Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 B 3 uppí Lincoln-bíla og ók okkur til Evrópu-gistihallarinnar sem er sniðin uppá amriska auðkýfínga, þá fór mér ekki að verða um sel því ég var ekki híngað kominn til að rannsaka hvernig dekrað sé við útlenda burgeisa, og var því fyrsta verk mitt á þessu gistihúsi að fá leiðsögu til aðalstöðva félags sem ég ætla að nefna hér PROM, og nýtur mikils álits í Ráðstjórnar- ríkjunum, hefur þar um 9 miljónir meðlima, en við þetta félag hafði mér tekist að útvega sambönd í einni af höfuðborgum Vesturevr- ópu. Bústaðir PROMs og skrifstofur eru í gömlu stórhýsi með hallar- sniði, hefur sýnilega áður verið einkahöll. Strætið er kent við rússneska tónskáldið Glínka. Þetta var á útgaungudegi sem ráð- stjórnarverkamenn svo kalla hvíldardaga sína, en einsog kunn- ugt er, þá er sjötti hver dagur helgaður hvíld og hressíngu. Það voru eingir starfsmenn viðstaddir á skrifstofum PROMs en gæslu- kona hússins tók mér með mestu gestrisni, bauð mér að vera uns hún hefði náð einhverjum skrif- stofustjóranna í síma, vísaði mér inní sa! mikinn í skelstíl, heingdan fögrum málverkum og vel búinn húsgögnum, bað mig lifa hér og láta einsog ég væri heima hjá mér, og var sannarlega ekki í kot vísað. Eftir nokkra stund bar hún mér flóaða mjólk, reyktan fisk, brauð smjör og ost. En það dróst að hafa uppá skrifstofustjórunum; þeir höfðu farið útúr borginni sér til skemtunar svo ég tók mér bók í hönd og las, en var ferðlúinn og sofnaði innan skamms í legu- bekknum yfir bókinni, vaknaði fyrst þegar kvöld var komið, að einn af skrifstofustjórum PROMs kom innúr dyrunum. Hann lét sér nægja að lesa undirskriftina á meðmælabréfi mínu. Ég átti eftir að reyna það mörgum sinnum meðan ég dvaldist í Ráðstjórnar- ríkjunum, að hvar sem ég sýndi þessa undirskrift, þá var einsog allar dyr stæðu mér opnar. Það gleður mig mjög mikið að undir- skrifandanum skyldi ekki hafa verið kálað í sæluvikunni í Þýska- landi um daginn, heldur hafa komist undan á flótta yfir frönsku landamærin, og nú umþaðbil sem ég skrifa þessar línur, heyri ég að hann sé staddur austrí Shanghæ. (Vonandi hefur hann ekki verið heingdur.) Krebs skrifstofustjóri tilkynti mér að hvað sem ég óskaði mundi verða gert til að greiða götu mína, en því er svo háttað, sagði hann, að hér í Rússlandi verður að skipu- leggja alla skapaða hluti. Hér getið þér ekki einsog utanlands geingið inní fyrsta besta matsöluhús eða kallað á fyrsta besta leigubíl, nema því aðeins að þér viljið borga mikið fé. Alt slíkt verður að skipuleggja. Við höfum undanfarin ár staðið í stríði á iðnaðarherlínunni. Við höfum verið að leggja grundvöllinn að samvirkum stóriðnaði. Þess- vegna erum við neyddir til að skera smámunina við neglur okkar og hafa eftirlit með útbýtíngu lifs- nauðsynja til þess að allir hafi nóg og einginn of mikið einsog í hverju öðru stríði. En ef þér verslið í gegnum verklýðsfélög og kaup- félög eða samkvæmt heimild opin- berra stofnana, þá er alt í lagi, og nú skal ég skipuleggja handa yður þrjár góðar máltíðir á dag meðan þér standið við í Leníngarði. Þessar ráðstafanir á öllum sköp- uðum hlutum í Ráðstjórnarríkjun- um, „skipulagníngin", fer óneitan- lega dálítið i taugarnar á útlend- íngum fyrst í stað — maður blótar dálítið, en venst því innan skamms, og þegar skilríkin eru í lagi geing- ur allt einsog í sögu. Hinsvegar stendur allt á sér ef ráðstafanirnar fara í krábull. Til dæmis skipulagði nú þessi ágæti félagi Krebs nauðsynjar mínar í Leníngarði af hinni mestu list, þannig að máltíðin kostaði mig á fyrstaflokks matsöluhúsi á Prospékt Oktjabrja aðeins 2,50 rúblur (3 rúblur með bjór); sams- konar máltíðir mundu hafa kostað tíu sinnum meira í rúblum án „skipulagníngar", þeas með hinu frjálsa markaðsverði. Það er ann- ars erfitt að verða nokkurs vísari um verðlag í Ráðstjórnarríkjunum ef maður leggur í það svipaðan skilning og maður er uppalinn við í öðrum löndum. Verðstiginn er breytilegur — höfuðmismunurinn liggur milli frjálsa markaðarins og þeirra útbýtíngarstöðva sem hlíta sérstökum stjórnarráðstöf- unum um lágmarksverð — og það er títt um rússlandsfara að þeir komi heim ruglaðri í þessu fyrir- komulagi en þeir fóru; meira um það bráðum. ■ Lífið fyrir handan Bók um dulræna hæfileika Bjargar S. Ólafsdótturj og miðilsstarf í 43 ár Stórmerkar frásagnir af skyggni og dulheyrn í skemmtiferð um Evrópu 1976. Sex frásagnir af sýnum og dul- heyrn við dánarbeði. Þrir þjóðkunnir menn — löngu látnir — séra Kristinn Daníelsson alþ.forseti, séra Jóh. Þorkelsson dómkirkjuprestur og Einar Loftsson kennari segja frá andláti sínu og Verð kr. 595, lýsa hinum nýju heimkynnum Óskabók þeirra, sem þrá fræðslu um heim framliðinna Árnesútgáfan — Sími 99-1567. Póstsendum. * Góckin daginn! E P L I Gult epli himins endurfætt íepli grænu á hvora hönd. Hiðstaka epli eralltaf rautt. í fjarska sólin rennur rauð og roðar löngun, eftirsig, hiðstaka epli eralltaf rautt. Nú dofnar Ijós: á genginn garð skín grænleit mánans birta um skeið gul epli rotna um alla jörð blá epli drjúpa af dökkri grein ídimmum garði undir vor og jörðin grænkar hægt og hægt. Grænn flötur rís af rausn í fang blátt ríki himins endurfætt. Hiðstaka epli eralltaf rautt. Nýkomiö mikið úrval afmatar- og ka Hvít matar- og kaffistell úr þunnu, níösterku postulíni í hæsta gæðaflokki,____________________________________ Einföld, formfögur hönnun.______________________________ Sænskt listahandbragö eins og þaö gerist best. Þolir þvott í vél, springur ekki né kvarnast.____ Hagstætt verð^ Póstsendum Kostaí Boda J v___ Garðakaupum Garðabæ — Sími 651812. Bankastræti 10 — Sími 13122.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.