Alþýðublaðið - 30.09.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.09.1920, Blaðsíða 1
1920 224' tölubl. Siðasti kotsungurinn. I. Kristján, hinn tíundi konungur með því nafni í Danmörku, varð iimtugur á sunnudaginn var. Þá var mikið um dýrðir, því áhang- endur konungdómsins, auðvaldið, afturhaldið, og aðrir sem skoða konungdóminn öruggasta varnar- garðinn gegn hinum nýju kröf- um, er stafa af vaxandi menningu verkalýðsins, notuðu tækifærið til þess að styðja álit konungdóms- ins, með því að koma hugsunar- lausum lýð til þess, að ganga í fylkingu heim til konungshallar til þess að árna kóngi heilla. í skeytum, er hingað bárust, stóð, að 80 þúsundir manna hefðu tekið þátt í göngu þessari, en f tilkynningu frá sendiherra Dana hér, er sagt að það hafi verið 70 þúsundir í gönguani. En jafnfrarht er þess getið, að fylkingin hafi verið tvo tíma að flytja sig úr stað, og má af því ráða, að hún hafi verið langtum fámennari en þetta, því verkamannafylkingar í Kaupmannahöfn á hátíðisdag jafn- aðarmanna — 1. maf — eru oft 3 til 4 tfma að flytja sig úr stað, og áætla auðvaldsblöðin þó ekki slíkar fylkingar vanalega meira en 30 til 40 þúsundir. En auðvitað skiftir það ekki miklu, hvort það voru 40 eða 70 þúsundir niarma, sem þarna voru á ferðinni — konungdómurinn er alstaðar á faílanda fæti, og í Dan- mörku líka, og geta engar skrúð- göngur spornað við því. Það kann að vísu að dragast ennþá nokkur ár, að Danmörk verði lýðveldi, en þó það dragist eitthvað, þá er senniiegt að aldrei verði neinn konungur Friðrik hinn níundi, og því síður Kristján elleíti, en að hinn núverandi Kristján verði síð- -astur konungur þar íjjlandi. II. En við skulum nú rannsaka uppruna konungdómsins. Samkvæmt elztu frásögnum er þakkjast uro hinn gotnesk- germanska kynstofn, sem við ís- lendingar, og aðrar Norðurlanda- þjóðir, erum komnar af, var stjórnarfyrirkomulagið þannig hjá þeim í fyrstu, að hver sveit réði sér sjálf, og hafði hún fyrir for- ingja þann sem vitrastur þótti og hugprúðastur. Var hann til þess kosinn af almenningi. Kæmi það fyrir, að óvinir réðust á landið, greip hver maður til vopna, en sjálfsagt þótti, að sá sem foringi var, væri þar sem hættan var mest. Þegar hætta bar að hönd- um gengu margar sveitir í banda- lag, oft heilir stórir landshlutar, og varð vörnin auðveldari á þenna hátt, og var þetta fyrsti vísirinn til rfkjamyndana. En ef þjóðir þær, er næstar bjuggu, voru óeirðargjarnar, þannig að nauð- syníegt var að stöðugt væru menn á verði, þá þótti heppilegt að fela einutn eða kanske tveimur for- ingjum að verja landið. Gátu þá flestir farið heim til búa sinna, en þeir sem eftir urðu til varnar, urðu að fá borgun fyrir að halda uppi landvörnum, og guldu menn þá borgun túslega. Foringjarnir sem upprunalega voru kosnir, komu smátt og smátt ár sinni svo kænlega fyrir borð, að synir þeirra hlutu tignina eftir þeirra dag, og brátt var það orð- in þegjandi samþykt, regla — orðin með venjunni að landslög- um — að höfðingjastaðan var arfgeng. Frá því að vera þjónar sveitarinnar urðu höfðingjarnir nokkurs konar eigendur hennar — frá því að vera sá, sem var skyld- ur að vera þar sem hættan var mest,; færðist skyldan á almenn- ing að fylgja höfðingjanum, þeg ar hann til eigin hagsmuna eða metorða fór með ófriði á hendur nágrannahöfðingjunum. Á þennan hátt mynduðust höfðingja- eða aðalsættir. í fyrstu var lítið vald þeirra, en brátt óx það*), því þeir gættu þess, að láta engan í hér- aðinu vaxa svo að auði eða virð- ingum, að sér stæði hætta af; væri einhver í þannig uppgangi, Iétu þeir drepa hann á meðan tími var til. En stundum varð hinn þó fyrri til, og drap höfð- ingjann, en það breytti að engu aðstöðu almennings, því morðing- inn svældi þá unair sig völd þau, sem hinn hafði áður haft. (Framh.) fðt se» fara vel. Það er gott blað, Morgunblaðið. Það er að minstá kosti margt gott í því. Eg er ekki að tala hér um smávegis, svo sem um það, að Svoldarorusta hafi staðið í Nor- egi, eða að Vesturindíueyjar séu austan til í Atlantshafi. Eg er að tala hér um það, þeg- ar Morgunblaðið legst á móti Al- þbl. af því að það berjist ekki nógu vel fyrir málstað alþýðunnar! Þegar Mgbl. gerir það, þá er það komið í föt sem fara vel. Og í þeim ham var Mgbl. á fimtu- daginn, þegar það fór að brigsla Alþbl. um það, að það hefði tek- ið málstað Steinolíufélagsins og verið á móti því að verðlagsnefnd yrði sett. Lesendum Alþbl. er nú fullkunnugt um hve rakalaus upp- spuni þetta tvent er. En það verð- ur gaman að sjá hvað þetta end- ist lengi. Georg Brandes segir að lygin sé oft næstum ódrepandi. Hvað ætli Morgunblaðið og ís- landsbanltamálgagnið geti stagast lengi á þessuf Það verður gaman að sjál Toveri. *) Það óx brátt, miðað við .Iff þjóðanna, en auðvitað tók breyt- ing þessi margar aldir — en afar misjafnlega margar á hinum ýmsu stöðum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.