Morgunblaðið - 04.07.1986, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1986
17
íslenskum viðskiptahagsmunum.
Hins vegar hafa stjórnvöld verið
tregari í taumi varðandi heimild til
kaupa á skuldabréfum erlendis og
hlutabréfum í óskyldum fyrirtækj-
um. Það er undarleg afstaða þegar
haft er í huga að heimilt er félaga-
samtökum að kaupa sumarbústaði
í suðurlöndum. Kaup á fasteign og
verðbréfum hefur engan eðlismun.
Hvort tveggja er íjárfesting og eru
yfirgnæfandi líkur á að fjárfesting
á verðbréfum reynist hagkvæmari
en kaup á fasteign. Heimild til
verðbréfakaupa erlendis mun þó
vera á leiðinni og er það enn eitt
skrefið til aukins fijálsræðis í við-
skiptum.
Þá hefur verið opnað fyrir erlend-
ar lántökur vegna fjármögnunar-
leigustarfsemi sem er byítingar-
kennd aðgerð af hálfu stjórnvalda.
Hvað vantar enn?
Þrátt fyrir góðan vilja stjóm-
málamanna og embættismanna sér-
staklega í tíð núverandi ríkisstjóm-
ar til að auka fijálsræði í viðskiptum
em enn ljón á veginum.
Stórt vandamál er vöntun á
hlutabréfamarkaði á íslandi. Níu
af hveijum tíu íslenskum hlutafé-
lögum em smá fjölskylduhlutafélög.
Öll íslensk fyrirtæki þjást af skorti
á eigin fé. Hver er lausnin?
Gera þarf hlutabréfaeign að eft-
irsóknarverðum hlut sem gefa á
svipaða eða betri ávöxtun en banka-
eða skuldabréfaávöxtun. Því verður
að meðhöndla hlutabréfakaup eins
og sparnað og því þurfa þau að
vera skattfijáls og hömlur á að
afnema á greiðslu arðs. En þarna
er ákveðinn tvískinnungur í gangi
í afstöðu stjórnvalda. Leggir þú
peninga í banka eða kaupir skulda-
bréf er það sparnaður og því ekki
skattlagður. Spamaðurinn skilar
sér til fyrirtækis sem rekstrarlán,
eykur fjármagnskostnað og skuldir
og minnkar eigið fé. Vitlegra væri
að almenningur legði peninga milli-
liðalaust í fyrirtækið og kæmi því
þannig á flot aftur, sér og þjóð-
félaginu í heild til hagsbóta.
Þá er það spurningin um fjöl-
skyldurnar sem eiga fyrirtækin.
Þær vilja ekki missa völdin í fyrir-
tækinu. Leið út úr því væri að
heimila myndun hlutabréfaflokks
sem ekki fylgdi atkvæðisréttur eða
skertur atkvæðisréttur.
Margir vilja
viðhalda höftum
Andstæðingar ftjálsra viðskipta
og heilbrigðs atvinnulífs hafa ekki
svo lítið býsnast yfir Hafskipsmál-
inu. En þeir hafa einnig býsnast
yfír því sem þeir nefna ftjálshyggju-
stefnu í íslensku viðskiptalífi. Þeir
fullyrða að breytingar á viðskipta-
lífinu sem hér hafa verið tíunduð
þjóni einungis vafasömu viðskipta-
Iífi og ýti undir svik og undanskot.
Enginn þessara málamanna hef-
ur leitað að skýringum á því hvaða
kringumstæður leiddu til fjármálaó-
reiðunnar hjá Hafskip. Með því að
leggjast gegn minnkun hafta og
ófrelsis og með því að hindra að
heilbrigð skynsemi verði innleidd í
íslenskt viðskiptalíf og atvinnulíf,
með þeim hætti sem byijað er að
gera og uppnefnd er fijálshyggja,
eru menn að ýta undir að fleiri
Hafskipsmál verði til.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samvinnusjóds íslands hf.
Fróóleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
Afkomendur Eyrbekk-
inga vestanhafs
SÉRA Kolbeinn Þorleifsson vai'
nýlega staddur á Washington-
eyju í Wisconsin-fylki í Banda-
ríkjunum. Sr. Kolbeinn hefur
stundað rannsóknir varðandi
forfeður sína frá Eyrarbakka
sem fluttu vestur um haf og
var erindi hans að færa skjala-
safni Washington-eyjar ýmis
ættfræðileg- og sagnfræðileg
skjöl varðandi íslensku innflytj-
endurna, forfeður þeirra og
ættingja á íslandi.
Skjölin voru gefin við hátíðlega
athöfn þann 22. júní sl. og komu
þá saman í fyrsta skipti afkom-
endur íslensku innflytjendanna,
u.þ.b. 60 talsins. Meðal þeirra
skjala sem gefín voru, eru ættar-
tölur allt aftur til 800 e. kr. auk
bóka og hljómplatna tengdum
ættingjunum á íslandi.
A meðan á dvölinni stóð safnaði
Kolbeinn að sérýmsum heimildum
varðandi íslensku landnemana á
Wisconsin-eyju, myndum af af-
komendum þeirra og fleiru sem
hann hyggst síðan búa til útgáfu
hér heima.
Hér stendur sr. Kolbeinn Þorleifsson við feijuna sem siglir til
Washington-eyjar. Feija var vígð 1970 og heitir því rammíslenska
nafni Eyrarbakki.
VIÐIR
35 ARA
1951 -1986
Vl?
10% AFMÆUS
AFSLÁTTUR
VID KASSANN!
Verslunin Víðir er 35 ára á þessu ári
og við höldum veglega uppá það.
í því tilefni bjóðum við 10% HEILDARAFSLÁTT
af öllum viðskiptum þessa viku.
Afslátturinn fer fram við kassann - 10% er dregið
frá heildarupphæð, hvort sem hún er stór eða smá.
ATH. TÓBAKSVÖRUR UNDANSKILDAR
í Mjóddinni:
Allir krakkar
fá djús og popp
Opið til kl.21 í Mjóddinni-en 01
mr J Lokað á laugurdögum í sumar
AUSTURSTRÆT117
alíBif
STÓRMARKAÐUR MJÓDDINNI