Morgunblaðið - 05.07.1986, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1986
B 5
sofa í eina fjóra tíma. í París átti
ég ágætis kunningja; eins og Sigurð
Pálsson og Friðrik Pál Jónsson, og
því kom ég þangað alloft, enda
margt sem París hefur upp á að
bjóða.
En þú spurðir hvort ég saknaði
ekki lestanna hér á íslandi. Mér
finnst það hábölvað að þurfa að
treysta á Fokkerana, það eru leiðin-
leg og dýr farartæki. Þessi áróður
um. að íslendingar eigi að ferðast
um sitt eigið land er alveg út í
hött því það er svo dýrt að enginn
venjulegur maður heftir efni á því.
Erlendis líta menn á samgöngur
sem félagslega þjónustu, en ekki
gróðaveg.
— Þú hefur ferðast mikið á
puttanum. Hefur þú aldrei kom-
ist í hann krappan?
„Ég veit ekki hvað skal segja.
Það kom einu sinni fyrir þegar ég
var á Ítalíu að það stoppaði fyrir
mér ítalskur hommi sem tók mig
upp í og lét nokkuð dólgslega við
mig, en þegar hann sá að ég hafði
engan áhuga þá lét hann mig í friði
og sleppti mér hið fyrsta. Annars
gerðist fátt markvert á puttaferða-
lögunum," sagði Reynir.
Tekinn fyrir njósnir
Það er þó ekki alveg svo að hann
hafí ekki frá einhverju að segja frá
þessum ferðalögum sínum og hann
byijar að segja frá því er hann eitt
sinn fór til Alsír. Frönsk vinkona
hans hafði sagt honum að þangað
væri athyglisvert að koma og skoða
sig um og hann var því ekki seinn
á sér að grípa næsta tækifæri til
að fara þangað. „Þetta hefur senni-
lega verið árið 1972 um páskaleyt-
ið, því ég notaði fríið sem ég fékk
frá skólanum. Ég man að ég fór
þangað með fetju og fyrr en varði
var ég kominn til borgarinnar El-
Omed, sem stundum hefur verið
kölluð borg hinna þúsund hvolf-
þaka. Hún er eins og nokkurskonar
vin í Saharaeyðimörkinni. Þegar til
borgarinnar kom fór ég að skoða
mig um, þarna var yfirstandandi
einhverskonar fijósemishátíð og ég
í sakleysi mínu fylgdist með því sem
fram fór með kíkinn fyrir öðru
auganu. Vissi ég ekki fýrr til en
að mér réðust tveir lögregluþjónar,
alveg kolbijálaðir, töluðu ekkert
nema arabísku sem ég ekki skildi,
og færðu mig til höfuðstöðvanna.
Þar tók ekki betra við því yfirmaður
þeirra var lítill sáttasemjari. Þrifu
þeir af mér kíkinn og skoðuðu hann
í krók og kring. Fór þeim all mikið
á milli á arabísku. Yfírmaðurinn
talaði einnig frönsku og sakaði
hann mig um njósnir, sem var hálf
hlægilegt því þarna var ekkert til
að njósna um, hvorki hernaðar-
mannvirki né annað. Lauk viðskipt-
um mínum við þessa höfðingja á
þá leið að yfirmaðurinn laust mig
þéttingsfast í andlitið áður en mér
var afhentur kíkirinn og mér kastað
út. Lítið fór fyrir formlegheitum við
þessai- aðstæður og ekki höfðu þeir
mikið fyrir því að biðjast afsökunar
á framferði sínu. Held ég að þeir
hafi einungis verið að sýna vald
sitt, valið mig sem fómarlamb en
síðan séð að lítill akkur væri í að
angra mig, enda héldu þeir mér
ekki nema í 20 mínútur.
Austan járntjalds
— Þú hefur einnig ferðast
austur fyrir járntjald. Þeim hef-
ur ekki þótt þú grunsamlegur
þar?
„Það held ég ekki. Ég fór aðal-
lega um Tékkóslóvakíu og Pólland
og var tekið vel. Hins vegar varð
ég var við að fólk var svolítið á
varðbergi gagnvart öllum útlend-
ingum þar, þar til það var fullvisst
um að þeir væru ekki Rússar. En
þegar kom í Ijós hverrar þjóðar
maður var breyttist viðmótið. Sér-
staklega var þetta áberandi í Prag.
Þar höfðu til dæmis rússneskir
hermenn hálfpartinn verið flæmdir
úr borginni því enginn vildi nein
afskipti af þeim hafa, en þetta var
fáum árum eftir innrásina sem ég
var þarna. Annars fannst mér
Tékkarnir ótrúlega afslappaðir þótt
ekki væri lengra um liðið. Annars
fannst mér gæta þeirrar þversagnar
að þeir væru lausir við allt stress
en samt mjög þvingaðir. En ég
kunni mannlífsbragnum betur í
Tékkóslóvakíu en Póllandi. Hins
vegar er ég að mestu búinn að týna
niður tékkneskunni, það er í mesta
lagi að ég muni hvemig eigi að
panta sér bjór á því tungumáli."
Rósir deyja ungar
Það er fleira sem Reynir hefur
fengist við en að ferðast um. Eins
og áður sagði fæst hann einnig
talsvert við skriftir og nú er tilbúin
í handriti sakamálasaga eftir hann
sem heitir „Rósir deyja ungar".
„Ég hafði gert nokkrar tilraunir
áður til að skrifa skáldsögur um
sakamál," segir Reynir. „Fyrsta
uppkastið sem ég gerði var árið
1979, þegar ég dvaldist um mánað-
artíma í Frakklandi. Ég gerði nokk-
ur uppköst í framhaldi þess en var
ekki ánægður með árangurinn. Þá
var það að ég fékk hugmyndina að
því að nota Skaftafellsmálið svo-
nefnda sem uppistöðu í söguna. En
eins og þú kannski manst þá gerð-
ist það fyrir um það bil tveimur
árum að Islendingur myrti franska
stúlku og önnur komst undan við
illan leik. Það var síðan í ágúst sem
ég hófst handa við að skrifa hand-
ritið og skrifaði hana að mestu leyti
í vetur sem leið og lauk síðan við
hana í maí síðastliðnum."
Frásagnaraðferð
íslendingasagna
„Islendingasögurnar hafa lengi
haft heillandi áhrif á mig og því
ákvað ég að athuga hvort ekki
væri hægt að notfæra sér frásagn-
aitækni þeirra til að skrifa nútíma
sakamálasögu.
Nú, sagan gerist að mestu leyti
hér á Islandi en síðan berst leikur-
inn meðal annars til Frakklar.ds,
þar sem ég er kunnugur. Og sagan
segir frá rannsóknarblaðamanni,
sem er sjóndapur rétt eins og ég,
og hann er sendur á vettvang til
Akureyringar
Við bjóðum daglega ný afskorin blóm,
einnig mikið úrval i pottaplöntum.
Skreytingar við öll tœkifœri.
Bílastæði við búðardyrnar
^lómabúöm^e
akurA
KAUPANGI V/ MÝRARVEG 602 AKUREYRl
SÍMAR 24800 & 24830 PÓSTHÓLF 498
að segja frá þessu morði. Inn í
málið fléttast síðan ýmislegt annað,
eins og fálkaþjófnaður, þar sem
vondu mennirnir víla ekkert fyrir
sér, og spilling embættismanna, þar
sem hnignandi ættarveldi kemur
við sögu. Þetta er sem sagt rammís-
lensk sakamálasaga.“
— Ertu undir áhrifum ein-
hverra frægra spennusagnahöf-
unda?
„Það verður sennilega seint
komist hjá því að lesa höfunda á
borð við Agöthu Christie, Simenon,
Sjöwail og Wahlöö, og fleiri þess
háttar snillinga. Það verður heldur
ekki komist undan því að verða
fyrir áhrifum fra íslendingasögun-
um og Halldóri Laxness. Ég held
að enginn íslendingur sem eitthvað
skrifar að ráði komist undan því
að verða fyrir áhrifum frá þeim.“
— Á hvaða hátt heldur þú að
þeir hafi haft áhrif á þig?
„Það má kannski segja að það
komi fram í því að ég skrifa ekki
á eins innhverfan hátt og tíðkast
hefur hér á íslandi á undanförnum
árum. Það er því kannski um svolít-
ið afturhvarf að ræða hvað það
snertir. Eins notast ég einnig að
svolitlu leyti við kveðskap, en það
hefur lítið verið gert hér, nema
hvað þess hefur gætt hjá Laxness
ogsvo hjá Jóni Thoroddsen.
Að skrifa sakamála-
sögnr er skemmti-
legur iðnaður
— Heldur þú að það verði
framhald á skrifum þinum um
sakamál á þennan hátt?
„Það veltur á undirtektum. Að
skrifa sakamálasögur er skemmti-
legur iðnaður. Ég dauðskammast
mín samt fýrir að fást við þessa
iðju því ég kemst ekki í hálfkvisti
við Helgarpóstinn í að spinna vef-
inn,“ segir Reynir Antonsson.
Með þessum orðum látum við
spjallinu við Reyni lokið, en kannski
kemur að því að þráðurinn verði
tekinn upp aftur seinna.
Útgerðar- og
fiRkvinnslufyrirtæki
Hugbúnaðurinn fæst hjá Hagritun.
Skipverjauppgjör (fyrir báta- og togarasjó-
menn) tengt aflabókhaldi hefur vakið athygli.
Skipulagning, forrítun, uppsetning, ráð-
gjöf.
Hagritun
Kaupvangsstræti 4,
600 Akureyri,
sími 96-21505.
Tfskufatnaður á
börn og fullorðna
600 Akureyri • Sími 96-24396
Loka
O.N.A. ofn, rennsllsmynd
OFNASMIÐJA
NORÐURLANDS
FROSTAGÖTU 3c
SÍIVII (96) 21860 AKUREYRI
veitir ylinn