Alþýðublaðið - 01.10.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.10.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ 2 drengi, ötula og skilvísa, vantar til að bera út Alþýðublaðið til kaupenda. Fuíltrúaráösfundur verður haldinn annað kvöld laugardaginn 2 okt. kl. 9 síðdegis á venjulegum stað. Framkvæmdarstjórnin. andinn• Amerísk /andnemasaga. (Framh.) Ungi maðurinn var þreklega, on þó liðlega vaxinn, og tæplega tuttugu og þriggja ára að aldri. Þó hann væri ekki eldri hafði hann eytt fimm árum í herbdðun- um og í stríði, og var því að sjá um þrítugt. Hann var klæddur fátæklegum, grænum veiðikufli, og bar á sér byssu, púðurhorn, sverð og skammbyssur, og reið spengilegum og fjörugum, jörpum hesti. Meðan tekið var á móti samferðafólki hans, beið hann tneð þremur öðrum, og voru tveir þeirra svertingjar, sem gættu, vopnaðir og ríðandi, sex áburðar- dýra. Þriðja persónan var fögur mær á seytjánda ári, sem reið samsíða honum og horfði kvíðinn i andlit piltinum. Af andlitsdrátt- um þeirra mátti ráða, að þau væru náskyld; þó mátti ráða það af hinum skæru, bláu augum stúlkunnar, af Ijósa hárinu og frjálslegu og fjörlegu yfirbragði hennar, að hún mundi aldrei verða eins niðurbeygð og föru- nautur hennar. Hún leit til hans, lagði hendina á handlegg honum og hvíslaði blíðlega og ástúðlega: „Roland — bróðir minnl Því ertu svona niðurdreginn? Heilsaðu þessu gestrisna fólki, sem tekur svo vel á móti okkur?“ ,Eg er í engum vafa um gest- risni þess og vinarþel okkur til handa", svaraði Roland, „en þegar eg sé þessi hús, verð eg angurvær af því, að þú skulir fraravegis þurfa að búa í svona lélegum leirkofum. Og þetta fólk, þessir veslings ómentaði lýður er vissulega ekki hæfilegur til þess að hafa samneyti við Edith For- rester“. „í svona hreysi“, sagði Edith ákveðin, „ætla eg að lifa ánægju- legu lífi. Eg ætla að velja mér vinkonur meðal þessa lýðs, Ro- land, því oft er dygð undir dökk- um hárum. Hví skyldum við þreyja þá veröld, sem við höfum yfirgefið?" „Þú ert góð stúlka", mælti Ró- land. og það birti yfir honum, „meðan Guð gefur mér mátt og heilsu, skal þig ekkert skorta. Eg skal nema okkur land, fella tré ásamt Keisara gamla, þjóni okk- ar, reisa bæ og rækta jörðina sjálfur. Það er hvort eð er mér að kenna, að fræudi gerði okkur arflaus, og að þú verður að fylgj- ast með mér til þessa afkima“. „Segðu ekki þetta, Roland, eg get ekki látið mér detta í hug, að frændi hafi í reiði sinni farið þannig að ráði sínu. — En sko stóra manninn þarna“, tók Edith fram f fyrir sjálfri sér, „eftir framkomu hans og litklæðum að dæma, er hann hvorki meira né minna, en virkisstjórínn, hann Bruce ofursti*. Hún hafði varla lokið máli sínu, þegar maður þessi var á harðaspretti korninn til þeirra systkina. I. O. G. T. Kngllngastáknrnar byrja fundi sína á sunnudaginn 3. okt. þannig: „Unnur" kl. 11 fyrir hádegi. „Svava" kl. 1 eftir hádegi, „Díana“ kl. 1 e. h. (uppi), „Æskan" kl. 3 eftir hádegi. Allir félagar, ungir og gamlir á- mintir um að koma á fundina. Gæslumenriirriir. Duglegar stúlkur vantar í þvottahúsið og gangana á Yífilsstöðum 1. október. — Upplýsingar á skrifstofunni. Sími 101. Taubútar Fleiri hundruð bút- ar verða seldir nú um vikutíma, sumir nógir í alfatnað. V öruhúsið. Þeir sem eiga ógreidd gjöld til félagsins, fallinn í gjalddaga 1. október, eru vinsamlegast beðnir að greiða þau sem fyrst. — Gjöldum er veitt móttaka á afgr. Alþbl. alla virka daga og hjá gjaldkera félagsins Sigurði Þor- kelss. Hildibrandshúsi eftir 7 síðd. Fermdur piltur getur fengið að nema prentiðn í prentsmiðjunni Acta, Mjóstræti 6. Stúlka óskast. Getur fengið tilsögn í lér- eftasaum. — Uppl. á klappar- stíg 11 eða í síma 286. Ritstjóri og ábyrgðarmaðar: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.