Morgunblaðið - 05.09.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.09.1986, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986 Þessi mynd lýsir þróuninni sem verður i vöðva sjúklings sem þjá- ist af þrálátum vöðvaverk í fyrstu má gera ráð fyrir að hann verði fyrír óeðlilega miklu álagi andlega og líkamlega í daglega lífi sínu. Ósjálfráða taugakerfið 1. Líkaminn setur í gang varnarkerfi sem felur í sér ýmsar lífeðlisfrœði- legar breytingar á honum. Þar er helst að nefna vöðva- og æðasam- drátt, aukið álag á ósjálfráða tauga- kerfið og hormónabreytingar í blóðvökva. 2. Tiltekinn punktur í hinum sam- dregna vöðva er næmari en vefurinn umhverfis, hugsanlega vegna meiðsla sem sjúklingurinn hefur orð- ið fyrir áður eða erfðabundinna eiginleika hans. Frá þessum punkti berast boð til miðtaugakerfis þegar þreytu fer að verða vart í vöðvanum. 3. Fjöldi svarana geta komið fram í miðtaugakerfinu við þessum boðum. Menn hafa öðlast mestan skilning á þeim svörunum sem varða hreyfi- kerfi líkama. Vöðvar í námunda við skotpunktinn verða viðkvæmari og menn kenna stöðugrar þreytu í þeim. Ósjálfráða taugakerfið þrengir æðar umhverfis punktinn og blóð- streymi minnkar af þeim sökum. Staðbundinn súrefnisskortur af völdum æðasamdráttarins leiðir til þess að niðurbrotsefni, sem valda verkjum, losna. 4. Svæðið umhverfis punktinn þar sem áhrífa verður vart fer stækk- andi. 5. Aukin þreytutilfinning ásamt meira álagi á líkamann lokar hringnum. Sjúkleikinn er farinn að viðhalda sér sjálfkrafa. 6. Þegar þessu stigi er náð taka fleiri skotpunktar að myndast í ná- grenni við þann fyrsta. Vöðvaspenna eykst svo og álag á ósjálfráða tauga- kerfið. Sársaukinn vex jafnt og þétt og breiðist út. Stundum gerist það einnig að verkja verður vart í öðrum líkamshlutum. 7. Vrtahringurinn er nú orðinn svo rótfastur að hann rofnar ekki nema gripið sé til læknismeð- ferðar. RÆTT VIÐ HALLGRÍM MAGNÚSSON LÆKNI Hvernig lækna má vöðvaverki Meðferð sem svipar til nálarstunguaðferðarinnar beitt við að eyða sársauka Það sem mestu máli skiptir er að eyða sársaukanum. Hann hefur slæm áhrif á allt ástand sjúkl- ingsins, jafnt andlegt sem líkamlegt. Og það sem verra er, hann breytir hreyfingarmynstri fólks, það leitast að sjálfsögðu við að hreyfa sig þann- ig að það valdi sem minnstum sársauka, þetta viðheldur sársaukanum í stað þess að minnka hann. Heilinn fer að gera ráð fyrir að verkir á ákveðnum stöðum séu eðli- legt ástand. Það myndast vítahringur sem erfitt getur reynst að losna útúr.“ Hértalar Hallgrímur Magnússon svæfing- arlæknir. Hann hefur á undanförnum misserum beitt sjúklinga sem til hans leita vegna vöðvaverkja sem stafa af vöðvabólgu og fleiri kvillum meðferð sem nýlega hefur unnið sér sess á Vesturlöndum. „Meðferðin er ekki ólík nálarstunguaðferð þeirri sem Kínverjar hafa beitt gegn flestum sjúkdómum frá fornu fari og er nefnd TNS- meðferö. TNS stendur fyrir Transcutaneus Nervous Stimulation. Um mannslíkamann eru á víð og dreif svæði eða punktar, svo- Hér stillir Hallgrímur mæli sem notaður ertil að mæla rafviðnám húðarinnar. kallaðir skotpunktar, sem virðast vera næmari fyrir sársauka en aðrir staðir á lík- amanum. Þessir punktar eru ekki þeir sömu og á nálarstungukortum Kínverjanna, en eiga við sömu svæði eða líffæri. Með því að erta þá, með stungum eða rafstraumi, má draga úr eða eyða sársauka um stundar- sakir. Helsta skýringin á þessu er sú að við ertinguna losni úr læðingi ýmis deyfandi efni sem líkaminn getur framleitt sjálfur. Með þessu móti má gera fólki kleift að hreyfa sig eðlilega og þjálfa um leið þá vöðva sem langvarandi sársauki hefur gert illa starfhæfa.“ Vöðvarnir taka að rýrna sé ekki brugðist við vöðvaverknum „Vöðvaverkir eiga sér ýmsar orsakir. Með þeim er sameiginlegt að ef ekki er brugöist við þeim í tíma valda þeir skemmdum á vöðvum og umhverfi þeirra sem viðhalda sársaukanum," heldur Hallgrímur áfram. „Skotpunktarnir koma yfirleitt ekki í Ijós fyrr en eftir að sjúklingur hefur fundið til í nokkurn tíma. Útfrá þeim dreifist verkurinn jafnt. Sé stutt á þá eykst sársaukinn um allan helming, og sé reynt á vöðvann getur það valdið miklum og langvarandi kvölum. Á þessu stigi er oftast kominn samfelldur krampi eða samdráttur í vöðvana. Verkjalyf eða vöðvaslakandi lyf hafa engin áhrif á verkina, né minnka þau krampann. Sjúkling- urinn verður hinsvegar skapstirður, upp- stökkur eirðarlaus og spenntur, sem ekki bætir ástandið. Þegar skotpunkturinn er fundinn er sprauta rekin í hann og staðdeyfandi efni sprautað í vöðvann. Það verða ýmsar líffræðilegar breytingar á vöðva í kjölfar þessa. Bruni í vöðvanum eykst og hann tekur að rýrna, en vökvi í honum eykst aftur á móti. Þarmeð er hann byrjaður að skemmast og sú þróun heldur áfram þartil brugðist er við henni á ein- hvern hátt. Það kemur oft fyrir að upprunalegar or- sakir sársaukans, sem geta verið meiðsli, innvortis sjúkdómar og margt fleira, hverfa á eðlilegan hátt. Sársaukinn gerir það hins- vegar alls ekki, i flestum tilfellum og það veldur mörgum talsverðum áhyggjum. Fólk skilur ekki hvað geti verið að og dettur í hug furðulegustu ástæður fyrir verkjunum. Læknar hafa til skamms tíma ekki áttað sig á þessu og þess eru mörg dæmi að sjúklingar hafi verið látnir ganga í gegnum miklar og nákvæmar rannsóknir og jafnvel verið gerðar á þeim meiriháttar aðgerðir án þess að það bæri nokkurn árangur. En nú eru menn smám saman farnir að viðurkenna sársaukann sem áhrifavald, og berjast gegn honum sem slíkum án þess að líta svo á að hann þurfi endilega að vera einkenni annars kvilla." Með rafviðnámsmælinum má finna skotpunktana, því rafviðnám húðarinnar er minna fyrir ofan þá en annars staðar á líkamanum. Deyft nokkrum sinnum „Skotpunktana má finna með einföldu tæki sem mælir rafviðnám húðarinnar. Raf- viðnám þeirra er minna en annarra svæða líkamans. Það er oft áhrifaríkara að stað- deyfa punktana og svæðið umhverfis, heldur en aö stinga bara með nál eða gefa straum. Þá er sjúklingurinn laus við sársauk- ann í nokkurn tíma á eftir. Það er einnig gott að gefa samfelldan veikan straum yfir stórt svæði eftir að deyft hefur verið. Þann- ig má ná til fleiri skotpunkta, ef sársaukinn er orðinn mjög útbreiddur, og hindra að taugaboð berist til mænu, sé rafstraumnum til dæmis beint að taugunum þarsem þær greinast frá mænunni. Þegar sjúklingurinn er laus við sársauk- ann getur hann farið að hreyfa sig óhindrað og eðlilega. Þá eru honum yfirleitt settar fyrir ákveðnar hreyfingar eða æfingar. Vöðvarnir eru slakir og afslappaðir og við það eykst blóðstreymi um þá. Þannig losna betur úr þeim súr næringarefni sem mynd- ast í vöðvum eftir áreynslu. Þegar þetta hefur verið endurtekið nokkur skipti er búið að koma sjúklingnum á rekspöl með að ná fullum bata. Ég þarf yfirleitt að deyfa sjúklinga sem til mín koma nokkrum sinnum áður en búið er að ráða niðurlögum sársaukans. En ég hef einnig yfir nokkrum einföldum tækjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.