Alþýðublaðið - 02.10.1920, Blaðsíða 2
2
ALÞYÐUBLAÐIÐ
biaðsins er í Alþýðuhúsinu við
Ingólfsstræti og Hverfisgptu.
Sími Ö88.
Auglýsingum sé skilað þangað
eða í Gutenberg í síðasta iagi kl.
io árdegis, þann dag, sem þær
eiga að koma í blaðið.
Áskriftargjald ein Is;r’. á
mánuði.
Auglýsingaverð kr. 1,50 etn.
eindálkuð.
Útsölumenn beðnir að gera skil
til afgreiðslunnar, að minsta kosti
ársfjórðungslega.
Stönðum saman.
1 öllum nágrannalöndum vorum
skilst verkalýðnum betur og betur
hve áríðandi er að hann standi
sem fastast saman í baráttunni
fyrir tilverunni og endurbótum á
núverandi þjóðfélagsskipulagi. Með
aðstoð ýmsra beztu manna þjóð-
anna þokast hann nær og nær
takmarkinu, og fáir eru það nú
orðið, sem ekki vita það með
vissu, jafnvel þó þeir viðurkenni
það ekki, að hugsjónir og kenn-
ingar jafnaðarmanna munu að lok-
um sigra.
Fieiri og fleiri stéttabrot ganga
saman í eina fylkingu, þegar þau
sjá að hverju stefnir, og þegar
augu þeirra uppijúkast fyrir því,
að í raun og veru eru aðeins fil
tvær stéttir manna: þeir sem á
einhvern hátt, andlega eða líkam-
lega, vinna fyrir sér þannig að fá
ákveðinn skamt af arði vinnu sinn-
ar, skamtaðan af þeim sem tækin
hafa, og hinir, sem eru í stórum
minnihluta, er vegna afstöðu sinn-
ar taka meirihluta arðsins af vinnu
hinna, en starfa kannske lítið sjálf-
ir. Með öðrum orðum; ált stefnir
að því, að aðeins verði til öreigar
og auðmenn.
Einstakir menn hafa fyrstir séð
þetta og þegar skilið hver hætta
stafar af slíku, fyrir mannkynið í
heild. Þeir hafa rannsakað ástand-
ið eins og það er, og tekið að
útbreiða kenningar sínar. Almenn-
ingur átti bágt með að trúa þessu
í fyrstu, en sannleikanum verður
ekki mótmælt, þó hann um stund
verði að lúta í lægra haldi. Er-
lendis eru það engir af flokki al-
þýðunnar, þeir sem nokkuð hugsa,
sem ekki sjá það, að annaðhvort
verður að duga eða drepast —
að ekki er nema um eitt að gera
til þess að ná sigri, að sameinast.
Hér á landi er alþýðuhreyfingin
ung og skamt á veg komin —
svo skamt, að jafnval ýms stétta-
brot, sem erlendis helzt standa
fyrir samtökunum, þykjast upp úr
því vaxin að eiga samleið með
algetigum verlramönnum og sjó-
mönnum. Þetta er hinn mesti mis-
skilningur, sem er að lagast, sem
betur fer.
Takmark allra vinnandi manna
á að vera það fyrst og fremst, að
styðja félagsskap stéttarbrots síns
og koma skipulagi á hann, og
ekkert verklýðsfélag á Iéngur að
láta hjá líða að ganga í eitt alls-
herjar samband, sem er Alþýðu-
samband íslands. Jafnvel félag
verzlunarþjóna á ekki að draga
sig í hlé, því með því að bauka
eitt sér fær það engu áork&ð. Þarf
ekki annað en benda á tilraun
þess til að bæta kjör sín nú í ár.
Auðvaldið hefir á síðustu árum
haldið innreið sína til íslands —
móti því getur enginn heilvita
maður mælt. En það er algerlega
undir samheldni og samtökum al-
þýðunnar komið, hvort það fær
að þróast hér og verða til sömu
bölvunar og í öðrum löndum. Því
lengra sem líður, því meiri er
hættan.
Alþýðumenn! Minnumst þess að
margar hendur vinna létt verk!
Og hver dirfist að vinna gegn
þróun mannkynsins ?
Kvásir.
frá Snmörka.
(Frá sendiherra Dana.)
30. sept.
Pýzka þjóðernið í Suðnr-
Jótlanði.
í tilefni af kosningaúrslitunum
skrifar einn af velþektura foringj-
um Þjóðverja í Suðurjótlandi,
síra Muus, í „Hamborger Frem-
denblatt", meðal annars þetta:
„Þó leitt sé, stoðar ekki að
neita því, að nýafstaðnar kosning-
ar sýna, að mjög stór hundraðs-
hluti hinna fyrverandi þýzku þegna
hefir snúið bakinu algerlega við
Þjóðverjum. Enda þótt þeir séu
slésvíkskir, skoiia þeir sig Dani.
Þeir heyra Stórþýzkalandi ekki
lengur til, en hafa algerlega sam-
Isgast stjórnmálalífinu í Dan-
mörku."
Sira Muus bendir líka á það,
að í stað þess að við þjóðarat-
kvæðagreiðsluna í febrúar hafi */«
allra atkvæða verið með Þýzka-
landi, sé nú aðeins V7 hluti at-
kvæða með þýzk slésvíkska flokkn-
um.
Loftpóstur Norðurlanða.
Danska flugfélagið hefir, eins
og gert hefir verið í Svíþjóð, tek-
ið að sér að flytja norskan póst:
loftleiðina milli Kaupmannahafnar
og Berlínar um Warnemúade, og;
og Khöfn—London um Hamborg.
Aðvörun
hefir blaðinu borist, svohljóðandi t
Hssfið þið ekki tekið eftir því,
að Golfstraumurinn virðist hafa
tekið sig á, við skrif S. Þ. í Morg-
unblaðinu, og komið meira til
austurs en hann hefir gert uppá
síðkastið ? Að minsta kosti er það
sennileg tilgáta, því í dag er svo>
hlýtfe að undrum sætir svo síðla
sumars. En meiningin með þess-
um Iínum er að vara ykkur við
að gera gys að skrifum S. Þ.,
þegar jafnvel höfuðskepnurnar virð-
ast taka sönsum við Morgunblaðs-
greinar hans. V1**
Sanngjarn.
IIi Oap 09 TegiDQ.
Iíveikja ber á hjólreiða- og
bifreiðaljóskerum eigi síðar en kl.
61/2 í kvöld.
Bíóin. Gamlá Bio sýnir: „Baj-
adser“. Nýja Bio sýnir: „Riddara-
líkneskið" og „Ekki allar ferðir
til fjár“.
„Yon á mögrum stúdentum",
stóð I blaðinu í gærl Þó þetta
gæti satt verið, átti nú samt að
standa í þessu falli: mórgum stú-
dentum, en prentviliumóra þótti