Morgunblaðið - 29.06.1986, Side 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 1986
B;
j
enny var brautryðj-
andi í jazztónlist.
Hann mótaði ekki
aðeins nýja stefnu
heldur líka stíl, sem
hafði mikil áhrif á aðra jazzleikara."
Þannig komst víbrafónleikarinn
Lionel Hampton að orði þegar hann
frétti um lát hins heimskunna jazz-
leikara, Bennys Goodman, sem
nefndur hefur verið konungur
sveiflunnar. Frank Sinatra tók í
sama streng og sagði: „Að vinna
með Benny var ekki eins og hvert
annað starf, það var einstök
reynsla."
Benny var 77 ára að aldri þegar
hann lést 13. júní. Þrátt fyrir háan
aldur kom hann fram á hljómleikum
allt fram á síðasta dag. Engin elli-
mörk var á honum að sjá, enda
má segja að óbilandi starfsorka
hafi einkennt allan feril hans.
Kom á Listahátíð
Er þess skemmst að minnast að
hann hélt hér tónleika á vegum
Listahátíðar árið 1976. Fyrir hljóm-
leikana dró til tíðinda þegar Benny
leit inn í Laugardalshöll til að kynna
sér aðstæður þar. Skipti þá engum
togum að hann tók að skríða um
gólf og banka á alla veggi. Við-
staddir vissu ekki í hvom fótinn
þeir áttu að stíga og héldu jafnvel
að gamli maðurinn væri genginn
af göflunum. En það var öðru nær.
Skyndilega reis Benny á fætur og
sagði: „Þetta gætu orðið góðir
hljómleikar; hljómburðurinn er í
Íí QMUNGUR
SVEIFLUNNAR
í 50 ÁR
Bonny Ooodman gengur afavlðlnu f Laugardalshöll aftlr að áheyrendur rlsu úr
smtum tllað hylla hann og aðstoðarmenn hans. Tll hægrl: Benny þakkar fyrlrfrá-
baarar vlðtðkur fslenskra áheyrenda.
aflýst í New York vegna þess að
sýnt þótti að aðsókn á hljómleikana
yrði dræm. Jazzunnendum virtist
engan veginn falla í geð sú tónlist,
sem hljómsveitin lék. Benny sagði
síðar í blaðaviðtali, að hann hefði
haldið að dagar hljómsveitarinnar
væra taldir: „Við ætluðum að ljúka
hljómleikunum í Kalifomíu, og taka
síðan lestina til New York. Eg bjó
mig undir að kveðja hljómsveitina
og byija aftur frá granni."
En á hljómleikunum í Palomar
Ballroom urðu tímamót í lífi Good-
mans og jazzinn tók nýja stefnu.
Áður hafði Benny reynt að laga sig
að þeirri tónlist, sem þá var í tísku,
vals og ýmiss konar popp-stefjum,
en á þessum hljómleikum ákvað
hann að láta skeika að sköpuðu og
leika eftir eigin höfði. Hann tók
því sveifluna og hljómsveitin fylgdi
honum. Lék hann flest eftirlætislög
sín með hljómsveitinni s.s. Sugar
Foot Stomp, Blue Skies, og Some-
times I’m Happy. Og viti menn: Það
hreif. Allt ætlaði um koll að keyra
í salnum, og þyrptust áheyrendur
að hljómsveitinni til að hylla hana.
Þetta kvöld var konungur sveiflunn-
ar krýndur.
Það var sem æði hefði gripið um
sig meðal yngri kynslóðarinnar, líkt
og gerðist með Bítlana á sjöunda
áratugnum. Þó að Benny hafi notið
mestra vinsælda á fiórða áratugn-
um, þá áttu fagnaðarlætin eftir að
fylgja honum æ síðan.
Nýtt tímabil fór í hönd, þar sem
jazz og dægurlagatónlist rannu
saman í eitt um skamma hrfð.
Benny leitaðist einkum við að
sámeina tvennt: Annars vegar var
hann mjög agaður í hljóðfæraleik
sínum og krafðist þess sama af
öðram, og hins vegar vildi hann að
félagar hans impróviséruðu eða
lékju af fingram fram þegar við
átti. Píanóleikarinn Jess Stacy sagði
um Benny að hann hefði verið ein-
staklega kröfuharðun „Hann komst
mjög nærri þvi að ná fullkomnun í
leik sfnum. Eg hélt að hann mundi
deyja með klarinettuna í fanginu."
Trompetleikarinn Harry James tók
í sama streng: „Benny æfði að
Oelrlaug Þorvaldsdóttlr tók á mótl Banny Qoodman
þegar henn kom hlngað tll hljómlelkahalds árlð 1976.
Iagi.“ Og meistarinn stóð við orð
sín: Hann lék við hvem sinn fingur
með fimm manna hljómsveit sinni,
ogvarvelfagnað.
Benny hafði mikinn áhuga á að
koma hingað öðra sinni á Listahá-
tíð og leika klassíska tónlist með
Sinfóníuhljómsveit íslands, en ekki
náðist samkomulag um hvemig
því skyldi háttað. Hins vegar dvald-
ist hann hér í nokkra daga við
laxveiðar árið 1981.
Varð frægur eitt ágústkvöld
Bennys Goodman verður minnst
fyrir margra hluta sakir, enda hlaut
hann oft viðurkenningu fyrir leik
sinn á löngum ferli. Reyndar er
ekki lengra liðið en mánuður síðan
hann var sæmdur heiðursdoktors-
nafnbót frá Columbía-háskóla í
New York. Þar var hann ákaft
hylltur. Hrópuðu námsmenn og
aðrir í kón „Benny, Benny, Benny."
Og það vora einmitt þessi orð, sem
glumdu í Palomar Ballroom í
Hollywood eitt ágústkvöld árið
1935 þegar nafnið Benny Goodman
skaust upp á stjömuhimininn.
Þá hafði 14 manna hljómsveit
hans leikið í útvarpi og á hljómleik-
um án þess að slá í gegn. Þetta
vora síðustu hljómleikamir í ferð-
inni, og allt útlit var fyrir að hljóm-
sveitin þyrfti að leggja upp laupana.
Allt hafði farið úr böndum. Til
dæmis var tveimur hljómleikum