Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR31. DESEMBER1985 Hugleiðingar á jólaföstu — eftir Friðfinn Finnsson Hugleiðingar á jólaföstu Víst er að engin bók hefir haft eins gagnkvæm áhrif á líf mann- anna og tilveru eins og Heilög Ritning, saga hins gamla heims, og síðustu tvö þúsund árin verða að mestu leyti óskiljanleg þeim, er lítið þekkja til biblíunnar. í Gamla testamentinu er að finna lýsingu á sköpun heimsins og þar er saga ísraelsþjóðarinnar sögð aftan úr myrkri þjóðsagna. í Nýja testamentinu eru það fyrst Guðspjöllin fjögur sem fyrst og fremst eru lýsing á Jesú. Boðskap hans, dauða og upprisu. 1 Postula- sogunni greinir frá myndun kirkn- anna og útbreiðslu. 1 Opinberunar- bókinni er að síðustu dregin upp mynd, sem halda mætti framtíðar- mynd af tilverunni, eftir dauðann, frá sjónarmiði hinna fyrstu kristnu kynslóða. Það er gleðilegt hve mikið hefir aukist sala á Biblíunni nú í seinni tíð og bendir það til þess að hún eigi orðið stóran lesendahóp. Er það vel. Og verður öllum til bless- unar. Eftirfarandi Ritningargreinar eru til góðs öllum þeim er lesa. í þeim eru mikil og sígild lífssann- indi og viskuperlur, sem mikið má af læra á lífsgöngunni. Sjálfgefið er að byrja á orðum Jesú: Komið til mín allir þér sem erfiðið og þunga eru hlaðnir. Ég mun gefa yður hvíld. Matt. 11.28. Allt getur sá sem trúna hefir. Hvað er trú? Trúin er fullvissa um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá. Heb. 11.1. Fyrirheit Ritninganna: Sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi. Hæli er hinn eilífi Guð og hið neðra eru eilífir armar. 5. Mós. 33.27. Glatt hjarta veitir góða heilsu- bót, en dapurt geð skrælir beinin. Orðskv. 17.22. Jesús sagði við hana, sá sem lifir og trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi. Og hver sá sem lifir og trúir á mig, hann skal aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu? Jóh. 11.25,26. Leitið fyrst Guðsríkis og Hans réttlætis og þá mun allt hitt veitast yður að auki. Matt. 6.33. Þér munuð þekkja sannleikann og sannleikurinn mun gera yður frjálsa. Jóh. 8.32. Vakið standið stöðugir í trúnni, verið karlmannlegir, verið styrkir, allt hjá yður sé í kærleika gert. 1. Kor. 16.13—14. Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru. Þar eru uppsprettur lífsins. Orðskv. 4.23. Svo mælti Drottinn, nemið stað- ar við vegina og litist um og spyrj- ið um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin. Farið hana svo að þér finnið sálum yðar hvíld. Jer. 6.16. Betra er lítið í ótta Drottins en mikíll fjársjóður með áhyggjum. Orðskv. 15.16. Verið ávallt glaðir vegna sam- félagsins við Drottin. Ég segi aftur verið glaðir. Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. Verið ekki hugsjúkir um neitt heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði, með bæn og beiðni, ásamt þakkargjörð. Friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í samfélag- inu við Krist Jesú. Fil, 4.4—7. Horf þú ekki á vínið hversu rautt það er og hversu það glóir í bikarn- um og rennur Ijúflega niður. Að síðustu bítur það sem höggormur og spýtir eitri sem naðra. Augu þín munu sjá kynlega hluti og hjarta þitt mun mæla fláryrði. Orðskv. 23.31—33. Bæn Salómons Gef þú þjóni þínum gaumgæfið hjarta, til að stjórna þjóð þinni og til að greina gott frá illu, því hver gæti annars stjórnað þessari fjölmennu þjóð þinni? Drottni líkaði vel svarið, að Salómó bað um þetta. Þá sagði Guð við hann: Af því að þú baðst um þetta, en baðst ekki um langlífi þér til handa eða auðlegð eða líf óvina þinna, heldur baðst um vitsmuni til að skynja hvað rétt sé í málum manna. Þá vil ég veita þér bæn þina. Ég gef þér hyggið og skyn- samt hjarta. Svo þinn líki hefir ekki verið fyrir þig óg mun ekki koma eftir þig. Líka gef ég þér það, sem þú baðst ekki um, bæði auðlegð og heiður. Svo að þinn líki skal eigi verða meðal konunganna alla þína daga. Ef þú gengur á Friðfinnur Finnsson mínum vegum og varðveitir boðorð mín og skipanir eins og Davíð forfaðir þinn gerði. Þá mun ég gefa þér langa lífdaga. Síðan vakn- aði Salómó og sjá það va draumur. 1. Konungabók 3.9—15. Draumur konungs var góður. Manni kemur í hug, þegar lesin er bæn Salómó, hvernig liti heim- urinn út í dag, ef leiðtogar þjóð- anna hefðu beðið sömu bænar og Salómó. í árdaga. Sannarlega ættu allar kynslóðir að biðja Guð um gaumgæfið hjarta, hyggið og vit- urt og umfram allt ríkt af kærleika til samfélagsins, til að geta greint gott frá illu réttlætið og óeigin- girni skipa öndvegið í samskiptum sínum við þegna þjóðanna. Þá mundi af sjálfu sér skapast þjóðar- eining með fólkinu. Biblían er sú bók, sem hvað mest ræðir um frið og ræðir um hann frá mörgum hliðum. Þar kemur svo skýrt sem verða má, að við eigum í stríði við Guð sjálfan. Frumskilyrðið er sátt við Guð . Sættina er hægt að eign- ast fyrir trúna á Jesúm Krist. Blessun Drottins hún auðgar segir í Orðskviðunum. Sjálfsagt er þá átt við þá auðlegð sem ekki er metin í krónum, en þá er sú auð- legð miklum mun eftirsóknarverð- ari en allar krónur. Móse blessaði son sinn með þessum orðum: Blessa þú Drottinn styrkleika hans og lát þér þóknast verk handa hans. það hlýtur að vera dásamleg gleði, að eiga vissu um að Drottinn blessi líf okkar og störf. Þá þurfum við engu að kvíða. Blessi Drottinn þig. Þá verður þér allttil blessunar. Heiðríkja er í huga mínum nú yfir minningu móður minnar. Eins og hún var og eins og hún reyndist mér. Það væri mikið vanþakklæti, að láta sér detta í hug að nokkur kona gæti komið í hennar stað. Mér til handa. Hvað þá betri. Það er engin sem móðir. 78 ár eru nú liðin síðan móðir mín blessuð kvaddi mig og kom mér fyrir hjá vandalausu fólki. Dvaldi ég hjá því í 20 ár. Þetta fólk voru þau hjón Sigurbjörg Sigurð- ardóttir og Sigurður Sveinbjörns- son í Brekkuhúsi í Vestmannaeyj- um. Þeim fæddust tvö börn. En ólu upp 8 börn að meira og minna leiti, frá skyldum og vandalausum. Án endurgjalds. Þetta sýnir mann- kosti þeirra. Mér reyndust þau sem bestu foreldrar. Blessuð fóstra mín bað oft fyrir mér heitt og innilega. Ég man það, sem það hefði skeð í gær. Þá var ég 6 ára gamall, að móðir mín sáluga vafði mig að sér og sagði Drottinn blessi þig elsku barnið mitt og verði leiðtogi lífs þíns í lífi og dauða. Ég var 13. barn móður minnar. Faðir minn drukknaði áður en ég fæddist. Hún óskaði mér sannarlega þess besta sem hún átti í huga sínum og engan arf hefði ég betri getað fengið. Það finn ég nú eftir að augu mín hafa opnast fyrir því, að blessun Drottins er meira en alttannað. Ég sem þessar línur festi á blað er fæddur 22. desember 1901. í Stóru-borg undir Eyjafjöllum. Fluttist ég til Vestmannaeyja með móður minni Ólöfu Þórðardóttur. Þá var ég 4 ára. Mér er ekki beint hugieikið að skrifa um mig. Mér finnst það mega koma fram, stór- kostleg vernd og hvernig móðir mín var bænheyrð, sem ég hefi notið á langri ævi oft við lífs- hættuleg störf, á sjó og í landi. Ég stundaði fjallgöngur og fuglaveiðar á annan tug ára. Sjó- mennsku á þriðja tug ára. f sigl- ingum á milli Vestmannaeyja og Englands veturinn 1940, á 100 tonna skipi. Þá gaf oft á bátinn. Ég var kafari við höfnina í Vest- mannaeyjum um 25 ára skeið. Hefi átt bíl í 40 ár, til eigin nota. Við þetta allt hefi ég aldrei orðið fyrir neinu slysi. Þetta er mikið lífslán, sem ég fæ aldrei fullþakkað mínum ástækæra Frelsara. Þegar Hann er með okkur í störfum, þá fer allt vel. Enginn er Honum líkur og enginn getur gengið okkur, né öðrum í Hans stað. Fremur en hús getur staðið án undirstöðu. Árladagsallamorgna ViðorðGuðshalturáð. Þessi orð eru eftir Hallgrím Pétursson. Það hollráð á alltaf við hvort sem það er skrifað í Ritning- unni eða tifir í sálum okkar sjálfra. Orð Jesú Krists um bænina eru einn höfuðþátturinn í kenningum Hans. Blessun bænarinnar varir um tíma og eilífð. Það er hún sem heldur uppi andlegu lífi mann- anna, eða eins og Hallgrímur kemst að orði: Hún er lykill að Drottins náð. Við eigum dásam- lega frásögn um það, þegar læri- sveinar Jesú komu til Hans, þar sem Hann var einn á bæn. Þeir sögðu við Hann: Kenn þú oss að biðja. Hann kenndi þeim: Faðir vor. Dýrlegustu bæn sem mann- kynið á og varir að eilífu. Jólahátíð fer nú að færast nær okkur. Mér hefir alltaf fundist sem sólargeisli væri að nálgast. Þegar jólin eru í nánd. Minningarnar frá æskuárunum valda því. Barnið í jötunni er birting þessa leyndar- dóms. Það er yfir oss vakað. Hirð- arnir voru hljóðir yfir hjörð sinni. allt í einu stendur engill Drottins hjá þeim í hinni undarlegu birtu. Þá grunaði síst að yfir þeim væri vakað. Þeir vissu ekki að verið var að velja þá, sem fyrstu boðbera fagnaðarérindisins: Yðar er í dag frelsari fæddur. Síðan er þeim vísað á ungbarn í jötu. Með þessu er líka verið að tilkynna þeim Jós- ep og Maríu og litla barninu í jötunni, að yfir þeim sé vakað. birting þessa leyndardóms segir okkur að yfir okkur er vakað alla daga og nætur. Jólaatburðurinn birtist okkur og kemur okkur til að hugsa svo margt. Við hjónin óskum öllum Vest- manneyingum heima og heiman, ásamt ættingjum og vinum og öllu því góða fólki, sem við höfum kynnst hér í borg, síðan við flutt- um hingað, eftir gos. Landsmönn- um öllum óskum við Guðs blessun- ar á komandi árum. Höfundurer fri Oddgeirshólum, í Vestmannaeyjum. ryrsta ano ao oam, nmi numinri iii au teyia ywur au ya iiamaiii numa uriya iiwnn. Meðal verkefna ársins voru sjónvarpsauglýsingamar fyrir Act skó og Keilusalinn í Öskjuhlíð. Hi-c í samvinnu við Svona gerum við, og í samvinnu við Auk hf, unnum við m.a. sjónvarpsauglýsingamar fyrir BM Vallá, Pykkvabæjar kartöflur, Nýjar mjólkurumbúðir, og Samsölubrauðið. Við áttum einnig heiðurinn affjórum tónlistarmyndum á árinu. Stuðmenn/„Go Go Party“ Herbert Guðm. /„Can't Walk Away“ Rikshaw/„Into the burning moon“ og Grafík/„Tango“ .. það fína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.