Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER1985 ERLEND fréttagetraun Breska stúlkan Maureen Stirling vann mikið afrek á irinu, setti Bretlandseyjamet og hlaut gullmerki fyrir. Hér situr hún flötum beinum á Piccadilly Circus í London og fagnar fraegðarverkinu. Hvert var það? 1. Það uppgötvaðist, að aðrir áttu fána, sem var nákvæmlega eins og hinn nýi þjóðfáni Grænlendinga. Þeir, sem áttu þennan fána, voru: a) Lichtenstein b) Taiwan c) Fjórða alþjóðasamband Trotsky- ista d) Réðrarklúbburinn í Arósum 2. Grammy-verðlaunin voru afhent með viðhöfn í Los Angeles. Söng- konan, sem hlaut þau, var: a) DorisDay b) TinaTurner c) Madonna d) BonnieTyler 3. Kínverjar fara ekki troðnar slóðir í lýtalækningum. Bóndi þar í landi varð fyrir því óláni að rotta beit bróðurpartinn af nefinu á honum en málum var bjargað með því að græða á bónda: a) Trefjaglersnef b) Brjósk úr svínsnefi. c) Fuglsnef d) Stálnef 4. Bandarískur ellilífeyrisþegi, Her- bert Epp, gat um skeið ekki snætt annað en súpu og harðsoðin egg. Ástæðan: a) Fannst allt annað bragðvont b) Vildiráðastáeggjafjaílið c) Tannlæknir tók fölsku gómana hans upp í skuldir. d) Lífeyririnn dugði ekki fyrir öðr- um mat 5. Sovézk yfirvöld leita allra leiða í skattheimtu og þóttu sýna mikið hugmyndaflug er þau fundu gesta- skatt, sem þau lögðu á: a) Ferðamenn, sem gistu hjá vinum og ættingjum b) Alla, sem drukku gestaskál c) Þá, sem tóku á móti gestum. d) Þá, sem gistu Gúlagið 6. Richard Cox, 31 árs gamall Breti, lézt í sjúkrahúsi um páskana og krufning leiddi í ljós að hann hafði látist af: a) Ofáti b) Sólböðum c) Vatnsdrykkju d) Bjórdrykkju 7. Geimfarar í geimskutlunni Dis- covery fengu snúið verkefni er þeir freistuðu þess að gangsetja bilað- an gervihnött, sem rak stjórnlaust á sporbraut um jörðu. Þeir reyndu að gangsetja hnöttinn með: a) Handsveif b) „Flugnabana“ c) Hárþurrku d) Rafknúnum tannbursta 8. Nýr forseti tók við völdum í Brasil- íu og er það í frásögur færandi þar sem hann tók við af forseta, sem veiktist skömmu fyrir embætti- stökuna og lézt. Hinn nýi forseti heitir: a) Tancredo Neves b) HjalmerdeJone.se c) Tancredo Brages d) JoseSarney 9. Á ýmsu gekk við forsetakjör í gríska þinginu í marzlok þegar atkvæðagreiðsla stóð sem hæst: a) Stóðu nokkrir þingmenn upp og sungu Öxar við ána. b) Réðst Melina Mercouri á Pap- andreou með kossalátum c) Þreif þingmaður í bræði atkvæða- kassa og hljóp út d) Birtist Sókrates afturgenginn 10. Sovétríkin eignuðust nýjan leið- toga á árinu. Áð svo stöddu skiptir nafn hans ekki máli, en lýti hefur hann nokkurt. Það er: a) Brotið nef eftir slagsmál við John Wayne í frægri kvikmynd, sem gerð var í Hollywood þar sem hann var leikari á árum áður. b) Valbrá á höfði, sem hárleysinu tekst ekki að fela. c) Klofin tunga d) Óvenjulega langur háls 11. „Þjóðin er ekki agndofa, heldur lömuð af skömm," sagði Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, i lok maímánaðar. Hvers vegna? a) Er upp komst um framhjáhald eiginmanns hennar. b) Vegna þess, að Liverpool tapaði fyrir Juventus frá Ítalíu í úrslita- leik í Evrópukeppni meistaraliða. c) Er breskur sagnfræðingur upp- götvaði, að Bretar töpuðu þorska- stríðunum d) Vegna þess, að tugir ítala létu lífið á Heysel-íþróttaleikvangin- um í Briissel í Belgíu vegna óláta stuðningsmanna breska knatt- spyrnuliðsins Liverpool. 12. Bandaríska öldungadeildin sam- þykkti einróma í byrjun maí að beita Nicaraguastjórn viðskipta- þvingunum. Hvers vegna? a) Bandaríkin riðuðu á barmi gjald- þrots vegna halla á viðskiptunum við Nicaragua b) Öldungadeildin vildi ekki fjár- magna útflutning á byltingunni í landinu. c) Reagan fékk magakveisu eftir að hafa borðað banana frá Nic- aragua d) Vegna stuðnings Nicaragua við hægrisinnaðar fjöldahreyfingar á Kúbu 13. Bandarískir læknar hafa komist að niðurstöðu um fiskneyslu. Þeir teljaað: a) Aukin fiskneysla í Bandaríkjun- um geti komið efnahag íslands á réttan kjöl. b) Fiskneysla auki kynhvöt mið- aldra karlmanna c) Fiskneysla minnki líkurnar á hjartasjúkdómum d) Auki frelsis- og lýðræðisást lands- manna 14. Sjúkdómur, sem talinn er skyldur ónæmistæringu, skaut upp kollin- um í Afríku á árinu. Hann ein- kennist af? a) Mikilli matgræðgi og óhóflegri neyslu sætinda. b) Miklu tapi líkamsþyngdar og dregur sjúkdómurinn þar af nafn sitt c) Naflapoti og sífelldum kláða d) Öndunarerfiðleikum og harðlífi 15. Gíslarnir 39, sem verið höfðu í haldi hjá flugræningjum Trans World Airlines-farþegaþotunnar í ríflega hálfan mánuð, voru að vonum frelsinu fegnir, þegar þeim var loks sleppt um mánaðamótin júní/júlí. Að skilnaði a) báðu flugræningjarnir gíslunum bölbæna og kölluðu þá heims- valdasinna og svín b) hófu skothríð á hæla þeim, svo að þeir áttu fótum fjör að launa c) slógu upp kokkteilveislu og báðu Allah að blessa mannskapinn d) kvöddu þá með handabandi og færðu þeim rauðar rósir 16. Hinn 10. júlí var skipi í eigu Grænfriðungasamtakanna sökkt í höfninni í Auckland á Nýja Sjá- landi. Skipið bar nafnið: a) Greenpeace b) Rainbow Navigation c) PrinsAlbert d) Rainbow Warrior 17. Hinn 21. júlí voru birt úrslit skoð- anakönnunar um vinsældir Ron- alds Reagan Bandaríkjaforseta. 1 Ijós kom, að forsetinn var vinsælli en oftast áður. Hann hafði þá ný- lega: a) hækkað bætur almannatrygginga um 35% b) beitt sér fyrir 5% vaxtalækkun til að draga úr atvinnuleysinu c) gengist undir uppskurð d) unnið frækinn sigur yfir Mikhail Gorbachev í sjónvarpskappræðum 18. I yfirlýsingu, sem gefin var út við lok kvennaráðstefnunnar í Nairobi í Kenýa aðfararnótt 27. júlí, sagði, að það sem stæði konum aðallega fyrir þrifum, væri: a) ráðríki og lævís áróður karl- rembusvína um heim allan b) innbyrðis sundurlyndi kvenna og vanmat þeirra á sjálfum sér og öðrum konum c) heimsvaldastefna, nýlendustefna, útþenslustefna, aðskilnaðar- stefna og kynþáttamismunun d) kvennabarátta á villigötum 19. í ágústbyrjun komst áhöfn sovésks skriðdreka, sem tók þátt í heræf- ingum í Tékkóslóvakíu, í heims- fréttirnar. Hermennirnir: a) brugðu sér yfir landamærin til Austurríkis og tóku þátt í keppni í torfæruakstri. b) gerðu skyndiárás á sovéska bryn- vagnaherdeild c) seldu skriðdrekann fyrir tvo kassa af vodka d) flúðu yfir landamærin til Vestur- Þýskalands og báðu um pólitískt hæli 20. í ágústmánuði gerðu þúsundir manna sér ferð til smáþorpsins Ballispittle á írlandi til þess að skoða höggmynd af Maríu mey. Ástæðan var sú, að fjöldi manns hafði staðhæft, að styttan: a) væri verk Leonardos da Vincis. b) yki nærstöddum lífsþrótt c) hreyfðist af sjálfsdáðum d) felldi tár í viðurvist trúaðra 21. Um miðjan ágústmánuð uppgötv- aðist, að ítalskt vín, sem selt var á almennum markaði í Bretlandi, innihélt sérstakt bætiefni. Það reyndist vera: a) C-vítamín b) Ödáinselexír c) Frostlögur d) Mysa frá Mjólkurbúi Flóamanna 22. Herstjórnin, sem steypt var af valdastóli í Nígeríu 27. ágúst, hafði m.a. unnið sér það til óhelgi í augum byltingarmannanna: a) að hefta innflutning á íslenskri skreið b) að mistakast að rétta við efnahag landsins í Bandaríkjunum hefur allt þetta ár verið unnið að viðgerð á merku mannvirki og er henni nú lokið. Hér er verið að fjarlægja verkpallana en hver var smíðin?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.