Morgunblaðið - 05.07.1986, Blaðsíða 12
% —
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1986
Gísli Bragi Hjartarson formaður
Golíklúbbs Akureyrar:
Fólk hefu
ámyndl
sýningu
endaðí_
Núverandi formaður GA er Gísli
Bragi Hjartarson. Það var kvöld-
stund eina að blaðamaður, sem
heyrt hafði af miklum uppgangi
hjá klúbbnum spjallaði við hann um
starfsemina.
Kylfingiim á Akureyri
fjölgað mjög
Nú hefur félagafjöldi hjá
ykkur í GA vaxið allverulega á
fáum árum. Hveiju er það að
þakka?
„Það er rétt, §öldi kylfinga hér
á Akureyri hefur vaxið stórum á
skömmum tíma,“ sagði Gfsli Bragi.
„Fyrir þremur árum voru ekki nem
um 150 manns sem iðkuðu íþróttina
nokkuð reglulega, en nú er með-
limafjöldinn í Golfklúbbi Akureyrar
kominn upp í 430 manns. Áður fóru
kraftar stjómarinnar í klúbbnum
mikið í það að byggja upp þá að-
stöðu sem við nú búum að. Við
höfum hér nú 18 holu völl, en hann
var ekki nema níu holur fram til
ársins 1980, þegar seinni hlutinn
var tekinn í notkun. Nú hreykjum
við okkur af því að eiga nyrsta
golfvöll í heiminum.
Þá þurfti einnig að koma hér upp
golfskla og árið 1970 var hafíst
handa við að byggja hér skála fyrir
starfsemina. Upprunalega var þessi
skáli, sem nú hefur verið byggður,
bóndabær og árið 1979 var tekið
til við að byggja við hann. Það má
því með sanni segja að mestur tími
meðlimanna hafi farið í aðstöðuupp-
byggingu á þessum ámm. Það var
síðan ekki fyrr en að þessu loknu
sem hægt var að einbeita sér að
fjölgun félagsmanna með því að
glæða áhuga jafnt ungra sem ald-
inna, karla og kvenna.
Við stöndum því ágætlega að vígi
í dag; höfum góða aðstöðu og
áhugasama klúbbmeðlimi. Undan-
farið höfum við beint sjónum okkar
mjög að unglingastarfinu og upp-
byggingu þess. Nær allt fé sem
klúbburinn hefur fengið hefur run-
nið til þess með þeim árangri að
nú eru um 120 unglingar starfandi
af miklum áhuga."
En hvemig er þátttöku kvenna
varið í íþróttinni?
„Kylfíngar úr kvennastétt hefur
óðum farið Qölgandi, þær eru nú
að nálgast hundraðið, konurnar sem
leika golf og eftir því sem ég best
veit hefur enginn golfklúbbur á
landinu á að skipa jafnmörgum
konum. Og þær sem eru að slá sín
íyrstu högg hér á vellinum hjá
okkur eru á öllum aldri. Golfíþróttin
er þannig að hana má byija að
stunda á öllum aldri og leika fram
í andlátið. Þeir lakari geta keppt
— segirNini Tang myndlistarkona
HÚN BÝR í litlu húsi við Kletta-
borg sem er fremur fátæklega
búið húsgögnum. Á veggjum
hanga málverk af ýmsum stærð-
um og gerðum. í einu hominu á
stofunni hefur hún lagt dagblöð
og ofan á þeim era litskrúðugir
steinar sem hún hefur fundið á
gönguferðum sínum úti í náttúr-
unni, sem hún segist aldrei fá
nóg af. Meðfram einum veggnum
má sjá kónguló bera fætumar
ótt og títt fram og til baka og
skyndilega hverfur hún sjónum
bak við bækur sem látnar hafa
verið á gólfið. Sólin brýst gegn-
um óþvegnar rúðurnar en íbúi
hússins hefur engar áhyggjur af
því.
Hún heiti Nini Tang og hefur
kennt við Myndlistarskólann á
Akureyri síðan í janúar og hún
kippir sér ekkert upp við þó marg-
fættir vinir geri sig heimakomna.
Hún er ekki austurlensk eins og
nafnið kynni að benda til, heldur
er hún hollensk, og lagði stund á
myndlistamám í heimalandi sínu
þar sem hún kynntist íslendingum.
Árið 1982 kom hún hingað í fyrsta
sinn og hélt sýningu í Nýlistasafn-
inu í Reykjavík og þremur árum
síðar kom hún aftur hingað til lands
fyrir áeggjan vina sinna og hélt
aðra sýningu á sama stað. Fyrir
skömmu gaf hún út bók með teikn-
ingum eftir sig sem heitir „Hugsað
um tréhest".
Hún segir að það hafi verið tilvilj-
un að hún kom hingað til lands en
fór ekki til Italíu eða Tyrklands eða
þá eitthvert annað. Nú segist hún
varla geta ímyndað sér að hún geti
ferðast neitt annað en hingað án
þess að fyllast heimþrá.
„Ég hef aldrei búið utan Hollands
í svona langan tíma, en héma kann
ég reglulega vel við mig,“ segir
Nini. „Sjálf kem ég frá litlu þorpi
í Hollandi og það hefur kannski þau
áhrif að ég finn mig vel í fámenn-
inu. Ég gæti alveg hugsað mér að
búa á en minni stað en Akureyri.
Það sem útlendingar heillast hvað
mest af hérlendis er náttúran og
friðsældin og mér fínnst alveg dá-
samlegt að geta farið eitthvert út
í náttúruna þar sem alger kyrrð
ríkir og ekkert er til að trufla.
Einnig finnst mér notalegt að geta
farið í gönguferðir niður á höfn,
fylgst með mannlífinu þar og séð
bátana koma öslandi til hafnar
drekkhlaðna fiski.
Það er misskilningur margra
listamanna að þeir þurfi að vera
þar sem hlutimir em að gerast,
margir telja sig þurfa að vera í stór-
borgunum þar sem allt er fullt af
sýningarsölum og söfnum. Sagan
hefur hins vegar sýnt að það er
ekki nauðsynlegt til þess að geta
þroskast sem listamaður. Héma er
því gott næði til að hugsa sinn
gang og koma skipulagi á hugsanir
sínar. Ég hef hins vegar alltaf haft
um of margt að hugsa; átt of mörg
áhugamál, sem hefur haft þau áhrif
að ég hef dreift kröftunum um of
til margra ólíkra verkefna. Mynd-
listin hefur hins vegar hjálpað mér
að sameina alla þessa þætti sem ég
hef áhuga á.“
Ég spyr hana í einfeidni minni
hvort ísland hafi haft einhver áhrif
á hana sem listamann. Hún segir
að það hafi alltaf einhver áhrif að
koma í nýtt umhverfi. „Þau verða
kannski ekki sjánleg fyrr en eftir
langan tíma, en héma fæst tæki-
færi til að íhuga margt og velta
ýmsu fyrir sér, raunvemleg áhrif
koma ekki í Ijós fyrr en síðar, þegar
hægt verður að virða þetta allt fyrir
sér í breiðara samhengi."
Hugsað um tréhest heitir bókin
með teikningunum eftir Nini og ég
spyr hana hvemig það nafn sé til
komið. Hún segir að nafnið sé eigin-
lega einkabrandari sem erfitt sé að
útskýra og vill sem minnst um bók-
ina tala. „Ef ég væri rithöfundur
eða Ijóðskald þá hefði ég skrifað
bók en ekki teiknað. Ég fæst við
myndlist og það er ekki hægt að
færa allt í orð sem séð verður út úr
myndum."
„Hvemig stóð á því að þér datt
í hug að gefa þessar teikningar út
í bók,“ spyr ég hana og hún segir
að það hafi byijað, eins og alltaf,
á mjög persónulegan hátt. „Það
byijaði eiginlega þannig að ég hafði
gert mikið af því að teikna myndir
af þessu tagi sem í bókinni em og
ákvað síðan að velja nokkrar úr,
binda þær saman og gefa vinkonu
minni. Ég hef margoft gert það að
gefa út bækur í einu eintaki og
gefa þær vinum og kunningjum en
að þessu sinni spurði þessi vinkona
mín af hveiju ég fjölfaldaði ekki
þessar teikningar og gæfi út bók.
Það varð síðan úr að gefa þessa
bók út í samvinnu við Jón Laxdal.
Að finna nafn á bókina kostaði að
vísu talsverða yfirlegu með vinum,
því ég vildi að titillinn yrði á ís-
lensku. Hann skiptir þó ekki öllu
máli,“ sagði Nini Tang að lokum.
GOLFÍÞRÓTTIN hefur átt vax-
andi vinsældum að fagna á und-
anf öraum árum. Karlar og konur
hafa í auknum mæli lagt stund
á íþróttina og margir jafnvel
skipulagt sumarfriin sin með
hliðsjón af golfáhuganum og
skundað til Skotlands á iðgræna
golfvelli þar í landi.
Akureyringar hafa ekki farið
varhluta af golfáhuganum, hér
hefur Golfklúbbur Akureyrar verið
starfandi í rúmlega 50 ár, stofnaður
árið 1935, og félagafjöldi farið
vaxandi með hveiju árinu sem liðið
hefur, sérstaklega í seinni tíð.
<a