Alþýðublaðið - 01.10.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.10.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Sími Ö88. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. IO árdegis, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Áskriftargjaid ein kr'. á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. dnðálkuð. Útsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. Alvörumál. II. Þegar iír öllu hófi keyrði vfn- austurinn í vor, var sett ný vín- sölu-reglugerð fyrir lækna og lyfja- búðir. Þegar brá til batnaðar, og varð árangur sýnilegur af þeirri ráðstöfun. Varla sást vín á manni fyrst framan af, en nú, er nótt fer að dimma, skrfða púkarnir úr fylgsnum sínum, og spú eitur- lyfjan í vesæla fáráðlinga, sem finst skemtun að því og hug- svölun, að sulla í sig allskonar óþverra, og svæfa þá litlu vit- glóru, sem til er í höfði þeirra. Þessir menn eru aumkvunarverðir vesælingar,, ver farnir en vitfirr- ingarnir, sem ekki geta sjálfir sakað sig um sýki sína. En þó eru vínsalarnir, bruggar- arnir og smyglarnir, ailra manna — ef menn skyldi kalla — dýpst sokknir. Og fá engin orð lýst því, hve brjóstumkennanlegir þeir eru. Þeir eru sjúkir á sálinni og heili þeirra vanskapaður, allar göfgustu tilfinningar þeirra eru myrtar — kafnaðar í fégirnd og velsæmis- skorti. Töknm til dæmis efnilegan mann, sem fullur er metnaðar og framfýsi. Hann kemur til fjöl- menns bæjar, kynnist smygli og prettum vínsalanna. Gengur í þjón- ustu þeirra, vegna þess, að hann vill verða ríkur. Setur sjálfur upp „verksmiðju", og velur ekki lak- asta staðinn í bænum, segjum miðbæinn, þar sem tiltölulega skamt er milli húsa, og þau öll úr timbri, óvarin. Þarna kemur hann áhöldum sínum fyrir í skúmaskoti, þar sem lítið ber á — húsið er kannske gamalt — Vfnandi, og þau efni, sem hann er í, eru eldfim. Um það hugsar maðurinn kannske ekki, vegna þess, hve ágirndin hefir náð föst- um tökum á honum. En svo einu sinni þegar hann er að sfnu vana- verki, kviknar í tækjum hans — eldurinn breiðist út, þrátt fyrir það, þótt vel hefði mátt slökkva, ef hann hefði þorað að kalla á hjálp — en hann óttast nð upp um sig komist. Eftir skamma stund er miðbik bæjarins brunniðl Eiturbirlarinn hefir framið stærri glæp, en hann fær afplánað — óafvitandi verður hann valdur að meiri bölvun, en hann gerði sér í hugarlund, að af athæfi hans mundi hlotnast. Er hann ekki brjóstumkennan- legur vesælingur? Þetta er að eins dæmi, sem vel gæti orðið til þess, að vekja þá byrlara, ef nokkrir eru, sem kynnu að eiga bækistöð sína á slíkum stöðum hér í bæ. „Sjaldan lýgur almannarómur", segir gamalt máltæki. Nú er það almælt, að smygl og brugg fari í vöxt hér í bæ. Og það fylgir sögunni, að ekkert sé aðhafst, vegna þess að „fína" fólkið þurfi að halda á ósómanum, og nota glæpamennina sér til aðstoðar í aðföngum áfengra drykkja. Eg læt alveg ósagt hvort þetta sé satt, en ljótt er, ef nokkur fótur væri fyrir þvf. Væri e g í þeirri stétt manna, sem þetta væri sagt um, og væri saklaus, mundi eg tafarlaust gera alt, sem í mínu valdi stæði'til þess, að blæjunni yrði svift af glæpamönnunum. Og gerði eg það ekki, væri eg engu betri en þeir, nema síður sé. í Ameríku hefir alþýða manna gert mikið að því, að koma upp um vínsmygla, og, lögreglan og dómararnir eru flestir harðir í horn að taka, og hegna vægðar- laust Iögbrjótunum. Dæmi eru til þess, að almenningur hefir sjálfur kveðið upp dóminn, og framfylgt honum, þegar lögreglan hefir ekki verið nógu snör í snúningunum. Hér á landi er öðru máli að gegna. Hér sofa allir nema lögbrjótarnir. Þeir maka krókinn á hvers kyns svikum, og eru hróðugir af: „Eg þarf ekkert að óttast, eg hefi útvegað honum herra .... whisky, og ef eg verð kærður, segist eg bara koma upp um hann, og yfirvöldin ráða rétt, hvort þau dæma mig“. Ens á þetta reynir auðvitað ekki, þeg- ar enginn er kærður. Hvernig væri nú, að lögregla, og þeir sem enn hafa óskerta sómatilfinningu, tæku ráð sfn saman, og gerðu gangskör að því, að útrýma ósómanum? Gengu með oddi og egg að því, að afmá eiturbyrlarana áf landi voru, svo einum liðnum yrði færra í ormaþvögu þeirri, er nagar hjartarætur þjóðlíkamansf Við sjáum hvað setur. /. y. yfllar eignir npptækar? Auðvaldssinni spáir bolsivisma í F’ýzkaiandi? Símað er frá Berlín, að Helfe- rich fyrv. ráðherra spái, að það hljóti að reka að því í Þýzkalandi, að rfkið geri allan auð upptækan. Ríkisskuldirnar eru nú 283 milj- arðar. Hver er sú stétt? Morgunblaðið segir í grein er það flutti á fyrstu síðu f fyrrad., „að viss stétt manna ætti von á ríflegri kauphækkun, þvf með rit- stjóranum (0: Ó. F.?) komi með- alið, sem geri henni fært að gera verkfall. Erlendir æsingabræður mundu hlaupa undir baggann". Hvaðan hefir Morgunbl. þessa fregn ? Hyggur blaðið að það vinni ísl. atv.rekendum nokkurt gagrt með slíkum tiihæfulausum fregn- um? Eða ætiar blaðið með þessu að vinna að góðu samkomulagi á milli verkalýðsins og atvinnurek- enda I ? Mergunbl. sem þykist vera fyrirmyndin í ísl. blaðamensku l ætti, áður en það hleypur með slíkar staðleysur og þessa, að leita sér áreiðanlegra upplýsinga. Eg og margir fleiri lesendur blaðsins eru forvitnir að fá að vita hver þessi stétt er. Sj.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.