Morgunblaðið - 10.08.1986, Síða 29
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1986
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fróttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö.
Samningar lög-
reglumanna
Eftir að fulltrúar samninga-
nefnda ríkisins og Land-
sambands lögreglumanna
höfðu undirritað kjarasamning
sinn hinn 18. júlí síðastliðinn
gerði Kristján Thorlacíus, for-
maður Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja (BSRB), harða
árás á þá og stjórn BSRB sam-
þykkti ályktun þar sem sagði:
„Stjóm BSRB skorar á lög-
reglumenn og allt launafólk á
íslandi að vetjast með öllum
tiltækum ráðum ódulbúinni
árás íjármálaráðherra á gmnd-
vallarrétt launafólks til þess
að semja um kjör félagsmanna
sinna sem fijálsir menn.“ Bjöm
Amórsson, hagfræðingur
BSRB, ritaði grein í Morgun-
blaðið, þar sem hann riíjaði
upp, hve mikilvægu hlutverki
lögreglumenn hefðu gegnt í
verkfallsaðgerðum BSRB og
sagði meðal annars um þátt
þeirra í verkfallinu 1984:
„ . . . mótmæla- og stuðn-
ingsganga þeirra vakti athygli
langt út fyrir landsteinana -
fékk meðal annars umfjöllun í
BBC.“(!) O g hagfræðingur
BSRB sagði einnig: „Eg hefði
seint trúað — og trúi því reynd-
ar ekki fyrr en ég sé úrslit
atkvæðagreiðslunnar — að lög-
reglumenn ríði á vaðið að
afsala sér verkfallsrétti með
eigin undirskrift.“
Þessi ummæli sýna, svo að
ekki verður um villst, að í alls-
heijaratkvæðagreiðslu lög-
reglumanna um kjarasamning-
inn var ekki einungis tekist á
um laun lögreglumanna. For-
ysta BSRB lagði höfuðkapp á,
að samningurinn yrði felldur
vegna þess að með samningn-
um afsala lögreglumenn sér
verkfallsrétti. I samningum við
BSRB síðastliðinn vetur tóku
Þorsteinn Pálsson, Qármála-
ráðherra, og fulltrúar hans
fram, að samhliða því sem ein-
stök félög innan BSRB fengju
samningsrétt og þar með verk-
fallsrétt væri nauðsynlegt að
undanskilja ákveðna hópa í
öryggisþjónustu og heilsu-
gæslu verkfallsrétti. Þetta var
haft að leiðarljósi, þegar samið
var við lögreglumenn. Einar ■
Bjamason, formaður Land-
sambands lögreglumanna,
sagði, að vissulega væri það
neikvætt að missa verkfalls-
réttinn, en þess bæri að gæta,
að hann hefði í raun ekki verið
mikils virði í verkföllum BSRB,
þar eð lögreglumenn hefðu
ávallt verið skyldaðir til að
vinna. Auk þess stæði fyrir
dyrum aukaþing Landsam-
bands lögreglumanna í haust,
þar sem úrsögn úr BSRB yrði
til umræðu.
Niðurstaðan í atkvæða-
greiðslu lögreglumanna varð
sú, að meirihluti þeirra sam-
þykkti samninginn. Með hlið-
sjón af því, hve forystusveit
BSRB lagði mikið undir í and-
stöðu sinni við samninginn,
verða úrslit atkvæðagreiðsl-
unnar ekki túlkuð á annan veg
en sem áfall fyrir hana. Þegar
jafnframt er haft í huga, að í
desember síðastliðnum tapaði
forysta BSRB í baráttunni um
það, hvort kennarar yrðu
áfram í bandalaginu, er óhjá-
kvæmilegt annað en forystu-
menn BSRB líti í eigin barm
og hugi að málflutningi sínum
og baráttuaðferðum
Aðdragandi þess að lög-
reglumenn sömdu var langur
og strangur. I byijun apríl
höfðu 300 lögreglumenn, eða
rösklega helmingur lögreglu-
þjóna landsins, sagt upp störf-
um. Þeir kröfðust hærri launa,
lögðu áherslu á, að á fámennis-
stöðum væru menn ekki einir
að störfum og fóru fram á, að
menntun ekki síst símenntun
yrði aukin og bætt. Dómsmála-
ráðherra neytti lagaheimildar
til að framlengja uppsagnar-
frestinn úr þremur mánuðum
í sex. Samningurinn frá 18.
júlí og samþykkt hans í alls-
heijaratkvæðagreiðslunni
bindur enda á þá óvissu, sem
uppsagnimar höfðu í för með
sér.
Þegar viðhorf íslendinga til
einstakra stofnana í landinu
var kannað, kom í ljós, að lög-
reglan naut hvað mestrar
virðingar. Þess er ekki að
vænta, að það álit breytist,
eftir að lögreglumenn hafa
ákveðið að afsala sér verkfalls-
rétti og samþykkja nýgerða
samninga um kaup og kjör.
Þvert á móti má ætla, að þorri
þjóðarinnar fagni því, að lög-
reglan verði ekki oftar aðili að
þeirri orrahríð, sem einkennt
hefur verkfallsbaráttu opin-
berra starfsmanna í þau tvö
skipti, sem þeir hafa barist
með þessu vopni síðan Aiþingi
afhenti þeim það fyrir áratug.
Stundum er orð á því haft,
að á Skeiðarársandi megi
sjá flest það, sem einkenn-
ir íslenzka náttúru öðru
fremur, jökla, sanda, fjöll
og fljót, bæði jökulfljót og
bergvatnsár og blómlegar
sveitir beggja vegna sandanna. Fegurð
landsins er óvíða jafn mikil og einmitt á
þessu svæði. Þar má líka sjá skóga, sem
hafa dafnað vel í nágrenni við jökulinn.
Bæjarstaðaskógur við Skaftafell er al-
þekktur og mikill fjöldi ferðamanna gengur
um hann á hveiju sumri en færri þekkja
Núpsstaðarskóg og ferðir þangað fátíðar
miðað við það, sem gerist annars staðar.
Núpsstaðarskógur er vestan við Skeið-
aráijökul í hlíðum Eystrafjalls, ótrúlega
mikill og blómlegur skógur, sem hefur
fengið að vera í friði að mestu fyrir ágangi
sauðfjár eða of miklum mannaferðum og
árangurinn hefur ekki látið á sér standa.
Þeim mun skemmtilegra er að koma á
þessar fáfömu slóðir. Þegar komið er að
Lómagnúp að vestan er ekki ekið yfír
brúna yfir Núpsvötn, heldur beygt til
vinstri og ekið eftir varnargörðum, sem
liggja að Núpsvötnum. Síðan verður leiðin
bæði torsótt og villugjöm vegna margra
vegaslóða, sem þama liggja, eins og ferða-
félagar höfundar Reykjavíkurbréfs komust
að raun um, þegar reynt var að finna
færa leið yfír Núpsá og Súlu, sem fara
þarf yfir á allmörgum stöðum til þess að
komast inn í Skóga. Ámar em að því leyti
til auðveldar yfirferðar, þegar vöð hafa
verið fundin, að botninn er grýttur og
þess vegna ekki mikil hætta á að farartæk-
in festist í sandbleytu eða mjúkum botni.
Hins vegar er býsna mikið vatn í ánum
sums staðar en þó fer það eftir því á hvaða
tíma dags er farið yfir þær og bezt að
gera það fyrri hluta dagsins.
Þegar hins vegar komið er yfir ámar,
sem ekki verður gert nema á jeppum eða
öðmm slíkum farartækjum, má segja að
beinn og breiður vegur liggi inn í Skóga.
Þar er auðvelt að finna skemmtileg tjald-
stæði og gott að vera. Gönguleiðir em
fjölmargar í næsta nágrenni, bæði stuttar
og langar. Ágæt grein eftir Sigurð Sigurð-
arson, um Núpsstaðarskóg, sem birtist hér
í Morgunblaðinu hinn 4. júní sl. reyndist
góður föranautur á slíkum gönguferðum.
Fyrr á öldinni var nokkuð algengt að
farið væri í skemmtiferðir í Núpsstaðar-
skóg úr nærliggjandi sveitum. I árbók
Ferðafélags íslands, sem út kom 1983 og
fjallar um Vestur-Skaftafellssýslu austan
Skaftár og Kúðafljóts segir svo um þær
ferðir: „Á þriðja tug aldarinnar var nokkuð
um það, að farið væri í skemmtiferðir einu
sinni á sumri. Var þetta nefnt að fara í
smalareið og hygg ég að sá siður hafi
lengst haldist í Fljótshverfí og á Síðu.
Ungmennafélögin í þessum sveitum vom
driffjöðrin í þessum ferðum, sem stundum
snemst upp í hreina náttúmskoðun. Einna
algengast var þá að fara inn í Núpsstaðar-
skóga."
Sú var tíðin, að Núpsstaðarskógur var
nýttur að einhveiju leyti. Sagt er frá því
í fyrmefndri árbók frá 1983, að skógarvið-
ur til eldsneytis hafí verið sóttur í skógana
úr Fljótshverfi og að stundum hafí skógar-
böggum verið fleytt niður Núpsvötn. Þeir
hafí þá verið bundnir með vír og hirtir á
eymnum suður við Núpshlíð. Ferðalangar
á þessum slóðum um miðjan júlímánuð
komust að raun um, að aðrar nytjar mátti
hafa þama. Það kom sem sé í ljós, að
töluvert var af silungi í Núpsá, svo að
hægt hefði verið að lifa af landinu og
gæðum þess!
Útsýni af Eystrafjalli, sem stendur milli
Núpsstaðarskóga og Skeiðaráijökuls, til
Lómagnúps, yfír sandana og vötnin og í
austur til Súlutinda og Skeiðaráijökuls er
stórbrotið. Greiðfært er að Súlutindum en
ganga að Grænalóni, sem er stærsta jökul-
lón á Island og eitt af þeim stærstu í
veröldinni er sjálfsagt býsna löng. Nátt-
úmfegurð er einstök, þegar gengið er um
skóglendið inn að Kálfsklifi og fossunum
tveimur, Núpsárfossi og Hvítárfossi. Þar
er raunar farartálmi á ieiðinni og hefur
myndarlegri keðju verið komið fyrir til
þess að auðvelda ferðamönnum áfram-
haldið. Ungum ferðafélaga reyndist það
létt verk að klifra upp eftir keðjunni, en
ekki er víst, að það sé á allra færi.
Þeir, sem á annað borð hafa ánægju
af ferðum um íslenzk öræfi ættu að huga
að ferð um Núpsstaðarskóg. En ekki getur
höfundur Reykjavíkurbréfs tekið undir þá
skoðun Sigurðar Sigurðarsonar í fyrr-
nefndri grein hér í blaðinu að auðvelda
eigi ferðir á þessar slóðir með því að fljúga
þangað með ferðamenn. Þá yrði lítið úr
töfmm óbyggðanna ef skipulagður ferða-
mannaiðnaður legði þær undir sig.
Lakagígar
Þegar farið er um Vestur-Skaftafells-
sýslu er ástæða til fyrir ferðalanga að
leggja leið sína inn í Lakagíga. Þangað
er greiðfær leið nánast alla leið. Vegurinn
frá þjóðveginum og inn að gígunum er
mjög góður og fær öllum bílum. Nokkrar
ár em á leiðinni en lítið vatn er í þeim
og botninn traustur. Landið er ákaflega
fallegt á köflum á þessari leið, að ekki sé
talað um Lakagíga sjálfa, þegar komið er
á áfangastað. Gera má ráð fyrir að það
taki um einn til einn og hálfan tíma að
aka frá þjóðvegi inn í Laka.
Á leiðinni inn í Laka er komið að gömlu
eyðibýli, sem nefnist Eintúnaháls. Bæjar-
stæði er þar sérstaklega fallegt. Þar standa
upp timburkofar en auk þess mikið af
húsatóftum og vel má sjá hvað heimreiðin
að þessu býli hefur verið myndarleg. Ár-
bók Ferðafélagsins segir um Eintúnaháls:
„Þar var búið frá því á fyrri hluta 19.
aldar til 1934. Stundum var þar tvíbýli.
Bærinn stóð í um 220 m hæð yfir sjó og
því ekki ýkja miklu hærra en Holt og
Heiðarsel . . . Oft var Eintúnaháls at-
hvarf þreyttra afréttarmanna, sem lent
höfðu í stormum og stórrigningum við
smölun að hausti. Bar ósjaldan við að gist
væri í Hálsinum eins og jafnan var sagt
en gestrisni íbúanna var takmarkalaus."
Fyrir mörgum ámm heyrði höfundur
Reykjavíkurbréfs aldraða konu lýsa æsku
sinni í Eintúnahálsi. Þótt ekki væri mikill
matur öllum stundum var bömum bannað
að tína ber og borða þau. Ástæðan var
sú, að fólk taldi berin eitmð. Slíkur var
óttinn við afleiðingar Skaftáreldanna um
eitt hundrað ámm áður.
Raunar þarf engum að koma á óvart
þótt ótti við afleiðingar þeirra miklu elds-
umbrota hafi lifað með þjóðinni og þá
ekki sízt Vestur-Skaftfellingum langt fram
á síðustu öld. Á þeim ámm er talið að um
20% þjóðarinnar hafí látizt vegna hungurs
og margvíslegra kvilla. Þá er talið að rúm-
lega helmingur af nautgripum landsmanna
hafí fallið, rúmlega 80% af öllu sauðfé og
tæplega 80% af öllum hrossum. Við
nútímamenn skynjum tæpastþað gífurlega
áfall, sem þjóðin varð þama fyrir.
En þegar komið er í Lakagíga er auð-
velt að víkja þessum hugsunum frá sér.
Slík er náttúmfegurð á þeim slóðum. Þeg-
ar komið var þar um miðjan júlí var jörð
enn mjög blaut og síðasti spölurinn að
Laka raunar ófær vegna snjóskafla, sem
þar vom á nokkmm stöðum. En ungt fólk,
sem þarna var á ferð, lét það ekki á sig
fá og braut sér leið í gegnum þær hindran-
ir. Var fróðlegt að fylgjast með því, hvemig
æskan lærir að takast á við þau vanda-
mál, sem fylgja ferðum um óbyggðir og
sigrast á þeim.
Hvort sem gengið er á Laka eða nær-
liggjandi gíga er útsýni mikið í allar áttir,
austur til Vatnajökuls, að Langasjó og
vestur um svo að m.a. mátti sjá Reynis-
fjall við Vík í Mýrdal. Lakagígamir sjálfír
em svo sérstök náttúmfyrirbæri.
Á leiðinni inn í Lakagíga er m.a. farið
yfír Geirlandsá. Með því að fara örstuttan
spöl út af veginum er hægt að komast að
Fagrafossi í Geirlandsá, sem er áreiðan-
lega einhver fegursti foss á landinu.
Skattar
Á þessu sumri hafa orðið meiri umræð-
ur um skattamál en í allmörg ár áður. Þar
skiptir mjög í tvö hom. í viðtölum, sem
blaðamaður' Morgunblaðsins tók við
nokkra skattgreiðendur á fömum vegi kom
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1986
29
í ljós, að um helmingur var fyllilega sáttur
við skattgreiðslur sínar en hinn helmingur-
inn mjög óánægður. Af almennu umtali
fólks má ráða, að það em ekki einungis
svonefndir hátekjumenn, sem greiða
þunga skatta á þessu ári heldur nær sú
þunga greiðslubyrði til fólks, sem að flestra
mati telst hafa meðaltekjur.
Að einhveiju leyti emm við hér að kljást
við þá miklu breytingu í efnahags- og fjár-
málum, sem verður, þegar verðbólgan
lækkar á skömmum tíma úr 130% í
10-20%. Kannski hafa menn ekki gætt
nægilega vel að sér í þeim efnum. En að
öðm leyti er ljóst, að ein af ástæðunum
fyrir þungri skattbyrði hluta skattgreið-
enda er sú, að skattvísitalan var ekki
ákveðin í samræmi við raunveralegar
launabreytingar milli ára. Ástæðulaust er
að eyða mörgum orðum að þeim mismun-
andi skoðunum, sem fram hafa komið í
því sambandi. Þjóðhagsstofnun vanmat
þessar launabreytingar, þegar skattvísital-
an var ákveðin. Hins vegar sendi hún frá
sér upplýsingar, sem vom nær lagi í apríl.
Menn em sammála um, að þá hafí verið
hægt frá tæknilegu sjónarmiði að breyta
skattvísitölunni en íjármálaráðherra taldi
pólitískar forsendur ekki vera fyrir hendi
til þess.
Nú má auðvitað deila um það, hvort
þetta mat ráðherrans hafí verið rétt, en
afleiðingin af þeirri ákvörðun er hins veg-
ar þessi: í íjölmörgum fyrirtækjum er nú
þegar byijaður mikill þrýstingur á stjóm-
endur um launahækkanir langt umfram
þær launabreytingar, sem um var samið
í kjarasamningum fyrr á þessu ári. Að
einhveiju leyt.i má kannski rekja þennan
þrýsting til þess, að augljóslega hefíir ver-
ið launaskrið á ferðinni í ár hjá opinbemm
aðilum, en aðal ástæðan er sú, að fjölmarg-
ir launþegar greiða svo mikinn hluta launa
sinna í skatt síðari hluta ársins að þeir
eiga ekki fyrir nauðsynjum. Það er heldur
ótrúlegt, að atvinnurekendur geti staðið
gegn þessum þrýstingi mjög lengi. Þess
vegna er hættan sú, að launastefnan og
um leið efnahagsstefnan, sem mörkuð var
með kjarasamningunum fyrr á þessu ári
brotni niður með haustinu vegna þess,
hvað skattar koma þungt niður á sumum
þjóðfélagshópum. Slíkar launahækkanir
leita svo óhjákvæmilega út í verðlagið þar
sem afkoma fyrirtækja hefur verið mjög
misjöfn. Þau hafa nú þegar haldið að sér
höndum lengi með verðhækkanir, þrátt
fyrir meiri kostnaðarhækkanir en ætlað
var fyrr á þessu ári m.a. vegna breytinga
milli erlendra gjaldmiðla innbyrðis, sem
koma fram hér með margvíslegum hætti.
Verði niðurstaðan hins vegar sú, að launa-
hækkanir af þessu tagi leiði út í verðlagið
er augljós hætta á því, að verðbólguskrið-
an fari af stað á ný.
Ef þróunin verður á þennan veg hefur
það mat íjármálaráðherra sl. vor, að ekki
væm pólitískar forsendur fyrir hendi til
þess að breyta skattvísitölu orðið til þess
að auka mjög þrýsting á launa- og efna-
hagsstefnu ríkisstjómarinnar, svo að vægt
sé til orða tekið.
Skattamál em viðkvæmari en flest önn-
ur. Miklu skiptir, að skattgreiðendur telji,
að sanngimi ráði ferðinni. Þeir mega held-
ur ekki fá það á tilfinninguna, að árangur
í baráttu gegn verðbólgunni skili sér í
hærri sköttum og þyngri skattbyrði! Þá
er hætt við að skattgreiðendur telji þessa
baráttu ekki mikils virði. Ábendingar lágu
fyrir, um meiri launabreytingar en skatt-
vísitala gerði ráð fyrir það snemma, að
hægt hefði verið að breyta vísitölunni og
létta þannig skattgreiðslur nokkuð. Þess
vegna munu margir skattgreiðendur telja,
að fyllstu sanngimi hafí ekki gætt við
skattlagningu að þessu sinni.
Hvalir
Eins og hvalamálið hefur þróast era á
því býsna margar hliðar. Ein er sú, sem
snýr að hvalveiðunum sjálfum. Skoðanir
em áreiðanlega mjög skiptar um það, hvort
yfirleitt beri að veiða hvali eða ekki. Eftir
því, sem meiri upplýsingar hafa komið
fram um lifnaðarhætti þessara dýra hefur
samúð fólks með þeim vaxið og almenn
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 9. ágúst *
Ljósmynd/Haraldur Hjaltason
Hvítárfoss til vinstrí og Núpsárfoss til hægri. Þegar faríð er í Núpsstaðarskóg eru þessir fossar meðal þess, sem fyrír augu ber, þótt nokkrum erfið-
leikum sé bundið að komast að þeim.
andstaða við hvalveiðar er sjálfsagt mjög
mikil bæði hér og erlendis, og þá ekki sízt
erlendis, þar sem almenningsálitið hefur
snúizt gegn hvalveiðum að langmestu
leyti. Segja má, að Alþingi hafí tekið af
skarið í þessum efnum með samþykkt sinni
frá 2. febrúar 1982, þar sem fallizt var á
að hætta hvalveiðum í atvinnuskyni.
Hins vegar var ákveðið að í kjölfar þess,
yrðu teknar upp hvalveiðar í vísindaskyni
í samræmi við samþykktir Alþjóða hval-
veiðiráðsins. Deilt hefur verið um það,
hvort við íslendingar væmm að fara í
kringum samþykktir ráðsins með ákvörðun
okkar um að veiða 200 hvali. í forystu-
grein Moergunblaðsins fyrir ári sagði svo
um þennan þátt málsins: „Ályktun Al-
þingis frá 2. febrúar 1983 er stuðningur
við vemdun hvala. Náttúmvemdarráð hef-
ur dregið í efa, að nauðsynlegt sé að veiða
200 hvali vegna rannsókna. Ýmsar þær
tegundir, sem ætlunin er að veiða hér, svo
sem steypireyður og hrefna em friðaðar.
I þessu máli eins og öðmm verða embætt-
ismenn að lúta samþykkt Alþingis. Við
megum alls ekki gefa höggstað á okkur
með því að fara í kringum þær samþykkt-
ir, sem leyfa vísindalegar hvalveiðar. Það
gæti stefnt miklum hagsmunum svo sem
á Bandaríkjamarkaði í hættu fyrir minni
hagsmuni; engri þjóð, sízt af öllu smáþjóð,
líðst það að byggja stefnu sína og ákvarð-
anir á tvöföldu siðgæði."
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð-
herra hefur verið helzti talsmaður ríkis-
stjómarinnar í hvalamálinu og tekið þær
ákvarðanir, sem máli skipta. Hann hefur
verið eindreginn talsmaður þess, að
ákvörðun okkar um að veiða 200 hvali
væri í samræmi við alþjóðlegar samþykkt-
ir. Ráðherrann lýsti niðurstöðum síðasta
fundar Alþjóða hvalveiðiráðsins, sem sigri
fyrir okkur íslendinga. Nú liggur það fyr-
ir, eftir viðskipti íslenzkra stjórnvalda og
bandarískra, að túlkun íslenzku ríkisstjóm-
arinnar á þeim samþykktum hefur orðið
að lúta í lægra haldi að vemlegu leyti
fyrir túlkun bandarísku ríkisstjómarinnar,
þótt Halldóri Ásgrímssyni og samstarfs-
mönnum hans hafi tekizt að koma í veg
fyrir, að sjónarmið Bandaríkjastjórnar
yrðu ráðandi að öllu leyti. Aðvörunarorð
forystugreinar Morgunblaðsins frá þvi fyr-
ir ári sýnast því ekki hafa verið ástæðu-
laus.
Þriðji þáttur þessa máls er sá, sem snýr
að viðskiptum íslenzku ríkisstjómarinnar
og Hvals hf. vegna vísindalegu veiðanna.
Hingað til hafa menn staðið í þeirri trú,
að Hvalur hf. mundi njóta hagnaðarins,
ef einhver yrði af þessum veiðum en bera
tapið ef um slíkt yrði að ræða. Nú hefur
Halldór Ásgrímsson upplýst, að hann telji
ekki óeðlilegt, að íslenzka ríkið beri hér
einhvem kostnað. Þetta er óskiljanleg af-
staða. Það er nóg komið að því, að
skattgreiðendur, beri kostnað af nánast
hveiju sem er. Nóg er nú samt, þótt þeir
eigi ekki líka að niðurgreiða hvalkjöt í
refafóður! Hvalur hf. er ekki fyrirtæki, sem
er á heljarþröm, heldur þvert á móti öflugt
einkafyrirtæki. Það á að vera metnaðar-
mál forráðamanna Hvals hf. að bera sjálfír
kostnað, ef hann verður að lokum af þeim
veiðum, sem nú em stundaðar. Þeir eiga
ekki að hlaupa undir pilsfald ríkisstjómar-
innar. Hvalur hf. hefur ómældan hag af
því einu að geta haldið skipum úti og starf-
rækt verksmiðju sína á sumri hveiju.
Fjórði þáttur hvalamálsins er svo máls-
meðferð ríkisstjómarinnar gagnvart
Bandaríkjastjóm. Svo að talað sé tæpi-
tungulaust hefur bandaríska ríkisstjómin
þvingað íslenzku ríkisstjómina til þess að
fallast á niðurstöðu, sem gengur gegn
fyrri ákvörðunum ríkisstjómarinnar og
túlkunum hennar á samþykktum Alþjóða
hvalveiðiráðsins. Yfirlýsingar íslenzkra
ráðamanna um ánægjulega lausn hvala-
málsins breyta hér engu um. Bréfaskriftir
Matthíasar Á. Mathiesen, utanríkisráð-
herra til Schultz breyta hér engu um. Sú
yfirlýsing Eyjólfs Konráðs Jónssonar, for-
manns utanríkismáianefndar í Morgun-
blaðinu í gær, að „þessi lausn sé til
frambúðar og er að gera mér vonir um,
að við íslendingar fáum að veiða hval
nokkurn veginn óáreittir, kannski einir
þjóða, vegna þess að við höfum haldið
rétt á málum" er í hæsta máta óraunsæ
og fær vart staðizt. Bandarísk stjórnvöld
og aðrir munu halda áfram að beijast fyr-
ir því gagnvart okkur á vettvangi Alþjóða
hvalveiðiráðsins að setja hvalveiðum í
vísindaskyni svo þröngar skorður, að for-
sendur fyrir þeim kunni að bresta hér á
landi.
Úr því, sem komið var hefði ríkis-
stjómin átt að láta á það reyna, hvort
viðskiptaráðuneytið í Washington sendi
staðfestingarkæm til forsetans og hver
viðbrögð hans yrðu. Full ástæða er til að
ætla, að forseta Bandaríkjanna hefði ekki
komið til hugar að beita okkur íslendinga
viðskiptaþvingunum. Að þeirri niðurstöðu
fenginni hefði þessu máli verið lokið af
hálfu Bandaríkjamanna en nú er því að-
eins lokið á þessu sumri. Það er svo önnur
saga, að margir íslendingar munu hugsa
sitt um afskipti bandarískra stjómvalda
af þessu máli. Þau em í engu samræmi
við samskipti þessara tveggja þjóða síðustu
áratugi. En það em auðvitað fáránleg sjón-
armið, sem forstjóri Hvals hf. hefur viðrað
opinberlega, að það sé markviss stefna
Bandaríkjastjórnar að koma okkur á kald-
an klaka.
Þótt hvalamálið hafí margar hliðar snýr
það þó fyrst og fremst að okkur sjálfum.
Við hljótum að gera upp við okkur hvem-
ig við gætum bezt hagsmuna þjóðarinnar
og hvað við treystum okkur til þess að
ganga langt gegn almenningsálitinu í hin-
um vestræna heimi. Við hljótum líka að
halda reisn okkar í samskiptum við aðrar
þjóðir.
„Að einhverju
leyti má kannski
rekja þennan
þrýsting til þess,
að augljóslega
hefur verið launa-
skrið á ferðinni í
ár hjá opinberum
aðilum, en aðal
ástæðan er sú, að
fjölmargir laun-
þegar greiða svo
mikinn hluta
launa sinna í skatt
síðari hluta ársins
að þeir eiga ekki
fyrir nauðsynjum/