Morgunblaðið - 02.08.1986, Page 7

Morgunblaðið - 02.08.1986, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1986 C 7 Einar Guðmundsson skrifar frá Amsterdam Æ Islenskur kaldi og hollenzkt umburðarlyndi Amsterdam fór ekki varhluta af vetrinum í ár fremur en aðrar borgir í Evrópu; en vetumir eru annars yfirleitt mildir hér og í ár var veturinn alls ekki sá versti í manna minnum, sá kom í fyrravet- ur. Þessum rétt undan fama vetri fylgdi sannarlega viss þokki, sann- kallaður vetrarþokki; rigningar- og súldarloftið lét í minni pokann, síkin lögðust ís og fóik fór á skaut- um um þau í tæm og björtu lofti. Úti á landsbyggðinni klaeddist það meira að segja þjóðbúningum, eins og sjá mátti í sjónvarpsfréttatíma eitt kvöldið. Varðandi menningarmál, t.d. í febrúarmánuði, verður að segjast sem satt er, að mest bar á skauta- og öðmm íþróttafréttum í sjón- varpi og dagblöðum. Gott ef lista- mennimir vom bara ekki allir á skautum til að safna nauðsynlegu þreki til stóm afrekanna. Einn sannleik virðist mega segja um Hollendingana yfirleitt, að þeir em mikið útivemfólk að eðlisfari, gefn- ir fyrir holla líkamshreyfingu hvenær sem færi gefst. Því miður hafa þeir ekki fjöll til að ganga á, né heldur óspilita náttúm svo hlaupa verður upp á borgasíkin loksins þegar frýs almennilega á þeim. íbúar Amsterdam em skráðir 710.000, af 110 þjóðemum; alls em þó búsettar í landinu öllu tæp- lega fjórtán milljónir, samtals af 123 þjóðemum. Fjögur prósent íbúanna em útlendingar, hvar Tyrkir og Marokkómenn em þar af helmingur. í Amsterdam er einn sjöundi íbúanna af erlendu bergi brotinn. Það er einmitt þessi stað- reynd sem skapar visst litríki í borginni; súrínamamir leggja þar ekki svo lítið af mörkum. En hvort það er fyrir þetta bragð eða ann- að, þá er Amsterdam ólík öllu öðm í Hoilandi. Opinbera höfuðborgin heitir Den Haag, þar er stjómarað- setur og þar em sendiráð erlendra þjóða. En þar sem gefur augaleið að Hollendingar væm nánast and- litslaus þjóð án myndlistararfleifð- arinnar, þá gegnir Amsterdam í reynd höfuðborgarhlutverki sem miðdepill allrar menningarstarf- semi, og þar er einmitt að finna alþjóðlega andrúmsloftið sem er svo nauðsynlegur jarðvegur fyrir iistimar. Taiandi um litríki og tölulegar staðreyndir, þá verður ekki komizt framhjá þessu með útlendingana. Fallegasta, og að því er virðist hamingjusamasta fólkið í borginni er dökkt á hömnd; og það er hálf- gert bamahópafólk. Hollendingar sjálfír em fyrir löngu komnir út úr öllum stórfjölskylduhugleiðing- um, láta sér mest nægja hunda og ketti í staðinn fyrir böm. Barns- fæðingum hefur svo mjög fækkað meðal þjóðarinnar á síðustu áram, að hún kemur þar næst á eftir Vestur-Þjóðverjum, sem sjá fram á hreina fólksfækkun á komandi ámm. Þjóðfélagsfræðingar spá því, að upp úr næstu aldamótum stefni í sannkallað gamalmenna- þjóðfélag, verði ekkert að gert. Þama er kannski sársaukafullt vandamál að skjóta upp kollinum. Þjóðfélagsfræðingum virðist þó yfírsjást að taka með í reikninginn eina áþreifanlega staðreynd, sem em farandverkamenn í landinu, en þeir sjá um óþrifalegu störfín í menningarþjóðfélaginu jafnframt því að vera ekki hættir að sjá um viðhald lífsins. Fátæka fólkið sunnan úr lönd- um, sem hingað hefur komið í atvinnuleit, heldur að miklu leyti sínum siðum, og eignast afkvæmi. Þótt það sé lægst sett í þjóðfélag- inu hafa efnahagsleg kjör þess sennilega aldrei verið rýmri og því hefur það ekki fallið fyrir bams- leysistískunni; hins vegar hefur það orðið vídeóinu að bráð. En böm farandverkamannanna em sem sagt óvænta strikið í reikning- inn, þau samlagast þjóðfélaginu og eiga ekki heimkvæmt til átt- haga foreldranna — þau verða einfaldlega að Hollendingum. Kannski verða því Hollendingar litir á næstu öld, fallegir í lima- burði og enn mildari en þeir em nú, hver veit. En fyrst þarf víst að yfírstíga blöndunarerfiðleika, má gera ráð fyrir. 19. mars sl. var kosið í borgar- stjómir um land allt. Þá höfðu útlendingar í fyrsta sinn kosninga- rétt og kjörgengi. Skilyrði fyrir kosningarétti er fímm ára lögleg búseta í landinu og fullur 18 ára aldur, en kjörgengi miðast við bú- setuskilyrði og 21 ár. Vart er hægt að koma með betra dæmi um umburðarlyndi Hollendinga gagn- vart útlendingum en einmitt þessar nýgerðu breytingar á kosningalög- unum, sem reyndar tók sextán ár að öðlast gildi og ná ekki til þing- kosninga. Eiginlega er allt vaðandi í um- burðarlyndi á Amsterdam-svæð- inu, a.m.k. á yfírborðinu. Fólk er hér orðið svo vant að lifa lífínu, að það er löngu hætt að yppta öxlum yfír öllum þeim kringileg- heitum sem þrífast í heimsborgum — og það þótt A’dam sé nú ekki meira en vasaútgáfa af heimsborg. Um það hversu opnir og skiln- ingsríkir Amsterdammarar em í raun og vem, er kannski best að fullyrða sem minnst. Þeir virðast mjög láta sig varða mannréttinda- mál hvers konar, sérstaklegaþegar minnihlutahópar eiga í hlut. Mál- frelsi er í hávegum haft. Sé því haldið fram á prenti, að forsætis- ráðherrann muni vera klikkaður eða eitthvað þaðan af verra, þá er viðkomandi staðhæfingaraðila hvorki endilega stefnt fyrir rétt né stungið inn á geðveikrahæli, heldur allt eins sett nefnd á lagg- imar til að rannsaka réttmæti fullyrðingarinnar! Hollendingum er það sem sæl- gæti í munni að líta á sig sem umburðarlynda þjóð. Og stundum er að sjá eins og fólkið líði um götumar í sæluvímu og vingjam- legheitum, blístrandi lagstúfa og jafnvel syngjandi út af eintómu umburðarlyndi. Samt er sagt, að þeir viti nú betur sjálfír. Þegar til kastanna kemur fer minna fyrir umburðarlyndinu en ætla má, eink- um þegar hagsmunir rekast á, enda væri þá lítið annað að ræða en sofandahátt, og Hollendingar em ekki eins heimskir og belgískir brandarasmiðir vilja vera láta. Ein helzta skýringin á meintu umburðarlyndi þjóðarinnar er sögð vera sú, að allt er gert fyrir pen- inga; Hollendingar horfa framhjá ýmsu sem þeim mislíkar þegar um gróðavon er að ræða. Kaupmenn og diplómatar hafa aldalanga reynslu að baki í því að sníða af sér heimatilbúna hleypidóma til þess að koma ár sinni sem best fyrir borð. Umburðarlyndi er því kannski orð sem notað er um út- sjónarsemi. Af mörgum tegundum umburð- arlyndis er sennilega sú fyrirferð- armest sem undir yfírborðinu er og felst í því að vera skítsama, sérstaklega um vandamál annarra borgara, þegar þau blasa ekki beint við út um eigin gardínulausa stofuglugga. Gardínuleysi er eitt af sérkennum borgarinnar; íbúarn- ir telja sig ekkert hafa að fela. En þegar vissir fylgifískar menn- ingarinnar birtast upp við hús- dymar hjá fólki sjálfur, þrýtur allt langlundargeð. Vændi fer að mestu fram á ein- um stað í borginni, í námunda við aðaljámbrautarstöðina, þar sem heitir Rauða hverfíð. Þar halda sig einnig mikið heróínsjúklingar, sem sumir hveijir em svo illa á sig komnir að þeir hafa hreinlega steingleymt því að deyja. Segja má að vændið hafí áunnið sér hefð- bundinn sess þótt ekki eigi sér stoð í lögum; vændiskonumar mynda t.d. með sér stéttarfélag sem ann- ast réttinda- og hagsmunamál. Formleg samtök herófnista em ekki til, þeir standa þó í þeim mun flóknari undirheimasamböndum sem næstum ógerlegt hefur reynst að uppræta. Oflun Qár til eitur- kaupa fer sjaldnast fram án þess að ekki sé gripið til örþrifaráða. Segja má að andi gúmmífrelsis ríki í Rauða hverfínu. Lögreglan heldur að sér höndum og lætur ekki mikið til skarar skríða gegn smáfiskunum. Götuhreinsanir leysa ekki vandann; þær leiða frek- ar til þess að vandinn færir sig einungis um set og leitar út í aðr- ar götur. Af tvennum illum kostum vill A’dam heldur hafa svartan blett á afmörkuðu þekktu svæði, en út um alla borg. Bakatil við aðaljámbrautarstöð- ina er gata sem heitir De Ruyt- erkade. Þar em ekki bara konsúlöt íslands, Noregs og Danmerkur, heldur hefur vændið líka haldið innreið sína þangað með öllu sínu dópfylgdarliði. Heiðvirðir íbúar götunnar sætta sig illa við þetta ástand sem skapast hefur, og hafa því sagt upp hinu margfræga umburðarlyndi. Borgaryfirvöld hafa hins vegar ekki viljað grípa til skjótra róttækra lögregluað- gerða; þau telja sig sjá vandann í víðara samhengi og ætla að taka á honum samkvæmt því. Til að byija með hefur gatan verið lýst „dópvistgata" fram á næsta ár meðan verið er að leita lausna til að stöðva fyrirsjáanlegt flakk vandans. Haldinn var útimótmælafundur og gengu 14 íbúðar á fund danska ræðismannsins og sóttu um pólitfskt hæli í Danmörku — sem ekki var veitt en fyrir vikið komst þette einstaka mál í heimsblöðin. Á hveiju sem gengur í þjóð- félaginu rúllar lista- og menning- arlífið áfram sinn gang. Fyrir þá greinarhöfunda, sem yndi hafa því að teygja lopa er vissulega úr mörgu að moða í A’dam. Alltaf er eitthvað á seyði í listaheiminum. Ekkert lát er á viðburðum; einum manni er það gersamlega ómögu- legt að fylgjast með öllu því sem boðið er upp á. Framboðinu fylgir samt ekki alltaf fréttnæmi. Það hafa verið stuðlar og höfuðstafir, fastir liðir eins og venjulega — en fátt hefur skorið sig úr. Um flest í vetur má segja að fremur flokkað- ist það undir sýnilegt lífsmark heldur en hitt; myndi eins konar jarðveg fyrir stærri viðburði sem alltaf er eiginlega von á. Það er ekki af föðurlandsást, að mér verður efst í huga að nefna tvær einkasýningar Kristjáns Guð- mundssonar hér í vetur, svo mjög stungu þær í stúf við hversdags- leikann í galleríunum — með ánægjulegum hætti vel að merkja. K.G. var á sínum tíma búsettur í A’dam um tólf ára skeið og fékkst við myndlist. Nú var því um að ræða nokkurs konar „come-back", tvær einkasýningar opnaðar á sama degi — tvær ólíkar hliðar. Reyndar hefur hann þriðju hliðina að auki, en hún var skilin eftir í Reykjavík að þessu sinni. I Galerie A sýndi K.G. hug- myndir úr skissubókum, yfírfærðar á striga með Ijósmyndatækni. Þessi sýning var smærri í sniðum en sú sem opnaði tveimur tímum síðar hjá Val Gelder. Þar vom skúlptúrar, málverk og grafík á gólfi og veggjum. Flest verkin hafa verið sýnd á íslandi og má því ætla að landinn sé vel með á nótunum. Málverk af Dýrafírði öll- um þakti endilegan vegg — stækkun upp úr landakorti; að- spurður sagðist listamaðurinn ekki ætla að taka fyrir alla firðina umhverfís heimalandið. Vöku- staur, Blekfylling; E (Njálutilvitn- un: Eyjólfr hét maðr ...); Kaldi (fímmvindstigatákn úr veðurfræð- inni) — allt skúlptúrar úr jámi. Engu var líkara en íslenskur kuldahrollur færi um hollenska umburðarlyndið sem þama var mætt á staðinn. Veitingar sem vom á boðstólum unnu hugi og hjörtu sýningargesta — þannig er það víst á flestum opnunum hér. Hvort sem það var nú umburðar- lyndinu að þakka eða kenna, þá fóra þessar tvær sýningar afar friðsamlega fram. Öðm máli gegndi seinna um vorið um Sted- elijk Museum. Þar þurfti ofbeldið endilega að stinga sér nýverið nið- ur. Ráðist var á stærðar málverk (4x6 m) og það rist í sundur með hnífi. Verkið var eftir kunnan bandarískan listamann, minimal- ista, Bamett Newman, og titillinn var: Hver er hræddur við rautt, gult og blátt? Skemmdarvargurinn vildi meina að nóg væri komið að vitleysunni í listaheiminum. Þær em ekki alltaf þrautalausar hrær- ingamar í listaheiminum. En hvað ég vildi nú sagt hafa: Hvemig hin- ir ólíku hlutir hanga saman, er ekki með öllu átakalaust að reyna að botna í. Menningarlegar and- stæður em fyrir hendi sem em illsættanlegar. Undir þykkri skel samfélagsins blundar viðkvæm lund, og oft verður útsláttur með skrítnum formerkjum. Þegar vá- legt er um að litast á alþjóðavett- vangi, glittir oft í villimennskustig- ið á heimavelli. Tímamir em ekki með öllu einkennalausir. Líknar- dauðafmmvarpið bregður kannski ljósi á staðreynd er spannar langt út fyrir landamæri Hollands. Hvort verið er með eða á móti lífínu er spuming. Kannski láta menn sig bara hafa það af gamalgrónu um- burðarlyndi. Þeir hlutfallslega fáu sem standa að listum og menn- ingu, vita eðli málsins samkvæmt hvar þeir standa og leggja ekki svo lítið af mörkum til að bjarga andlit- um þjóðanna. KALDI; verk Kristjáns Guðmundssonar á sýningu í Amsterdam sfðastliðinn vetur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.