Alþýðublaðið - 05.10.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.10.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ blaðsins er í Alþýðuhúsimi við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 10 árdegis, þann dag, sem þær eiga að koma i blaðið. Áskriftargjald ein lz. r . á mánuði. Auglýsingaver»ð kr. 1,50 cm. eindálkuð. Útsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. Fyrstu hús þess fullgerð. Fyrir forgöngu verklýðssam- bandsins var stofnað félag meðal efnalítilla manna hér i bæ, 15. dag júlímánaðar 1919. Félagið var nefnt ^Byggingarfélag Reykja- víkur, samvinnufélág«, og ætlun þess „að koma upp húsum, í þeim tilgangi, að útvega efnalitlu fólki holl, hentug og ódýr íbúðar- hús til leigu eða til kaups.“ í framkvæmdarstjórn félagsins voru kosnir: Jón Baldvinsson, for- maður, Pétur G. Guðmundsson og Þorlákur Ófeigsson, sem ráðinn var framkvæmdarstjóri þegar f byrjun. Félaginu stjórnar einnig gæzlu- stjórn 9 manna, og vinnur hún í samráði við framkvæmdarstjórn- ina og hefir strangt eftirlit með öllum framkvæmdum félagsins. Hún getur krafist skýrslna af fram- kvæmdarstjórn um öll félagsmál, skoðað eða látið skoða bækur hennar og skjöl og gert ráðstaf- anir til að laga misfellur þegar henni þykir þurfa. Félagar geta orðið: Eínstakir menn, almennar stofnanir að lög- um og opinberar stofaanir. Og sendast upptökubeiðnir skriflega til formanns félagsins. Viðtöku- gjald er 25 kr. og auk þess verð- ur hver íélagsmaður að gangast undir að leggja að minsta kosti einn hlut, sem er 100 kr., í fé- lagið. Um leið og félagsmaður verður eigandi að hiut, skal hann undirskrifa yfirlýsingu um, að hann ábyrgist sem sjálfskuldará- byrgðarmaður fjárhagsskuldbind ingu félagsins með jafnmikilli upp- hæð sem hlutnum nemur auk hlut- arins sjálfs. Félagsmenn bera ekki ábyrgð á skuldbindingum félagsins um- fram hluteign sína í því, og þessa sérstöku ábyrgð fyrir jafnhárri upphæð. Ekkja eða barn látins félags- manns heldur fullum réttindum hans, ef hún eða það æskir þess innan 6 roánaða frá láti mannsins. Félagsmenn ganga fyrir öðrum um leigu á félagshúsum. Er leigan að jafnaði óuppsegjanleg af hálfu félagsins. Sérstrkar reglur eru samdar fyrir leigu á húsunum, og er þar með- al annars ákveðið, að leigjandi skuli eiga svo marga hluti (100 kr.) 1 félaginu, sem rnörg eru í- búðarherbergi í íbúð þeirri, sem hann óskar að fá leigða (eldhús talið íbúðarherbergi), og að hlut- kesti skuli ráða, ef fleiri en einn jafn réttháir félagsmenn sækja um sama leigubústaðinn. Þetta, sem hér er sagt á undan, er að mestu tekið úr löguin fé- lagsins, en auðvitað aðeins stutt yfirlit. Mjög mikilsvarðandi ákvæði eru í lögunum, um sölu húsanna og um meðferð ábata og halla, sem of langt yrði upp að telja. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika, hefir félagið, á því eina ári sem það hefir staríað, Iokið að fullu við 3 steinhús, samsteýpt og 3 timbur- hús, sundurlaus, yfir 28 fjölskyld- ur alls. Húsin standa við Bergþórugötu, sem Iiggur samhliða við Njálsgötu og Grettisgötu. Hefir félagið fengið leyfi fyrir lóðum undir hús sín á allstóru svæði austan í Skólavörðu- holtinu. Steinhúsin eru samtals 37 metra á lengd, tvö þrilylt og miðhúsið tvílyft. í öllum húsunum eru 16 fjölskylduíbúðir og 7 herbergi handa einhleypum. En vegna geysimikillar aðsóknar hefir 22 fjölskyldum verið komið fyrir í húsunum til bráðabirgða. Frágang- ur allur við smíði húsanna er fyrsta flokks, og ekkert til sparað að gera íbúðirnar sem beztar og full- komnastar. Og þeim fylgja öll nú- tíðarþægindi. Öll kostaði álma þessi um 200 þús. kr. Lánaði Landsbankinn fé til hennar, gegn ábyrgð bæjarstjórnar. Bæjarsjóður hefir veitt félaginu 12 þús. kr. styrk, og landssjóður 6 þús. kr. styrk. Timburhúsin, sem öll eru tvílyft og handa 4 fjölskyldum hvert, bygði félagið fyrir reikning bæj- arins og lánaði íslandsbanki fé tií þeirra, að upphæð 110 þús. kr. Ganga húsin algerlega til félagsins eftir ákveðinn tíma. Óhætt er að fullyrða það, að engin hús, reist á sama tíma, munu haía orðið jafn ódýr og þessi hús Byggingarfélagsins. Og má gera ráð fyrir þvf, að aðsóknin £ félagið muni aukast stórum, þeg- ar menn frétta það, að 4 herbergja íbúðir, sem víða mundu leigðar á 25°—350 kr. um mánuðinn, kosta aðeins 145 kr. í steinhúsum fé- lagsins. Með dugnaði sfnum og hagsýni hefir framkvæmdarstjórninni, með aðstoð framkværodarstjórans, sem gert hefir allar teikningarnar og staðið fyrir verkinu, sýnt það að hér er fundin Ieið, sem fær er efnalitlu fólki ti! þess að fá hollar og tiltölulega mjög ódýrar íbuðir. Er vonandi að bæjarstjórnin og borgarstjóri geri sitt til að íyrir- tæki þetta megr blómgast og vaxa, því ekki mun af veita að ekki verði hlé á starfsemi félagsins næstu árin. Enn er óráðið hvort byrjað verður á viðbótarbyggingu í haust, en æskilegt væri að það gæti orðið; er nærri furða að menn skuli heldur leggja fé sitt og krafta í léleg smáhýsi og dýr, en í jafn ódýr og í alla staði vistleg hús og hús Byggingarfélagsins eru. Afleiðingur stríðsíns fyrir Pýzkaland. í stríðinu féllu og týndust 1 miijón S03 þúsund menn. 1 mil- jón 130 þúsund börn urðu mun- aðarlaus. 520 þúsund konur urðu ekkjur. 1 miljón 350 þúsund menn urðu örkumla og 164 þúsund for- eidrar mistu börn sín. Þrátt fyrir þetta er heili fiokkur manna sólg- inn í það, að komast f strfð aftur við Frakka, aðallega herforingjar og aðalsmenn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.