Morgunblaðið - 29.08.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.08.1986, Blaðsíða 2
2 B MÓRGÚNBLAÐ'IÐ, FÖsWrDÁGUR 29. ÁGÚST 1986 Nú er komin upp sú merkilega staða að það er hægt að sýna þjóðarhollustu og föðurlandsást á áþreifanlegan hátt, — sumsé með því að borða hvalkjöt, svo ekki þurfi nú líka að fara að niðurgreiða það. Hér verða ekki hafðar uppi neinar efasemdir eða vangaveltur um hvalveiðar eða ekki hvalveiðar, heldur er látið nægja að bera hvalkjötið umbúðalaust á borð. HVALKJO — er auðvelt að matbúa af 'er að er reyndar merkilega ein- falt að matreiða hvalkjöt. Það er ekki einungis mjög líkt nauta- kjöti að næring- argildi, heldur er hægt að matreiða það á flest- an hátt, sem nautakjöt er matreitt á. En eins og annað sjávarfang, þá er það líklega ögn hollara en láðdýr, t.d. hvað varð- ar samsetningu fitunnar. Þá er það þetta með matseld- ina sjálfa. Þið þurfið alls ekki að setja ykkur í neinar sérstakar stellingar við hvalkjötsmatseld- ina. Hér áður fyrr var gjarnan ráðlagt að leggja hvalkjöt í mjólkurbað yfir nótt áður en það átti að matreiðast. Þetta var gert til að ná úr því hvimleiðu fitu- eða lýsisbragði. En ef kjötið er af ungri skepnu og vel valið, eins gott og það á að vera, þá er þessi meðferð óþörf. Gott, vel valið hvalkjöt er hægt að matreiða án nokkurra tímafrekra undirbúningsaðgerða. Kjötið er ekki eins grófgert og stærð skepnunnar gæti gefið til kynna, þó það sé ekki beinlín- is fíngert heldur. Það er ekki mjög bragðmikiö, svo það þolir vel að eitthvað bragðmikið sé notað með því. Það er reyndar ekki úr vegi að huga aðeins að japönskum uppskriftum. Japanir eru þekktir fyrir að vera glúrnir við að gera góðmeti úr ótrúlega fjölbreyttu sjávarfangi, svo sem marglyttum og þangi. Eins og kunnugt er, þá hafa þeir keypt af okkur hvalkjöt, meira að segja haft svo mikið við að senda hing- að menn, sem hafa látið skera bestu bitana af skepnunni, svo ekki er nú sama hvar kjötið er tekið. Hér fylgja sem sagt upp- skriftir að hvalkjöti á japanska vísu. Indverjar eru þekktir fyrir bragðmikinn mat. Þar má vísast finna hvalkjötinu hentuga um- gjörð. Endum svo á evrópsku- legum mat, því það á fleira vel við hvalkjöt en kímónó og sarí. . . Góða skemmtun! Snöggsteikt hvalkjöt með selleríi (Handa fjórum) Einfaldari gerist matseldin varla. Hvalkjötið er skorið í þunnar ræmur. Austurlandabú- ar eru allir í því að skera hráefnin niður í litla bita, vísast upphaf- lega til að spara eldsneyti, sem er víða af skornum skammti. Stöngulsellerí er skorið niður i þunnar ræmur, um 4 cm langar. En það er sósan sem gerir rétt- inn að því sem hann er. Einföld en bragðgóð og á við aðra rétti en þennan, t.d. fiskrétti, bæði bakaðan og steiktan fisk. Hér eru aðeins notuð um 600 gr af kjöti, þó rétturinn sé ætlað- ur fjórum. Mín reynsla er sú að sé kjöt skorið í þunnar ræmur, þá verður það einhvern veginn miklu drýgra. Hljómar undar- lega, en svona er það nú samt. Kannski hafa þeir líka komizt að þessu þarna austurfrá! En þið getið aukið skammtinn ef ykkur sýnist svo. holla'3- Olía 600 gr hvalkjöt 8 fallegir sellerístönglar Sósa: 1 dl soja 1 dl sítrónusafi 1 cm fínrifin, ný eða fryst engiferrót, eða 1 tsk engifer- duft 1. Skerið kjötið í mjóar ræmur og selleríið í um 4 cm ræmur, á þykkt við eldspýtur (en sverari ef ykkur sýnist svo). Blandið sósuna. Það þarf kannski varla að taka það fram, að nýtt engi- fer er æði miklu bragðmeira og betra en þurrkað duftið. 2. Hitið olíuna rækilega. 3. Snöggsteikið sellerístöngl- ana í um 2 mín., eða þar til þeir eru við það að mýkjast. Hrærið í á meðan, svo þeir stikni jafnt. Takið þá af pönnunni og haldið þeim heitum. 4. Setjið kjötið á pönnuna og snöggsteikið það í nokkrar mín., þar til það er steikt í gegn. Hrær- ið í á meðan. Steikingartíminn fer eftir þykkt kjötræmanna. 5. Berið kjötið og selleríið fram hvort fyrir sig, ásamt sós- unni. Hæfilega soðin hýðishrís- grjón eiga einkar vel við. Dreypið svo sósunni yfir, hver eftir sínum smekk. Ótrúlega Ijúffengt.. . Tenyaki (Handa fjórum) Þetta er þekktur japanskur réttur, sem hægt er að nota bæði kjöt og fisk í. Hér grípa þeir ævintýragjörnu og þjóð- hollu til hvalkjöts. Kjötiö er látið liggja í kryddlegi um stund. Tíminn fer eftir því hvernig ykkar tíma er varið, gjarnan í 1 klst. eða lengur. Síðan er kjötið snöggsteikt, ef þið viljið fara kórrétt að. Rétturinn er nokkuð íburðar- mikill, í hann er sumsé notað þurrt sérrí. Hvalkjöt þarf ekki aðeins að vera fjölskyldumatur, heldur er einnig hægt að bera það á borð fyrir gesti og þá er þessi hátíðarbúningur við hæfi. Sérríið er notað í stað sakí, jap- anska hrísgrjónavínsins. Að réttu lagi er líka notað hér mirin, sem er sætt sakí, en í þess stað er tilvalið að nota vínberja- eða eplasafa. Soðin hýðishrísgrjón eru Ijómandi meðlæti. 800 hvalkjöt 6 msk. soja 6 msk. vínberja- eða eplasafi 6 msk. þurrt sérrí 1 fínsaxað hvítlauksrif ofurlítið nýtt, rifið engifer eða engiferduft 1. Blandið öllu saman nema kjötinu. Skerið kjötið niður í mjó- ar ræmur. Hellið leginum yfir það og látið standa á eldhús- borðinu í um 1 klst. eða lengur. Ef kjötið stendur eitthvað að ráði, þá látið það standa í kæli- skápnum. 2. Hitið olíu í pönnu eða víðum potti. Þegar hún er orðin vel heit, bætið þá kjötinu í, eftir að hafa látið löginn renna af því. Snöggsteikið það og hrærið í um leið. Hellið leginum yfir, látið kjötið stikna hæfilega og löginn verða þykkan. Berið fram rjúk- andi heitt, ásamt hrísgrjónum. Þurrsteikt hvaikjöt á indverska vísu (Handa fjórum) Bhuma gosht ku rétturinn heita á móðurmáli sínu. Bhuma þýðir víst að steikja. Kjötið er ekki á floti í sósu, heldur á það að vera fremur þurrt. En ef þorn- ar um of í pottinum, þá bætið við ögn af vatni, sem þið látið sjóða niður, áður en rétturinn er borinn fram. Þannig eru fjöl- margir indverskir kjötréttir, þurrir og bragðmiklir. Hér er notað krydd, sem kallast cumin á ensku, ekki það sama og kúm- en, en það fæst víða í kryddrekk- um stórra búða. Svo er líka notuð hér kryddblandan garam masala, indversk blanda, sem fæst ekki eins víða, en fæst þó eða hefur fengist í Manila og í Sláturfélaginu í Háaleiti. Ef þið fáið það ekki, hikið þá ekki við að nota karrí, sem er líka krydd- blanda. Hér er notaður nýr, rauður pipar, sem oft fæst, en notið annars þurrkaðan. Sá þurrkaði er bleyttur upp i sjóð- andi vatni og svo fínsaxaður. Gætið þess að strjúka ekki fingr- unum í augun, eftir að hafa handleikið piparinn, því þá svíður ykkur ótæpilega. Þessi réttur er semsagt bragðmikill á indverska vísu, þó hver og einn geti svo aukið eða dregið úr kryddinu að vild. En með kjötinu fer einkar vel á að gera eins og Indverjar, bera fram svalandi jógúrtsalat með. Það mildar og kælir. Einnig hér eiga soðin hýðishrísgrjón vel við. 1 msk. olía 1 msk. smjör 600 gr hvalkjöt 1 fínsneiddur laukur 2 fínsöxuð hvítlauksrif 1 tsk. chiliduft 1 tsk. cumin 1 tsk. garam masala nýmalaður, svartur pipar eftir smekk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.