Alþýðublaðið - 05.10.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.10.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 €rM sfmskeyti. Khöfn, 2. okt. Austurríki í samband við Pýzkaland. Símað er frá Vín, að þingið hafi samþykt að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu, innan sex ^ánaða um það, hvort Austurríki skuli ganga í samband við Þýzka- fand. Kolaverkfailinu frestað. Símað er frá London, að kola- verkfaliinu hafi fyrst uni sinn verið frestað til 16. október. Pýzki herinn og flotinn. Sítrsað er frá Barlín, að ríkis- varðliðið hafi nú verið fært niður í 150 þúsund. Fiotaleifunum verður komið fyr- ir í Pillon og Swinemiiode. Wrangei tekur fanga. Símað er frá Miklagarði, að Wrangel hafi tekið 10 þús. fanga í Alexandrovskhéraðinu. Frá frönsknm verkamönnum. Símað er frá París, að 691 at- kvæði hafi verið með því, á þingi verkamanna í Orleasss, að ganga í 3. alþjóðasambasd verkamanna, en X4S0 atkvæði á móíi. [A fund- inum í Moskva neituðu bolsivíkar að taka franska verkamean 'inn í samband sitt, vegna þess að þeir þóttu ekki nógu einbeittirj. Khöfn, 4. okt. Frá Svíum. Frá Stokkhólmi er símað, að 387 miljón króna afgangur sé á sænsku ríkisreikningunum fyrir síðastliðið ár. Opinberar skýrslur sýna að vöruverð hefir stigið um 1830/0 síðan 1914. Branting býst við að sitja við vöid þar tii ræt- ist úr utanrfkismálunum. Frá Ðönum. Búist er við að bann kemi gegn lúxus vörum (meiriháttar ó- þarfa). Búist er við að þjóðbaakinn daaski gefi 10% arð. Síðasta söngæfing stúdenta verður í kvöld kl. W/2. 01 dsgiiog vegim. Kveikja ber á hjólreiða- og bifreiðaljóskerum eigi síðar en kl 61/4 í kvöld. Bioin, Nýja Bio sýnir: Dreng- skaparheit Gamla Bio sýnir: I læðing ástarinnar. Veðrið í morgun. Stöö Loftvog m. m. Vindur Loft Hitastig Átt Magn Vm. 7581 ANA 4 2 8,8 Rv. 7582 NA 1 4 9,8 ísf. 7590 logn 0 3 6,7 Ak. 7589 logn 0 3 ' 6,5 Gst. 7590 S 4 3 8,5 Sf. 7613 fogn 0 3 ii,6 Þ.F. 7616 S 5 4 10,4 Sth. 7578 A 3 7 8,6 Rh. 7604 SSA 3 2 9,4 Magn vindsins í tölum frá o—12 þýðir: logn, andvari, kul, gola, kaldi, stinnings gola, stinnings kaldi, snarpur vindur, hvassviðri, rok- stormur, fárviðri. — Lott í tölum frá o—8 þýðir: Heiðskýrt, Iétt- skýjað, hálfheiðskýrt, skýjað, al- skýjað, regn, snjór, móða, þoka. Loftvægislægð fyrir suðvestan land, loftvog hægt fallandi; aust- læg átt á Suðarl., suðlæg á Norð- urlandi. Útlit fyrir suðaustlæga átt. Sagði óvart sannleikan. Jakob Moller endar grein sína um botn- vörpungasöiuna í Vísi í gær, á því að segja- að Ólafur Friðriksson muni ætla að leggja togaraflotann undir ríkið um leið og íslands- banka, en bætir svo við, að ekki muni vera líklegt að boísivíkar muni vilja leggja mikið gull til slíks, nema þeir séu vitlausari en af er látið. Jakob hefir orðið hér á að segja hið sanna álit sitt um íslandsbanka! Skipaferðir. í gær komu: Giss- ur hvíti af síldveiðum og togarinn Gylfi af þorskveiðum. Skaftfellingur fór í gær í ferð austur og sk. Roll vestur að taka fisk. Togararnir: Þórólfur, Skalla- grímur, Draupnir og Þorsteinn Ingólfsson lögðu út á fiskiveiðar. Island fór í morgun til Hafnar- fjarðar. Msk. Haukur lagði af stað á- leiðis til Grikklands með fisk. SlarótoTiöiii í Kirkjustræti 2 (Herkastalanum) selur mjög vandaðan skófatnað svo sem: Karlmanna- og Verkamannastíg- vél, Barnastfgvél af ýmsum stærð,- um og sérstaklega vandað kven- skótau; há og lá stígvél af ýms- um gerðum. Allar viðgerðir leyst- ar fljótt og vel af hendi. Komsð og reynið! Virðingarfylst Ól. Th. Gí-óÖ og ódýr ritá- hölcl selur verzlunin „Hlífs<í á Hverfisgötu 56 A, svo sem: Blekbittur, góð tegund á 40 au. glasið, blýatita, blákrít, svartkrít, litblýanta, 6 litir í kassa á 20 au., pennastangir, penna, pennastokka úr tré, tvöfalda, á að eins 2 kr. stokkinn. RitfæraTeski með sjö áhöldum í, á kr. 2,65. Stílabækur (stórar), reglustikur, griffla og þerripappír á 6 aura. Teiknibólur þriggja tylfta öskjur fyrir 25 au. Skólatösknr vandsðar, með leð- utböndum, á kr. 2,85. Pappír og umslög 0 m. fleira. Þetta þurfa skólahörnin að athuga. Fseöi, gott og ódýrt, fæst á Hverfisgötu 93 (neðri hæð). Sterling kom í morgun frá út- löndum og úr hringferð. Farþegar voru um hálft 5. hundrað, að því er sumir sögðu, og munu húsnæð- isvandræðin sfzt minka við það! Hjónaband. Á laugard. var voru af síra Ólafi Ólafssyni Frí- kirkjupresti gefiti saman ungfrú Steinunn Eyvindsdóttir og/Þorlák- ur Jónsson sjóm. Kárastíg 10, Ekki af verri endanum! Ja- kob Möller er í gær að líkja Ólafi Friðrikssyni við Smiilie, formann brezka alisherjar námumannasam- bandsins, sem hefir yfir niiljón meðlimi. Það má sannarlega segja að Jakob hafi ekki tekið af verri endanum til sannjafnaðar, þvf Smillie er viðurkendur vera alveg einstakur gáfu- og atorkumaður, sem þrátt fyrir það þó hann hefði vonda aðstöðu, þar sem hann í fyrstu var aðeins óbreyttur verka- maður, er sá maðurinn sem öllum mönnum fremur hefir hafið stétt sína upp í þá tiltölulegu^vellíðan, sem hún á að fagna nú.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.