Morgunblaðið - 29.06.1986, Side 21

Morgunblaðið - 29.06.1986, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 1986 B 21 Kína: Þjófaflokkar valda truflunum á fjarskíptum Peking\ AP. Að SOGN kínversks dagblaðí valda þjófar verulegxim truflun- um á símsamgöngum i alþýðulýð- veldinu. Samkvæmt blaðinu „China Daily“, sem kemur út á ensku, féllu símsamgöngur niður í 52.142 klukkustundir, frá ársbyijun 1985, fram í apríl á þessu ári. Er það vegna þjófnaða á simkapli og síma- staurum, en kínverskir þjófar virð- ast ásælast hvort tveggja mjög. Blaðið sagði að á ofangreindu tíma- bili hefðu skemmdarverk og þjófn- aðir valdið tjóni sem nam 787.700 yuan, en það samsvarar um tíu milljónum íslenskra króna. Helst munu það vera bændur, sem stunda þessa aukabúgrein. Blaðið sagði frá bræðrum í shan- xi-héraði, sem trufluðu kolafram- leiðslu héraðsins, með því að klippa niður rúmlega flögur þúsund metra af símkapli. Þjófaflokkur í Hunan stal 3,6 tonnum af sama, en þau munu um 141 þúsund króna virði. I Guizhou féllu allar símsamgöngur niður í níu tfma, eftir að enn einn þjófaflokkurinn lét 250 m af lang- línukapli hverfa. Blaðið lýsti yfir miklum áhyggj- um af þessari stelsýki Kínveija. Bandaríkin: 11 ára inn- flytjandi hyllir frelsisstyttuna New York, AP. í TILEFNI 100 ára afmælis bandarísku frelsisstyttunnar mun 11 ára gömid stúlka, af víet- nömsku bergi brotin, lesa upp bréf sitt til bandarísku þjóðar- innar, i viðurvist milljóna sjón- varpsáhorfénda. Stúlkan, sem heitir Hue Cao og býr á Hawaii, var valin úr hópi 48 bama, en hvert þeirra hafði unnið ritgerðarsamkeppni í heimafylki sínu. Sérstaklega var tekið fram að Hue Cao hefði ekki verið valin vegna þess að ritgerð hennar hefði skarað fram úr, heldur vegna fram- komu. Fjölskylda Hue flúði frá Víetnam árið 1979, eftir dauða föður hennar. í bréfi sínu hyllir Hue frelsisstytt- una sem „stórkostlegasta tákn frelsisins" og vitnar í eigin reynslu, þegar styttan var henni og fjöl- skyldu hennar tákn vonarinnar. Hún segir vonina ekki hafa brugðist sér; í Bandaríkjunum fann hún ný heimkynni og íjölskyldan fann nýja þjóð, sem tók við henni. Fimmtudaginn 3. júlí fara í hönd mikil hátíðahöld í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því styttan var reist. Styttan var gjöf frá frönsku þjóðinni í tilefni hundrað ára af- mælis bandarísku byltingarinnar, en styttan var ekki afhjúpuð fyrr Ef viöskiptavinur greiðir fyrir vöru eöa þjónustu meö tékka skal hann útfylla tékkann í þinni viðurvist og framvísa bankakortinu ásamt tékkanum. SPARIBANKINN KR t> tro 3^ ?-3s-jZ að hór fyrir neöan sjáist hvorta skrift né shmptun. — Þú athugar: O hvort bankakortiö sé frá sama banka og tékkinn aö gildistími kortsins sé ekki útrunninn © fæöingarár meö tilliti til aldurs korthafa G hvort undirskrift á tékka sé í samræmi viö rithandarsýnishorn á bankakorti. Séu ofangreind atriði í lagi © skráir þú númer bankakortsins (6 síöustu tölurnar) neöan viö undirskrift útgefanda tékkans. Þetta gildir um alla tékka, óháð upphæðinni. Bankakortið - tákn um traust tékkaviðskipti Alþýðubankinn - Búnaðarhankinn - Landsbankinn - Samvinnubankinn Útvegsbankinn - Verzlunarbankinn - Sparisjóðimir en 1886.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.