Alþýðublaðið - 02.10.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.10.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Gefið út aí Alþýðuflokknum. 1920 Laugardaginn 2. október. 226 tölubl. Verður tog-araflotinn seldur í annað sinn? Störhætta á ferðum fyrir íslenzkan yerkalýð. Sumum þsirra manna, sem miklu ráða hér á landi, hefir komið til hugar, að reynt yrði nú að bæta úr peningakreppunni með því, að selja eitthvað af íslenzkum skip- um til útlanda, togurum og mótor- skipum. Það virðist bersýnilegt að þetta sé hið mesta óvit, en það má búast við að það reki að því, að þeir sem þetta vilja komi sínu fram ef almenningur er ekki á verði. Það er langt frá því að nokkuð sé að rætast úr peningakreppunni sem leitt hefir at hinu óvitra ráð- lagi íslandsbanka, og verður ekkj annað sagt, en að útiitið sé að versna, þar sem síldin, svo sem kunnugt er, hefir nú aftur brugð- ist, að minsta kosti að nokkru leyti. Bætist nú ofan á alt annað að ekki veröi. hægt að fá kol frá Englandi um lengri tíma, er ekki ósennilegt að sumir togaraeigend- ur vildu selja, ef gott boð feng- st. Og það er kunnugt, að sum- um stærstu togaraeigendunum er illa við hin nýju togarafélög sem hafa verið að rísa upp, sumpart af því, að þeir yfirleitt vilja halda öðrum niðri eftir því sem þeir geta, en sumpart af því, að þeir sjá að ef togaraflotínn vex mjög ört, verður erfitt fyrir þá að fá verka- fólk. Fyrir nokkrum mánuðum birti Morgunblaðið nafnlausa brodd- grein — auðvitað skrifaða af einum eiganda þess blaðs — þar sem fundið var að því, hvað keyptir væru margir togarar inn í landið, °g þarf ekki að spyrja að því af bvaða hvötum sú grein vat skrif- uð. Hver áhrif hafði það, þegar ielmingur togaranna var seldur hér um árið, og hvers vegna voru þeir seldir? Þegar við athugum það, sjáum við jafnframt hver á- hrif það hefði nú, ef farið yrði að selja togarana. Af hálfu útgerðarmanna var or- sökin til söiunnar annarsvegar sú, að útgerð var þá í svip ýmsum vandkvæðum bundin, en hinsveg- ar var hin mikla verðhækkun á skipum, og mun hvortveggja f sameiningu hafa tæh útgerðar- menn til sölunnar, og hefir þeim að sumu leyti verið líkt farið og bændunum sem hafa látið hið háa verð gynna sig til þess að selja jarðir sínar og bú. En eins og alt fór, þá er víst fáum blöðum um það að fletfca, að salan varð útgerðarmönnum til lítilla hagsmuna. Og verkalýðum og landinu í heild sinni varð sal- an til hins mesta tjóns. Þar eð sala skipa út úr landinu var og er bönnuð með lögum, hafa margir spurt að því, hvernig sal- an geti þá hafa farið fram. En þvf er að svara, að sá galli er á Iögunum, að landsstjórnin getur veitt undanþágu frá þeim, og það gerði hún í þetta sinn. En hvers vegna gerði hún það? Því svara illgjarnir menn á þann hátt, að leyfið hafi fengisfc af því, að Jón Magnússon forsætisráðherra hafi verið einn helsti hluthafinn í íslandsfélaginu og nefna þá um leið hve mörg þúsund krónur hann hafi fengið fyrir hvert hundrað sem hann upprunalega lagði f það. En sannleikurinn mun hafa verið, að stjórnin gaf leyfið af því hún sá með þessu móti handhæga Ieið til þess að útvega landssjóði láns- fé það, er honum reið á f svipinn. En hún hafði ekki tök á að út- vega það, eða ekki einurð á að reyna að fá það, á annan hátt. Útgerðarmenn græddu víst ekki á því, að togararnir voru seldir, en hafi það verið, þá er það víst, að þeir voru þeir einu sem það gerðu (nema umboðsmenn sölunn- ar). Allar aðrar stéttir stórtöpuðu á því. Það voru eigi aðeins sjó- mennirnir sem mistu atvinnu, held- ur töpuðu verkamenn í landi og verkakonur henni engu síður. En við það að þetta fólk alt misti atvinnuna, skifti það margfalt minna en ella við skósmiði, skradd- ara, úrsmiði og aðra iðnaðarmenn. En viðskifti alls þessa fólks við kaupmenn minkaði auðvitað að miklum mun við þetta. Að öllu þessu athuguðu, virðist eigi sennilegt að það væru marg- ir sem óskuðu eftir þvf að togara- flotinn, eða hluti hans, yrði seldur á ný. En meinið er að fjöldinn er hugsunarlaus um jafnvel helstu velferðarmál sín, og þó almenning- ur væri allur á móti sölu, gæti hún farið fram samt — landsstjórn- in gæti gefið leyfi til hennar — ef ekki væri í tíma svo um hnútana búið, að salan alls eigi gæti farið fram mótti vilja almennings. En hvernig eigi að fara að þvf að koma málunum þannig fyrir, verður lýst í næsta blaði. 75,000 tflstennur eru notaðar árlega til ýmiskonar iðnaðar svo sem f hnífasköft, höf- uðkamba, billjarðkúlur, stafhand- tök og pianó-„nótur". Mikill hluti af þessu fílabeini eru fornar mamm- útstennur er finnast í jörðu, aðal- lega í Síberíu, en mammútinn var fílstegund ein, sem nú er útdauð. Þar eð viltum íílum fækkar mjög, gengur fílabein mjög til þurðar, og er álitið að eftir 1 eða 2 ára- tugi verði fílabein orðið sjaldséð- ur varningur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.