Morgunblaðið - 29.06.1986, Side 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 1986
SIÐIR OG VENJUR
Má bjóða þér
kókaín, starfs-
bróðir sæll?
Alan Wills, sem er rúmlega tví-
tugur, hafði ekki unnið í eina
viku hjá kunnu rafeindafyrirtæki í
Silicon-dal í Kalifomíu, þegar hann
kom að þremur háttsettum starfs-
mönnum þess hálfbognum yfir kló-
settvaskinum. Þeir voru að taka
kókaín í nefið.
„Varaforseti fyrirtækisins kom
inn á klósettið á hæla mér. í stað
þess að hrópa upp yfir sig, bað
hann mennina um einn skammt,"
segir Wills, „eins og þetta væri
bara viðtekin venja hjá fyrirtæk-
inu“. Brátt komst Wills að því, að
kókaínið, sem var alls staðar ná-
lægt, auðveldaði honum að halda út
80 stunda vinnuvikuna, sem er
algeng hjá ýmsum fyrirtækjum í
Silicon-dal.
Að ári liðnu var Wills orðinn
háður eitrinu og notaði til kaupanna
meira en helming árslaunanna, sem
voru nokkuð á þrettánda hundrað
þúsunda íslenskra króna. Þá leitaði
hann sér lækninga fyrir rúmlega
200.000 kr. „Jafnvel nú ætti ég
bágt með mig ef einhver kæmi inn
í herbergið með kókaín," segir
Wilis. „Eg var farinn að sprauta
mig daglega í vinnunni með heilu
grammi."
Wills var að lokum rekinn vegna
eiturlyíjaneyslunnar og nú skyldar
fyrirtækið alla starfsmenn sína til
að gangast undir lyfjapróf öðru
hveiju til að unnt sé að fylgjast
með því hvort þeir neyti eiturlyfja,
allt frá marijúana til heróíns. For-
svarsmönnum fyrirtækisins eins og
þúsundum annarra atvinnurekenda
í Bandaríkjunum var farið að of-
bjóða eiturlyfjaneyslan og þeir
ákváðu að snúast til vamar gegn
þessum vanda, sem bandaríska eit-
urlyíjaeftirlitið segir að kosti þjóð-
ina 70 milljarða dollara á ári.
Finna má dæmi um eiturlyfja-
neyslu, einkum kókaíns, í öllum
greinum atvinnulífsins, hjá General
Motors og kjamorkuverunum í
Vænn skammtur - Menn úr alríkislögreglunni bandarísku
sýna fréttamönnum 27 kíló af kókaíni sem fundust í fórum eiturefna-
sala.
Kalifomíu, í Rockwell-geimfeiju-
smiðjunum, í verslunum og vöru-
húsum. í mars síðastliðnum fór
forsetanefndin, sem fjallar um
skipulagða glæpastarfsemi, fram á
það við öll fyrirtæki, að þau skyld-
uðu starfsmenn sína til að gangast
undir lyfjapróf, og berðust með
þeim hætti gegn eiturlyfjasölu og
smygli.
Atvinnurekendur em á einu máli
um, að ekki verði lengur beðið með
að beijast gegn þessum vágesti,
sem birtist meðal annars í miklum
Qarvistum starfsfólks, minni starfs-
getu og aukinni hættu á slysum og
mistökum vegna eiturlyijaneysl-
unnar. Margir lögfræðingar, borg-
araréttindamenn, verkalýðsfrömuð-
ir og milljónir verkamanna halda
því hins vegar fram, að með því
að neyða menn til að gangast undir
lyfjapróf sé „endanlega verið að
ijúfa friðhelgi einkalífsins" og um
þetta mál hefur mikið verið deilt
allt frá þvi á sjöunda áratugnum.
Meirihluti bandarískra dómara
og lagasérfræðinga háskólanna er
aftur á móti hlynntur ströngu eftir-
liti á vinnustöðum og í mörgum
borgum er nú farið að nota það til
að fylgjast með lögreglu- og
slökkviliðsmönnum. Daryl Gates,
yfirlögreglustjóri í Los Angeles,
„höfuðborg kókaínneyslunnar í
Bandaríkjunum", og starfsbræður
hans um landið allt beijast nú fyrir
því, að komið verði á skyldueftirliti
með öllum, sem vinna ábyrgðarmik-
il störf, svo sem læknum, starfs-
mönnum kjamorkuvera og þeim,
sem vinna við eitraðan úrgang. Máli
sínu til stuðnings benda lögreglu-
stjóramir á Qöldamörg dæmi um
dauðsföll, glæpi og slys af völdum
eiturlyfjaneyslunnar auk þess sem
oft hafi legið við stórkostiegum
óförum:
+ I fyrra kom það fyrir í New
York, að flugumferðarstjóri, sem
sprautaði sig með þremur grömm-
um af kókaíni daglega, stefndi
saman í lofti DC-10-breiðþotu og
einkaþotu, og það var aðeins að
þakka viðbrögðum einkaþotuflug-
stjórans, að ekki hlaust af stórslys.
+ Leynilegir útsendarar eitur-
lyfjaeftirlitsins komu fyrir nokkm
upp um mesta tövlubitaþjófnað,
sem um getur í Silicon-dal í Kali-
fomíu. Hópur starfsmanna hafði
stolið kísilbitum, sem virtir voru á
meira en þijár milljónir dollara, til
að íjármagna kókaínkaup af eitur-
lyfjasölum innan verksmiðjunnar.
Rúmur þriðjungur fyrirtækjanna,
sem nefnd em í „Fortune 500“, lista
yfir mestu stórfyrirtæki í Banda-
ríkjunum, krefst þess nú af öllum
nýjum starfsmönnum, að þeir gang-
ist undir lyQapróf. Meðal þeirra em
IBM, Lockheed, TWA, New York
Times og Los Angeles Times.
- WILLIAM SCOBIE
Með hákarla
í kjölfarinu
Enn á ný flýja Kúbumenn heimahaga sína í stómm hópum og
stefna til Miami á Flórída. Farkostir þeirra em meðal annars
gerðir úr hjólbarðaslöngum sem em njörvaðir saman með köðlum,
netum og kartöflupokum.
Rúmur tugur flóttamanna hefur komizt á áfangastað með þessu
móti síðustu þijá mánuði. Þeir em sólbrenndir, uppgefnir og að-
framkomnir af þorsta eftir að hafa farið um 150 km leið yfir opið
haf frá meginlandi Kúbu til suðurstrandar Flórída og oft hafa hákarl-
ar fylgt þeim á leiðarenda.
Flóttamennimir hafa komið að ströndum Flórída ýmist tveir eða
þrír saman og verið bjargað í land eða komizt þangað sjálfir eftir
að hafa hafzt við í lélegum farkostum sínum dögum saman undir
brennandi sumarsól. íbúar Miami telja og að fleiri leggi á hafið í
von um að Golfstraumurinn beri þá alla leið.
Juan Gonzales er 23ja ára gamall. Hann lagði af stað frá stað
skammt frá Havana klukkan hálftíu að kvöldi 21. maí ásamt grönnum
sínum tveimur og þeir komu að landi í Flórída tveimur og hálfum
sólarhring síðar. Gonzales sagði að þeir hefðu gert sér grein fyrir
því að þeir tefldu á tvær hættur — „en það var þó betra að deyja
í sjónum heldur en búa á Kúbu,“ bætti hann við.
Þremenningamir réra eins og þeir áttu lífið að leysa áleiðis til
Flórída og hákarlar eltu þá alla leiðina. Tvívegis skall á þá stormur,
en þeir hjúfraðu sig hver að öðram og ríghéldu í drykkjarföng sín.
Maturinn þeirra, kíkir og áttaviti týndust á leiðinni. Menn á skemmti-
báti komu loks auga á þá og fóra til móts við þá.
„Eftir að þeir drógu okkur um borð, veiddu þeir einn af hákörlun-
um,“ sagði Gonzales og brosti við.
Samkvæmt bandarískum lögum njóta flóttamenn frá Kúbu for-
gangs. í Miami búa um 800.000 kúbanskir flóttamenn og Gonzales
og félagar hans hafa slegizt í hóp þeirra og eru fijálsir ferða sinna
eftir stutta dvöl á sjúkrahúsi þar sem þeir náðu sér eftir volkið.
Þeir eiga rétt á opinberri aðstoð og eftir nokkur ár geta þeir sótt
um bandarískan ríkisborgararétt. Gonzales er nú að leita sér að vinnu
og þarf ekki að hafa áhyggjur af því þótt hann kunni lítið í ensku.
Síðar ætlar hann að komast í einhvers konar nám. En það era ekki
allir svona heppnir sem leggja á sig hættulega sjóferð til að komast
til Bandaríkjanna. Fyrir skömmu komu 24 flóttamenn frá Haiti til
Florida Keys. Þeir höfðu farið sjóleiðis 950 km leið til að flýja sultar-
kjör í landi sínu. En þeim var ekki fagnað við komuna eins og kúb-
önskum flóttamönnum. Þeir verða hafðir í haldi þar til unnt verður
að senda þá til baka.
Gonzales segist vilja tala sem minnst um ástandið á Kúbu því að
íjölskylda hans hafi orðið þar eftir og þar á meðal eiginkona hans
og komung dóttir. Hann segir þó að kúgun sé mikil í landinu, lög-
reglan geri ungu fólki erfitt fyrir og frelsið sé vissulega ekki upp á
marga fiskana.
— BEN B ARBER
KÆRLEIKSVERK
Verður læknirinn loksins
tekinn í dýrlingatölu?
Innan tíðar kann svo að fara
að Jose Gregorio Hemandes
verði tekinn í dýrlingatölu. Hann
er raunar þegar tilbeðinn sem slík-
ur í Rómönsku-Ameríku þótt ekki
hafi ennþá verið gengið frá forms-
atriðum.
Jose Gregorio Hemandes var
hæverskur, guðhræddur og virtur
læknir. Hann var borinn og bam-
fæddur í Venezuela og hlaut þar
sæmdarheitið „læknir smælingj-
anna“, en hann bauð ókeypis
læknisþjónustu og greiddi úr eigin
vasa lyf handa þeim sjúklingum
sínum sem verst voru staddir.
Hann lézt árið 1919 og var á
meðal þeirra fyrstu sem létu lífið
í bílslysi í Rómönsku-Ameríku.
Hann var á leið í sjúkravitjun með
læknistösku sína í hendi er hann
varð skyndilega fyrir bfl. Þúsundir
manna fylgdu hinum ástsæla
lækni til grafar, og aldrei hefur
fymzt yfir mannúð hans og aðrar
dyggðir.
Minningin um hann hefur
smám saman orðið að goðsögn
og nú lítur svo út sem hann verði
brátt tekinn í dýrlingatölu en um
það hafa trúaðir íbúar Rómönsku-
Ameríku þráfaldlega beðið.
Allt frá því að Hemandez lézt
hafa honum verið eignuð þúsundir
kraftaverka. Árið 1959 hóf erki-
biskupinn í Caracas rannsóknir
sem miða skyldu að því að fá
hann tekinn í dýrlingatölu.
En í Rómönsku-Ameríku hefur
sem fyrr var getið lengi verið litið
á Hemandes sem dýrling. Áratug-
um saman hefur mynd af honum
verið á ölturum og öðram til-
beiðslustöðum í álfunni, einkum í
Venezúela, Colombíu og Ecador.
Hann er jafnan sýndur í hvítum
slopp með hlustunarpípu um háls-
inn.
En hvemig stendur á því að
Herandes er tilbeðinn svona löngu
eftir að hann er allur? Enginn
vafi leikur á því að hann var
framúrskarandi góður læknir sem
gekk að starfi sínu af lífi og sál
og var þar að auki mjög guð-
hræddur. Hann lagði stund á
læknavísindi í Frakklandi og
stundaði síðan athyglisverðar
rannsóknir á gulu og lungnasjúk-
dómum. Þar að auki skrifaði hann
ritgerðir um heimspeki. Tvisvar
var hann kominn á fremsta hlunn
með að láta af störfum sem læknir
og ganga í klaustur en klerkar
gátu sannfært hann um að hann
þjónaði guði sínum bezt með því
að halda lækningum áfram.
Hann var 55 ára að aldri er
hann lézt og þá þegar hafði því
verið lýst yfir að hann hefði gert
kraftaverk. Sagt var að á meðan
hann lifði hefði hann læknað
dauðvona sjúklinga með því að
biðja guð og húðstrýkja sjálfan