Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER1985 _ T- Bræðurnir Hörður og Haukur. Myndin er tekin á sýningu sem haldin var í Stenhusgarden, sem kulturnefndin í Linköping stóð fyrir til að styrkja sýningu þeirra í Glashuset í Stokkhólmi. Á milli þeirra er eitt af nýjustu verkunum, „Shooting arrows at artistic targets“. „Við erum einn hugur og fjórar henduru Rætt við tvíburabræðurna Hauk og Hörð um lífið og listina Þeir eru eineggja tvíburar, fæddir 20. mars 1952, og fljótt á litið virðast þeir vera spegilmynd hvor af öðrum. Fæddir og uppaldir í Reykjavík, gengu menntaveginn eins og það er kallað, og voru meðal fyrstu stúdentanna frá Menntaskólanum við Tjörnina sem nú er kallaður Menntaskólanum við Tjörnina sem nú er kallaður Mennta- skólinn við Sund. í fyrstu ætluðu þeir sér að verða sjúkraþjálfar, en veikindi þeirra urðu til þess að þeir snéru við blaðinu og lögðu um tveggja ára skeið stundá guðfræði og sálarfræði við Háskólann. Samanlagt eru þeir nífaldir lslandsmeistarar í Júdó, og hafa þróað eigið bardagakerfi sem þeir kalla Kimewaza. Fyrir sjö árum lögðu þeir bardagakerfið til hliðar, sviptu dularhjúpnum af því sem þeir voru að gera svo notuð séu þeirra eigin orð og gerðust hreyfilistar- menn. Síðustu árin hafa þeir einnig unnið grafíkmyndir og skúlp- túra. Þeir hafa þróað eigin aðferð við gerð grafíkmyndanna, og skúlptúrverk þeirra eru einnig óvenjuleg, ekki síst vegna þess að þau eru unnin í efni sem þeir hafa sjálfir búið til og nefna H.H. 23. Síðustu tvö árin hefur verið hljótt um þá, enda annar búsettur í Svíþjóð. í haust héldu þeir sýningu í Glashuset í Stokkhólmi og fleiri fylgja í kjölfarið, m.a. sýning í Kulturhuset í Stokkhólmi ’87, en á þeirri sýningu verða jafnfram verk annarra íslenskra lista- manna. Lífshlaup þeirra bræðra Hauks og Harðar Harðarsona er óvenjulegt, viðhorf þeirra til lífsins og tilverunnar öðruvísi en flestra annarra, þeir eru sjálfmenntaðir myndlistarmenn, „erum eins og sjóræningjar í listalífinu". Við hittumst á einu veitinga- húsanna í miðbænum, og þar sem þeir sitja hinum megin við hvit- dúkað borðið eru þeir ekki lengur spegilmynd hvor af öðrum heldur tveir einstaklingar, sem þó eru ótrúlega líkir. Það er greinilega mikið samband á milli þeirrra, því annar talar gjarnan fyrir báða, þeir segjast líta á sig sem dúó listamenn, „við erum einn hugur og fjórar hendur." En hvað hafa þeir helst verið að fást við undanfarin ár? Haukur: Við höfum verið að vinna skúlptúr og grafíkverk. Við vorum með nokkrar sýningar hér sl. sumar til að afla fjár fyrir sýn- inguna í Glashuset. Við sóttum um styrk til Menntamálaráðuneytisins en þegar við fengum synjun þar ákváðum við að draga upp stríðs- hempurnar, bardagakerfið grófum við annars fyrir sjö árum þegar við ákváðum að helga okkur svotil ein- göngu hreyfilist og skúlptúr. Við ákváðum að selja okkur hingað sem sýningarhóp, og þrír aðilar tóku boðinu; Þjóðhátíðarnefnd Vestmannaeyja, Þjórsárdalur og Hollywood. Við vorum með þrjár mismunandi sýningar, í Vest- mannaeyjum sýndum við hreyf- ingar og meðferð áhalda, sýndum bardaga á táknrænan hátt, þetta tengist kínverskri og tíbeskri heimspæki, hugsunin að baki er ekki að beita valdi heldur nota andlegan kraft til að sýna hvar viðkomandi er staddur. Sýningin í Þjórsárdalnum var meira í jap- önskum stíl, meira um slagsmál, og í Hollywood vorum við með dansþema, vorum í nákvæmþega eins búningum, ég dansaði karl- hreyfingarnar en Hörður kven- hreyfingarnar undir laginu „War.“ — Hvað eigið þið við með því? Stríð milli kynja ... ? Tvíburarnir hrista höfuðin. „Nei, við hugsum ekki þannig, lag- ið er gott og við ákáðum þemað út frá því. Við vorum í nákvæmlega eins búningum en hreyfðum okkur á mismunandi hátt og erum þar að undirstrika hugsanalegan mismun kynjanna, hvernig við tjáum okkur út á við. Við höfum tekið eftir því að þó við kennum konu og karli nákvæmlega sömu hreyf- ingarnar, er alltaf grundvallar- munur á hreyfingunum eftir því hvort kona eða karl á í hlut.“ — Er ekkert erfitt fyrir þig Hörð- ur að dansa kvenhreyfingarnar? „Nei, ég er „kvenlegri" af okkur tvíburunum ef svo má að orði komast, ég hef t.d. átt auðveldara en Haukur með að kenna kven- fólki Kimewaza/ En þessar sýningar voru ein- göngu til að fjármagna sýninguna i Stokkhólmi. Við höfum nokkrum sinnum sótt um styrki, en aldrei fengið, t.d. bauðst okkur að haida sýningu á skúlptúrverkum okkar á viðurkenndum stað í New York en urðum að hætta við hana þar sem við höfðum ekki nægilegt fjár- magn. En við erum mjög þakklátir nokkrum stórfyrirtækjum og ein- staklingum sem hafa keypt af okkur grafíkverk og skúlptúra og gert okkur þannig kleift að vinna við listina. Svíar hafa líka tekið okkur mjög yel, við töluðum t.d. við Kultúrnefndina í Línköping og þeir létu okkur fá húsnæði og keyptu af okkur grafíkverk fyrir um 5.000 krónur sænskar, en það var um helmingur þess styrks sem við sóttum um til Menntamála- ráðuneytisins. Fá sömu hugmynd- irnar samtímis Tvíburarnir segjast hafa gert sér betur grein fyrir hinu sterka sambandi sem er milli þeirra eftir að Hörður flutti til Svíþjóðar fyrir tveim árum. Þeir vinna öll verk sín í sameiningu, segjast gjarnan fá svipaðar hugmyndir svotil sam- tímis. „Þegar annar okkar grípur símtólið og ætlar að hringja í hinn til að segja frá einhverri hugmynd er hanr gjarnan í símanum í sömu erindagjörðum.“ — Hvernig hefur það gengið að vinna saman listaverk milli landa? Haukur: Við höfum notað sím- ann mikið, skrifast á, sent lista- verkin á milli og ferðast sjálfir milli landa. Og sem dæmi um þessar vinnu- aðferðir segja þeir frá útfærslu á hugmynd sem þeir fengu fyrir nokkru. Hugmyndin var að láta það sem þeir kalla krúslu, þ.e. stelpudúkku sem hvorki er barn né fullorðin, standa á bláröndóttu stáli á ákveðin hátt. Hörður byrj- aði á verkinu í Svíþjóð, bjó til ann- an fótinn og sendi verkið svo Hauki bróður sínum hingað til lands. Haukur bætti við verkið og sendi það bróður sínum og svo koll af kolli, þar til þeir þurftu að leysa vandamál í sambandi við útfærsl- una sem hvorugur kunni ráð við. Það tók þá hvorn um sig mánuð að finna lausnina, og þegar þeir fóru að bera saman bækur sínar höfðu þeir dottið niður á sömu útfærsl- una! — Þið notið efnið H.H. 23 í skúlptúrverk ykkar. Hvað getið þið sagt um það? Hörður: undanfarin ár höfum við verið að gera tilraunir með efni og efnismeðferð, erum að rey- na að betrumbæta efnið H.H. 23, en skúlptúr úr því efni er næstum sama og þrívítt málverk. — Hvernig þa? Við duttum niður á H.H. 23 af tilviljun. Fundum fyrir þeirri þörf að skapa þrívíð verk, en okkur fannst við vera of bundnir ef við notuðum marmara eða leir. Við höfðum gert tilraunir með ýmis efni, en okkur fannst við ekki geta nálgast að vinna með þau. Þá varð H.H. 23 til, það er hvítt efni, unnið úr þörungasellulosa. Efnið hefur þá eiginleika að það getur verið þunnt sem málning og þykkt sem leir, það er hægt að blanda það með hreinum acryllitum og vinna skúlptúrinn í lit , líkt og málari gerir er hann litar strigann. Efnið er hart en stökkt, það er hægt að pússa það upp þannig að það verði eins og marmari, en það er stökkt eins og postulín. Verk úr þessu efni taka í sig hitastig umhverfis- ins, efnið verður kalt í kulda og heitt í hita, það þarf ekki að brenna það til að það harðni, en hiti hefur heldur engin áhrif, það breytist t.d. ekkert við 250 gráður á Celcius. — Ætlið þið að kynna öðrum listamönnum þetta efni? Haukur: Það eina sem kemur í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.