Morgunblaðið - 18.04.1986, Side 2

Morgunblaðið - 18.04.1986, Side 2
i2 æ MOROCrNBLAEírÐ.FÖSTÖDAGtlK l&WRÍL'igse SKQPGER / Mbl/Árni Sæberg Þeir þremenningar Björgvin Jó- steinsson, Þórir Sigurðsson og Þorvaldur Jónasson að „lesa“ úr skriftinni. orðabækur og þessháttar. Með uppfinningu prentlistar (um 1450) varð skriftin meiri almennings- eign en áður. i kjölfarið kom svo- kölluð léttiskrift til sögunnar (af- brigði af gotnesku letri) sem var við lýði fram til 1600-1650, eða þangað til eitt afbrigðið enn, fljóta- skriftin, var tekin upp. Það var svo koparstungugerðin (lykkjuskriftin eða snarhönd) sem ákveðið var að byrja að nota upp úr 1850 og hefur verið kennd fram á okkar daga. Nú er verið að taka upp svokallaða ítalska skrift, en sú skriftargerð er upprunnin á Ítalíu um árið 1500. Ástæðuna fyrir þessari breyt- ingu álitu þeir félagar vera, að margir teldu lykkjuskriftina vera orðna úrelta, skriffæri nútímans væru ekki hentug fyrir slíka skrift. Þá væri ítalska letriö einfaldara, læsilegra og margir héldu að þaö væri hægt að ná meiri skriftar- hraða með þessari skrift en lykkju- skriftinni. Um þetta eru þó víða deildar meiningar og ekki voru þeir í öllu sammála um síöastnefnt atriði. Kannski spyr fólk sig hvort skrift manna hljóti ekki að vera að miklu leyti eins þar sem flestir hafa lært eftir sömu skriftaraðferð, að minnsta kosti undanfarin hundrað ár (koparstungugerðinni). Það er líka einmitt það sem leggja þarf til grundvallar segja sérfræðingar, að skrift fjöldans ætti að vera mjög Hvernig er skriftin þín? Getur hún komið upp um það hvaða mann þú hefur að geyma? Sjálfsagt þykir ýms- um það næsta ólíklegt eða hafa aldrei velt því fyrir sér hvort stafa- gerð kunni að gefa bendingu um eðli skrifarans. Hinsvegar hafa menn frá ævafornu lagt stund á að „lesa" menn af skriftinni, þó að orðið graphology eða rithandar- fræði hafi ekki komið upp á yfir- boröið fyrr en um 1800. í nútímanum er rithandarfræðin talin hluti af tjáningarsálfræði, sem fæst við rannsóknir á persónuleika mannsins, tilfinningum og skap- gerð eftir hreyfitjáningunni. Ekki er ótítt erlendis að í fyrirtækjum séu ráðnir sérfræðingar til að lesa úr rithandarsýnishornum vegna starfsmannaráðninga. Og líklega er það ekki tilviljun að oft óska íslenskir vinnuveitendur eftir hand- skrifuðum umsóknum er auglýst er eftir fólki. Vísindi eða vitleysa? Sagt hefur verið að rithandar- fræði sé nær því að vera listgrein en vísindi, þar sem leitast sé við að gera svipaö og málarinn með penslinum, að draga fram mikil- vægustu drætti í persónuleika manneskjunnar. En kannski er besta ráðið til að finna hvort eitthvaö er að marka þessa „listgrein", að leita eftir „fórnarlömbum" og fræðimönnum til að reyna og sannprófa. Ekki er unnt hér, eins og úti í hinum stóra heimi, að leita til kunnra sérfræðinga, né fletta upp í blöðum þar sem þeir auglýsa þjónustu sína. En auðvitað eigum við íslenska kunnáttumenn á þessu sviði sem öðrum þó hljótt fari og treglega hafi gengið að fá þá úr fylgsnum fram. Svo fór að þrír öðlingar fengust í spjall um þessi mál, þeir Björgvin Jósteinsson fyrrverandi yfirkennari við Æfinga-og tilraunaskóla Kenn- araháskóla Islands sem kennt hefur skrift í fjöldamörg ár, Þórir Sigurðsson myndmenntakennari og námsstjóri í mynd og hand- mennt sem einnig hefur kennt skrift um árin og Þorvaldur Jónas- son grunnskóla- og myndmennta- kennari sem hefur lengi kennt og kennir skrift í grunnskólum og Kennaraháskólanum. Þeir þremenningar báðu þess eindregið að skýrt skyldi tekið fram að þeir væru hvorki vísindamenn né sérfræðingar, en hefðu áhuga á faginu og að velta fyrir sér skrift og skapgerð. Að draga til stafs Fram kom í spjalli við þá Þóri, Björgvin og Þorvald að svokallað koparstunguform skriftar hefur verið kennt hér á landi allt frá því um 1850. Gotneskt letur var ríkj- andi fram undir fjórtán hundruð samanber gömlu handritin, guðs- ERU ÞAU EINS 0G SKRIFTIN ÞEIRRA SEGIR TIL UM? Kristján Jóhannsson: Litríkur persónuleiki sem fereigin leiðir Fyrsta rithandarsýnishornið I sem þeir þremenningar fengu Hp í hendur var frá Kristjáni Jó- I hannssyni óperusöngvara. Þeir I sáu um leið að hér hafði karl- HP maður verið að verki, þó svo Bjjí að þeir minntust á að r-ið sem hann notaði, væri algengara meðal kvenþjóðarinnar. 1WI Þá ákváðu þeir að Kristján óparu- væri líkamlega sterkur og kraft- sðngvarl mikill, mjög sjálfstæður, en þar sem skriftin væri hvöss og viss þungi í stóru letrinu væri hann ákaflyndur og iöinn. Skriftin er dálítið óregluleg sem bendir til þess að á stundum geti hann verið dálítið kærulaus. Þá sögð- ust þeir sjá að ekkert hefði persónan á móti því að láta bera á sér, væri reyndar með nægt sjálfsálit til að vera í sviðsljósinu. Þeir sögðu það einnig einkennandi fyrir skrift- ina að hér væri á ferðinni dugn- aðarforkur sem mikill kraftur væri í. Ekki reyndist unnt að ná tali af Kristjáni og forvitnast um það hvernig honum litist á árangurinn, þar sem hann var farinn af landi brott. Kristjana Samper: Listræn kona sem ekki vill hverfaíQöldann Það er ekki vafamál að hér er um konu aö ræða álitu þeir allir þrír, því línurnar væru það mjúkar og kvenlegar. Þeir voru á einu máli um að þetta væri listræn kona, leggirnir á g-inu sýndu teiknikunnáttu, og þar aö auki væri hún framkvæmda- söm og bjartsýn. Þá töldu þeir hana vera skapgóöa og vin- gjarnlega og yfirleitt færust henni þau verk vel úr hendi er hún tæki sér fyrir hendur. Að lokum gátu þeir þess að auðséð væri að þessi kona vildi ekki hverfa í fjöldann, heldur skapa sér sinn eigin persónu- lega stíl. Þegar Kristjana var síðar innt eftir því hvernig henni litist á lýsinguna á sjálfri sér, sagðist hún lítið hafa um hana að segja, annað en þakka bara fyrir hrósyrðin og vona að blessaðir mennirnir hefðu rétt fyrir sér. Herdís Þorgeirsdóttir: Örugg með sig og vinnur við andlega iðju aEkki virtust Björgvin, Þórir og Þorvaldur lenda í vandræð- um með að sjá hvort kynið skrifaði textana sem fyrir þá voru lagðir. í þetta skiptið var það auðsjáanlega kvenmaður sögðu þeir. Þar sem skriftin .. .. væri frekar hvöss sæist að um Horgalf athafnasama konu væri að dOMrrft- ræða og mjög sjálfstæða. Þá stjóri álitu þeir hana opinskáa og IMms- hreinskilna en þar sem skriftin rnyndar vœrj fre|<ar þétt væri hún að- haldssöm ífjármálum. Að lokum komust þremenn- ingarnir að þeirri niðurstöðu að persónan væri nokkuð örugg með sig og ynni áreiöanlega við andlega iðju. Þegar Herdís var spurð álits á árangri þeirra þremenninga hvað hennar skriftarsýnishorn varðar sagði hún: „Ég get ekki dæmt um hæfni þessara manna til að lesa úr skrift eða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.