. Dag einn kemur stúlka með dreka og þá snúast
nágrannarnir á móti henni og drekanum en að lokum
veröa allir vinir.
Á morgun veróur sýning kl. 16.00 og á sunnudag eru
tvær sýningar fyrirhugaöar, kl. 13.00 og 16.00.
Listmunahúsiö:
Agúst Pedersen
Sýning Agústar Pedersen, „Til-
raun með tilgeröarleysi", verður
opnuð í Listmunahúsinu á morgun,
Úr sýningarsalnum í Háholti f Hafnarfirði.
„Meistari Kjarval
100 ára“
Þorvaldur Guómundsson, forstjóri í Síld og fisk, opnar
sýningu á morgun, laugardag, kl. 17.00 á 155 málverkum
Kjarvals í sýningarsal sínum, Háholti í Hafnarfirði. Sýn-
ingin ber heitið „Meistari Kjarval 100 ára“.
Flest málverkin koma nú fyrir sjónir almennings í
fyrsta sinn. Meðal verka er Lífshlaup meistarans, sem í
raun er veggfóðríö úr vinnustofu Kjarvals, sem var í Aust-
urstræti um langt árabil. Þorvaldur hefur eytt stórum
hluta eigin lífshlaups til aó safna þessum verkum
Kjarvals.
Elsta myndin, sem er handmálaö jólakort, er frá 1905,
en mikill fjöldi verkanna er frá 1910—1930.
Sýningin er opin frá kl. 14.00 til 17.00 alla daga vikunnar
og er aógangur ókeypis.
laugardag, kl. 14.00. Þareru 54
olfumálverk. Ágúst hefur haldiö fjölda
einkasýninga bæöi hérlendis og er-
lendis auk þess sem hann hefur tekiö
þátt f fjölda samsýninga. Hann segir
sjálfur aö yfirskrift sýningarinnar geti
átt við um allar sýningar hans. Opið
veröur virka daga frá 10.00 til 18.00,
nema á mánudögum. Um helgar er
opiöfrákl. 14.00 til 18.00. Sýning-
unni lýkur 3. nóvember.
Norræna húsiö:
Form ísland
Sýningin „Form Island" verður
opnuö f Norræna húsinu á sunnudag-
inn aö lokinni mikilli sigurgöngu um
Norðurlönd. Verndari hennar, forseti
Islands, opnaöi sýninguna f aprfl
1984 í Listiðnaðarsafninu I Helsinki
þegar hún var I opinberri heimsókn
fFinnlandi.
A sýningunni eru verk 42 lista-
manna, alls rúmlega 200 munir. Sýn-
ingin stendur til 3. nóvember og er
hún opin daglega kl. 14.00 til 19.00.
Norræna húsiö:
Peter Dahl
A morgun, laugardag, kl. 15.00,
veröur opnuö I anddyri Norræna
hússins sýning á grafíkmyndum
sænska myndlistarmannsins Peter
Dahl. A sýningunni veröa litografíur,
sem hann hefur gert viö „Pistla
Fredmans" eftir Bellman, 87 talsins.
Myndunum veröur llklega best lýsl
meö oröum Siguröar Þórarinssonar
I bókinni Bellmaniana: „Pistlar Fred-
mans eru nánast eplsk Ijóö, en fjalla
um ýmsar kostulegar persónur í
Höggmynda- og mál-
verkasýning
Rfkey Ingimundardóttir mynd-
höggvari og málari heldur sýningu (
Asmundarsal viö Freyjugötu. Rlkey
hefur sex ára myndlistarnám aö baki
og lauk hún prófi vorið 1983 frá
MHÍ. Þetta er önnur einkasýning
Rlkeyjar, en hún hefur tekiö þátt I
ótal samsýningum hér heima og
erlendis. Á sýningunni eru þekktar
mannamyndir úr leir, verk úr postu-
llni, málverk og fleira. Sýningin verö-
ur opin daglega frá kl. 15.00 til 22.00
dagana 12.-21. október.
Gallerí Salurinn:
Málverkasýning
ÁrnaPáls
Nú stendur yfir málverkasýning
Arna Páls I Gallerl Salnum, Vestur-
götu 3. Þar eru olíumálverk og önnur
verk unnin á kopar og ál. Arni Páll
hefur áöur haldiö þrjár einkasýningar
og þar af tvær f samvinnu við Magn-
ús Kjartansson og tekiö þátt f fjölda
samsýninga heima og erlendis. Arni
Páll kenndi um árabil viö Myndlista-
og handíðaskóla íslands.
Sýningin stendur til 23. október
og er oþin daglega kl. 14.00 til 21.00
nema á mánudögum.
SAMKOMUR
Hótel Borg:
Orator meö dansleiki
Hótel Borg hefur tekiö stakka-
skiptum og þar eru aftur haldnir
dansleikir á vegum Orators. Þar
verður bryddaö uþp á ýmsum nýj-
ungum, en andi sl. vetrar mun svffa
yfir vötnum.
Gestgjafinn:
Eyjakvöld
Svokölluö Eyjakvöld eru haldin
föstudags- og laugardagskvöld á
Gestgjafanum f Vestmannaeyjum.
Yfirskrift þeirra er: Ég vildi geta
sungið þér. Flutt veröa lög og Ijóö
eftir Oddgeir Kristjánsson, Asa (Bæ,
Arna úr Eyjum, Glsla Helgason og
Gylfa Ægisson. Þar aö auki verður
flutt hiö nýja þjóöhátföarlag eftir Lýö
Ægisson og Guöjón Weihe.
I tengslum viö Eyjakvöldin veröur
boóið upp á pakkaferöir til Eyja.
Framreiddur veröur ýmiss konar
matur sem dæmigeröur má teljast
fyrir Vestmannaeyjar.
Ölkeldan:
Þjóðlagakvöld
Grétar, Matti og Wilma munu sjá
gestum ölkeldunnar við Laugaveg
fyrir fjörugri þjóðlagatónlist næstu
föstudags- og laugardagskvöld. Tón-
listiner margvísleg en frsk, skosk,
norræn og slavnesk þjóðlög verða
mest áberandi.
Skíöaskálinn
í Hveradölum:
50ára afmæli skálans
Sklðaskálinn I Hveradölum heldur
um þessar mundir upp á fimmtlu ára
afmæli sitt. í tilefni af þvi hafa Haukur
Morthens og félagar leikiö og sungiö
fyrir gesti og gangandi. Þeir munu
halda þvf áfram fram á haustið, hvert
föstudags- og laugardagskvöld.