Morgunblaðið - 05.07.1986, Qupperneq 1
REYNIR
ANTONSSON
fæddist alblindur á báðum augum, en lækna-
vísindin komu til hjálpar að svo miklu leyti sem
það var hægt og færðu honum örlitla sjón á
annað augað. Hann hefur ekki látið sjóndepru
hindra sig í lífinu, hefur ferðast ótrúlega víða,
numið við erlendan háskóla, skrifað leiklistar-
gagnrýni ogveriðmeð reglulegan
dálk í Degi. Þá hefur hann verið að skrifa
sakamálaskáldsögu sem nú er tilbúin í handrit.
B4
MEÐFÆDDUR
HÆFILEIKI
— Tryggvi Gunnarsson er aðeins 21 árs að
aldri en hefur engu að síður skorað yfir 90
mörk í deildarkeppni íslandsmótsins í knatt-
spyrnu. Flest mörkin gerðiTryggvi fyrir ÍR í
4. deildinni en nú leikur hann með KA í 2.
deild og heldur uppteknum hætti. Hann segir
hæfileikann að skora mörk meðfæddan — „ég
held að það sé engin spurning," segir hann
íviðtali hér íblaðinu.
JHnrpmlblahtS)
AKUREYRI
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ1986
BLAÐ
Bæjarmálin eru
mittbríds
og mittgolf
— segir Gunnar Ragnars forstjóri Slippstöðvarinnar
og forseti bæjarstjómar Akureyrar
Gunnar Ragnars forstjóri
Slippstöðvarinnar og forseti
bæjarstjórnar.
„ÞEGAR VIÐ tökum við núna eru nokkur stór mál sem krefjast
úrlausnar. Fyrst og fremst eru það atvinnumáiin og það er okkar
skoðun að við þurfum að leggja mikla rækt við að efla grunnatvinnu-
vegina vegna þess að allt annað byggist á því. Það er ásetningur
okkar að efla okkur á sviði sjávarútvegs og meðal annars þannig
að auka við flota Útgerðarfélags Akureyringa. Og ég vil nefna eitt
sem þarf að verða eitt af meginviðfangsefnum okkar á Akureyri
og á Eyjafjarðarsvæðinu: það eru að verða miklar breytingar í þjóð-
félaginu, það verður hraðari þróun á næstunni varðandi fólksflutn-
inga — fólki fækkar á ystu annesjum og í innstu dölum og augljóst
er að það mun flytjast inn á þéttbýlisstaðina — og það er okkar
meginverkefni á næstu árum hér að skapa til þess skilyrði að þetta
svæði nái því að verða öflugur þéttbýliskjarni. Að við missum ekki
fólk á suðvesturlandið. Mannfjöldi hefur staðið f stað hér í nokkur
ár en við þurfum að vinna þeirri stefnu fylgi að það sé hagkvæmt
fyrir þjóðarheildina að nokkrir sterkir þéttbýliskjarnar byggist upp
í öllum landshlutum — og að Eyjafjarðarsvæðið hafi þar vissan
forgang. Svæðið verður að vera nógu aðlaðandi vegna búsetuskil-
yrða, í víðasta skilningi þess orðs, til að fólk vilji flytja hingað og
geri það i hæfilegu hlutfalli við aðra flutninga," sagði Gunnar
Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar hf., oddviti sjálfstæðismanna
og nýkjörinn forseti bæjarstjórnar á Akureyri í samtali við Morgun-
blaðið í vikunni.
Gunnar sagði að afla þyrfti því
enn meiri skilnings að vegna ein-
stakra landkosta í Eyjafirði yrði
landbúnaðarframleiðsla á svæðinu
ekki minnkuð. „Hún verður að
minnka á öðrum stöðum á landinu
í staðinn, þar sem hún er óhag-
kvæmari, og á ég þar sérstaklega
við mjólkurframleiðsluna. Og við
verðum að halda vöku okkur þó
komið hafi tímabundinn afturkippur
í sambandi við nýtingu á orku og
samninga við stóriðjufyrirtæki.
Stefna okkar verður að vera skýr
um það að næsta stóriðjufyrirtæki
sem reist verður á íslandi verði reist
hér í Eyjafirði."
Pjárhagfsstaða bæjarins
oft verið betri
— Fulltrúar fráfarandi meiri-
hluti í bæjarsljórn hafa lýst því
yfir að þið, sjálfstæðismenn og
alþýðuflokksmenn, takið við
góðu búi. Hvað segirðu um það?
„Fjárhagur Akureyrarbæjar hef-
ur oft verið betri en nú. Fjárhagsá-
ætlun síðasta árs, 1985, fór veru-
lega úr skorðum. Hún fór rúmlega
40 milljónir fram úr áætlun. Við
urðum að greiða niður talsvert af
þessu á fyrri hluta þessa árs og
greiðslustaða bæjarins er þar af
leiðandi mjög erfið í dag er við
tökum við.
Annað stórmál sem bíður okkar
nú er að taka á því stóra vandamáli
sem Hitaveita Akureyrar er. Það
er eitt af þeim stórmálum sem við
stöndum frammi fyrir og verðum
að leysa á kjörtímabilinu. Hitaveit-
an hefur safnað skuldum allt fram
undir þennan dag og vandamálið
er því gífurlegt. Þá hefur verið
ákveðið að skapa þau skilyrði að
Síðuskóli geti veitt þá kennslu sem
nauðsynleg er í Síðuhverfí í haust.
Það er ekki séð fyrir hvemig á að
ijármagna það. Fráfarandi meiri-
Úr Hafnarstræt-
inu — göngugötu
Akureyringa.
hluti hafði ekki leyst það mál. Það
kemur í okkar hlut — og við erum
staðráðin í að gera það. Við höfum
vilyrði fyrir því frá ríkisvaldinu að
við fáum samning um byggingu
þessa skóla — samning sem innifel-
ur greiðslur fyrir verkið.
Það er auðvelt að segja að við
tökum við góðu búi. Fjárhagur
Akureyrarbæjar hefur verið góður
í gegnum árin og það hefur ekki
síst verið sjálfstæðismönnum að
þakka — en hann er lakari nú en
áður. Og það er fyrst og fremst
vegna þess hve fjárhagsútlát fóru
langt fram úr ásetlun i fyrra. Þá
höfum við verið í sameiginlegum
framkvæmdum með ríkinu þar sem
fráfarandi meirihluta tókst ekki að
búa svo um hnútana að ríkisvaldið
stæði að því eins og það átti að
gera. Við tökum því við verulegum
vandamálum."
— Var það draumur ykkar
sjálfstæðismanna, fyrir kosning-
ar, að mynda meirihluta með
Alþýðuflokknum?
„Við sögðum það fyrir kosningar
að myndaður hefði verið' vinstri
Sjá næstu síðu.