Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1985 B 19 Páll Dagbjartsson Páll Dagbjartsson, Varmahlíð: Fjölmiðlar komi sönnum upplýsingum til almennings VIÐ áramót staldra menn gjarnan við og láta hugann reika til baka yfir liðið ár. Koma þá ýmsir atburðir sem vissulega rísa upp úr í minning- unni. í þessum pistli verður aðeins drepiö á örfá atriði sem komu upp í huga minn nú við þessi áramót. Af erlendum vettvangi vil ég fyrst nefna mjög svo uggvænlegt ástand í Suður-Afríku vegna kyn- þáttaaðskilnaðarstefnu stjórn- valda þar í landi. Ólga meðal kúg- aðra blökkumanna virðist fara sífellt vaxandi. Spurningar vakna um það hvort eitthvað geti komið í veg fyrir hrottalegar blóðsút- hellingar, haldi stjórnin áfram óbreyttri stefnu. Ekki svo að skilja, að víðar að berast fréttir af ólgu, bardögum og mannvígum sem vekja hjá manni óhug og síður en svo bjartsýni. Því er þó ekki að leyna að með fundi þeirra Reagans og Gorbachevs vaknaði á ný trú manna og von að spenna á milli risaveldanna minnkaði og kapphlaup um smíði og uppsetn- ingu gereyðingarvopna linnti. í mínum huga er fréttin um fund leiðtoganna ein sú ánægjulegasta á árinu. Af innlendum viðburðum er þegar nóg rætt í bili um Hafskips- mál og okurmál. Rétt finnst mér þó að nefna, þegar slík staða kemur upp í þjóðiífinu, eins og með þessi tvö fyrrnefndu atriði, svo dæmi sé tekið, þá ríður á miklu að fjölmiðlar leggi sig meira fram um að koma öllum réttum og sönnum upplýsingum til almenn- ings. Það er svo auðvelt að rugla fólk í ríminu með þeirri frásagnar- list sem fyrst og fremst er við það miðuð að láta vel í eyrum. Menn hreinlega missa fótanna i slúðrinu og gera engan mun á sönnu og ósönnu. En nóg um það. Ég vil nota þetta tækifæri og vekja athygli á heldur ískyggilegri þróun sem mér finnst þjóðlífi voru stafa ef til vill meiri hætta af nú en nokkru öðru. Hér á ég við eitur- lyfin sem því miður flæða yfir okkur og leggja líf og framtíð fjölda glæsilegra ungmenna í rúst. Hér að mínu mati svo alvarlegur hlutur á ferðinni að þjóðarvakn- ingu þarf gegn ósómanum. Það er eflaust hægara um að tala en í að komast, en gætum við ekki ræktað börnin okkar og unglingana betur en við gerum, minnug þess að framtíð lands og þjóðar byggir á æskunni. í því sambandi minnist ég Norðurlandsleika æskunnar sem haldnir voru á Sauðárkróki síðastliðið sumar. Sú samkoma stendur upp úr í mínum huga sem ein sú ánægjulegasta sem ég hef orðið vitni að. Jón Sigurðsson, Blönduósi: Live Aid og Reyni Pétur bar hæst Þegar litið er til baka yfir liðið ár og hcimsmyndin sem við okkur blas- ir skoðuð, þá eru hefndar- og hryðju- verk svo til daglegir viðburðir. Styrj- aldir af trúarlegum og stjórnmálalcg- um uppruna geisa víða. Tortryggni milli austurs og vesturs og norður og suðurs ógna heimsfriðnum. Það er hreint ótrúlegt að jafn fáum í jafn stórum alheimi komi svo illa saman sem raun ber vitni. En eitt stendur þó langt upp úr á alþjóðlegum vettvangi en það er sameiginlegt átak hljómlistar- manna um allan heim tii að láta gott af sér leiða. Er hér átt við Live Aid-hljómleikana til styrktar hungruðum í Eþíópíu. Væri betur að leiðtogar þjóðanna ynnu í svip- uðum anda að skilningi manna á milli, öfgalaust og án pólitísks ávinnings. Jón Sigurðsson Af innlendum vettvangi rís Is- landsganga Reynis Péturs Ingv- arssonar hæst í mínum huga. Þessi glaðværi og jákvæði íslendingur sýndi þjóðinni á stórfenglegan hátt hverju einstaklingurinn getur áorkað þótt fatlaður sé. Þetta framtak Reynis Péturs ætti að sýna okkur að með því að gera kröfurnar fyrst til sjálfra okkar áður en þær eru gerðar til annarra náum við bestum árangri. Við Austur-Húnvetningar urðum þeirrar ánægju aðnjótandi að hafa Reyni Pétur meðal okkur á þjóð- hátiðardaginn og fengum að njóta glaðværðar og jákvæðs viðhorfs hans til lífsins. Fyrir það ber okkur að þakka. Stöðugar fréttir um erfiðan rekstur útgerðar og framleiðslu- takmarkanir bæði í útgerð og landbúnaði, meðan stór hluti heimsins sveltur, eru illskiljanleg- ar. Þessir undirstöðuatvinnuvegir þjóðarinnar eiga í vök að verjast meðan þjónustugreinar ýmislegar dafna, greinar sem byggja á undir- stöðuatvinnuvegunum. Þessi þró- un mála segir mun fyrr til sín úti á landi þar sem heilu byggðarlögin byggja afkomu sína annaðhvort á úrvinnslu sjávar- eða landbúnað- arafurða. Samdráttur í þessum greinum svo ekki sé talað um brotthvarf heils togara getur haft víðtæk áhrif í litlu samfélagi. Sigurbjörg Eiríksdóttir. Neskaupstað: Heimsókn for- setans góður sumarauki ÁRIÐ sem er að líða hefur verið tíðindalítið hér í Neskaupstaö. Hér snýst allt okkar um fisk og er óhætt Sigurbjörg Eiríksdóttir að segja að sjávarfengur hafi verið allgóður á árinu. Kvótastefnan hefur reynst okk- ur nokkuð vel, en nauðsynlegt er að sníða af henni augljósa agnúa. Hvaða vit er til dæmis í því að útgerðarmaður geti selt fiskinn syndandi í sjónum? Hver græðir á því? Hvaða vit er í því að trillur hér í Neskaupstað, sem ekki geta hafið veiðar fyrr en í maí/júní séu í kvóta með sunn- og vestlending- um, sem hefja veiðar upp úr ára- mótum? Það er einnig umhugsun- arvert að á meðan ekki er hægt að manna frystihúsið vegna lágra launa, hefur fiskinum verið landað beint úr togurunum yfir í loðnu- skipin sem siglt hafa með nýjasta fiskinn en sá elsti og lélegasti tekinn til vinnslu. Þetta er tví- mælalaust stærsti afturkippur í vinnslu sjávarafurða frá því hér á árunum þegar jafnvel besti línu- fiskur var hengdur upp í skreið af því að það var svo fljótlegt að vinna fiskinn þannig, en nóg um það. Veðurfar var okkur afar hag- stætt síðastliðinn vetur en sama verður ekki sagt um sumarið sem hefði gjarnan mátt vera betra, það var því kærkominn sumarauki að fá Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands í heimsókn í sumar. Það kemur æ betur í ljós að við íslendingar þurfum ekki að hafa minnimáttarkennd gagnvart hin- um stóru þjóðum. Það sýndi sig í athyglisverðum árangri landans í íþróttakeppnum, en þar er eftir- minnilegur sigur Torfa Ólafssonar á heimsmeistaramóti unglinga í lyftingum í sumar, frammistaða Vals og Fram í Evrópukeppninni í knattspyrnu og frábær árangur karlalandsliðsins í handknattleik, svo eitthvað sé nefnt. Ekki má gleyma því að við eign- uðumst drottningu á árinu, Hólm- fríði Karlsdóttur, sem kjörin var ungfrú Heimur nú nýverið. Af erlendum íþróttaviðburðum er mér minnisstæðastur glæsileg- ur sigur Garri Kasparov í heims- meistaraeinvíginu í skák. Utan úr hinum stóra heimi er margt minnisstætt, en því miður hafa neikvæðustu fréttirnar mestan þunga; hungur, eldgos og aurflóð, ofbeldisverk og yfirgangur. Drott- inn minn dýri, þvílíkur heimur, þrátt fyrir allt er líklega best að búa í Neskaupstað! Gils Jóhannsson, Hvolsvelii: Aukin neysla fíkniefna á ári æskunnar Er ég lít til baka yfir atburði árs- ins 1985 kemur fyrst upp í hugann að Sameinuðu þjóðirnar tileinkuðu æskunni þetta ár og var árið 1985 því alþjóðlegt ár æskunnar. Aldrei hefur verið lagt hald á jafnmikið magn af fíkniefnum hér á landi og einmitt á ári æskunnar, en þrátt fyrir aukna gæslu og eftirlit óttast maður að þetta þýði að neysla þessara efna fari vax- andi hér á landi. Það eru fleiri vágestir á ferð og sjúkdómurinn alnæmi (AIDS) hefur þegar knúið dyra og orðið dauðsfall af hans völdum. Sá íslendingur sem mesta at- hygli vakti sl. sumar er án efa göngugarpurinn Reynir Pétur Ingvarsson frá Sólheimum í Grímsnesi, en hann gekk hringveg- inn á aðeins 32 dögum. Þetta var mikið afrek hjá Reyni Pétri enda tilgangurinn góður og fylgdist öll þjóðin með göngunni og hreifst af þessu framtaki hans. Þetta sýnir okkur að þroskaheft fólk getur einnig unnið mikil og góð afrek, engu síður en þeir sem heilbrigðir teljast. Fleiri einstaklingar vöktu athygli. íslensk stúlka Hólmfríður Karlsdóttir var kosin fegursta stúlka heims og hefur hún með fegurð sinni og ekki síður fram- komu, vakið athygli heima og að heiman og á eflaust eftir að verða góð landkynning þegar hún fer að ferðast um heiminn og heimsækja börn. Ráðherraskiptin eru ofarlega í huga því það hefur ekki gerst áður að skipt hafi verið um ráðherra í Gils Jóhannsson stjórn með þessum hætti. Okur- lánamálið sem ekki er séð fyrir endann á vakti mikla athygli, umhugsun og óhug. Fundur þjóðarleiðtoga Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna, þeirra Reagans og Gorbachevs er minnis- stæður. Margir bundu vonir við batnandi sambúð austurs og vest- urs eftir þær umræður og þá um leið batnandi friðarhorfur í heim- inum. Jarðskjálftarnir i Mexíkó, flugslysin á Nýfundnalandi, í Jap- an og fyrir utan frlandsstrendur, svo og eldgosið í Kólombiu, allt eru þetta minnisstæðir atburðir og þær hörmunguar sem fylgdu í kjölfarið. Mér er minnisstæð sýning sem fyrirtæki og stofnanir í Rangár- þingi stóðu fyrir á Kjarvalsstöðum og sýndu framleiðslu sína. Það er ekki hægt að skilja við árið 1985 án þess að minnast á veðrið sem hefur verið einstaklega gott hvað varðar okkur Sunnlendinga og sumarið var ein sólskinsblíða. Sigþór Sigurðsson, Litla-Hvammi Mýrdal: Brosandi leiðtogar heimsásama skjánum ÞEGAR líður að árslokum og nefna skal það sem helst situr eftir í huga af atburðum líðandi árs, fjær og nær, er af mörgu að taka. Ef hugsað er til erlendra frétta eru náttúrulega miklar fréttir af alls slags hörmung- um, fátækt, slyslorum, náttúruham- Tórum og ekki síst hinum óhugnan- legu hryðjuverkum, svo sem flug- ránum og öðru í svipuðum stíl. Svona atburðir renna þó nokkuð Sigþór Sigurðsson saman jafntíðir og þeir eru: Ég held að af erlendum vettvangi verði mér hvað minnisstæðastur fundur Reag- ans og Gorbachevs, þessara leiðtoga sem hafa fjöregg heimsins á milli handa sinna. Það var ótrúlegt að sjá þessa höfuðandstæðinga á sama sjónvarpsskjánum afslappaóa með bros á vör og það svo að manni gæti dottið í hug að þar færu sam- herjar. Já, ótrúleg staðreynd, hvaö svo sem að baki býr. Þegar litið er til minnisstæðustu atburða innanlands er að sjálf- sögðu fyrst að nefna Hólmfríði Karlsdóttur sem vann titlana Ungrú Evrópa og Ungfrú Heimur. Mikil auglýsingoggóð fyrir landið. Einnig má nefna Sif Sigfúsdóttur sem hlaut titilinn Fegurðardrottn- ing Skandinavíu. Báðar þessar stúlkur hafa vakið eftirtekt um heiminn og orðið íslendingum til ávinnings með glæsilegri frammi- stöðu. Eitt afrek innanlands er óhjákvæmilegt að minnast á. Er það ganga Reynis Péturs Ingvars- sonar umhverfis landið. Þar er um frábært framtak að ræða fyrir þarft málefni. Þá finnst mér líka skylt að minnast á þær góðu mót- tökur sem Reynir Pétur hlaut hvarvetna á göngu sinni og var öllum til sóma er að stóðu. Úr heimabyggð vildi ég helst nefna að líðandi ár hefur verið óvenju gott. Veturinn var snjólaus, vorið kom með allra fyrsta móti og síðan betri heyskapartíð en komið hefur hér til margra ára. Það sem verður mér minnis- stæðast í heimahéraði og snertir mig mikið, er að lokið var við að tengja alla Vestur-Skaftafells- sýslu í sjálfvirkt símasamband svo allir sitja nú við sama borð hvað það varðar innan sýslunnar. Og er það mikilsverður þæginda- og öryggisáfangi fyrir fólkið sem ánægjulegt var að vinna að. Kristinn Pétursson, Bakkafirði: Mannréttindi og lýðræði öruggasta afvopnunar- leiðin MINNISSTÆÐUST eru mér frá líóandi ári varnar- og afvopnunar- mál. Máske er það að hluta til vegna þess að ákvörðun var tekin á miðju ári um staösetningu ratsjár- stöðvar á vegum Atlantshafsbanda- lagsins í því litla sveitarfélagi sem ég á heima í. llmræðan um ratsjár- stöðina sannfærði mig og marga aðra enn frckar um mikilvægi á þátttöku íslenska lýðveldisins í Atl- antshafsbandalaginu á grundvelli sameiginlegra varna lýðræðisríkj- anna á því þjóöskipulagi sem við búum við, þjóðskipulagi sem grund- vallast á: trúfrelsi, tjáningarfrelsi, athafnafrelsi og kosningafrelsi. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.