Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 56
Innbrot í Vogunum:
Heimilisfólkið
svaf á meðan vesk-
in voru tæmd
BROTIST var inn í íbúð í Vogahverfi aðfaranótt laugardagsins og
stolið talsverðum verðmætum í lausafé svo og veskjum, bankakortum
og ávísanahefti. Heimilsfólk var
um nóttina.
Ekki er vitað hvort einn eða fleiri
voru hér að verki, en hurð hafði
verið spennt upp á íbúðinni og stol-
ið úr veskjum heimilisfólks öllu
lausafé sem þar var að fínna, auk
bankakorta og ávísanahefta. Rann-
sóknarlögregla ríkisins hefur nú
málið til meðferðar.
Þá hefur RLR einnig til rann-
sóknar innbrot sem framið var í
í fastasvefni og varð einskis vart
mannlaust einbýlishús í Breiðholti
fyrir skömmu. Ekki er nákvæmlega
vitað hvenær innbrotið var framið,
þar sem húsráðendur hafa verið að
heiman síðan fyrir verslunarmanna-
helgi. Þar var stolið verðmætum
tækjum þ. á m. myndbandstæki,
segulbandstæki, myndavél með 300
mm. linsu og ferðaútvarps- og kas-
ettutæki.
Fyrri helmingnr ársins:
Utflutningur á
gámafiski meira
en tvöfaldaðist
— Rúmlega 5% þroskaflans fluttur út ísaður
FYRSTU sex mánuði þessa árs
voru flutt út 23.912 tonn af
ísfiski í gámum að verðmæti
975,1 milljón kr., samkvæmt upp-
lýsingum Fiskifélags Islands. Á
sama tímabili í fyrra voru flutt
út 9.746 tonn af „gámafiski" að
verðmæti 274 milljónir kr. Ut-
flutningurinn hefur því meira en
tvöfaldast og verðmætin aukist
enn meira í krónum talið, en þau
eru reiknuð á verðlagi hvors árs
fyrir sig.
tonn af bolfiski og er það rúm 9%
af bolfiskafla landsmanna. Er það
meira en tvöföldun í magni og hlut-
falli. Hlutfallið er nokkuð misjafnt
eftir tegundum, til dæmis er aðeins
5,5% þorskaflans fluttur út ísaður,
en 17% ýsunnar og nærri helmingur
alls skarkolaafla landsmanna fyrstu
fímm mánuði ársins. Þorskaflinn
skiptist þannig eftir helstu tegund-
um vinnslu að yfir 52% fór í söltun,
tæp 40% í frystingu, rúm 5% í ísfisk
og 2% í herslu.
Hvítir íslenskir melrakkar úr greni í Háumýrum í Arnessýslu. Yrðlingarnir eru í tilraunastöðinni
á Keldum og verða notaðir við rannsóknir RALA og fleiri stofnana á eiginleikum islenska refsins
með tilliti til ræktunar sjaldgæfra litarafbrigða. Verðmætt litarafbrigði fæst til dæmis með blönd-
un hvítrefs og silfurrefs og er afkvæmið nefnt gullna eyjan.
Refum fjölgar syðra
REFUM hefur stöðugt fjölgað á Suðvestur- og
Vesturlandi undanfarin ár og í sumar hafa ref-
ir gert sig heimakomna við þéttbýlisstaði á
höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi, að sögn
Þorvaldar Þórs Bjömssonar aðstoðarmanns
veiðistjóra.
Þorvaldur sagði að refir hefðu víða gert vart við
sig á nýjum stöðum og nefndi Kópavogsland sem
dæmi, en þar hefur ekki verið greni í mjög mörg
ár. Þá hefur Þorvaldur verið á höttunum eftir refum
í Heiðmörk, en þar hefur sést tófa með 4 yrðlinga,
þar af einn skuggablending, og er því talið að
skuggarefur hafi sloppið úr loðdýrabúi og parað sig
með tófunni. Þorvaldur sagðist hafa náð tófu með
9 yrðlinga í sumar, en það hefði aðeins gerst einu
sinni áður á ferlinum.
Þorvaldur sagði að mikil aukning virtist vera í
minkaveiðunum í ár. Hann nefndi sem dæmi að frá
áramótum væri hann sjálfur búinn að ná 295 mink-
um, fullorðnum dýrum og yrðlingum, en hefði
aðeins náð 160 dýrum allt árið í fyrra. Margir veiði-
menn væru komnir með um 250 dýr, þar á meðal
sá aflahæsti í fyrra sem þá náði 207 minkum.
Undanfarin ár hafa náðst að meðaltali um 4.000
minkar en Þorvaldur bjóst við að mun fleiri næðust
nú, þó varla færu þeir yfir 5.000.
Sjá einnig frétt um rannsóknir á ísienska
refnum á blaðsíðu 2.
Veruleg aukning hefur einnig
orðið í sölum fiskiskipa á ísfiski
erlendis. Fyrri helming þessa árs
voru seld 15.083 tonnámóti 11.582
tonnum á sama tímabili í fyrra og
er aukningin því rúm 30% á milli
ára. Verðmætin hafa aukist úr 310
milljónum í tæpar 600 milljónir í
krónum hvors árs talið. Útflutning-
ur ísfisks í gámum er því orðinn
meiri en sölur fiskiskipa, bæði í
magni og verðmætum talið.
Ekki er búið að gefa út endan-
legar tölur um ísaðan gámafísk og
með fískiskipum fyrir fyrstu sex
mánuði ársins. En ef litiðer á fyrstu
fímm mánuðina sést að með þessum
hætti hafa verið flutt út 27.095
íslendingar flykkjast
á ný til sólarlanda
FERÐALÖG íslendinga til út-
landa hafa stóraukist í ár og
virðast sólarlandaferðir hafa
verið vinsælli en mörg undan-
Fiskiskipaflotinn:
Olíukostnaður gæti
lækkað um 760 millj.
OLÍUKOSTNAÐUR íslenska fiskiskipaflotans gæti lækkað um 760
milljónir króna á ári, ef olíuverðslækkunin á miðvikudag gildir alit
tímabilið.
Kristján Ragnarsson, fram- reiknaðist LÍÚ til að fiskiskipaflot-
kvæmdastjóri Landssambands inn allur myndi kaupa olíu fyrir 1,9
íslenskra útvegsmanna, sagði að milljarð króna á árinu. Síðan þá
verðlækkun olíunnar undanfarið hafa orðið fjórar verðlækkanir, sem
hefði gjörbreytt rekstrarstöðu út- nema alls 42 prósentum.
gerðarinnar. í upphafí þessa árs
farin sumur. Samkvæmt talningu
útlendingaeftirlitsins voru
íslenskir farþegar til landsins
fyrstu sjö mánuði ársins í ár
54.145 miðað við 48.956 í fyrra.
„Það er aukning hjá okkur eins
og undanfarin ár og nemur hún um
10%,“ sagði Ingólfur Guðbrandsson
forstjóri Ferðaskrifstofunnar Út-
sýnar. „Það hefur verið breyting á
ferðavenjum, fólk fengið sig fullsatt
af rigningu Norður-Evrópu og vill
tryggja sér sól. Eftirspurn eftir
ferðum til suðurlanda hefur verið
meiri en mörg undanfarin ár. Spánn
er þar efst á lista og allar ferðir
Útsýnar til Costa Del Sol seldust
upp snemma og til Portúgal fram
í september. Það er síaukinn ferða-
mannstraumur til Portúgal og má
nefna að í AIGarve héraðinu er öll
gisting seld upp fyrir næsta sumar.
Á íslenska ferðamarkaðnum hafa
ferðir til Ítalíu selst seinna en aðrar
ferðir og er erfítt að koma auga á
ástæðuna en nú er allt upppantað
og ferðamannastraumur til Lignano
ekki verið jafnmikill í 6-7 ár og
aðeins fyrir góð sambönd að okkur
hefur tekist að fullnægja eftirspurn.
Það virðist sem íslendingar aðlagi
sig nú meira ferðaháttum ná-
grannaþjóða og hafi áttað sig á að
veðrið er tryggara í suðurlöndum
og verðið lægra en norðar í álf-
unni. Það er greinilegt að íslenskar
ferðaskrifstofur hafa ekki annað
eftirspum í sólina í ár og kom það
á óvart því það leit út fyrir að verða
of mikið framboð."
„Það hefur verið nánast fullt í
allar okkar ferðir og aukaferðir
fyllst um leið,“ sagði Auður Bjöms-
dóttir söiustjóri hjá Samvinnuferð-
um Landsýn, er Morgunblaðið
spurði hana um ferðamannastraum-
inn. „Sala í hópferðum hefur aukist
um 12-15% síðan í fyrra sem var
þó mjög gott sumar. Sólarlanda-
ferðir hafa verið mjög vinsælar og
ferðir í sumarhús í Hollandi og
Danmörku njóta stöðugra vinsælda
hjá fjölskyldufólki. Þá hefur verið
um 20% aukning það sem af er
árinu í sölu á ferðum til einstakl-
inga.
Við erum með ferðir til Benidorm
og greinilegt að fólk var strax
ákveðið að tryggja sér gott veður
í fríinu og seldust þessar ferðir upp
í byijun apríl og var aukningin um
30%,“ sagði íslaug Aðalsteinsdóttir
forstjóri Ferðamiðstöðvarinnar.
„Ferðavenjur breyttust fyrir nokkr-
um árum þegar sumarhúsin fóru
að bjóðast en það virðist sem ásókn
í þau sé aðeins að minnka. Fólk fer
mikið í sjálfstæðar ferðir um alla
Evrópu og dálítið hefur verið um
að fólk hafí farið í siglingar. Þá
hefur talsverð aukning verið til
Bandaríkjanna en það mótast mikið
af genginu hvert fólk velur að fara.“