Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 SMÁSAGA EFTIR ÞÓRARIN ELDJÁRN Ekki eru ýkjamörg ár síðan smásagnagerð var almennt talin einhver voniausasta bókmennta- grein sem til væri á hér- lendum markaði. For- leggjarar fúlsuöu við slíkri framleiðslu og höf- undar sáu oft og einatt þann kost vænstan að dulbúa smásagnasöfn sín sem skáldsögur með ýmiskonar bellibrögðum og langsóttum tenging- um miíli sagna, til að komast hjá fordómum jafnt forleggjara sem almennra lesenda. En á síðustu árum hefur orðið nokkur breyting á þessu. Fjöl- margir höfundar hafa gefið út smásagnasöfn með ágætum árangri og við prýðilegar undirtekt- ir. Nefna má höfunda eins og Svövu Jakobs- dóttur, Guðberg Bergs- son, Fríðu Á. Sigurðar- dóttur, Véstein Lúðvfks- son, Þorstein Antonsson, Steinunni Sigurðardótt- ur, Hrafn Gunnlaugsson, Þórarin Eldjárn, Vigdísi Grímsdóttur, Sigurð Á. Friðþjófsson og marga fleiri, von er til dæmis á smásagnasafni eftir Kristján Karlsson fyrir þessi jól. Nú fyrir skömmu kom út hjá bókaforlaginu Gullbringu nýtt smá- sagnasafn eftir einn þessara höfunda, Þórar- in Eldjárn. Nefnist bók- in Margsaga og geymir alls 15 sögur. Að sögn höfundar mega lesendur ráða því hvort þeir líta á nafn bókarinnar sem lýs- ingarorð eða nafnorð, sjálfur kveðst hann ævinlega haga orðum sínum þannig að beyg- ingar komi ekki upp um það hvorn kostinn hann velur. Fyrra smásagnasafn Þórarins Eldjárns, Of- sögum sagt, sem kom út hjá Iðunni 1981, hlaut mjög góðar viðtökur les- enda og var prentaö tvisvar. Sagan Ókvæða við, sem hér birtist, er ein af sögunum í hinni nýju bók Þórarins. Mynd/ Edda Jónsdóttir OKVÆDA VIÐ Það var alls ekki á margra vitorði að Gunnar hefði fengist við að yrkja þótt hann væri svona þekktur maður, enda svo sem ekki undarlegt, ævistarf hans lá fyrst og fremst á alls óskyldum sviðum. Sjálfur hafði ég ekki hugmynd um að þessi æskuvinur minn og félagi hefði lagt jafnmikið upp úr skrifum sínum og eftirlátnar kompur hans og dagbækur bentu til. Að vísu hafði hann stundum verið að fara með eitthvað eftir sjálfan sig, en aldrei nema hann væri orðinn mjög drukkinn, einhvern endemis leirburð sem engum fannst taka því að leggja á minnið, enda var þegjandi samkomulag í kunningjahópnum um að minnast aldrei meir á slíkt, eftir regl- unni ég í dag, þú næst. Það var því úr vöndu að ráða fyrir mig þegar Rósa, ekkjan hans, afhenti mér kompurnar og bað mig að annast útgáfu á ljóðum Gunnars. Það hafði verið hans hinsta ósk, að því er hún sagði, að kveðskapnum yrði komið á framfæri. Ég fann að ég var kominn í erfiða klípu. Þegar Gunnar féll frá hafði ég í einhverju tilfinningakasti alveg óbeðinn boðið henni að leita til mín ef eitthvað þyrfti að gera sem heiðrað gæti og varðveitt minningu míns forna vinar. Það var því ekkert auðvelt fyrir mig að neita þessu og ég lét mig hafa það að taka við kompunum. En strax þegar ég var búinn að líta lauslega yfir yrkingar Gunnars varð mér ljóst, að ef eitthvað var hægt að gera til að sverta og vanhelga minningu míns kæra vinar, þá var það einmitt að koma á framfæri þessum ömurlegu hugar- fóstrum hans. Ýmist var hér um að ræða gjörsamlega mislukkaðar og rangt kveðnar hagyrðingavísur, marflöt spak- mæli og hundavéfréttir eða „heimspeki- legar“ hugleiðingar og lífsvisku á Nor- man Vincent Peale-plani. Ég fann að ég stóð hér frammi fyrir merku fyrirbæri sem ég hafði stundum veitt athygli áður: Menn sem skara fram úr á einu sviði og hafa þar alla þræði í hendi sér, geta um leið verið svo fullkomlega dóm- greindarlausir á einhverju öðru sviði, að manni dettur helst persónuklofning í hug. Þannig hafði Gunnar heitinn, þessi mikli raunvísindagarpur og verk- fræðiséní, staðið í þeirri meiningu að flatneskjan sem hann hafði verið að krota hjá sér á síðkvöldum væri miklar og ódauðlegar bókmenntir sem ekki mættu glatast. Aldrei hafði hann þó mér vitanlega reynt að fá neitt af þessu birt í blöðum eða tímaritum, en skýring- una á því fann ég reyndar fljótlega í einni af „ljóðadagbókum" hans. Þar kom fram að honum þótti kveðskapurinn of merkilegur til að hann mætti saurgast á svo óverðugum vettvangi! í vandræðum mínum ákvað ég að tala betur við Rósu og reyna varlega og kurteislega að fá hana til að slá þessum fyrirætlunum á frest. En ég fann fljótt þegar ég ræddi við hana næst, að þetta var henni ákaflega mikið hjartans mál, henni fannst eins og hún væri að bregð- ast Gunnari ef hún yndi ekki bráðan bug að útgáfu ljóðanna. En í framhjáhlaupi kom líka annað 1 ljós, sem varð til þess að ég fékk ágæta hugmynd, að mér fannst, og taldi mig geta leyst vandamálið mjög sómasam- lega. Það kom á daginn að Rósa hafði sjálf ekki lesið neitt af þessum ljóðum Gunnars. Hún bar því við eins og fólk gerir svo oft, að hún „hefði ekki neitt vit á þessu" en hefði leitað til mín, bæði vegna þess að ég hafði boðist til að gera eitthvað, en ekki síður vegna þess að ég væri ljóðskáld sjálfur og því vel inni í öllum slíkum málum. Nú lofaði ég því endanlega að sjá um þetta mál, en út- gáfuna ætlaði hún sjálf að kosta, enda efnin nóg í búi athafnamannsins. En hugmyndin snjalla var þessi: Ég ætlaði ósköp einfaldlega að brenna yrk- ingar Gunnars eins og þær komu fyrir, en taka svo saman í snyrtilegt kver ýmislegt frá sjálfum mér og gefa út undir hans nafni. Ég átti í fórum mínum nóg af frambærilegum ljóðum sem ég hafði engum sýnt. Ýmist voru það ljóð sem ég af einhverjum ástæðum hafði lagt til hliðar þegar ég hafði verið að velja úr skúffunni í bækurnar mínar tíu á langri leið, eða þá ljóð sem ég hafði ort á seinni árum, eftir að ég hætti að nenna að gefa út bækur fyrir þessa tvö hundruð lesendur sem kaupa allar Auðvitað hlýt ég að vera ánægður ljóðabækur sem koma út á í slandi, mínar meðtaldar, en einhvern veginn hefur mér aldrei tekist að nema land utan þessa hóps. Með þessu móti áttu allir að geta vel við unað: Minning Gunnars kæmist hjá því að skaðast alvarlega, Rósa fengi að uppfylla hinstu ósk hans og ég gæti tekið til í skrifborðsskúffunum mínum. Ég fór beint niður í þvottahús og kveikti í kompum Gunnars og spúlaði svo gólfið vel á eftir. Yfirleitt hef ég haft orð á mér fyrir að vera haldinn minjalosta og ég veit fátt óhuggulegra en bókabál, en að þessu sinni voru engar vöflur á mér, enda var ég viss um að ég væri að vinna þarft verk. Ég eyddi helginni í að útbúa þokkalega fimmtíu ljóða bók, gaf henni eftir nokkra umhugsun nafnið ökvæða viðog kom henni svo í prentun strax á mánudags- morgni. Ég lét til öryggis hvergi koma fram að ég hefði haft neitt með bókina að gera, en útbjó örlítinn eftirmála eftir Rósu þar sem meðal annars kom fram, að höfundur hefði aldrei hugsað sér að gefa út þessi ljóð og hefði beðið um að þau yrðu brennd, en hún hefði talið að þau ættu erindi til lesenda og því ákveðið að gefa þau út eftir nokkurt sálarstríð. A tilskyldum tíma kom svo bókargrey- ið út og átti ég ekki von á öðru en að hún kæmi til með að fljóta snyrtilega og hljóðlega að feigðarósi og sogast svo burt með útsoginu af bókaflóði ársins. En það var nú öðru nær takk fyrir: Bók Gunnars fór allt í einu að vekja þessa gríðarlegu athygli. Eftir fremur hæga byrjun var bókartötrið skyndilega á allra vörum, og kaupendur tóku bein- línis að hrifsa hana af búðarborðunum. Það var ekki síst ungt fólk sem hóf hana til skýjanna og fyrr en varði mátti segja að einskonar Gunnars-æði ríkti í ís- lenskri ljóðlist. Gagnrýni fór brátt að birtast. Þar var Gunnar sömuleiðis hylltur og vegsamað- ur um leið og harmað var að hann skyldi ekki hafa látið neitt frá sér fara fyrr. Þá varð mér hugsað til bókanna minna tíu. Það leið ekki á löngu þar til bókin var komin út í fimm prentunum. Bókaút- gáfan Maka, sem aldrei hafði gefið út ljóðabók áður, tók ókvæða við upp á arma sína strax þegar sýnt var hvert stefndi og sá um endurútgáfurnar. Auðvitað hlýt ég að vera ánægður fyrir hönd Gunnars vinar míns og stolt- ur af því með sjálfum mér að hafa átt þennan þátt í að hefja minningu hans til vegs. Samt er ekki laust við að mér hafi sárnað þetta dálítið. En við hvern á mér að sárna? Við Gunnair? Sjálfan mig? Guð? Ég reyni að hugga mig við hve margt er spaugilegt í umfjöllun gagnrýnenda. Heimir Viðar, sem alltaf hefur ofsótt mig út af einhverri „skírskotun" sem hann finnur aldrei, vegsamar í Heljar- póstinum „einhverjar mögnuðustu skír- skotanir sem sést hafa í íslenskri ljóð- list“ og Egillugi skrifar í DT að „ .. .loks- ins, loksins hafi kynslóðabilið bilað". Jóhannes Dvergmann hjá Morgunviljan- um telur „myndmál Gunnars sprottið úr heimi raunvísinda og verkfræði", og Hörður gamli Jósefsdalín fagnar í Tíma- riti Mals og minningar „endurreisn efnishyggjunnar eftir áratuga lýrískt gutl frá Braga Kjögx og öðrum ungskáld- um.“ (Ég verð sextíu og fimm ára á morgun!) y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.