Alþýðublaðið - 30.09.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.09.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Aígreidsla. blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ihgólfsstræti og Hverfisgötu, Síœi 088« Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta iagi kl. io árdegis, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Áskriftargjald ein \z r]« á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. dndálkuð. Útsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. Bm daginn og Tegim. Kreikja ber á hjólreiða- og bifreiðaljóskerum eigi síðar en kl. ó1/* í kvöld. Á Skjaldbreiðarfnndi, annað kvöld, verður margt til fróðieiks og skemtunar. Félagar beðnir að fjölmenna. Sagan, sem byrjar í blaðinu í dag, er afarspennandi og gefur góða hugmynd um erfíðleika þá og hættur, er biðu landnema er til Ameríku fluttu á fyrri árum. Hún lýsir einnig viðureign hvítra manna við rauðskinna og hatri þvi, er oft og tíðum gagntók báða kynflokkana. Sagan verður ekki sérprentuð og ættu menn að fylgj- ast með frá byrjun. íeim þykir skðmm að því! Morgunbláðið neitar að birta nöfn þeirra sem leggja því fé. Þar með er slegið föstu, að aðstandendum biaðsins þykir skömm að því, og er þetta sagt hér þeim til hróss. Erlend mynt. Khöfn 28. sept. Sænskar krónur (100) kr. 146,50 Norskar krónur (100) — 99.75 Ðollar (1) — 7.32 Pund sterling (1) — 25,48 Þýzk mörk (100) — 12.25 Frankar (100) — 50.50 Alvörumál. I. Framan af í sumar bar mjög á drykkjuskap hér í bænum; og kendu margir það óhæfilegri vín- receptasölu lækna og ólöglegri sölu lyfjabúðanna. Rannsóknar af hendi stjórnarinnar var krafist í þessu máli; bæði vegna þess, að óbærilegt var fyrir lækna og lyfja- búðir að liggja undir þessu ámæli, og einnig vegna þess, að ótækt var með öllu að líða slíkt hátta- lag bótalaust og átölulaust, ef fótur væri fyrir því. Því var haldið fram, að væri ehkert hæft í þessu, væri það eðlilegast að þeir, sem fyrir ámælinu yrðu, krefðust sjálfir rannsóknar, svo þeir yrðu alger- lega hreinsaðir af ölium grun. En hvað hefir svo verið gert í þessu máli? Alls ekkert, að því er bezt verður séð. Áð minsta kosti hefir þessu ekki ennþá verið hrundið opinberlega. Og verður ekki betur séð, en að þjóðin sé komin í algert velsæmisþrot, dauð- uppgefin á ónytjungsskap og and- varaleysi stjórnarinnar og hinni þegjandi samábyrgð lagavarðanna og lögbrjótanna. Reglur og lög vantar ekki, en samræmið er minna. En þó fram- kvæmd laganna lélegust. Er það almant viðkvæði meðal almenn- ings, að gagnslaust sé að kæra menn fyrir lögbrot, því þeim verði ekki sint. Kærunum verði stungið undir stól, og annað því um líkt. Hve lengi á þetta að ganga svona? Ætlar stjórn landsins ©g lagaverðir þess að láta þessar hugmyndir um framkvæmdasemi þeirra festa svo rætur í hugum manna, að enginn hræri legg né lið, jafnvel þó ódæði séu framin fyrir augum hans? Þetta dugleysi, eða meinleysi, eða hvað sem það nú er, ætlar að drepa alla drenglund og sóma- tilfínningu úr þjóðinni. Gera hana að vitfirringum — andlegum, og þar af leiðandi líkamlegum aum- ingjuml Hvaðan er nú þessi spilling komin? Ekki frá verkamanninum, sem vinnur baki brotnn ár og síð og alla tfð — vinnur til þess, að geta dregið fram líftóruna í sér og sínum. Ekki kemúr hún frá sjómann- inum, sem hættir Iífi sínu daglega við það, að draga vistir til lands- ins og flytja burtu það, sem hægt er að miðla öðrum þjóðum. Nei, spillingin kemur ekki að neðan. Hún kemur að ofan — mið- að við andlegan þroska, að ntðart. Frá því fólki sem safnað hefir of miklum auði; frá ístrupjökunum og stórgróðamönnunum og lags- konum þeirra, sem hugsa um þa8 eitt að kýla vömb sína og svala fýsnum sínum, án þess að hugsa um fordæmið, sem þar með er gefið almenningi. Þeirra viðkvæði verður: „Hvern fjandan á eg a8 gera við alla þessa peninga, ef eg fæ ekki fyrir þá það sem eg girnist.* Er þá mögulegt að sigrast á þessari spillingu? Er nokkrum menskum manni unt að stinga svo á kýlinu, að vilsan öll renni út — að skera svo fyrir meinið að dugi? Þessu er erfitt að svara, því batinn er kominn undir því, hvern- ig alþýðan — sá hluti þjóðarinnar sem máitugastur er og fjolmenn- astur — snýr sér í málinu. Hvort hún, eins og hvítu blóðkornin — hervörður líkamans — hópast í einn flolck og sækir að eitur- gerlunum, sem eru að reyna að sýkja þjóðlíkamann og drepur þá jafnskjótt og þeir gerast nærgöng- ulir, eða hún hyggur í einfeldni sinni að þeir séu hin sanna fyrir- mynd, af því að litskrúð þeirra. er svo mikið, og lætur þá, vilja- laus, yfirbuga sig. „Að ósi skal á stemma," kvað Þór. Hér gildir hið sama. Allar endurbætur verða ekkert nema kák, meðan ekki er grafið fyrir rætur meinsins. Fyrsta skilyrðið fyrir því, að spillíngin grafi ekki enn meira um sig, er það, að f landinu sé starfsöm og dugandi stjórn, sem Iætur embættismönnum landsins ekki haldast uppi að láta fótumtroða landslögin fyrir auguns þeirra, án þess að gera tilraun til að hindra lögbrotin. /. J. Skipaferðir. Togararnir SkúII fógeti og Gylfi komu í gær frá Englarsdi. Geir togar fór til Hafnarfjarðar,, og þaðan á fiskiveiðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.