Morgunblaðið - 02.08.1986, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1986 C 5
la, Landslag, 1986,280x280 sm.
komu. Hann fullyrðir einnig að ekki
sé til neitt sem heiti „norræn list“.
Einnig gerir Öystein Hjort mjög
greinargóða úttekt í sýningarskrá
á stöðu myndlistarmanna og list-
framleiðslu á Norðurlöndum í dag.
Náttúrutilbrigði
Listamennimir sem sýna eru afar
ólíkir og spannar list þeirra mjög
vítt svið. Þama má beija augum
allt á milli blæbrigðaríkra verka
Hreins Friðfínnssonar og kitch-
súrréallískra skurðgoðafígúra
Bjöm Nörgaards. Sum verkin
minna okkur á géometríska af-
straktlist, önnur á minimal list eða
tengsl við Fluxus og enn önnur á
áhrif frá amerískri list, Willem de
Kooning t.d. Það kemur glöggt
fram að samband norrænna lista-
manna við náttúmna er mjög sterkt
og frelsi einstakiingsins virðist mik-
ils metið.
Finnski listamaðurinn Jukka
Makelá sem tók þátt í Biennalinum
hér í París 1980 sýnir stór áferða-
mikil afstraktmálverk sem eru að
hans sögn „sjálfsprottin úti í náttúr-
unni og endurunnin á vinnustof-
unni“. Verk þessi varpa frá sér
norðlægri vetrarbirtu og minna á
ísaleysingar á vomm. Verk Sigurð-
ar, „Bústaður" og „Sterrenbeeld",
hafa einnig í sér fólginn sterkan
náttúmkraft og í skúlptúmm
norska myndhöggvarans Bárd Brei-
vik er djúp tilfinning fyrir náttúr-
unni, krafti hennar og veikleikum.
Við vitum að borgir þessara
landa em engar stórborgir á við
New York og París og hin óendan-
lega víðátta sem þar er ýtir undir
sterkari tengsl við náttúmna.
Leiftrandi installasjón
og myndsögnskáld
Ein ástæðan að baki margbreyti-
Helgi Þorgils Frifijónsson, Kona og hundur, 1984, dúkrísta
60x38,5 sm.
rd Breivik, Bogi, 1986,70x70x35 am.
Bard Breivik, Dualisme concret, 1986.
an, Réseau, 1985,336 skúlptúreiningar 6x6x6 sm.
leika sýningarinnar er sú að lista-
mennimir em á öllumm aldri, —
sumir komnir yfír fímmtugt og aðr-
ir tæplega þrítugir. Af listamönnum
yngri kynslóðarinar vakti sænska
listakonan Stina Ekman sérstaka
athygli mína. Hún fyllir lítinn sal
sem hún fékk til umráða litlum
marghymtum skúlptúreiningum
(60x60x60 mm) sem gerðar em úr
aluminíum, bronsi og balsamvið, og
festir þá með jöfnu millibili á vegg-
ina, en lætur jafnstóra múrsteina
hvíla á gólfinu. Salurinn verður eins
og stjörnubjartur himinn við þessa
installasjón, — leiftrandi af litlum
höggmyndum, þar sem hver eining
aðskilur sig frá annarri með ólíkri
formgerð.
Við hliðina á installasjón Stinu
Ekman hefur hinum persónulega
og kaldhæðnislega myndheimi
Helga Þorgils verið komið fyrir.
Hann sýnir 3 málverk, grafíkmynd-
ir og dúkristur. Helgi er sannkallað
myndsöguskáld sem nýtir þekkingu
sína á listasögunni af skvnsamlegu
viti til þess að koma hugmyndum
sínum á framfæri. Ævintýraheimur
hans virðist sakleysislega skondinn
á yfírborðinu en undirtónninn er
nístandi háð, hráslagalegur ein-
manaleiki, kynórar og fáránlegheit
tilverunnar.
Það er afar erfitt að sundur-
greina listaverkin þ.e.a.s. segja að
þetta verk sé eftir Svía, þetta ís-
lending o.s.frv. Enda hefur það
engan tilgang. Það sem skiptir aðal-
máli er hvað aðgreinir hvert verk
í sjálfu sér og hvemig hver lista-
maður kemur með sína eigin
útfærslu, sinn eigin tjáningarmáta,
— afstöðu hvers og eins til vanda-
mála myndlistarinnar, — hvemig
listamaðurinn vinnur úr efniviðn-
um, hvemig hann notfærir sér
arfleið sína og hvemig hann aðlag-
ast utanaðkomandi áhrifum.
Sameiginlega tekst þeim að vekja
með okkur tilfinningu um að ein-
hver sterkur kraftur sé að leysast
úr læðingi þama í norðurátt.
Það er einnig mikilvægt að taka
það fram að hér ríkir enginn sam-
keppnisandi. Öllum listamönnunum
er gert jafn hátt undir höfði og sá
sem myndskreytir kápu sýningar-
skrárinnar er sænskættaði popp-
listamaðurinn Claes Oldenburg sem
ekkert kemur nálægt sýningunni
að öðru leyti.
Ahugi Frakka á nor-
rænni list fer vaxandi
Ástæðan fyrir því að áhugi
Frakka á norrænni list hefur aukist
síðastliðin 2—3 ár er ef til vill sú
að þeir eru að átta sig á því að við
eigum eitthvað sameiginlegt. Þó að
Frakkland liggi ekki utan við mörk-
in, þá er samt einhver utangarðs-
mórall, einhver minnimáttarkennd
sem hefur heijað á myndlistar-
heiminn hér síðastliðin 10—15 ár.
Ungir franskir myndlistarmenn
hafa verið undir miklum áhrifum
frá nágrönnum sínum, Þjóðveijum
og Itölum og jafnvel Bandaríkja-
mönnum. En nú er þetta að breyt-
ast. Smám saman eru þeir að
enduruppgötva séreinkenni sín
svipað og þjóðirnar í norðrinu og
það virðist nægja til að tengja okk-
ur sterkum skilningsböndum.
Á skjön við tíðarandann
Það sem einkennir umfram allt
þessa sýningu er að hún er dálítið
á skjön við tíðarandann í listum
eins og hann er í dag. Styrkur henn-
ar er ekki í því fólginn að undir-
strika einhveija ákveðna stefnu,
hinn óstýrláta expressionisma til
dæmis, — bergmála tískustefnur
dagsins í dag, — heldur er hann
fólginn í því að sýna okkur 15 ólíka
myndlistarmenn hlið við hlið með
ólíkan bakgrunn, ólíkar listrænar
skoðanir og ólík vandamál. Verkin
eru i háum gæðaflokki, þó er eng-
inn einn framúrskarandi persónu-
leiki sem stendur þama öðrum
framar. Það má líkja heildaráhrif-
unum við 37,5 gráðu hita, (eða
37,2 eftir nýjustu mynd Jean Jacqu-
es Beineix) þar sem loftið verður
hvorki of kalt né of heitt, súrt né
of sætt og í því tilfelli má geta
þess að minni þjóðimar era oft
bragðmeiri en þær risavoxnu líkt
og ávextimir í aldingarðinum.
Höfundur er listfræðingur og býr
ÍParis.
iard, Venus apocalyptique, 1886 og allegórískar ffgúrur 1983—1986.
Verk Sigurfiar Guðmundssonar, Bústafiur 1983—86, Venus 1986, Svarta verkið 1986, Sterrenbeeld 1983—84.
í bakgrunnl er verk eftir Paul Osipow, stúdía fyrír O.W. 1986.