Morgunblaðið - 23.01.1986, Qupperneq 1
Stjórnunarfélag
íslands 25 ára
Stjómunarfélag íslands verður 25 ára á
morgun og verður þess minnst með margvís-
legum hætti. Félagið hefur verið einn braut-
ryðjenda á íslandi hvað varðar nýjungar í
stjómun fyrirtælcja og stofnana. Stjómunar-
félagið heldur námskeið, ráðstefnur og fundi
og rekur þrjá skóla, Tölvuskóla, Málaskól-
ann Mími og Útflutnings- og markaðsskóla
íslands. Síðastnefndi skólinn er í eigu féiags-
ins og Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins.
4B
HLUTVERK OG SKYLD-
UR STJÓRNARMANNA
Kröfur til stjómenda fyrirtækja aukast ár
frá ári. Jafnframt hafa hugmyndir manna
um hlutverk og skyldur stjómarmanna fyrir-
tækja breyst. Hins vegar virðist sem ýmsir
þeir er í stjómum sitja hafí ekki þekkingu
á að vinna úr þeim uppllysingum sem fyrir
þá em lagðar. Slíkt getur óneitanlega skað-
að viðkomandi fyrirtæki.
16B
VIÐSKIPTI ÆVINNULÍr
miÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR1986 BLAÐ B
Innlánasstof nanir
Heimildir til eigin
vaxtaákvarðana enn
um sinn óbreyttar
ÞRÁTT FYRIR að lög um við- | hafa þessir aðOar ekki öðlast
skiptabanka og sparisjóði hafi
SYNING - Félag ísl. iðnrekenda og IBM á íslandi efndu til
námsstefnu og umræðu um hugsanlega möguleika íslendinga í
undirverktakastarfsemi fyrir alþjóðleg fyrirtæki á borð við IBM. í
tengslum við námsstefnuna var haldin sýning og kynning á því sem
dönsk fyrirtæki hafa verið að gera í þessu efni fyrir IBM. Sjá frá-
sögn B2.
Ferðamál
*
Islendingar stofna
fyrstu íslensku ferða-
heildsöluna erlendis
Frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðaina f ZUrich.
tekið gUdi um síðustu áramót
það sjálfstæði í ákvörðun vaxta
sem lögin gera ráð fyrir.
Astæðan er sú að frumvarp um
Seðlabanka íslands hefur ekki
náð fram að ganga á Alþingi.
í 13. gr. gildandi laga um Seðla-
banka segir að bankinn hafi heim-
ild til að ákveða hámark og lág-
mark vaxta inn- og útlána innláns-
stofnana. í lögum um viðskipta-
banka segir að bankastjóm og
stjómir sparisjóða leggi megin lín-
urnar I vaxtamálum viðkomandi
stofnunar. Seðlabankinn ritaði
bréf til viðskiptabankanna 10.
janúar síðastliðinn vegna gildi-
stöku laga um viðskiptabanka og
sparisjóði þar sem tilkynnt er að
„að höfðu samráði við viðskipta-
ráðherra að vaxtaheimildir Seðla-
banka í 13. gr. no. 10/1961 [séu]
í gildi“, þrátt fyrir ákvæði hinna
nýju laga. Og með vísan til þessa
ákvað stjóm Seðlabankans 2. jan-
úar að vaxtaákvarðanir Seðla-
banka skuli gilda þangað til annað
verður ákveðið.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hafa viðskiptabankamir
og sparisjóðimir viljað fá að
hækka vexti á almennum spari-
sjóðsbókum, sem hafa verið nei-
kvæðir frá miðju síðasta ári og
sömu sögu má segja um vexti af
afurðarlánum. Seðlabankinn hefur
ákveðið vexti af almennum spari-
sjóðsbókum, verðtryggðum lánum,
afurðarlánum, skuldabréfum út-
gefin fyrir 11. ágúst 1984 og
vanskilavexti. Þá þurfa innláns-
stofnanir að fá samþykki Seðla-
banka fyrir breytingu á vöxtum
annarra inn- og útlána.
Matthías Bjamason viðskipta-
ráðherra sagði að litið væri svo á
að heimild viðskiptabankanna til
ákvörðunar vaxta eigi einungis við
þegar Seðlabankinn nýti sér ekki
heimild til vaxtaákvarðana, að
nokkru eða öllu leyti. í frumvarpi
um Seðlabankann sem býður af-
greiðslu er gert ráð fyrir að þeirri
megin reglu verði fylgt að innláns-
stofnanir ákveði sjálfar vexti.
ÍSLENDINGARNIR Böðvar Val-
geirsson, eigandi Ferðaskrifstof-
unnar Atlantic, Skúli Þorvalds-
son, eigandi Hótel Holts og Ómar
Benediktsson framkvæmdastjóri
Landkynningarskrifstofu ís-
lands í Hamborg, ætla að skrifa
undir stofnsamning nýs íslensks
ferðafyrirtækis i Vestur-Þýska-
landi eftir helgina. Þeir verða
jafnstórir bluthafar í fyrirtæk-
inu og Ómar verður fram-
kvæmdastjóri þess. Hann lætur
af störfum hjá Landkynningar-
skrifstofunni um miðjan mars og
hið nýja fyrirtæki tekur til starfa
l.apríl.
Böðvar hefur lengi haft hug á
að stofna ferðaheildsölu sem sér-
hæfir sig í íslandsferðum í Ham-.
borg. Hann fékk Skúla til liðs við
sig og Ómar hvatti þá til fram-
kvæmda þegar þeir bám hug-
myndina undir hann. Hann ákvað
að ganga til liðs við þá eftir að
ákveðið var að flytja landkynning-
arskrifstofuna til Frankfurt. „Eg
hef alltaf stefnt að því að fara út
í einkarekstur og þetta er tækifæri
til þess,“ sagði Ómar.
Vetrartíminn er mesti annatími
ferðaheildsala. Ómar ætlar að nota
sumarið til að undirbúa starfsemina
næsta vetur vel. „Takmarkið er að
fá sem flest fólk sem eyðir pening-
um til íslands," sagði hann. Fyrir-
tækið mun koma íslandsferðum
sem það kaupir af íslenskum ferða-
skrifstofum eða stuðlar að sjálft, á
framfæri í Vestur-Þýskalandi.
„Það er mjög erfitt að fá þýska
ferðaheildsala til að taka íslands-
ferðir inn í sína starfsemi án þess
að styrkja þá á einhvem hátt,“ sagði
Ómar. „Það er dýrt og auk þess
hafa flestir ferðaheildsalar marga
áfangastaði á boðstólum og þeir
gleyma gjaman litla íslandi. En það
heftir sannast að átak ber árangur.
Einn ferðarheildsali réð t.d. starfs-
mann til að sjá eingöngu um ís-
landsferðir fyrir fimm ámm og nú
hefur ferðamönnum þessa fyrirtæk-
is til íslands fjölgað úr 22 í 400.“
Þýski ferðamarkaðurinn er stór.
Um 9000 Þjóðveijar komu til ís-
lands á síðasta ári og Ómar telur
að það sé hægt að fjölga þeim með
því að höfða til nýrra hópa. Fyrir-
tækið mun bjóða upp á alls kyns
ferðir svo sem dagsferðir, helgar-
ferðir og ráðstefnuferðir auk sí-
gildra ferðamannaferða. Stefnt
verður að því að bjóða einnig ferðir
til Færeyja og Grænlands. Eigend-
umir þrír hyggjast víkka starfssvið
fyrirtækisins að sögn Ómars og
taka þá á móti íslenskum ferða-
mönnum og íslenskum útflutningi
í Vestur-Þyskalandi.
Sjá einnig: Ferðamál B8.
2,9%
2,9%
~ 3,5% |
Zb% j
Hagvöxtur á
Noröurlöndunum 1983—86
ÞJÓÐHAGSSTOFNUN spáir 2% hagvexti á yfirstandandi ári,
en áætlað er að hann hafi verið 2,5% á árinu 1985. Miðað við
spá fyrir önnur Norðurlönd verður vöxturinn minnstur á íslandi
fyrir utan Svíþjóð, 0,8%. Á undanfömum fjórum árum hefur
hagvöxtur verið mestur í Noregi og í Finnlandi.
FINNLAND
1983
1984
1985
1986