Alþýðublaðið - 02.10.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.10.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Es. Skjöldur fer til Borgarness á mánudag 4. okt. kl. 9 árdegis. H.f. Eggert Ólafsson. Auglýsin um afhending á vorum úr skipum. Hér með eru menn aðvaraðir um, að afhending á vörum, er koma með skipum frá öðrum löndum, fer ekki fram á afgreiðslunum fyr en sannað hefir verið á skrifstofu lögreglustjóra að innflutningsleyfi sé fyrir vörunum. Lögreglustjórinn í Reykjavík. Frá landssíffianum. Framvegis þegar reikningar frá landssímanum eru ekki borgaðir í fyrsta sinn, er þeirra er krafist, verður skilið eftir bréfspjald hjá hlut- aðeigandi talsímanotanda, þar sem upphæð reikningsins er tilgreind og þess getið að komið verði mfeð reikninginn aftur daginn eftir í síðasta sinn, (reikningurinn verður ekki sendur aftur), en sé hann ekki greiddur þá, eða í síðasta íagi 2 dögum síðar, verður talsíma- sambandinu slitið án frekari fyrirvara. — Bréfspjaldið eru menn beðnir að hafa með sér þegar þeir koma að borga reikninginn. Koli kottangnr. Eftir Upton Sinclair. Fjórða bók: Erfðaskrá Kola konungs. (Frh.). .Gamalt máltæki segir: Sá, sem verkfall gerir einu sinni, ger- ir alt af verkfall", sagði Edström. „Sá, sem einu sinni hefir krafist réttar síns, þó ekki sé nema einn dag, verður aldrei sami maður aftur. Haltu bara áfram, Mary — aflaðu þér dálítillar þekkingar, og þegar stóra verkfallið kemur, verður þú ein þeirra, sem verka- menn vænta mikils af. Eg er hræddur um, að eg verði ekki með — æskulýðurinn verður að koma í minn stað". „Eg skal gera skyldu mína", svaraði hún lágt. Það var eins og öldungurinn legði blessun sína yfir hana. Síðar töluðu þau um það sem lá fyrir dyrum, Hallur gaf Ed- ström nokkurt fé — sagði, að bróðir hans hefði komið að heim- sækja hann, og hefði gefið sér heil mikla fúlgu. Hann reyndi á allar lundir að fá Mary til þess, að taka hjá sér ofurlítið lán, en það vildi hún með engu móti. Jim Moylan hafði stungið upp á því við hana, sð vera nokkra daga um kyrt í Pedro og nota það traust, sem hún hafði aflað sér, til þess að útbreiða félags- hugmyndirnar og festa þær í hug- um þeirra verkamanna er niður eftir komu frá kolahéruðunum. Verklýðssambandið mundi greiða henni kostnaðinn og svo væri hægt að athuga málið síðar. Hallur sagði, að hún mundi fá fregnir af sér eftir nokkra daga. Hann kvaðst þekkja konu í West- ern City, sem áreiðanlega mundi þurfa hennar með. Hún kvað ekkert Hggja á; hún yrði að dvelja í Pedro, unz hún sæi, hvort Cartwright ræki burtu föður hennar og bróður. Hún gæti kannske fengið rúm í sama húsi og Edström og litið ögn eftir hönum. Nafn Cartwrights minti Hall á skjalið sem hann hafði neytt út úr námustjóranum. Auðvitað var það engin vörn gegn slúðri, en það var dálítil svölun í því, að hafa hegnt Cartwright. Mary varð steinhissa þegar hún ias skjalið, og Hallur lýsti atvikunum, sem að því lágu, fyrir þeim. Nú mundi Hallur alt í einu eftir bróður sínum, sem beið úti fyrir. Honum fanst ekki vert að ergja hann lengur, svo hann kvaddi Edström og fór út með Mary. tlann beið, meðan hún samdi við húsmóður Edströms um það, að fá að sofa í sama herbergi og börn hennar. Og er hann var viss um, að hún hafði fengið þak yfir höfuðið, var hann reiðubúinn að fara. Húsmóðirin fór, og hann greip aftur stóru og snörpu hendina á ungu stúlkunni. „Mary", sagði hann, „eg verð að láta þig vita það, að ekkert í víðri veröld mun fá mig til þess, að gleyma þér, og ekkert mun fá mig til þess, að gleyma námumönnunuml" Stúlka. óskast. Getur fengið tilsögn í lér- eftasaum. — Uppl. á klappar- stíg IX eða í síma 286. Ritstjóri og ábyrgöamsaöur: Ólafnr Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.