Morgunblaðið - 29.08.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.08.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1986 B 11 Hans Arp, skáld með trúðs- andlit sviðsljósinu Hans Arp yrði 100 ára á þessu ári væri hann enn á lífi. í tilefni af því eru haldnar sýningar á verkum hans víða um Evrópu í sumar, meðal annars íZiirich, Strassborg og París og búið er að skipuleggja nokkrar sýningar á verkum hans í Bandaríkjunum á næsta ári. Það eru þó ekki einungis verk hans sem eru í sviðljósinu í tilefni af þessu afmæli, heldur einnig verk þeirra sem eins voru sinnaðir í listum og hann, verk hinna svokölluðu dadaista, en Hans Arp var ein- mitt einn af forsprökkum þeirra. Stefna eða stefnuleysi? Það mun hafa verið árið 1916 að hreyfing þeirra sem kenndu sig við dada skaut upp kollinum í Zúrich. Nokkrir listamenn sem þangað höfðu flúið vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar tóku sig saman störfuðu undir nafninu Cabaret Voltaire. Hugo Ball var upphafsmaður- inn að Cabaret Voltaire. Hann kom til Sviss frá Þýskalandi og taldi vesölum kráareiganda í mið- borg Zurich trú um aö með þvi að ráða hann til að skemmta gest- um sínum myndi aðsókn að kránni stóraukast, gestirnir myndu þar- aðauki sitja lengur, drekka meiri bjór og borða fleiri steiktar pyls- ur, en þær þykja Zúrich-búum hið mesta sælgæti. Þaðan spratt svo þessi stefna i listum, eða stefnuleysi öllu held- ur, því það var eitt af höfuðmark- miðum þeirra kumpána að varpa fyrir róða öllum viðurkenndum gildum og markmiðum lista til þess að finna ný, betri og sann- ari. Hvernig kráareigandanum reiddi af fylgir ekki sögunni, en kráin varð heimsfræg. Dadaistarnir gáfu skít í allt og alla eins og sagt er. Það er tæp- lega hægt að kalla listiðju þeirra myndlist, leiklist, eða skáldskap, sjálfir sögðu þeir að dadaismi væri and-list og þeir and-lista- menn. Aulafyndni, leikur að orðum, háð, og sífelld barátta við að vera frumlegur var það sem einkenndi dada og dadaista. Utan við sig af reiði og sorg Cabaret Voltaire-hópnum var til að byrja með tekið vel af dag- blöðum í Zúrich, listamennirnir fengu lofsamlega umfjöllun og þóttu flytja með sér ferskan and- blæ. En með því að þróunin varð æ meir í þá átt að hneyksla góð- borgara landsins og lítilsvirða það sem þeir höfðu í heiðri, urðu blöð- in smám saman neikvæðari og lýstu dadaistana og verk þeirra loks með öllu forkastanleg. Aldrei var þó hætt að fjalla um þá; þau ár sem þeir voru á hápunkti sínum sáu dagblöðin fyrir því með reiði- öskrum sínum að þeir gleymdust ekki. Rúmeninn Janco lýsti siðar við- horfi þeirra þannig: „Við höfðum glatað þeirri von að einn daginn myndi listinni hlotnast verðugur sess í þjóðfélagi okkar, við vorum utan við okkur af reiði og sorg yfir þjáningum og auðmýkingu mannkynsins." Fyrri heimsstyrjöldin lá eins og mara á þessum fyrstu dadaistum. Sumir þeirra, þar á meðal Hans Arp, voru í þeirri furðulegu að- stöðu að vera landlausir, alstaöar Dadaisminn virðist vera stefna sem kemur upp samtímis á mörg- um stöðum í heiminum án þess að nokkur augljós tengsl séu þar á milli. Þeim sem skoða verk dadaista nú á tímum er boðskapur þeirra varla Ijós. Manni dettur helst í hug samsafn af sundurlausu drasli, fullkomið skipulagsleysi virðist einkenna allt þeirra starf. Það er einmitt þetta sem tilvitnunin hér á undan lætur í Ijósi. Dadaisminn var svo tengdur stað og stund að það var beinlínis í mótsögn við hann sjálfan að lifa af þær þjóð- félagsbreytingar sem urðu á millistriðsárunum. Dadaismi hætti að vera til sem slíkur og þeir sem höfðu kennt sig við hann tóku upp aðrar aðferðir, samlög- uðust öðrum straumum og stefnum. Verk dadaistanna áttu meðal annars að vera leit að jafnvægi veraldar og þjóðfélags sem ekki virtust stjórnast af neinu skyn- samlegu viti. Einhver sagði að markmiðið væri ekki að umskapa veruleikann, heldur finna nýjan. Umsköpun eða nýsköpun Dadaistarnir reyndu með rugli sínu að finna það skynsamlega vit sem væri í veröldinni. Fyrir þeim hafði siðmenningin eins og hún lagði sig beðið skipbrot við það að fyrri heimsstyrjöldin braust út. Allt sem á undan hafði verið var ónýtt og einskisvert. Þegar nútimamaður les Ijóð dadaista, skoðar myndir þeirra eða skúlptúra, getur hann í mesta lagi hlegið. Fyrir okkur eru þessi verk besta dæmið um óreiöu fyrri heimsstyrjaldarinnar og millistríðsáranna. Þrátt fyrir allt voru dadaistarnir börn síns tima, og sú regla að listamaðurinn skuli ekki umskapa veruleikann heldur skapa nýjan, sem flestir þeirra gerðu að sinni, í rauninni blekking ein. í öllu falli eru verk þessara manna sem varðveist hafa bestu menjar okkar um hugarástand fólks á þessum skrítnu og rugl- kenndu tímum, í og .eftir fyrri heimsstyrjöldina. „í Zúrich helguðum við okkur listunum, fylltir viðbjóði vegna slátrana stríðsins. Meðan byss- urnar drundu í fjarska sungum við, máluðum og ortum eins og við lifandi gátum. Við vildum búa til list byggða á grundvallaratrið- um til að lækna brjálæði aldar- farsins. Það var markmið okkar að endurreisa jafnvægið milli himnaríkis og helvítis. Og ein- hvern veginn fundum við á okkur að einn daginn myndu valdasjúkir glæpamenn reyna að deyða hugi fólks með sjálfa listina að vopni.“ Þetta sagði Hans Arp síðar um sig og félaga sína í Zúrich. Og þeir sem á næstunni eiga leið suður um Evrópu fá gott tækifæri til að kynna sér betur verk hans og annarra dadaista, því sem fyrr segir eru þau víða til sýnis í sum- ar og fram á haustið. —JÓ í óvinalandi. Hann var fæddur og uppalinn í Elsass sem nú tilheyrir Frakklandi, en var hluti Þýska- lands frá því stríði Frakka og Þjóðverja lauk 1870 og til loka fyrri heimstyrjaldarinnar. Arp var alinn upp í Frakklandi að nokkru leyti og þar lágu andlegar rætur hans. Þótt hann teldist þýskur þegn var Frakkland föður- land hans, miklu frekar en Þýskaland. En nú taldist hann óvinur ríkisins í Frakklandi svo honum var ekki vært þar. Ekki voru þýskumælandi menn miklu vinveittari. Þeir töldu Elsass-búa hálfgerða Frakka og höfðu ímug- ust á þeim. Svo Hans Arp voru flestar bjargir bannaðar, aðeins í Sviss sem var hlutlaust ríki þá sem endranær, var hann óhultur. Til að fella dadaisma að hefð- bundnum sviðum listanna, má segja að dadaistar hafi látið til sín taka á sviði myndlistar og bók- mennta. En það mætti eins kenna þá við leiklist, því til að byrja með að minnsta kosti voru uppákomur Dada-ljósmyndavellingur eftir John Heartf ield ýmislegar og „performansar" með stærstu þáttum listar þeirra. Það er afar erfitt að setja und- ir einn hatt alla þá sem kenndu sig við dada, því það er ekki til y nein heildar stefnuskrá þessara v listamanna. Það eru til margar slíkar og vægast sagt þversagnakenndar. Enda voru það ær og kýr dadaista að rugla menn í ríminu með sífelldum þversögn- um og útúrsnúningum. „Hvað dada var í upphafi og hvernig það þróaðist hefur engin áhrif á hvað dada er á þessari stundu" Dadaisminn í Zúrich var ná- tengdur stað og stund. Þegar fram i sótti, stríðinu lauk og Zúrich hætti að vera höfuðstöðvar dada- istanna breyttist þetta, skírskotun þess sem þeir fengust við varð almennari og opnari. Hópar listamanna sem svipaði mjög til dadaistanna í Zúrich mynduðust á fleiri stöðum litlu síðar. Þótt þetta nafn komi fyrst upp í Zúrich er tæplega hægt að gera dadaistana þar ábyrga fyrir því sem gerðist annars staðar. KPRflWPME jolifanto bambla ö falli bambla grossiga m'pfa nabla horem égiga goramen higo bloiko russijla huju hollaka hoilala anlogo bung blago bung blago bung bosso fataka ö tttt ö schampa wulla wbssa ólobo hej tatta görem eschige zanbadó iDulubu ssubudu ulno ssubuúu tumba ba- umf kusagauma Hijóðfræði- . ö , Ijóðeftir Da - Umt HugoBall Dadaistar stilla sér upp fyrir Ijósmyndara í Zurich 1917. Hans Arp, T ristan Tzara og Hans Richter HANSARP 100ARA:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.