Morgunblaðið - 10.08.1986, Side 42

Morgunblaðið - 10.08.1986, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1986 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Verslunarstörf Óskum að ráða dugmikið og áhugasamt starfsfólk til framtíðarstarfa. Afgreiðslustörf í verslun okkar Skeifunni 15. Á kassa. Önnur afgreiðslustörf. Um er að ræða bæði heilsdags- og hálfs- dagsstarf. Við leitum að fólki sem hefur góða og ör- ugga framkomu og á auðvelt með að veita viðskiptavinum okkar sem besta þjónustu. Störf á fata- og smávörulager Skeifunni 15. Verðmerkingar og fleira. Við leitum að fólki sem er vant nákvæmum vinnubrögðum og getur unnið frá kl. 8.00- 16.30 og lengur ef þörf krefur. Æskilegt er að væntanlegir umsækjendur séu á aldrinum 18-45 ára og geti hafið störf hið allra fyrsta. Nánari upplýsingar gefur starfsmannastjóri (ekki í síma) mánudag og þriðjudag frá kl. 16.00-18.00. Umsóknareyðublöð liggja frammi á staðnum. HAGKAUP Skeifunni 15.— Starfsmannahald. BORGARSPÍTALINN LAUSAR STÖDUR . Starfsfólk vantar í býtibúr og ræstingu. Upplýsingar hjá ræstingarstjóra í síma 696516 milli kl. 10.30 og 11.30. Borgarspítalinn auglýsir eftir húsnæði, 2-3 herbergja íbúðir, fyrir hjúkrunarfræðinga sem starfa við Borgarspítalann. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra, í síma 696600 — 351. Hússtjórnarkennari óskast til starfa við sér- fæðideild Borgarspítalans. Upplýsingar gefur yfir-sjúkrafæðissérfræðingur í síma 696600 - 597 milli kl. 10.00-12.00 fh. Reykjavík 7. ágúst 1986. Borgarspítalinn. Aðstoðarmaður í Þjóðskjalasafni er laus til umsóknar staða aðstoðarmanns á lestrarsal safnsins. Góð almenn menntun áskilin. Umsóknir sem greina frá menntun og fyrri störfum berist Þjóðskjalasafni íslands fyrir 20. ágúst. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Reykjavík 7. ágúst 1986, Þjóðskjalavörður. Blaðamaður SAM-útgáfan óskar eftir að ráða vana blaða- menn að tímaritum útgáfunnar, Samúel og Hús & híbýli. Óskað er eftir hugmyndaríkum og duglegum blaðamönnum sem eiga gott með að starfa sjálfstætt. Nánari upplýsingar eru veittar á ritstjórn, sími 83122, út þessa vika. CAM ÚTGÁFAN HAALEITISBRAUT 1 • 105 REYKJAVlK • SlMI 83122 JL ^ Lögfræðingar — laganemar Staða lögfræðings við lána- og innheimtu- stofnun í Reykjavík er hér með auglýst laus til umsóknar. Starfið býður upp á fjölþætta og dýrmæta reynslu fyrir áhugasamt fólk. í boði eru góð byrjunarlaun. Hugsanlegt er, að starfið geti verið hlutastarf til að byrja með. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast lagðar inn á augldeild Mbl. fyrir 18. ágúst nk. merktar: „Lögfræði - 5681“. Atvinnuleit fyrir fatlaða Kópavogsbær og Hafnarfjarðarbær auglýsa laust til umsóknar starf við atvinnuleit og vinnumiðlun fyrir fatlaða. Um er að ræða fullt starf frá 1. sept. til 31. des. með hugsan- legri framhaldsráðningu. Starfssvið er auk beinnar milligöngu við ráðn- ingu öryrkja á almennan vinnumarkað m.a. það að gera sér grein fyrir þeim úrræðum sem til þurfa að koma í atvinnumálum þessa hóps í sveitarfélögunum. Leitað er eftir manni með félagslega mennt- un og/eða reynslu, svo og þekkingu á atvinnulífi og atvinnutækifærum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist Svæðisstjórn Reykjanes- svæðis málefna fatlaðra eigi síðar en 25. ágúst 1986. Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar, Strandgötu 6, 220 Hafnarfirði. Félagsmálastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12, 200 Kópavogi. Svæðisstjórn Reykjanessvæðis málefna fatlaðra, Lyngási 11, 210Garðabæ. Gluggasmiðjan óskar að ráða eftirtalda starfsmenn nú þegar. Trésmiði — laghentir menn Okkur vantar menn vana verkstæðisvinnu á trésmíðaverkstæði okkar við framleiðslu á gluggum og hurðum. Bílasmiðir — blikksmiðir í álverksmiðju okkar óskum við að ráða iðn- aðarmenn við smíði á álgluggum og hurðum. Trésmiðir Okkur vantar einnig trésmiði til uppsetningar á álgluggum. Gluggasmiðjan, Síðumúla 20. Ræstingarvinna/ hlutastarf Ung kona óskar eftir ræstingarvinnu eða hlutastarfi. Uppl. í síma 79435 eða 74336. Barnaverndarráð íslands vill ráða í stöður sálfræðings og félagsráð- gjafa. Annað starfið getur verið hlutastarf. Báðar stöðurnar fela í sér rannsóknir í barna- verndar- og forsjármálum, ráðgjöf við barnaverndarnefndir og fræðslu. Umsóknir skulu sendar á skrifstofu Barna- verndarráðs að Laugavegi 36 fyrir 1. september nk. Nánari upplýsingar á skrifstofu ráðsins og í síma þess 11795 og 621588. Saumastofa Við sjáum nú fram á mikla aukningu á verk- efnum. Þess vegna getum við bætt við starfsfólki í saumaskap á saumastofu okkar á Höfðabakka 9. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf fljótlega en þó erum við tilbúin til að bíða eftir góðu fólki. Tekjumöguleikar eru góðir fyrir duglegt og áhugasamt fólk. Nánari upplýsingar gefur starfsmannastjóri (ekki í síma) mánudag og þriðjudag frá kl. 16.00 til 18.00. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá starfs- mannahaldi, Skeifunni 15. HAGKAUP Skeifunni 15.— Starfsmannahald. Óskum að ráða fólk til eftirtalinna starfa: 1) Stúlkur á bræðsluvélar í regnfatadeild á Skúlagötu 51. (Strætisvagnamiðstöð á Hlemmi er steinsnar frá vinnustað). 2) Stúlkur til starfa í vettlingadeild í Súða- vogi 44-48. (Tilvalið fyrir Lauga- og Kleppholtsbúa). Upplýsingar í síma 12200 næstu daga. Sjóklæðagerðin hf., Skúlagötu 51, Reykjavík, simi 12200. BORGARSPÍTAUNN LAUSAR STÖÐUR Öldrunardeildir B5 og B6. Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga. Um er að ræða fullt starf eða hlutastarf m.a. hlutastarf á kvöld- eða næturvöktum. Lausar eru stöður sjúkraliða. Um er að ræða fullt starf eða hlutastarf m.a hlutastarf á kvöld- og næturvöktum. Hvítaband. Lausar eru stöður sjúkraliða. Um er að ræða fullt starf eða hlutastarf m.a. hlutastarf á kvöld- og næturvöktum. Upplýsingar eru gefnar í síma 696600-351. 7. ágúst 1986. BORGARSPÍTALINN o 696600 Grunnskóli Ólafsvíkur Kennara vantar við Grunnskóla Ólafsvíkur. Kennslugreinar: stærðfræði, raungreinar, íþróttir, sérkennsla og almenn kennsla. Uppl. um ofangreindar stöður veitir skóla- stjóri í síma 93-6293 og formaður skóla- nefndar í síma 93-6133. Skólanefnd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.