Alþýðublaðið - 05.10.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.10.1920, Blaðsíða 1
Vísir og tog-arasalan. í gær ritar hr. Jakob Möller grein í Vísi, málgagn sitt og ís- landsbanka, er hann nefnir „Botn- vörpungasala Alþýðubiaðsins". Byrjar hann greinina á að lýsa því yfir, að það sé „auðvitað með öllu tilhæfuiaus hauga þvættingur“ að til mála hafi komið að selja botnvörpuflotann, eða eitthvað af honum. Nú er hætt við að margur spyrji: Hvernig getur Jakob vitað það með vissu, að slíkt hafi ekki komið til mála? Hefir hann geng- ið fyrir hvern mann og spurt að þessu, svo hann með réttu geti viðhaft svona sterk orð? Eða er JJakob nokkurskonar Mr. Peters, aðeins þeim mun snjallari en Pe- ters, að hann þykist geta lesið í einu í hug allra hérlendra kaup- sýslumanna og stjórnmálamanna ? Alþýðublaðið skal ekki efast um, að síðan hr. Jakob Möller gerðist opinber málsvari fiskhrings- Ins og ísiandsbanka, þá sé hann svo vel inmmdir hjá þeim, að hann viti um ýmislegt sem þar er bruggað. En væri samt ekki rétt- ara af honnm að viðurkenna að orðin „tilhæfulaus hauga þvætting- ur“ hafi verið of sterk. Hann hafi í mesta lagi getað sagt: „Hús- bændur mínir í fiskhringnum og tslandsbanka hafa ekkert á þetta minst, svo eg hafi heyrt.“ Og svo hefði hann auðvitað um leið, ef hann hefði viljað vera alveg ær- legur, átt að bæta því við, að húsbændurnir segðu nú ekki smal- anum fyrir um allar fyrirætlanir sínar eða hugsanir. Hið allra eftirtektarverðasta í grein Jakobs er það, að hann við- urkennir, að „það mætti nú í ‘fljótu bragði ætla, að eitthvað hyni að vera hæft í þessari sögu boínvöipungasöluna," og þessu bl sönnunar Iýsir hann hve útgerð- la sé að mörgu leyti erfið fyrir ^tgerðarmenn. En að því búnu segir hann: „En þó einhverjum útgerðarmanninum kynni að hafa dottið í hug að selja skip sín, þá ætti það auðvitað ekkert skylt við neina almenna ráðstöfun til að greiða úr fjárkreppu landsins." Þessi klausa er í miðri greininni, svo menn sjá á henni, að þegar Jakob hefir verið hálfnaður með hana, hefir hann, þessi einkenni- lega „stefnufasti" stjórnmálamaður, verið horfinn frá því, sem hann hélt fram í byrjun greinarinnar, að ummæli Alþýðublaðsins væru „tilhæfulaus hauga þvættingur". En hvað hefir svo sá góði Jakob fram að færa, til þess að ósanna það sem Alþbl. heldur fram, að þörf sé á séstökum ráðstöfunum gegn því að togararnir verði seldir? Hann hefir ekkert, bókstaflega ekkert, nema himnastiga-draum sinn um það, að engir erlendis vilji kaupa togarana, því það eru helstu rökin hjá honum, að eftir- spurn sé engin. En skyldi nokkr- um manni detta. í hug að það sé trygging gegn sölunni, þó satt væri? Aðalatriðið er þetta: Vilji einhverjir útgerðarmenn selja, ann- aðhvort af því þeir eru í klípu eða af því þeim býðst gott verð (eða af hvorutveggja), mundi þá verða nokkur fyrirstaða hjá lands- stjórninni að leyfa söluna? Efast nokkur um — þegar jafnframt er Iitið til peningakreppunnar — að landstjórnin mundi taýarlausí leyfa söluna, þó allir viðurkenni nú þeg- nr fyrirfram, að slíkt væri sams- konar athæfi eins og hjá mann- inum í dæmisögunni, er lógaði hænunni sem verpti gulleggjunum. Það er því í fylsta máta var- hugavert að draga úr þörfinni sem er á þvf, að búa hér tryggi- iega um hnútana, þannig að al- menningur vakni ekki einn góðan veðurdag við pípublástur togara- flotans, sem sé að kveðja landið í hinsta sinnl Og áreiðanlega verða það fáir sem þakka hr„ Jakob Möller fyrir að draga úr þeirri þörf, enda er óvíst að hús>- bændunum sé mikil þægð í þvL En þó svo væri, þá mætti nú fyr vera tuskan! jKýjusin símskeyti. Khöfn, 4. oktbr. Pýzki fiotinn afhentur. Sfmað er frá London, að í gær hafi afhending þýzka flotans verið lokið og liggi nú öll skipin á Forthfirðinum. Pólverjar sækja á. Símað er frá Varsjá,-að Pól- verjar hafi sótt fram, farið yfir Servinzána og hrakið bölsivíka aftur um 100—150 km. og tekið 42000 fanga og 160 fallbyssur. Saitmingar strandaðir. Auðvaldsblaðið „Aftenposten* segir, að Litvinofif hafi hætt samn- ingunum við norsku stjórnina, vegna þess að hún hafi neitað að ganga að verzlunarsamningum hans. Stjórnarskrá Anstnrríkis. Símað er frá Vín, að stjórnar- skráin hafi nú verið samþykt. Er Austurríki nú sambandsrfki með þjóðkjörnu þjóðarráði og sam- bandsráði kosnu af þingum lands- hlutanna. Ráðin kjósa forsetann l sameiningu. Forsetakosningin í U. S. A. Símað frá New York, að Wilson fari þegar frá og afhendi Harding (forsetaefni republikka) stjórntaum- ana ef hann nái kosningu. Sögnrnar „Koli konungur" og „Skógarandinn" koma sinn daginn. hvor þar til „Kola“ er lokið, sem mun verða um helgina.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.