Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985
B 5
ÍSLENDINGASÖGUR 1
íslendingasögurnar í útgáfu bókaforlagsins Svart á hvítu.
til að lesa þær, njóta þeirra sem
bókmennta, stytta með þeim löng
dægur, þroska með sér mann-
skilning, efla málsmekk og
kjarnagott tungutak og skemmta
sér við nokkrar þeirra sagna sem
best hafa verið saman settar.
Þrátt fyrir að sögurnar séu
prentaðar með nútímastafsetn-
ingu í þessari útgáfu, er reynt
að sýna texta handritanna
fyllsta trúnað og birta iesendum
blæbrigði orðmynda og beyging-
ar.
íslendinga sögur eru margar
og sumar langar. Margar hendur
gerðu það kleift að ljúka verkinu
á tilskildum tíma og nýjungar í
prent- og tölvutækni auðvelduðu
verkið. Fræðimenn á Stofnun
Árna Magnússonar greiddu rit-
stjórn götu við val á texta sumra
sagna, fjölmargir setjarar komu
við sögu og síðast en ekki síst
skal þakka alúð og áhuga þeirra
sem önnuðust samanburð og
prófarkalestur.
Ritstjórar verksins stóðu
frammi fyrir erfiðu verkefni
þegar hefjast átti handa. Þeir
þurftu að sætta ólík sjónarmið,
þeir þurftu að viðhafa vísindaleg
vinnubrögð en jafnframt því
þurftu þeir að halda timaáætlan-
ir og gæta þess að allur búningur
verksins yrði aðlaðandi fyrir
almennalesendur.
Islensk menning
Það dugar okkur skammt að
lofa fornsögurnar, skýra gildi
þeirra og sameiningarmátt. Við
verðum jafnframt að tryggja að
þær séu ávallt aðgengilegar
ungum og öldnum. Og við verðum
að skilja að bókmenntir, tunga
og sjáifstæði þjóðar eru óaðskilj-
anlegir förunautar. Þótt íslend-
inga sögur séu þýðingarmiklar
fyrir menningu og sjálfstæði
þjóðarinnar sjá þó allir að mik-
ilsvert er að hlynna rausnarlega
að allri innlendri bókaútgáfu.
Þjóðir sem eru stórþjóðir í sam-
anburði við okkur veita gífurleg-
um styrkjum til verndar tungu
sinni og telja sér ekki fært að
innheimta söluskatt af bókum
sökum þess að tunga þeirra eigi
„Víst er aö okkur er
snöggtum hægara að
lesa Islendinga sögur
skýringalaust en allar
þær byrðar amerískra
og enskra reyfara sem
hér eru bornar út úr
bókaverslunum.“
í vök að verjast. Á sama tíma
þykjumst við ekki hafa efni á að
fella niður söluskatt af innlend-
um bókum.
Við getum vart séð af nema
örfáum krónum til að styrkja
stórvirki á borð við ensk-íslenska
orðabók. Ef við timum ekki að
styðja við bakið á nýjum græðl-
ingum, kvikmyndagerð, gerð
sjónvarpsefnis og myndbanda,
verðum við undir. Það er ekki
litið á menningarlega nýsköpun
sem þátt í auknum þjóðarhag. Út
um allan heim stunda menn nám
í íslensku með það fyrir augum
að geta lesið íslendinga sögur á
frummáli. Með fullri virðingu
fyrir landkynningarstarfi sem
unnið er að krafti nú á tímum,
kemst það aldrei í hálfkvisti við
þá landkynningu sem íslenskar
fornsögur hafa verið síðan á
dögum Arngríms lærða.
Það þarf eitthvað meira en
lítið til að fjöldi manna í útlönd-
um helgi líf sitt rannsóknum á
gömlum bókum fámennrar ey-
þjóðar í norðurhafi. íslenska er
heimstunga vegna þess að ís-
lendingar sögur eru heimsbók-
menntir.
Kostnaður við þessa nýju út-
gáfu varð mun meiri en nokkurn
hafði órað fyrir í upphafi. Án
dyggilegs stuðnings fjölmargra
manna hefði hún aldrei orðið að
veruleika. Þrátt fyrir þennan
mikla kostnað ákváðum við að
halda verðinu í algjöru lágmarki,
til þess að fólk almennt hefði ráð
á að eignast þessar bækur. Við
vonum að það eigi eftir að reyn-
ast skynsamleg ákvörðun og öll-
um í hag. Við höfum ekki leitað
eftir neinum styrkjum til þessar-
ar útgáfu enda sjálfsagt ekki um
neitt slíkt að ræða. Besti styrkur
sem hægt væri að hugsa sér jafnt
fyrir þessa bók sem aðrar ís-
lenskar bækur sem og íslenska
menningu yfirleitt væri afnám
söluskatts á innlendar bækur.
Vakning
Ég er ekki einn um þá tilfinn-
ingu að á íslandi sé að verða
vakning í þjóðlegum efnum. Fólk
á öllum aldri er að vakna til
vitundar um nauðsyn þess að
standa vörð um þau menningar-
verðmæti sem okkur er trúað
fyrir. Jafnframt er að glæðast
skilningur á merkingu orðsins
menningarverðmæti. Menning-
arverðmæti eru hvorki leiðinleg
dagskrá í sjónvarpinu á sunnu-
dögum né heldur óætar skinn-
bækur í eldtraustum hirslum í
Stofnun Árna Magnússonar.
Menningarverðmæti eru þau ein
sem megna að vera lifandi þáttur
í lífi og hugsun allra lands-
manna, hvenær svo sem þau
verða til og hvaða stíl sem þau
tilheyra.
íslendinga sögur eru menning-
arverðmæti vegna þess að þær
hafa ávallt megnað þetta. Állir
sem bera sig eftir þeim skilja
hvers vegna.
Enn sem fyrr standa spjót á
íslendingum úr öllum áttum.
Erlend áhrif ógna tungunni sem
aldrei fyrr. Efnahagslegt sjálf-
stæði okkar er í hættu. Enn á
ný þurfum við að sækja styrk í
hinar síungu fornsögur. Enn á
ný munum við að sækja skemmt-
un og hvatningu á dimmum síð-
kvöldum í hinar miklu bók-
menntir okkar. í þeim er fólginn
tóframáttur sem eykur okkur þor
og dug til að treysta á okkur sjálf
og hvetur okkur til að halda á
brattann.
Barátta smáþjóðar fyrir sjálf-
stæði sínu er barátta sem aldrei
tekur enda.
Höfundur er einn af forstödumönnum
bókaút/ráfunnar Svart á hvitu.
bouiique im.manú 3
I\Iýverslun
N 1 Myrhonnuður
Nýja Kjörgarði, Laugavegi 59, 2. hæð.
Gler- og
marmaraborð
nýkomin
Einnig mahóní og beykisófaborö
í miklu úrvali.
BORö/IR-
Hrayfilshúainu é horni Grsns- I. /_ - _ »J -
éavagar og Miklubrautar. M I J C M
Sími 68-60-70.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ástóum Moggans!