Morgunblaðið - 23.01.1986, Page 10

Morgunblaðið - 23.01.1986, Page 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, VtDSKEPri/IŒVINNULÍF FIMMTUDAGUR 23. JANÍJAR1986 Verðbréf Sölugengi skulda- bréfaog áhrifavaldar þess —- eftir Davíð Björnsson, rekstrarhagfræðing Almenn formúla fyrir útreikning á söluverði skuldabréfa er: Greiðsla 1 + Greiðsla 2 + Greiðsla 3 + ... + Greiðsla n áv.krafa 1 áv.krafa 2 áv.krafa 3 áv.krafa n Sem kunnugt er hafa verð- bréfaviðskipti færst mjög i auk- ana á undanförnum misserum. Almenningur er í auknum mæli farinn að færa sparifé sitt yfir i skuldabréf, enda er mjög há ávöxtun í boði fyrir þá sem það gera. Með aukinni þátttöku al- mennings í þessum markaði eykst þörfin fyrir almenna fræðslu um eðli skuldabréfavið- skipta, og er þessi grein ætluð sem innlegg í þá fræðslu. Hér verður fjallað um það hvernig söluverð skuldabréfa myndast (sölugengi), hvernig það breytist með breyttum markaðsaðstæð- um (gengisáhætta) og hvaða fjár- festingastefnu kaupendur á markaðnum ættu að beita til að hagnast á eða lágmarka áhættu sína af verðsveiflum á markaðin- um. Sölugengi skuldabréfa Skuldabréf eru seld á verðbréfa- markaði á ákveðnu verði. Þetta verð er háð • nafnvöxtum skuldabréfsins • þeirri ávöxtun, sem bréfið er selt á • lánstíma Mjög óalgengt er að nafnvextir skuldabréfa séu nákvæmlega þeir ' sömu og kaupendur bréfanna krefj- ast. Ef svo væri hins vegar, þ.e. ef kaupandi að bréfi með föstum, 5% vöxtum, æskti 5% ávöxtunar á þá peninga, sem færu í kaup á því bréfi, væri málið mjög einfalt. Hann myndi þá vera fús að borga 10.000 krónur fyrir bréf að nafn- verði kr. 10.000, og njóta síðan þeirra vaxta, sem bréfíð gæfí af sér. Þetta er hins vegar afar sjaldgæft. Verð skuldabréfa á verðbréfamark- aði er síbreytilegt og háð markaðs- aðstasðum hveiju sinni. Sú ávöxtun, sem kaupendur bréfa kre^ast er mjög mismunandi, og m.a. háð framboði og eftirspum á skulda- bréfum og kjörum á öðrum Ijárfest- inarvalkostum. Söluverð skulda- bréfa er því í flestum tilfellum annað en nafnverð þeirra, og getur bæði verið hærra eða lægra en nafnverðið. 10.000 króna skulda- bréf gæti því selst á 9.000 krónur eða 11.000 krónur, allt eftir mark- aðsaðstæðum hveiju sinni. Séu nafnvextir bréfsins hærri en þeir vextir, sem kaupendur kreflast af Qármagni sínu selst bréfíð á yfír- verði og sölugengi þess er yfír 100. Sé ávöxtunarkrafa markaðarins aftur hærri en nafnvextir bréfsins er það selt með afföllum, þ.e. sölu- gengi þess er minna en 100. — Eins og markaðsaðstæðum er nú háttað hér á landi eru skuldabréf í flestum tilfellum seld með afföllum. Hæstu leyfílegir vextir á verð- tryggðum skuldabréfum eru nú 5%, en þar sem kaupendur þeirra krefj- ast allt frá 8,4—18% ávöxtunar á fé sitt umfram hækkun vísitölu seljast bréfín undir nafnverði. Þetta er í raun ósköp eðlileg krafa mark- aðarins, þar sem nú má leggja fé í banka og fá rúmlega 7% raun- ávöxtun á það, skv. auglýsingum tveggja ríkisbanka nýlega, og spari- skírteini ríkissjóðs, sem teljast ör- uggustu skuldabréf á markaðnum, bera allt að 9% vexti. Til að útskýra útreikning söluverðs verður fyrst reiknað út söluverð á skuldabréfi, sem hefur aðeins einn gjalddaga, að ári liðnu og ber 4% fasta vexti. Nafnverð bréfsins er 100.000 kr. Ávöxtunarkrafa er ákveðin 11%. Söluverðið verður þá: Greiðsla 1 = afborgun + vextir = 100.000 + 4.000= 104.000 =93.694 áv.krafa 1 1 + ávöxtunarkrafa 1+0,11 1,11 Væru hins vegar ekki ákvæði í lögum um hámark leyfílegra vaxta, og vextimir hefðu t.d. verið ákveðnir 11% á sjálfu bréfínu, jafnir ávöxtun- arkröfunni, hefði bréfíð verið selt á nafnverði, sem sjá má: afborgun + vextir = 100.000 + 11.000 = 111.000 =100.000kr. 1 + ávöxtunarkrafa 1+0,11 1,11 Enn mætti hugsa sér, væru r.afnvextir fijálsir, að nafnvextir bréfsins væru áfram 11%, en ávöxtunarkrafa markaðarins félli í 9%, t.d. vegna mikillar eftirspumar eftir skuldabréfum eða lækkunar vaxta á spariskír- teinum ríkissjóðs. Bréfíð yrði þá selt á yfírverði, sem reiknast þannig: afborgun + vextir = 100.000 + 11.000 = 111.000 =101.835kr. 1 + ávöxtunarkrafa 1+0,09 1,09 Nú hefur verið sýnt fram á samspil nafnvaxta og ávöxtunar- kröfu, én það ræður . því hvort skuldabréf er selt undir, á eða yfir nafnverði. Þriðji þátturinn sem ræður sölugengi skuldabréfa er lánstími. Almennt gildir að því lengri sem lánstíminn er þvf fjær er gengi skuldabréfsins frá 100. Sé skuldabréf selt með afföllum eru þau meiri eftir því sem lánstími er iengri. Eins, sé bréf selt á yfirverði er yfírverðið hærra þvf lengri sem lánstíminn er. í fyrsta dæminu hér að ofan var reiknað út söluverð 100 þúsund króna skuldabréfs til eins árs, þar sem nafnvextir vom 5% og ávöxtunarkrafan var 11%. Sölu- verðið er kr. 93.694. Sé bréfíð til 2 ára í stað eins er söluverðið kr. 90.853, sem fæst á eftirfarandi hátt: em mismiklar og háðar bæði því hversu mikil breyting ávöxtunar- kröfunnar er og því til hve langs tíma bréfíð er. Sem dæmi má taka verð skulda- bréfsins, sem reiknað var í upphafi, þ.e. 100 þúsund króna bréf til eins árs með 4% föstum vöxtum. Sölu- verð þess miðað við 11% ávöxtun- arkröfu var kr. 93.694. Hækki ávöxtunarkrafa samsvarandi skuldabréfa í 13% verður verðmæti skuldabréfsins 104.000/1,13 = kr. 92.035. Lækki ávöxtunarkrafan hins vegar, t.d. í 9% hækkar mark- aðsverðmæti bréfsins í 104.000/ 1,09 = kr. 95.413. Kaupandi skuldabréfsins, sem kaupir bréfíð með 11% ávöxtun en selur það skömmu sfðar með 9% ávöxtun hefur hagnast um kr. 1.719 umfram þá ávöxtun sem afborgun 1 + vextir 1 + afborgun 2 + vextir 2 = söluverð 1 + ávöxtunarkrafa 1 50.000 + 4.000 (1+0,11)1 54.000 1 + ávöxtunarkrafa 2 50.000 + 2.000 (1+0,11)2 1,11 52.000 1,2321 = 48.649 + 42.204 = kr. 90.853 Með sama hætti mætti reikna söluverð þriggja ára bréfs, sem er eins að öðru leyti, það er nafnvextir eru 4% og ávöxtunarkrafa er 11%. Söluverð slíks bréfs er kr. 88.200. Gengisáhætta Sú staðreynd að ávöxtunarkrafa á verðbréfamarkaði er breytileg og háð markaðsaðstæðum leiðir af sér að skuldabréf verða háð gengis- áhættu. Hún felst f verðsveiflum á markaðsverði bréfsins. Sé reiknað með að skuldabréf beri fasta vexti er ávöxtunarkrafan eina breytilega stærðin við útreikning á verðmæti þess, þar sem lánstíminn er fastur og fyrirfram ákveðinn. Verðsveiflur hann ráðgerði að fá af bréfínu. Þessi upphæð nemur 1,8% af upp- haflegu kaupverði bréfsins. Eins, hefði ávöxtunarkrafa sambærilegra bréfa hækkað í 13% á þessum tíma (litið er framhjá verðhækkunum vegna áfallinna vaxta og verðbóta) hefði kaupandi bréfsins tapað kr. 1.659, eða 1,8% af upphaflegu verði bréfsins. Vegna þess hve lánstfminn er stuttur í þessu tilfelli, aðeins 1 ár, eru verðsveiflur þessar frekar litlar. Þær eru hins vegar mun meiri sé lánstíminn lengri. Með- fylgjandi tafla sýnir prósentuhækk- anir og lækkanir á verði nokkurra gerða skuldabréfa með föstum 4% vöxtum, annars vegar miðað við að ávöxtunarkrafa lækki um 1%, úr 11% í 10%, og hins vegar miðað við 1% hækkun ávöxtunarkröfu, úr 11% í 12%. bréfið til 5 ára með aðeins einni greiðslu í lokin. Meiri lækkun ávöxt- unarkröfu leiðir af sér hlutfallslega meiri verðhækkun. Sé ávöxtunar- krafa hins vegar óvenju lág á markaðinum þegar skuldabréf er keypt eru meiri líkur til þess að ávöxtunarkrafan hækki á tímabil- inu, sem leiðir þá af sér lækkun á markaðsverði bréfsins. Taflan sýnir líka lækkun á markaðsverði miðað við 1% hækkun ávöxtunarkröfu, eftir lánstfma og gerð skuldabréfa. Almennt gildir að sveiflur á mark- aðsverði skuldabréfa eru því meiri því lengri sem lánstíminn er. Með þessa vitneskju í farteskinu geta kaupendur skuldabréfa mótað flár- festingarstefnu sína eftir því hvem- ig markaðsaðstæður eru hveiju sinni. Nú er ávöxtun skuldabréfa á verðbréfamarkaði mjög há og á varla eftir að hækka á næstunni. Hins vegar er viðbúið að ávöxtunar- krafan lækki smám saman eftir því sem meira fjármagn leitar inn á verðbréfamarkaðinn og er sú þró- Breytingar á markaAsverði akuldabrófa í % QerA skuldabr. Með árl. afborgunum Með elnnl gr. flokln Lengdskuldabr. lár 2ár 3ár 4ár 6ár 1 ár 2ár 3ár 4ár 6ár Lœkkun áv.kröfu úr 11% í 10% +0,9+1,3+1,7+2,1+2,6 +0,9+1,8+2,8+3,7+4,8 Hœkkun áv.kröfu úr 11% f 12% -0,9-1,3-1,7-2,1-2,4 -0,9-1,8-2,7-3,6-4,4 Fyrir kaupanda skuldabréfs, sem hyggst eiga bréfíð út allan lánstím- ann og innheimta það skiptir geng- isáhætta ekki máli. Þær greiðslur, sem greiðast af bréfinu eru fastar og útreiknanlegar fyrirfram og sé ætlunin eingöngu að innheimta þær skipta sveiflur á markaðsverði bréfsins engu máli. Sé hins vegar ætlun kaupanda að selja bréfíð aftur áður en að lokagjalddaga kemur, eða sé sá möguleiki fyrir hendi að bréfíð þurfí að selja fyrir gjalddaga er kaupandinn strax orðinn háður gengisáhættu og verð- ur að taka tillit til hennar. Kaupandi skuldabréfs, sem er meðvitaður um gengisáhættu reynir að hámarka hugsanlegan ágóða sinn af henni eða lágmarka hugsanlegt tap sitt hennar vegna. Það gerir hann best með því að fylgja mismunandi §ár- festingarsteftiu eftir því hvemig markaðsaðstæður eru hvetju sinni. Markaðsaðstæður og fjárfestingarstef na Markaðsverð skuldabréfa breyt- ist með breytingum á ávöxtunar- kröfu. Sú ávöxtunarkrafa, sem í gildi er fyrir ákveðið bréf á kaup- degi þess skiptir því verulegu máli fyrir gengisáhættuna. Sé ávöxtun- arkrafan á markaðinum verulega há þegar bréf ef keypt eru meiri líkur til þess að ávöxtun á sams konar bréfum komi til með að lækka en hækka, og þar með er líklegt að markaðsverð bréfanna hækki fremur vegna breytingar ávöxtun- arkröfunnar. í töflunni hér að ofan sést hve mikil þessi verðhækkun er eftir lánstíma bréfa. 1% lækkun ávöxtunarkröfu getur leitt af sér 4,6% verðlækkun skuldabréfs, sé un þegar hafín að nokkru marki. Miðað við þessar markaðsaðstæður er augljóslega hagkvæmast fyrir kaupendur skuldabréfa að kaupa bréf til sem lengsts tíma, bæði til þess að njóta hárra raunvaxta í sem lengstan tíma, og ekki síður til að geta hagnast á væntanlegri verð- hækkun bréfanna í kjölfar lækkandi ávöxtunarkröfu. Væru markaðsað- stæður hins vegar þveröfugar, þ.e. ef ávöxtunarkrafa væri í lágmarki að dómi fjárfestenda, myndi borga sig fyrir þá að kaupa bréf til stutts tíma, þar sem þau eru háð litlum verðsveiflum og myndu því lítið lækka í verði á markaðnum þó að ávöxtunarkrafan hækkaði. Auk þess væri binditími fjárins lítill og það því laust fyrr en ella til kaupa á skuldabréfum, sem e.t.v. bæru þá hærri ávöxtun. Hér hefur eingöngu verið rætt um Qárfestingarstefnu með tilliti til gengisáhættu og ávöxtunar- kröfu. Til að flækja ekki dæmið hefur verið horft framhjá hugsan- legum áfollnum vöxtum og verð- bótum. Þá hefur ekki verið tekið tillit til annarra atriða, sem hafa áhrif á val kaupenda skuldabréfa. Þau eru hins vegar margvísleg og efni í aðra grein. Þessi grein verður hins vegar ekki lengri, en vonandi eru lesendur hennar fróðari en áður um hvemig markaðsverð skulda- bréfa myndast og hvaða atriði ber að hafa í huga við skuldabréfakaup til að fírra sig áhættu af eða jafnvel hagnast á verðsveiflum. Greinarhöfundur er rekatrarhag- frseðingur og starfar sem deildar- stjóri verðbréfadeildarhjá Kaup- þingihf. Volvo lokar verk- smiðju í Bandaríkjunum VOLVO ætlar að loka verksmiðju fyrirtækisins í Chesapeake í Virginíu, en þar eru framleiddir farþegabílar. Verksmiðjan hóf starfsemi haustið 1983. Um 280 menn vinna í VOLVO- verksmiðjunni og standa yfír við- ræður milli fyrirtækisins og verka- lýðsfélaga um lokunina. Undirvagn- ar hafa verið fluttir frá verksmiðju VOLVO í Boraas, sem er nærri Gautaborg. Frá ársbyijun 1984 hafa verið fluttir til Bandaríkjanna um 265 undirvagnar sem er aðeins 5% af heildarframleiðslu sænsku verksmiðjunnar. Forráðamenn VOLVO hafa sagt að mikið tap sé á rekstri verksmiðj- unnar í Chesapeake. Þegar hafa verið afhentir 120 strætisvagnar frá henni og eftir er að afgreiða 144 bílapöntun. Eftirspum eftir strætisvögnum í Bandaríkjunum hefur minnkað um 50% og hefur það leitt til þess að verð þeirra heftir lækkað um 25%. Og niðurskurður opinberra styrkja til almenningsfarartækja hefur gert ástandið verra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.