Morgunblaðið - 04.07.1986, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1986 47
Guðmundur Steinsson stekkur hór hátt f loft upp og skorar síðara mark sitt í leiknum gegn ÍA.
UM helgina fer fram þriAja stiga-
mót sumarsins í golfi, Coca-
Cola-mótiA, á Akureyri auk ann-
arra móta víAs vegar um landiA.
Coca-Cola mótið er elsta opna
mótið og verður nú haldið í 20.
skipti. Skráningu lýkur í kvöld
klukkan 21, en keppt verður á
morgun og sunnudag. Leiknar
verða 36 holur með og án forgjaf-
ar, en síðan leika meistaraflokks-
menn aðrar 36 holur t keppni um
iandsliðsstig.
Verksmiðjan Vífilfell gefur veg-
leg verðlaun til keppninnar. Fari
einhver holu í höggi, fær sá hinn
sami bílhlass af kóki, og einnig
verða veitt sórstök verðlaun fyrir
lengsta upphafshögg á 9. braut
og högg næst holu á 18. braut.
Opið unglingamót og opið há-
forgjafarmót (forgjöf yfir 20) verður
á Strandarvelli við Hellu á morgun.
Keppnin hefst kl. 10 í fyrramálið
og eru góð verðlaun í boði gefin
1. deild kvenna:
KR vann
IBK
9 Leik KR og ÍBK sem fór fram
á KR-vellinum lauk með 1:0 sigri
KR. Um miAjan fyrri hálfleik skor-
aði Kristrún Heimisdóttir eina
mark leiksins beint úr auka-
spymu.
Á Skaganum mætti (A—UBK og
lauk leiknum meö sigri UBK eitt
mark gegn engu. Sigríður Sigurð-
ardóttir skoraði mark Blikanna.
Tvö sparimörk Guðmundar í
skemmtilegum baráttuleik
LAUGARDALSVÖLLUR1. deild:
Fram - ÍA: 3:1 (1:0)
Mörk Fram: Guömundur Torfason 2, Guö-
mundur Steinsson
Mark ÍA: Guöbjörn Tryggvason
Guh spjald: Höröur Jóhannesson
Rautt spjald: Sveinbjörn Hákonarson
Dómari: FriÖgeir Hallgrímsson. Hann dœmdi
þokkalega, lét leikinn halda vel ófram, en
mœtti gefa áhorfendum betri bendingar um ó
hvað hann dæmir.
Áhorfendur 1310
EINKUNNAGJÖFIN:
Fram: Friörik FriÖriksson 3, Ormarr örlygsson
3, Jón Sveinsson 3, Þorsteinn Þorsteinsson
3, Janus Guölaugsson 3, ViÖar Þorkelsson 3,
Kristinn Jónsson 3, Pétur Ormslev 3, Gauti
Laxdal 4, Guðmundur Steinsson 3, Guömund-
urTorfason4.
Samtals 35 stig.
ÍA: Birkir Kristinsson 3, Hafliöi Guöjónsson
3, Heimir Guðmundsson 3. Siguröur Lórusson
3, SigurÖur B. Jónsson 2, Sveinbjörn Hákonar-
son 2, Júlíus P. Ingólfsson 2, Höröur Jóhannes-
son 2, Ólafur Þóröarson 3, Valgeir Baröason
2, Guöbjörn Tryggvason 4. Stefón ViÖarson
(vm) lék of stutt. Samtals 29 stlg
Þetta var sérlega vel leikinn og
skemmtilegur leikur. Skagamenn
skoruðu strax á upphafsmínútun-
um og héldu forystunni fram í
miðjan síðari hálfleik. Þá loks komu
Frammarar boltanum inn eftir að
mark frá þeim hafði legið í loftinu
nánast alian leikinn. Guðmundur
Torfason skoraði þá tvö glæsimörk
Texti: GuAjón Arngrfmsson
Mynd: Bjarni Eiríksson
og hefur nú skorað ellefu mörk í
tíu leikjum í 1. deild, og Fram er
komiö með nokkuð örugga forystu
ídeildinni.
Leikurinn var sem fyrr segir
opninn og skemmtilegur, og strax
á fyrsti tíu mínútunum fengu liðin
fimm góð marktækifæri, Skaga-
menn tvö og Frammarar þrjú. En
úr fyrra færi sínu skoruðu Skaga-
menn fyrsta markið í leiknum.
Sakleysisleg sending kom utan af
hægri kanti inn á vítateig Fram og
varnarmenn liðsins virtust ekki
hafa miklar áhyggjur af henni. En
líklega hefur einhver þeirra snert
boltann lítillega því einn af öðrum
misstu þeir af sendingunni og
skyndilega var Guðbjörn Tryggva-
son einn með boltann rétt fyrir
utan markteig. Hann skoraöi því
fremur auðveldlega.
Þetta mark dugði Skagamönn-
um næstum því til sigurs í leiknum.
Frammarar sóttu mun meira allan
fyrri hálfleik og í þeim síöari sömu-
leiðis. Þeir léku vel saman úti á
vellinum og tókst oft að skapa sér
þokkaleg færi. Þeir reyndu mikið
að komast upp í hornin og gefa
fyrir, en Sigurðarnir í miðju Skaga-
varnarinnar hirtu alla skallabolta.
Og inn á milli áttu Skagamenn
ágæt upphlaup og marktækifæri.
Það var ekki fyrr en 20 mínútur
voru til leiksloka að Fram jafnaði
— einmitt þegar Skagamenn voru
að ná því að brjóta þá niður, og
leikmenn Fram að missa einbeit-
inguna í flýtinum við að sækja. Og
hvílíkt mark.
Gauti Laxdal lék þá frá miðju í
átt að Skagamarkinu og þegar
hann nálgaðist vítateiginn nam
hann staðar og renndi til hliðar á
Guðmund Torfason sem sneri
bakinu í markið um þremur metr-
um utan teigs. Meö varnarmann á
bakinu náði Guðmundur að snúa
sér og þruma með vinstri færi af
slíkum krafti í biáhorn marksins
að Birkir gerði ekki minnstu tilraun
til að verja. Boltinn lá fyrir aftan
hann þegar hann áttaði sig.
Aðeins sjö mínútum síðar náði
Fram forystunni og aftur með fal-
legu marki. Eftir fallegt þríhyrn-
ingsspil á vinstri vængnum, sem
Janus, Viðar, Gauti og Guðmundur
Steinsson tóku þátt í, kom há fyrir-
gjöf að ÍA-markinu sem Guðmund-
ur skallaði fast að marki. Birkir gat
aðeins krafsað í boltann á leið
hans efst í markhornið — en inn
fór hann, 2:1
Þriðja markiö kom svo þegar 5
mínútur voru eftir. Gauti Laxdal var
þá enn á ferðinni — komst laglega
í gott skotfæri á vítateig. Fast skot
hans lenti neðst í stönginni og
frákastinu náði Guðmundur
Steinsson sem ekki gat annað en
skorað.
Sem fyrr segir var þessi leikur
skemmtilegur og vel leikinn. Bæði
liðin jöfn og léttleikandi og óvenju-
margir áhorfendur fengu heilmikið
fyrir peningana.
Sveinbjörn Hákonarson var
klaufalegur að fá rautt spjald á síð-
ustu mínútum leiksins fyrir að
sparka aftan í Viðar Þorkelsson
eftir smá baráttu úti á miðjum
velli. Þar hljóp skapið með hann í
gönur. Og hann vissi það strax
sjálfur því hann mótmælti dómn-
um ekki vitund.
af Samverki, Hellu, og Húsasmiðj-
unni, Reykjavík.
Hið árlega júlímót Rakarastofu
Jörundar fer fram á golfvellinum í:
Grafarholti um helgina og hefst
klukkan 13 á morgun. 80 keppend-
ur tóku þátt í mótinu í fyrra og
má búast við enn meiri fjölda nú.
Leikið er með fullri forgjöf og fær
sigurvegarinn ferð til Skotlands í
verðlaun. Sá sem verður næst
holu á 2. braut fær 2 veiðidaga
fyrir tvær stangir í Grafará ásamt
afnotum af veiðihúsi og sá sem
verður með besta skor fær fría
klippingu næsta árið í verðlaun.
Þá verður Lancome-kvenna-
mótið hjá Golfklúbbi Suðurnesja á
morgun og opna SR-mótiö hjá
Golfklúbbnum Leyni á sunnudag-
inn, svo nefnd séu helstu golfmót
helgarinnar.
Hvergerðingar
ílukkupottinn
( GÆR var dregið í 16 liða úrslit
Mjólkurbikarkeppni KSÍ í húsi
Osta- og smjörsölunnar, en fyrir-
tækiö styrkir KSÍ vegna keppn-
innar.
Reglum um 16 liða úrslit bikar-
keppninnar hefur verið breytt
þannig að ef lið úr 1. eða 2. deild
dregst gegn liði úr 3. eða 4. deild,
skal leikið á heimavelli 3. eða 4.
deildarliðsins. Forráðamenn
flestra liðanna voru viðstaddir og
mátti heyra að sumir áttu sér óska-
mótherja. Þannig vildu Hvergerð-
ingar fá ÍA, Víðismenn vildu leika
gegn ÍBK í Garðinum og Austri og
Fylkir vildu heimaleik gegn 1 - deild-
arliði.
. 4. deildarlið Hveragerðis datt í
lukkupottinn, Víðismenn fengu ósk
sína uppfyllta eins og Austri og .
Fylkir. Óskar H. Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Osta- og smjörsöl-
unnar dró fyrsta liðið, en eftirtalin
lið leika saman:
KR-Mr
VHMr-(BK
IBV-UBK
Gríndavflc-Valur
KS-Víkingur
Au«tri-FH
Hveragerói-ÍA
Fyildr-Fram
Leikir KS og Víkings og Fylkis
og Fram verða þriðjudaginn 8. júlí,
en hinir leikirnir miðvikudaginn 8.
júlí. Allir leikirnir hefjast klukkan
20.
Þá var dregið í 8 liða úrslit í
bikarkeppni kvenna og fara leikirnir
fram 14. júlí. UBK dróst gegn ÍA,
KA gegn Fram, ÍBK gegn KR og
Valur gegn Aftureldingu.
Morgunblaéið/Bjami Eiríksson
„Ég vissi það,“ sagði Úlfur Jónsson, liðsstjóri Hvergerðinga, sigri
hrósandi þegar I Ijós kom að hann hafði dregiA óskaliðið ÍA, gegn
HveragerAi. AAalsteinn Steínþórsson, formaður mótanefndar KSÍ
staAfestir, dráttinn og Óskar H. Gunnarsson fylgist með.
Golfmót um helgina
©
Kaplakrikavöllur
FH—Vídlr
íkvöldkl. 20.00.