Morgunblaðið - 18.04.1986, Side 11

Morgunblaðið - 18.04.1986, Side 11
f ítalskl hðnnuðurinn Glorglo Armanl. andi, renna gjarnan saman, samofnir á fínlegan hátt í efnunum. Emporio-línan frá mér er hugsuð fyrir yngri menn sem ekki hafa mikil fjárráð en vilja þó klæðast Armani-fötum. Þar leyfi ég mér visst kæruleysi, hef fötin spennandi þó þau séu vissulega með sígildu sniði. Ég varast þó að ganga út í öfgar, nota ekki fáránleg snið eða beiti nýjungagirni til að láta þau verða áber- andi, slíkt væri ósmekklegt." Armani segist ekki vera mikill ferða- garpur. „Ég fer auðvitað þangað sem ég má til, starfs míns vegna, en helst ekkert fram yfir það. Það er jafnvel erfitt fyrir fjölskyldu mína að draga mig í ferðalög. Eg fór þó með henni til Karíbahafs í frí á síðastliðnu ári, eftir miklar fortölur." Hann á sumarhús víða á Ítalíu, vill helst dvelja þar þegar ég á frí. Meðal annars á hann hús byggt í Márastíl á eyjunni Pantelleria, sem er skammt frá Sikiley og finnst honum nógu langt að fara þangað frá heimili sínu í Mílanó. Hvernig ver hann frístundum sínum? „Ég horfi á sjónvarpið, næstum hvað sem í því er sýnt. Þannig hvílist ég best, geri ekki nokkurn skapaðan hlut á meðan. Stundum fer ég í bíó, ef ný og áhugaverð mynd er á boðstólum, vil helst fara með fjölskyldu eðá vinum. Það kemur einnig fýrir að ég fer í Óperuna. Ég gerði það oftar ef ég fengi frið til að vera einn og þyrfti ekki að tala við ókunnuga. Ég er lítt hrifinn af samkvæmislífinu sem fylgir þessu öllu, lít á kvöldverðarboð serr. hörkuvinnu en verð þó oft að sækja þau( vegna starfs míns. Ég lít á það sem skyldustörf. Ég vil helst nota tómstundir mínar til að vera með fjölskyldu minni eða fáum nánum vinum, sem oft eru einnig samstarfsmenn mínir. Helst kýs ég að fara ferða minna um Mílanó fótgang- andi eða á reiðhjóli, en nú hef ég inn- réttað mér íbúð fyrir ofan vinnustofu mína og þarf því ekki lengur að ganga til vinnu. Ég hef mjög fábrotinn smekk og hef alltaf unnið mikið, leyfi mér ekki þann munað að bíða eftir að andinn komi yfir mig. Auðvitað er það meiriháttar upplifun að sjá ný sköpunarverk verða að veruleika en þetta gerist ekki fyrir neina tilviljun; þetta er mikil vinna. Byrjunin er einföld. Ég sest einn niður með auða pappírsörk fyrir framan mig og byrja að gera skissur, hitt þróast svo smátt og smátt." Axlirnar skipta mestu máli Allur kvenfatnaður frá Armani hefur breiðar axlir og út frá þeim vinnur hann svo snið flíkanna. Jakkar frá honum eru víðfrægir. Við þá hefur hann víð, kvenleg pils eða vel sniðnar hálfsíðar buxur, sem ætlaðar eru til notkunar sem borgar- klæðnaður. Sjálfur segir Armani að hann láti þessar breiðu axlir undirstrika reisn, þær eigi að draga atfíygli að greindarlegu andliti og sjálfsöryggi. Kvöldklæðnaður hans ereinnig látlaus, mjög ólíkur verkum annarra italskra hönnuða sem falla oft í þá freistni að gera slíkar flíkur afar íburð- armiklar og má það kannski færast á reikning óperurómantíkurinnar í blóði suðurlandabúanna. Hann heldur því fram, „að hálsmál sem leggst mjúklega að konuhálsi sé mun meira tælandi en kjóll sem sé fleginn og skrautlegur." „Notagildi er kjörorð mitt“ „Ég tek tillit til þeirrakvenna sem ætla að klæðast fatnaði frá mér. Maður má aldrei gleyma viðskiptavininum í sköpun- argleðinni," segir Armani. „Hönnun mín miðast fremur við að einfalda, eftir að flíkin kemur til vinnslu, heldur en bæta einhverju við.“ Armani ætlaði ekki alls fyrir löngu að reyna að setja upp einskonar minjasafn um starfsferil sinn, verða sér úti um gamlan fatnað sem hann hafði hannað hjá vinum og kunningjum. Er til kom reyndist það borin von. Allir sem hann leitaði til höfðu notað fatnaðinn svo mikið, að hann var bókstaflega útslitinn. Þessi uppgötvun var Armani til mikillar gleði, sannfærði hann um það sem hann hafði alltaf ætlað sér, að föt eigi að vera til notkunar en ekki stundargamans eða sýndarmennsku. „Notagildi er kjörorð rnitt", segirhann. „Coco Chanel er sá fatahönnuður sem ég dái einna rhest. Hún var fyrsti tísku- hönnurinn sem gerði hátískufatnað að hversdagsklæðnaði og kom honum á framfæri við almenning. Það voru ekki aðeins örfáar auðugar konur er höfðu aðstæður til að klæðast honum." Armani kann að vera kröfuharður vinnuveitandi en hann gerir engu minni kröfur til sjálfs sín. Hann hvorki reykir, drekkur áfengi né borðar kjötmeti. Allt líf hans snýst um starfið, svo mjög að líkja mætti við meinlætalifnað. „Sérhverju starfi fylgir ábyrgð," segir hann festulega. „Ég geri miklar kröfur til sjálfs mín." Svo virðist sem hann líti á það sem siðleysi að draga af sér við vinnuna, þó ekki væri nema örlítið. MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 18. APRÍL1986 mm -mmi1***-*-****.jwi GIORGIO ARMANI Giorgio Armani fæddist í Piacenza, sem er um 60 km frá Mílanó, Ítalíu, fyrir 52 árum. Þegar hann var ungur maður ætlaði hann sér að verða læknir, en eftir tvö ár í læknisnámi féll hann frá þeirri ákvörðun, taldi þá braut ekki vænlega fyrir sig. Þá hafði hann einnig lokið við að gegna herskyldu og sneri sér að vinnu við Ijósmyndun. Árið 1954 hóf hann störf við eina stærstu og glæsilegustu stórverslun á Ítalíu: La Rinascente og segist fyrst hafa verið settur í að annast gluggaútstillingar en hækkaði brátt í tign og var látinn annast innkaup á karlmannafatnaði fyrir verslun- ina. Þarna starfaði hann í sjö ár en réðst þá til Veruttis, þar sem honum var falið að hanna nýja karlmannafatalínu sem hlaut nafnið „Hitman". Hann starfaði þar við góðan orðstír í áratug en stofnaði þá eigið fyrirtæki, sem hlaut nafn hans sjálfs. Meðeigandi hans var ungur kaupsýslu- maður, Sergio Galeotti, sem einnig var náinn vinurhans. Árið 1975 var fyrst kynntur karlmanna- fatnaður frá fyrirtæki þeirra; nýtískulegur en þó með sígildu sniði, látlaus og þægilegur. Brátt hófu þeir einnig fram- leiðslu á kvenfatnaði og hróður þeirra jókst. Meðeigandi Armanis, Sergio Galeotti, lést á síðastliðnu ári en lét félaga sínum eftir í arf sinn hluta fyrirtækisins. Að- spurður kveðst Armani ætla að halda rekstrinum áfram einn, breyta í engu uppbyggingu fyrirtækisins né taka sér meðeigendur. Meðal þeirra sem klæðast fatnaði hans má nefna Warren Beatty, Dustin Hoffman, Jack Nicholson, Lauren Bacall, Marisu Berenson og Diane Keaton. Armani kærir sig þó ekki um að draga viðskiptavini sína í dilka: „Ég vil ekki vera titlaður sem hönnuður fræga fólksins. Slík nafngift á hreint ekki við mig. Ég hef það að markmiði að gera fatnað fyrir vinnandi fólk, auðvitað eru leikarar þar á meðal." „Galdurinn við að hafa stíl er að kunna að vera glæsilegur í hófi“ „Ég nýt þess að búa til fatnað fyrir konur sem hafa þann hæfileika að vera glæsilegar en þó einlægar, sjálfum sér samkvæmar. Þær þurfa ekki endilega að vera tággrannar eða afburða fallegar en verða að hafa sjálfsöryggi og vita hvað þær vilja. Slíkar konur láta ekki tísku- sveiflur ráða klæðaburði sínum heldur velja fatnað eftir aðstæðum og eigin út- liti, nota skynsemina. Galdurinn við að hafa stíl er að kunna að vera glæsilegur í hófi. Ég er ekki sérlega hrifinn af fatnaði sem hæfir jafnt konum og körlum og vil sjá mun á kynjunum. Þrátt fyrir að fyrsti kvenjakkinn sem ég sendi á markaðinn væri í raun karlmannsjakki í kvenstærð, og sá jakki væri í raun undirstaða vin- sælda minna, þá hef ég endurskoðað hönnun hans. Jakkarnir eru nú miklu lát- lausari og þægilegri en þeir voru upp- haflega. Litirnir eru daufir og lítt áber- Emporio-llnan frá Armanl. <U4twi!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.