Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR31. DESEMBER1985 18 B Hvers er helzt að minnast frá árinu Þegar árið er að líða í aldanna skaut líta menn oft til baka, ekki síður en fram á við, og rifja upp atburði líðandi árs. Man þá hver eftir því, sem hann hefur mestu skipt á einn eða annan hátt. Til að gefa nokkra mynd af því, sem markverðast kann að virðast í byggðum landsins á árinu, sem nú er að líða, hefur Morgunblaðið eins og undanfarin ár, leitað til nokkurra fréttaritara sinna víðsvegar um landið og fengið þá til að rifja upp það, sem þeim hefur þótt markverðast af innlendum og erlendum vettvangi og úr heimabyggð. Pistlar fréttaritaranna fara hér á eftir. Eínar Kalur Ingóllsson Einar Falur Ingólfs- son, Keflavík: Live Aid- tónleikarnir minnisstæðir ÞEGAR líta skal á heilt ár, fréttir þess erlendar sem innlendar, allt það fjöimiðlan«ði sem ber fyrir skilningarvit eins manns, þá getur það reynst ákaflega erfitt að muna eftir öllu því markverðasta og eins að tína það úr sem hverjum og ein- um finnst í raun markvert. Getur það bæði átt við innlendar sem er- lendar fréttir og tíðindi. Þegar ég reyni í fljótu bragði að líta yfir árið 1985 og allt það sem ég hef vitneskju um að gerst hafi á því ári, þá kemst ég að því að þetta var leiðinlegt og fremur viðburðasnautt ár fyrir mér. Ég er ekki mikill áhugamaður um erlendar hræringar, reyni að vita sem minnst af róti í stjórn- málum heimsins og erjum stór- veldanna. Það /ar til dæmis áber- andi hvað mikið var um allskonar flugrán og tilgangslaust rugl sem hin og þessi öfgasamtök araba stóðu að. Ég get nefnt aðsilnaðar- stefnuna í Suður-Afríku og vel man ég eftir öllu þessu hungurs- neyðarmáli sem fór nú að mestu fyrir ofan garð hjá okkur nautna- belgjunum uppi á Islandi. En í kjölfar þessa máls kom einhver minnisstæðasti atburður árins, Live Aid-tónleikarnir, og þykir mér miður að sjónvarpið hafi ekki enn látið svo lítið að sýna okkur afganginn frá Fíladelfíu .og það markverðasta frá Lundúnum. Svo að fleira sé nefnt þá hefur þessi alnæmis umræða ekki farið fram hjá mér frekar en öðrum og svo voru nú ýmsir markverðir íþrótta- viðburðir sem maður reynir að fylgjast með s.s. úrslitakeppnin í bandaríska körfuknattleiknum. Af innlendum vettvangi er nú ekki margs að minnast. Helst er það sú skammarlega útreið sem dómsmálaráðherra og öfgasinnar hans veittu bjórmálinu, þessari líka sjálfsögðu mannréttinda- kröfu. Vissulega hefur margt annað gerst, herpingur í hinu og þessu, okurlán, óveður og margt mætti telja en er þó ekki nægilega merkilegt til að hægt sé að rétt- læta upptalningu. Hér suður með sjó gerðist fátt markvert en þó vil ég minnast á hetjulega frammi- stöðu Víðismanna í knattspyrn- unni og hið hörmulega slys er Eyjólfur Ben Sigurðsson drukkn- aði út af Helguvík. Sigurður Jónsson, Selfossi: Gleðitíð- indin jafnan kærust Stóratburðir, hvort sem eru af manna völdum eða frá hendi náttúr- unnar, koma fyrst í hugann þegar liðinn tími er rifjaður upp. Þó verða gleðitíðindi jafnan kærust og ánægjulegt að dvelja við þau. Efst í mínum huga af erlendum atburðum eru jarðskjálftarnir í Mexíkó, eldgos í Kólombíu, hung- Sigurður Jónsson ursneyðin í Afríku og ástand i flóttamannabúðum Afgana í Pakist- an. Þær fréttir sem borist hafa frá þessum hörmungum leiða hugann að því hversu lítils maðurinn má sín gagnvart höfuðskepnunum. Jarðskjálftar og eldgos og hör- mungar tengdar þeim sýna hversu mikilvægt er að gera ráð fyrir að slíkt geti gerst. Við sem búum á slíkum svæðum ættum að líta raunsæjum augum á umhverfi okkar og aðstæður með það í huga að slíkt geti átt sér stað hér í einhverri mynd. Af innlendum atburðum hefur það brennt sig einna fastast í minn huga hversu mikill voði vofir yfir íslenskum ungmennum frá fíkni- efnum og þeim sem í gróðaskyni halda slíku að ungu fólki. Aukning fíkniefnaneyslu er ógnvekjandi. Hér er mál sem þarf að taka föst- um mannlegum tökum og treysta fyrirbyggjandi starf á uppeldisleg- um grunni. Ánægjulegur atburður að minnast er íslandsganga Reynis Péturs sem að henni lokinni á hug allra landsmanna. Lok göngunnar á Tryggvatorgi hér á Selfossi eru skemmtilegur atburður að minnast, að ekki sé talað um þá lyftistöng sem gangan varð mál- efnum fatlaðra. Slysafregnir eru daglegt brauð en nokkuð sem aldrei er hægt að sætta sig við. Verst eru slys á börnum. Gleðitíðindi af þeim vett- vangi berast þó og standa þá upp úr. Bilið milli láns og óláns er mjótt. Mér er minnisstæður at- burður í Ölfusi þegar drengur lenti í drifskafti dráttarvélar en slapp heill á yfirnáttúrulegan hátt. Þar var forsjónin hliðholl og allir gátu glaðst yfir lífinu og láni drengsins. Þessi atburður leiðir hugann að hættum sem leynst geta við hvert fótmál í dagsins önn. Þannig er það í ólgusjó daglegs amsturs að gleðin yfir lífinu og því sem betur fer bælir hina verri atburði án þess þó að afmá hin djúpu sporþeirra. Bernhard Jóhannesson, Kleppjámsreykjum: „Þjóöarátak gegn verðbólgu“ l»egar litið er á atburði ársins 1985, kemur margt upp í hugann. Veður- guðirnir léku við hvern sinn fingur Bernhard Jónsson hjá okkur íbúum í ofanverðum Borg- arfirði. Heyskapur gekk einstaklega vel og vorið og sumarið var bjart, sem kom sér vel fyrir okkur garð- yrkjubændur. Þakklátur er ég forsjóninni fyrir að hafa ekki sem fréttaritari þurft að segja frá slysum eða mannsköð- um. Nóg er samt af svoleiðis frétt- um utan úr hinum stóra heimi, svo sem af kúgun, ógnarstjórnum, fjöldamorðum og mannránum. Undarlegt er hversu grimmd mannsins gengur langt. Á ári æskunnar, sem senn er að líða, er ánægjulegt, að sjá hvað unga fólk- ið hefur auglýst landið okkar vel mcð góðri frammistöðu erlendis, bæði í íþróttum og fegurð. Öðru hverju berast fréttir af fíkniefnamisferli en það eru verstu fréttir sem ég les. Ég tel ekki nógu hart gengið fram í því að uppræta þennan vágest og ættum við að láta einskis ófreistað í því. í nóvember var birt skoðana- könnun Hagvangs um lífsskoðanir fslendinga. Þar kemur fram að heiðarleiki sé sá eiginleiki sem flestir telja að leggja beri rækt við í uppeldi barna. Það læðist að manni sá grunur að þessi þáttur gleymist með fullorðinsárunum, hjá sumum að minnsta kosti, þegar maður flettir dagblöðunum þessar síðustu vikur. Ríkisstjórninni gekk vel í fyrst að ná niður verðbólgunni og verð- um við að vona að nýja fjármála- ráðherranum takist a fullkomna það verk sem þá var hafið. Efna- hagskerfi okkar þolir ekki 30% verðbólgu ár eftir ár, ég bíð alltaf cftir að fram komi í verki slagorðið „þjóðarátak gegn verðbólgu". Þrátt fyrir allt eru íslendingar sáttir við lífið og tilveruna og er það ekki svo lítils virði á þessum þrengingartímum. Vil ég vona að næsta ár gefi okkur heilbrigt mannlíf. Sr. Brynjólfur Gíslason Sr. Brynjólfur Gísla- son, Stafholti: Líklega er meðalhófið alltaf best Það er auðvitað margt sem kemur upp í hugann þegar reynt er að rifja upp atburði liðins árs. En fyrst verður þó fyrir veðurblíða sumarsins þegar sól skein í heiði flesta daga og þurrk- ur var dag eftir dag, svo mjög sem það stakk í stúf við síðustu sumur sem hafa verið bændum hér á Vest- urlandi fádæmaerfiö. Þetta sumar hefur því létt bændum á Vesturlandi róðurinn, enda sér þess þegar stað. En þess- um miklu þurrkum fylgdi þó sá galli að þegar líða tók á sumarið fór að bera á vatnsieysi á bæjum sem víða varð til mikils baga. Hefði það einhvern tímann talist til tíðinda að vatnsskortur væri í Mýrasýslu. Þá urðu ár mjög vatn- slitlar, þannig að lax gekk illa í þær og stangaveiði var þar af leið- andi víða dræm. Það má eiginlega segja að lax hafi ekki gengið í árn- ar fyrr en í haustrigningunum síðari hluta september, enda voru árnar þá fullar af laxi. Af þessu má ráða að líkiega er meðalhófið alltaf best. Annað sem mér varð minnis- stætt á liðnu ári er „stólaleikur- inn“ hjá ráðherrum Sjálfstæðis- flokksins. Ég hef alltaf verið þeirr- ar skoðunar að formaður flokksins og stærsta stjórnmálaafls þjóðar- innar ætti að sitja í ríkisstjórn en þetta dæmi virtist ekki ætla að ganga up'p og var orðið að hálf- gerðu vandræðamáli, svo vægt sé til orða tekið. En að því kom þó að þetta vandamál var leyst með því að ráðherrar skiptu um stóla og Þorsteinn formaður fór inn í ríkisstjórnina. Og ég held að flestir óbreyttir sjálfstæðismenn hafi andað léttar og óska hinum unga formanni alls hins besta í erfiðu starfi, því að vissulega eru blikur á lofti í efnahagsmálum. Hvaða erlenda viðburði snertir er af nógu að taka, en fyrir utan náttúruhamfarir, hungursneyð, flugslys og árásir, þá hlýtur fund- ur þeirra Reagans og Gorbachevs í Genf að verða manni minnisstæð- ur, og vekja vonir um að menn geti sest á rökstóla og rætt um frið — og þá á ég við þann frið sem helgast af því að menn séu sáttir en ekki af ógnarjafnvægi vopn- anna. Að vísu gerðist fátt merki- legt á fundinum sjálfum en orð eru til alls fyrst. Vonandi markar þessi fundur upphaf annars og meira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.