Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985
B 11
eins skólagengnir heldur oft alþýðumenn.
Björn á Skarðsá vann lengst af undir
handarjaðri Þorláks biskups og var einnig
í beinu sambandi við Arngrím lærða, og
Þorlákur biskup lét marga aðra ólærða
menn skrifa upp handrit. En ljóst er að
gömul handrit voru ekki aðeins skrifuð upp
handa biskupum og öðrum lærdómsmönn-
um, leikmenn létu líka skrifa upp handrit
til eigin nota eða gerðu það sjálfir. Vita-
skuld kom fleira til en kenningar Arn-
gríms, skinnbækur voru fágætar og oft
torlesnar, pappír var orðinn tiltölulega
ódýr, og auðveldasta leiðin til að komast
yfir fornar sögur var að fá skinnbækur að
láni til uppskriftar. En allt um það verður
þessi vaxandi áhugi á fornbókmenntum
ekki greindur frá þeirri hreyfingu sem
Arngrímur hratt af stað með Crymogæu.
Þess eru og merki að bein kynni af Crymo-
gæu hafi náð til leikmanna. Eins og að
verður vikið hér á eftir er til íslensk þýðing
frá miðri 17. öld á mestum hluta fyrstu
bókar Crymogæu og annar útdráttur
nokkru yngri. Enn fremur má nefna að í
Hervararrímum eftir Ásmund Sæmunds-
son í Samkomugerði í Eyjafirði skýtur upp
þjóðflutningakenningu Arngríms, sem
hlýtur að vera frá Crymogæu runnin.
Rímurnar eru ortar ekki löngu eftir 1640,
og engar líkur eru til þess að höfundurinn
hafi verið latínulærður, svo að þennan
fróðleik hefur hann orðið að fá um ein-
hverja milliliði.
Arngrímur lærði hóf ritferil sinn með
deiluritinu Brevis commentarius og átti
eftir að semja fleiri bækur af sama toga.
En því fór fjarri að hann hefði erindi sem
erfiði með þessum bókum, ýkjusögurnar
um ísland reyndust lífseigari en svo. Hins-
vegar tókst honum með Crymogæu að
bregða upp mynd af íslendingum, menn-
ingu þeirra og bókmenntaarfi sem varð til
þess að auka hróður þjóðarinnar út á við
með stórum betri árangri en samanlögð
deilurit hans gátu státað af, og innanlands
varð hann upphafsmaður hreyfingar sem
olli aldahvörfum í sögu íslenskra fræða og
hugmyndum Islendinga um sjálfa sig og
sögu sína.
ÚR CRYMOGÆA
Um siði
eða almenna
lifnaðarhætti
Nú er nóg komið um tunguna sam-
kvæmt fyrirætlun vorri, en þú kannt
að spyrja um siði og aðra lifnaðarhætti. Ég
gæti svarað því að þeir væru í einu orði
sagt samkvæmt siðum hinna fornu Norð-
manna. En ég skal lýsa þeim nokkru nán-
ara og grafast dýpra eftir sumu í siðum
þjóða og bera saman við landa vora. Allir
lifnaðarhættir íslendinga til forna virðast
mótaðir af mestu hófsemi; í því tilliti skal
fyrst vikið stuttlega að híbýlum þeirra eða
húsagerð, því næst að mataræði og klæðn-
aði og loks að almennum íþróttum.
{ fyrsta lagi að því er snertir bústaði
hafa íslendingar haldið fast við hina upp-
haflegustu og elstu byggðaskipun. Þeir
hafa ekki búið í borgum eða þorpum, heldur
hafa þeir, eins og Tacitus segir um Germ-
ani sinnar tíðar, búið dreift eftir því sem
vellir, uppsprettur, skógarlundar, hæðir,
dalir, strendur eða firðir hentuðu þeim. Á
þennan hátt fóru þeir ekki aðeins að
dæmum frumbyggja heimsins heldur og
síðari kynslóða, svo sem sagt er að Attíka
hafi í upphafi verið byggð í sveitum og
Lakónía á víð og dreif en ekki í samfelldri
byggð eða borgum. Á dögum Tacitusar,
kringum árið 120 e.Kr., þekktu Germanir
hvorki steinbyggingar eða þaksteina (en
af því má álykta um norðlægari lönd); á
sama hátt er hvorugt til með Islendingum
á síðari tímum. Þeir byggðu hús sín úr
timbri og torfi, en þau voru hvorki neitt
hrófatildur né ófögur að útliti; veggirnir
voru stundum hlaðnir úr tómum torf-
hnausum, stundum úr ótilhöggnum stein-
um en bundnir með torfi í kalks stað; síðan
voru húsin þiijuð innan, líka í rjáfri, eink-
um þó hiri virðulegri hús. Þannig mátti
sjá þak og veggi stæðilegra húsa þakta
grænu grasi sem greri á hverju ári (þ.e.
torfið var gróið á þaki og veggjum).
Gluggar voru á þakinu, sjaldan á veggjum,
og sum þök voru lítið brðtt, svo sem sagt
er um þök í Austurlöndum (sbr. um hinn
lama mann sem látinn var síga niður í
rekkju sinni). Nóg var af timbri sem rak
á sjávarstrendur, en það bar guðdómlegri
forsjá merkilegt vitni, þar sem í innlendum
skógum óx aðeins birki sem ekki dugði til
stórra húsa. Það var þó til mikils gagns
ásamt því sem landsmenn sóttu til Noregs
og ef til vill einnig til Grænlands þegar á
Íurfti að halda. En til beggja landa héldu
slendingar um langt skeið uppi árlegum
siglingum. Bæjarhús voru á hverri jörð
sambyggð að mestu að undanskildum
peningshúsum sem oftast stóðu nokkurn
spöl frá bænum. Enn fremur voru sum
eldhús ekki með öllu sambyggð til þess að
forðast eldhættu; stundum einnig geymslu-
hjallar sem vindar gátu fremur leikið um
til þurrkunar ef þeir stóðu einir sér.
Til eldsneytis höfðu sumir innlendan
skógarvið, aðrir svörð eða torf, en það eru
tvær tegundir hjá oss, önnur lin og svamp-
kennd sem fæst undir sjálfu yfirborði
jarðar og vér köllum svörð, hin þéttari og
þyngri, þar sem hún er grafin úr jörðu úr
djúpum gröfum. Hvortveggja, en þó eink-
um hin síðarnefnda, er þurrkuð í sólskini
og vindi áður en hún henti til eldsneytis.
Hina síðarnefndu köllum vér torf, eins og
sumir Þjóðverjar. Sagt er að upphafsmað-
ur að notum þess hafi verið jarl einn í
Orkneyjum, Einar sonur Rögnvalds Mæra-
jarls í Noregi, en hann var því kallaður
Torf-Einar. Bróðir hans var Hrólfur, sem
Krantz kallar Rollo, en hann lagði undir
sig Normandí í Frakklandi, sem tók nafn
af Norðmönnum, eins og getið verður í 2.
bók. Enn er og fleira notað til eldsneytis
á íslandi, en sjaldgæfara. Enda þótt Pli-
nius aumki þær þjóðir sem brenna jörðu
sinni, teljum vér þær miklu fremur farsæl-
ar vegna þess. Vér teljum það þeim til
guðs gjafa sem geta aflað eldsneytis með
litlum kostnaði. En það skorti landsmenn
mjög til þess að bægja frá sér ofsakulda,
auk annarra alkunnra nota, einkum að
vetri til, en þeir nota baðstofur og ofna
hlaðna úr steinum og hellum, en út um
þá logar auðveldlega. Þegr þeir voru orðnir
alglóandi af eldsmagninu og rokið var úr
baðstofunni, var skvett köldu vatni á ofn-
grjótið, og af því breiðist hitinn rækilega
um allt húsið og helst við vegna torfþaks
og torfveggja. Ég man að ég hef séð svipaða
aðferð til að hita opinber baðhús á nokkr-
um stöðum hjá útlendingum ... En auk
baðstofunnar höfðu þeir önnur herbergi
til annarra nota, svo sem svefnherbergi,
borðstofu og önnur fleiri.
Þetta var almenn húsagerð og híbýla-
hættir, allt miðað við hófsemi en hvorki
íburð né augnayndi. Að vissu leyti var það
sambærilegt við háttlofaða siði Spartverja,
en vitnað er í lög þeirra að hús skuli aðeins
reist með sög og öxi. En sá sem vill lasta
fslendinga eða jafnvel brigsla þeim um
torfþök sín og torfveggi, eins og algengt
er, svo sem sé það auvirðilegt, fyrirlitlegt
og andstætt fornum siðum, hann ætti að
lesa Flavius Vopiscus um dómssæti eða
ræðupall úr hnausum, eða hjá Caesari um
hundrað ölturu úr hnausum á einum og
sama stað. Hafi fornum þjóðum ekki þótt
skömm að hnausum á þingum eða jafnvel
við helgiathafnir, þá þurfum vér ekki né
eigum að skammast vor þeirra vegna. En
til þess að sýna að íslendingar hafi ekki
af tómum skorti eða vankunnáttu reist
lítilfjörleg hús eða fátækleg hreysi, get ég
nefnt nokkur hús sem voru 126 feta löng,
önnur 135, eins og áður var sagt um hús
Ingólfs; enn er getið um önnur 120 feta
löng og 60 feta breið, sem drepið verður á
síðar. Enn voru önnur þar sem þiljur í
rjáfri og á veggjum voru skreytt með
myndum úr fornum sögum. Kringum bæi
sína sem þannig voru byggðir höfðu menn
frjósamara land sem ætlað var til ræktun-
ar; þetta land girtu þeir með ærnu erfiði
með hlöðnum garði til þess að verja það
fyrir skepnum. Auk þess hafði hver jörð
ærið beitiland sem var greint frá öðrum
með ákveðnum landamerkjum eða görðum,
sem getið verður í 8. kapítula. Hver jörð
eða bær hlaut oft nafn eftir fyrsta ábúand-
anum, en stundum af öðrum rökum, eins
og fjöll og vötn svo sem fyrr var sagt.
Einnig á þennan hátt geta því staðirnir
sjálfir minnt á fyrstu íbúana eða nafngjaf-
ana um alla framtíð með nöfnunum einum.
Snúum oss nú frá húsakynnum til akur-
yrkju, jarðræktar og fæðuöflunar. Fyrstu
íbúunum heppnaðist að nokkru leyti
sæmilega að afla sér ávaxtar á þennan
hátt, en óvíst er að það hafi alstaðar gengið
jafn vel. Þannig lét Hjörleifur, sem áður
var getið, þræla stunda akuryrkju, og
Gunnar nokkur á Hlíðarenda var særður
á kinn af fjandmanni sínum meðan hann
var að sá; á sama hátt var Höskuldur
Hvítanessgoði drepinn við sáningu. Enn
eru nokkur örnefni dregin af ökrum.
Lagaákvæði eru um varðveislu og flutning
korns að ioknum skurði (þar sem rætt er
um ítök). Allt þetta eru augljós merki um
akuryrkju íslendinga til forna. Heyrt hef
ég að allt fram á þennan dag reyni nokkrir
sunnlenskir bændur akuryrkju en með
minni árangri, þar sem jarðvegi og veðr-
áttu hefur farið hnignandi á liðnum öldum
frá fyrri gæðum. Ef til vill á minni áhugi
og vandvirkni bænda hér líka sök, eftir að
aðflutt korn gerðist auðfengið.
En þar sem akuryrkja reyndist þegar í
upphafi annaðhvort ekki öllum tiltæk eða
til lítils ávaxtar, var brátt tekið til annarr-
ar sérstakrar jarðræktar. Á land það eða
vöil sem ég sagði að menn hefðu girt báru
þeir mykju, einkum kúamykju, til að auka
heyfeng sem þeir gætu alið á skepnur,
einkum kýr, til að afla meiri mjólkur. Þessi
jarðrækt helst enn og er nær sú eina sem
landbændur stunda, en sjávarbændur lifa
fremur af fiski, og til þeirra senda fjarlæg-
ari landbændur vinnumenn sína árlega til
fiskiveiða. íslendingar hafa því á sinn hátt
sótt uppskeru til hvorstveggja, jarðar og
sævar, og aflað sér með því lífsnauðsynja.
Auk þess hafa þeir til viðurværis gnægð
kinda, kúa, svína og geita; enn fremur
margs konar fiska, ekki aðeins í sjó heldur
og víða í fljótum, vötnum og lækjum, sem
sækja má í svo sem í eins konar veiðikistu,
ekki síst fyrr á tímum; við þetta bætist
mjólk og mjólkurmatur ásamt mjög þarf-
legu magni af smjöri úr fjölda kúa. Enn
fremur er hér mikil gnótt fugla, sumir
tamdir, svo sem hænsn og heimgæsir eða
annars konar fuglar sem lifa úti við, flakka
jafnvel um á fjöllum, svo að eigendur
merkja þá á fótum til þess að eiga hægara
með að ná þeim aftur. Aðra fugla sem eru
villtir veiða menn með vissum brellum, svo
sem grágæsir, endur, rjúpur, álftir og
fjölda sjófugla, sem ég kann hvorki nöfn
né lýsingu á. Báðar tegundir fugla, tamdir
og ótamdir, eru mönnum til nytja, ýmist
sjálfir eða egg þeirra eða hvorttveggja ...
kasleikir,
foringi jólasveinanna og
Stekkjastaur
koma af fjöllum
í Rammagerðina
í dag M. 14.
Nú verður fjör í Rammagerðinni
í dag kl. 14. Þá koma þeir af
fjöllum, Askasleikir, foringi
jólasveinanna og Stekkjarsfaur
til að skemmta yngstu
aðdáendum sínum - um leið og
þeir gefa sælgæti frá Nóa & Síríusi
og Svala frá Sól h.f. -
Það þarf enginn að fara
í Jólaköttinn, sem lítur
inn hjá okkur.
Verslunin er full af
glæsilegum islenskum
ullarfatnaði og öðrum
listiðnaði
- á góðu
verði.
RAMMAGERÐIN
HAFNARSTRÆTI 19
Gerður
Ævisaga
myndhöggvara
eftir Elínu
Pálmadóttur
Æviferill Gerðar Helgadóttur,
myndhöggvara, var stórbrotinn.
Leið hennar til heimsfrægðar, úr
Handíða- og myndlistaskóla
Lúðvígs Guðmundssonar til
Flórens og Parísar var bæði örðug
og grýtt. Erfið einkamál áttu þar
hlut að máli.
Nánasta vinkona Gerðar, Elín
s Pálmadóttir, segir hér sögu
hennar af ástúð, virðingu og
t mikilli hreinskilni.
| Þetta er áhrifamikil og vel rituð
1 saga um stórbrotinn æviferil
mikillar listakonu, sem lést árið
4 1975, langt fyrir aldur fram.
Elin PáltTackxtir
Geróur
Ævisagi nwndhoggvara
BÓK
AUÐYITAÐ
ALMENNA BÓKAFÍ LAGIÐ, AUSTtJRSTRÆTI 18. StMl 255«.
Í
*