Morgunblaðið - 05.07.1986, Síða 16

Morgunblaðið - 05.07.1986, Síða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ1986 Helgi Vilberg' við eitt af eigin málverkum. Morgunblaðið/Kristinn Akureyrarbær verður fyrst og fremst frægur aftistamönnum sínum - segirHelgi Vilberg, skólastjóri Myndlistarskólans Myndlistarskólinn á Akureyri á sér ekki langa sögu í árum talið, hins vegar á hann sér nokkurn aðdraganda og sá mað- ur sem hvað mest hefur komið við sögu hans er Helgi Vilberg, núverandi skólastjóri. Ungur fékk hann áhuga á myndlist, en á heimili hans fengust foreldrar hans talsvert við að mála myndir auk þess sem áhugi á töku ljós- mynda var nokkur. Snemma þótti sýnt að Helgi legði fyrir sig myndlist og árið 1969, að afloknu landsprófí, tók hann inn- tökupróf í Myndlista- og handíða- skólann í Reykjavík. Að loknu námi þar fluttist hann til Akureyrar, eða eins og hann segir sjálfur, þá stóð hugur hans alltaf til þess að verða myndlistarmaður á Akureyri. En hvemig stóð á því að hann fór ekki til annarra landa til frekara náms -> og í leit að fraegð og frama? „Það er ekki nema von að spurt sé að því,“ segir Helgi. „A þessum ámm var það mjög í tísku að fólk við myndlistamám færi til Norðurland- anna, sérstaklega Svíþjóðar, þá vildu menn vera svo meðvitaðir um sjálfa sig og umhverfí sitt að það kom varla annað til greina en að fara þangað. Það varð hins vegar síðar sem í tísku komst að fara til Hollands. Nú, ég stóð frammi fyrir því vandamáli hvað bæri að gera eftir að hafa náð þessum áfanga hér heima og ég ákvað að íhuga mafin í eitt ár í ró og næði, fara hingað til Akureyrar og mála, taldi að það gæti gefíst góður tími til að vinna úr því sem ég hafði Iært í skólanum í Reykjavík. Ég var hins vegar ekki fyrr kominn hingað norður en ég var kominn á kaf allskyns verkefni. Það var vorið 1973 sem ég útskrifaðist og um haustið stofnaði Myndlistarfélag Akureyrar Myndsmiðjuna í gamla Verslunarmannahúsinu við Gránu- félagsgötu, og ég vissi varla fyrr til en ég var kominn þar í skóla- nefnd. Þar með varð ekki auðveld- lega aftur snúið því við tóku heill- andi verkefni sem varð að vinna. Myndsmiðjan var síðan lögð niður fjórum árum seinna, og lágu til þess ýmsar ástæður. Leituðum við þá til Akureyrarbæjar um liðsinni og Sigurður Óli Brynjólfsson, sem þá var bæjarfulltrúi, var mjög vel- viljaður þessari starfsemi og sagði góðar líkur á að bæjarfélagið styddi starfsemina þegar hún yrði komin á nokkum rekspöl og Íjóst' væri að hún hefði mikla þýðingu fyrir bæj- arfélagið. Síðan tók ég við skóla- stjóm og hef séð um hana síðan.“ En nú hlýtur hugur þinn ætíð hafa staðið til þess að geta málað, hvemig fínnst þér að vinna að list- grein þinni hér á Akureyri? „Ég er Akureyringur og kann því vel að búa hér, enda fæddur og uppalinn héma. Snemma kunni ég þeirri hugmynd vel að verða starfandi myndlistarmaður á Akur- eyri. í mínum huga skiptir það mestu máli að hafa tíma og aðstöðu til að fást við listsköpun. Hvatning samfélagsins er auðvitað mikilsverð og það er mismunandi eftir gerð þess hve veglegan sess myndlistin skipar. Styrkurinn er ekki fyrst og fremst stærðin eða fjöldinn, heldur lífsmagnið, andinn sem með okkur býr. Eg hef ekki fundið annað en að listáhugi hér sé talsverður og bæjarbúar mjög jákvæðir í afstöðu sinni til lista, enda er áhugi fólks á þeim mikill hér á landi. Aðsóknin að skólanum ber þessu til dæmis gott vitni. Jafnframt því námi sem fram fer í skólanum á daginn þá stöndum við fyrir allskyns nám- skeiðum og þau eru sótt af fólki á öllum aldri sem komið er til þess að þroska hæfileika sína og víkka sjóndeildarhringinn." Hvernig er skilningi á menning- arstarfsemi varið hér á Akureyri? „Skilningur margra á gildi and- legrar starfsemi er æði oft tak- markaður, ég verð jafnvel var við óbeit sumra á frumlegri hugsun og list. En ég held að lifandi menning- arstarfsemi sé í raun hin síkvika sjálfstæðisbarátta þessarar þjóðar og listamenn undirstaða allrar menningac. Þjóðin þarf á öllu því að halda sem góðir menn á hverju sviði fá best afrekað. Sífellt nart og úlfúð gagnvart listrænni starf- semi í landinu kemur engum að gagni. „Hvað viðvíkur Akureyri þá verð- ur að efla menningarstarfsemi hér eins og frekast er kostur. Þetta verður að gera til að einhvers konar mótvægi myndist við höfuðborgar- svæðið. Nýkjörin bæjastjóm ætlar að leggja allt kapp á að efla at- - vinnustarfsemi hér og vinna áfram að því að hér rísi háskóli, eða há- skóladeildir, en það má ekki gleyma því að öflugt menningarlíf utan höfuðborgarsvæðisins er til þess fallið að fá fólk til að flytjast frá því og þangað sem öflug menning- arstarfsemi er. Þetta verður að hafa í huga sé það ætlunin að reyna að fá hingað menntað fólk, því það er einmitt það sem gerir mestar kröfur um menningarstarfsemi. Það er til dæmis þessu fólki sem oft er mjög umhugað um að krakk- amir þeirra geti komist í góða tón- listarskóla eða sótt námskeið í myndlist og ieiklist, svo eitthvað sé nefnt. Til þess að öflug starfsemi af þessu tagi rísi upp verða Akur- eyringar að vera fmmkvöðlar, þeir mega ekki bíða eftir því að þeim verði rétt allt upp í hendumar, þeir ættu að leggja metnað sinn í að skapa bæjarfélaginu sérstöðu á þessu sviði, Akureyri verður fyrst og fremst fræg af listamönnum sín- um. En til þess að hægt verði að vinna að framgangi einhverra mála verður einnig að koma til skilningur á listum og menningarmálum hjá bæjarfélaginu. 011 starfsemi af þessu tagi yrði einnig til að auka sjálfsvitund bæjarbúa og stuðla að framförum á öðrum sviðum." En með hvaða hætti verður þetta gert?“ „I menningarmálum verður bæj- arstjómin að afmarka einhverja stefnu og gera framkvæmdaáætlun með það í huga að skapa Akureyri sérstöðu að þessu leyti. Það myndi verka sem vítamínsprauta á alit bæjarlífíð, eins og það gerir alls staðar annars staðar. Það gæti jafnvel verið hagkvæmt fyrir fyrir- tæki á Akureyri að styrkja menn- ingarlíf hér með fjárframlögum. Ég er þess fullviss að þeim fjármunum sem varið yrði til eflingar lista- og menningarstarfsemi yrði vel varið og þeir myndu skila sér aftur margfalt." Þú tálaðir áðan um að það væri mikilvert fyrir listamann að hafa tíma og aðstöðu til að sinna sinni listsköpun en hvemig er aðstöðu myndlistarmanna háttað hér til að sýna verk sín? „Myndlistarmenn hér á Akureyri ,hafa haft aðstöðu til að sýna í Skemmunni og í Gamla Lundi. Aðstaðan sem boðið er upp á í þessum húsakynnum er mjög mis- munandi. í Skemmunni er nær eingöngu hægt að sýna mjög stórar myndir, þvi salarkynnin eru það stór, en í Gamla Lundi, sem hann Jón Gíslason keypti og innréttaði á skínandi skemmtilegan hátt, er nær einungis hægt að sýna litlar myndir og því má segja að það vanti tilfínn- anlega sýningarsal hér á stærð við kjallarann í Norræna húsinu, þar sem hægt er að setja upp sýningu á meðalstórum myndum. Slíkur salur myndi án efa hafa miklar breytingar í för með sér fyrir myndlistarunnendur á Akureyri. Hingað mætti fá fleiri sýningar og öll aðstaða til sýningarhalds myndi batna stórlega. Það er hins vegar augljóst mál að bæjaryfírvöld bæði hér og annars staðar hafa ekki nema úr takmörk- uðu fjármagni að spila og þau eru mörg málefnin sem veita þarf stuðning. Bæjaryfírvöld hér á Akureyri hafa hins vegar í mörg ár verið gagnrýnd fyrir framtaksleysi í menningarmálum en ég kýs að líta fremur björtum augum til framtíð- arinnar. Til stendur að stofna hér embætti menningarmálafulltrúa og ég trúi ekki öðru en að það leiði til aukins skilnings og stuðnings við listir og menningarstarfsemi. íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefur verið starfandi hér í mörg ár og starf hans hefur skilað miklum árangri og ég vona að hið sama muni gilda með tilkomu hins nýja embættis. Um leið og starfsemi þessa full- trúa fer að skila árangri, auk þes sem áhugi pg skilningur glæðist, þá er ég ekki í neinum vafa um að margir þeir sem héðan hafa flutt af einni eða annarri ástæðu muni vilja koma hingað aftur, og það mun vissulega gerast verði rétt að málumstaðið." Þú hefur starfað að myndlistar- kennslu í rúmlega tíu ár, eða nær óslitið síðan þú útskrifaðiðst, hvern- ig hefur þér fallið það? „Ég hef kunnað því vel og sjálfur haft að því mikið gagn. Það er kannski ekki rétt að tala um kennslu í þessu sambandi og ég kýs oft að tala einungis um miðlun, því hlutverk kennarans er fyrst og fremst að miðla þekkingu, lífs- reynslu og að skapa með nemendum listrænar kenndir, en síðan er það þeirra sjálfra að mynda sér eigin skoðanir á listum og aflvaka þeirra, lífínu."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.