Morgunblaðið - 29.08.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.08.1986, Blaðsíða 4
4 B ■ , .. ..J MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1986 Fyrir þá sem unna söfnum er ýmislegt að finna í Lugano og ekki má gleyma minjum um forn yfirráð Rómverja sem einkum sjást í Lugano- dalnum. En kannski hefðu íslendingar ekki síst gaman af að skoða safn svissnesku tollgæslunnar þar sem getur að líta sýnishorn fjölda að- ferða er útsjónarsamir ferða- menn hafa haft við að smygla ótrúlegustu hlutum. Listunnendur mega ekki láta það fara fram hjá ser að heimsækja höll barónsins von Thyssen Bornemisza sem heitir Villa Favorita. Hann kom sér upp gífurlega verðmætu og miklu lista- verkasafni og yfir hásumartímann gefst ferða- mönnum kostur á að líta það augum. Safn þetta hefur ver- ið nefnt stærsta listaverka- samansafn í einkaeigu i Evrópu. Árum saman var Lugano aðeins klaustureign í Como biskupsdæmi, en vegna við- skiptalegs og hernaðarlegs mikilvægis áttu Milano og Como í erjum út af svæðinu sem lyktaði með sigri hins síðarnefnda, en þetta var á 12. öld. Annars má rekja sögu Lugano til germanskra yfirráða, en sjálfir telja íbú- arnir söguna hefjast við það er Líutprandus gaf staðinn „Efþú viltkynnastborginni, þáþarftuað ganga um hanaf anda aðþérilminum, rölfá um strætin, ráfa á milli veitingahúsanna og rýna íiðandi mannlífið,,, sagðieinninnfæddrasem varásamt greinarhöfundiílestáleiðtilLuganofyrirnokkru. _________Ogþað reyndustorð að sönnu sem eiga sennilega við um fleiriborgiren Lugano. E inhverntíma var Lugano lýst sem Rio de Janeiro Evrópu vegna þess hve fjallið San Salvatore setur svip sinn á borg- ina. Lugano-vatnið liggur á milli Maggiore og Como-vatns- ins. Aðeins tveir þriðju þess teljast til Sviss á meðan einn þriðji tilheyrir Ítalíu. Vatnið hefur mjög sérkennilegt lag og sagt hefur verið að úr lofti geti það virst sem á. Þar sem það er breiðast er það þrír kílómetrar og dýpst 288 metrar. Á einum stað Tresa sam- einast það Maggiore-vatninu. Lugano er í Ticino kantónunni i Sviss, þar búa að staðaldri um 30.000 íbúar en annars er talan margföld á sumrin þegar fólk kemur hvaðanæva að í sumarhúsin sín eða til að dvelja á þeim óteljandi hótel- um sem hafa verið byggð i bænum og grennd hans. Það er býsna algengt að ellilífeyris- þegar leggi leið sína þangað, það er að segja þeir sem eru vel efnum búnir, eða vel stætt fólk kaupi sér einbýlis- hús við vatnið og eyði sumarfríum sínum þar. Það sem lokkar á þessum stað er að líkindum sérstök náttúrufegurð, yndi gróð- urríkis, sýn til tignarlegra fjallanna, vatnið og notalegur kyrrleiki í umhverfinu. Þá hafa merkar byggingar sitt að segja og að auki þægilegt veðurfar. Það er skrítið en einhvern- veginn hefur maður það á tilfinningunni að bankar séu við hvert fótmál, enda 40 slíkir í borginni, hver öðrum veglegri og ekkert til sparað. Einn Svisslendingur fræddi blaðamann á því að þetta væri aðalbækistöð ítölsku mafíunnar með peningana sína og yfirleitt fyrir fólk frá Ítalíu sem þyrfti að koma óhreinum peningum á örugg- an stað, enda bærinn á Þröng stræti og gamlar byggingar eru algeng sjón bæði í Lugano bænum og þeim fjölmörgu húsaþyrpingum sem eru víða við vatnið utan við bæinn. landamærunum og aðaltungumál bæjarbúa ítalska. Það vorar snemma í Lug- ano og borgin hefur löngum verið þekkt fyrir garða og gróður. Aðaltorgið ber nafnið Piazza della riforma. Torgið er umkringt fallegum gömlum byggingum og iðulega er líf og fjör þar, listamenn að teikna, útiveitingahúsin hvar- vetna og torgið er þakið stólum, þar sem ferðamenn- irnir sitja og hvíla lúin bein, sötra bjórinn sinn eða svolgra í sig sætan ísinn og virða fyrir sér götulífið. Viðs vegar prýða borgina listaverk bæði af fornum toga og nýjum enda um langt skeið á stefnuskrá yfirvalda að skreyta hana listaverkum m.a. tilþess að auka aðdráttarafl hennar fyrir komufólk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.