Morgunblaðið - 05.07.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.07.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1986 B 3 „AUtsem gleðuraðm er ákaúega inikils virði - segirElínJónsdóttirkennarísemgerði hökla á syni sína tvo sem eruprestar u VEFNAÐUR er listgrein sem ís- lenskar konur hafa ástundað á umliðnum öldum. Áhugi á honum hefur að vísu verið mismikill á hveijum tíma en það segja þeir sem vit hafa á að nú færist í vöxt að konur á öllum aldri sæki vefnaðamámskeið sér til mikiil- ar ánægju. Elín Jónsdóttir er ein þeirra kvenna sem ætíð hafa I ft lifandi áhuga fyrir hannyrðum hverskonar og fyrir 13 árum sótti hún sitt fyrsta námskeið í vefnaði. Á þeim tíma sem liðinn er hefur hún sótt ófá námskeiðin í því skyni að ná betri tökum á faginu. Fyrir um það bil ári síðan réðst Elín í það mikla verk að vefa hökla á syni sína, Pét'ur og Jón Helga, en þeir eru báðir starfandi prestar. „Vefnaðurinn hefur alltaf heillað mig vegna þess hversu mikla mögu- leika hann gefur,“ segir Elín við upphaf samtals okkar. „Svo þegar Jón Helgi, yngri sonur minn, var um það bil að ljúka guðfræðinámi sínu fékk ég þá hugmynd að vefa hökla handa þeim. „Eg fór í fyrsta sinn á vefnaðar- námskeið árið 1973 hjá Ólöfu Þór- hallsdóttur, sem æ síðan hefur reynst mér vel. Aðdragandi þess að ég dreif mig á þetta námskeið var að ég hafði fengist við handa- vinnukennslu og alls kyns þjálfun á Sólborg í 14 ár og svo var það eitt sinn að ég var beðin um að taka að mér kennslu í vefnaði þar og því var mér ekki lengur til set- unnar boðið. Síðan hef ég sótt mörg námskeið og haft af þeim mikið gagn og gaman. Árið 1979 fór ég síðan í kennara- réttindanám í handavinnukennslu fyrir sunnan og lauk því árið 1983. Þá hafði ég kynnst vefnaðinum enn betur og þama í handavinnudeild- inni gerði ég mér fyrst ljósa alla þá möguleika sem vefstóllinn býður upp á. Það var einmitt um þetta leyti sem ég fékk hugmyndina að vefa höklana, mér leist betur á að gera heldur en að gera þá á annan hátt því mér þótti það spennandi viðfangsefni að búa efnið til um leið. Ég hafði aldrei áður fengist við jafn erfítt verkefni á þessu sviði og þurfti því á ráðleggingum að halda og þeir sem ég leitaði til voru mér alveg einstaklega hjálpsamir og veittu mér ómetanlega aðstoð. Fyrsta er til að nefna Ólöfu Þór- hallsdóttur, sem ég sótti mitt fyrsta námskeið hjá. Fyrir hálfu öðru ári leitaði ég til hennar og sagði henni frá þessari hugmynd minni og henni leist strax stórvel á hugmyndina og sýndi henni mikinn áhuga. Einn- ig ráðfærði ég mig við Guðrúnu Vigfúsdóttur á ísafírði, en hún hefur fengist talsvert við að vefa hökla, og hún veitti mér miklar upplýsingar. Þá leitaði ég einnig til Sigríðar Jóhannesdóttur í Reykja- vík, því ég hafði séð myndir af ofnum höklum eftir hana, sem voru alveg skínandi fallegir. Frá öllum þessum konum fékk ég holl ráð, til dæmis varðandi hvað hentugast væri að hafa í uppistöðu og ívaf. Ég notaði hör í uppistöðuna og ívafíð var úr kambgami, silkigami með silkiáferð, og gullþræði. Munstrið var síðan handbrugðið bæði að framan og aftan.“ Aðspurð um hvort ekki hefði tekið langan tíma að vefa höklana sagði Elín að það hefði vissulega gert það. „Ég sat við í fjóra til sex tíma hvem einasta dag og lauk ekki við höklana fyrr en í maí. Þá átti ég eftir að sauma þá saman og ganga frá þeim á annan hátt. Það vildi svo skemmtilega til að ég kláraði að ganga frá höklunum á afmælisdegi pabba þeirra, 4. júní, og þá var hægt að kalla þá bræður saman til að máta höklana. Það verður að segjast að ég hafði reglu- lega gaman af þessu verki. Ég hef sjaldan getað setið aðgerðarlaus, alltaf viljað hafa eitthvað í höndun- um til að vinna að. Mér hefur alltaf þótt gaman að allri handavinnu og hef gert mikið af því að búa til leikfong og annað þess háttar handa bamabömunum, og ég er ekki fyrr búin með eitt stykkið að ég sé ekki farin að huga að því næsta. Allt sem gleður aðra er ákaf- legá mikils virði, það gefur lífínu aukið gildi. Ég er þeim ákaflega þakklát sem létu mér í té aðstöðuna í Verk- menntaskólanum til að vinna að þessu verki, því engan vefstólinn hafði ég hér heima. Það vom ákaf- lega skemmtilegar stundir sem ég áíti þama í skólanum, annað hvort við mína vinnu við vefstólinn eða þegar ég þáði kaffisopa hjá Mar- gréti, skólastjora, og Erlu á kaffí- stofunni. Þær vom ófáar stundimar sem ég átti með þeim og langar mig að nota tækifærið og koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem studdu mig við framkvæmd þessa verkefnis," sagði Elín að lokum. Morgunblaðið/Kristinn Elín Jónsdóttir ásamt sonum sínum, séra Jóni Helga, tíl vinstri, og Pétri með höklana, sem hún gerði. Hafnarstræti 83-85, Akureyri, sími 96-26366. Einmitt það sem alla dreymir um: Lítið, firiðsælt hótel I hjarta fagurs bæjar. Hótel Stefanía er nýtt og vist- legt og herbergin eru m.a. búin sjónvarpi, vídeói og beinum síma. Morgunverður er að sjálfsögðu framreiddur á staðnum, en þar fyrir utan geta gestir okkar valið milli matsölustaða bæj- arins, sem flestir eru í aðeins nokkurra skrefa fjarlægð. Akureyri er ekki aðeins rómuð fyrir veðursæld og fegurð Listi- garðsins. Sem höfuðstaður Norðurlands býður hún upp á góðar samgöngur og alla hugs- anlega þjónustu, auk þess sem menningin er í hávegum höfð í leikhúsinuogsöfnunum." Hótel Stefania, sjálfkjörinn hvíldarstaður sem full- komnar ferðlna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.