Morgunblaðið - 05.09.1986, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986 T
Ég reyni að hræra
saman fomeskju
og nútíma
Rætt við Einar
Má Guðmundsson
um Eftirmála ~
regndropanna,
„Eftirmáli regndropanna“ er nafn á
skáldsögu sem Almenna BókafélagiÖ œtlar aÖ
gefa út meÖ haustinu. Sagan er eftirEinar
Má GuÖmundsson, hansþriÖja skáldsaga, en
nú í haust eru liÖin þrjú ár frá því aÖ síÖasta
bókhans, „ Vœngjasláttur íþakrennum", kom
út. Fyrsta skáldsaga Einars, „Riddarar
hringstigans“ kom út 1982, en hún hlaut 1.
verÖlaun í bókmenntasamkeppni AB sem
haldin var í tilefni af 25 ára afmœli
félagsins þaÖ ár.
norrænar
ögusviðið er það sama
og áður," segir Einar
um nýju bókina, „hverf-
ið með öllum þess
íbúum. Frásagnarhátt
urinn hefur þó breyst, og per-
sónurnar eru ekki þær sömu.
Strákarnir sem allt snerist um
í hinum bókunum tveimur
koma ekkert við sögu í þess
ari. Söguhetjurnar sumar,
svo sem Daníel prestur og
söðlasmiðurinn, hafa raun-
ar birst áður, bæði í Ridd-
urunum og Vængjaslætt-
inum. Og einsog nafn
sögunnar gefur til kynna
eru regndroparnir líka
nokkurs konar persónur,
svipað og dúfurnar í
Vængjaslættinum. En
Eftirmáli regndropanna
er saga sögð í þriðju pe-
sónu og er sjónarhornið því
allt annað en í fyrri sögunum."
Er Eftirmáli regndropanna
samt sem áður einskonar fram-
hald af þínum fyrri sögum?
„Nei, sögurnar eru, hver fyrir
sig, sjálfstæð verk. En auðvitað
liggja milli þeirra þræðir og spott-
ar. Það má segja að Vængjaslátt-
urinn sé nokkurskonar brú milli
Riddaranna og þessarar nýju
sögu hvað frásagnarhátt varðar.
Þeirri tilraun sem þar hófst er
haldið áfram fyrir alvöru. Ég reyni
að lýsa óskilgreindum nútíma-
veruleika sem er um leið skáldaö-
ur veruleiki. Skilin milli þess sem
hugsað er og hins sem gerist eru
ekki mjög greinileg, eða hvort
tveggja á sér stað samtímis. Hug-
arheimur fólksins er mér jafn-
mikilvægur og hinn ytri heimur
þess og ég vil ekki skilja þar á
milli með mjög skýrum hætti."
Hvað áttu við?
„Ég reyni að láta þjóðsögur og
þjóðtrú ganga upp í sögunni.
Sjáöu til, þjóðsögurnar eru ekki
skáldskapur í þess orðs fyllstu
merkingu. Þær eru hluti af veru-
leika eða hugarheimi fólks og í
skáldskap eru veruleiki og hugar-
heimur tvær hliðar á sömu mynt.
í Eftirmála regndropanna ganga
draugar Ijósum logum og eru lítið
frábrugðnir öðrum persónum
hennar. Veruleiki í skáldskap er
túlkunaratriði. Þessvegna er ekki
gerður greinarmunur á því hvern-
ig fólkið í hverfinu upplifir drauga-
ganginn og hvernig einhver
tiltekinn raunveruleiki hafi verið
og spurningin hvort draugar séu
til eða ekki er engin spurning.
Það er sagt aö skáldskapurinn
sprengi brýrnar milli tímanna. Ég
reyni að hræra saman forneskju
og nútíma í sögunni svo allir tímar
séu hinn eini tími. Það er ekki
bara samlíking heldur veruleiki.
Skáldskapur er hvort tveggja í
senn, hin nálæga eilífð og eilífa
nálægð."
Á Ijóðlístar-
hátíA í Osló
Um miðjan ágúst var haldin í
Osló alþjóðleg Ijóðlistarhátíð, þar
sem reynt var að gefa mynd af
því hvernig skáldskapur og listir
yfirleitt hafa þróast gegnum
tíðina, bæði að tækni og efnivið.
Einari var boðið að taka þátt i
hátíðinni. Þangað kom hann eftir
að hafa verið á skáldaþingi í Dan-
mörku þarsem menn höfðu grufl-
að í stöðu bókmenntanna og þó
aöallega sett sig inní finnskar
bókmenntir.
„í Osló las ég upp Ijóð sem
hafa komið út eftir mig á dönsku
og einnig las ég kafla úr nýrri
danskri þýðingu á Vængjaslætti í
þakrennum. Það var feikilega
gaman að koma þarna og fá tæki-
færi til að kynna sín verk í öðru
umhverfi en maður er vanur og
líka að sjá og heyra hvað aörir
eru að fást við, ekki síst aörir
Norðurlandabúar. Auk mín lásu
þarna upp Rói Patursson, Færey-
ingurinn sem fékk bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs núna í
vetur, Piet Hein og Pia Tafdrup
frá Danmörku, Göran Tunström
sem skrifaöi Jólaóratoríuna og
auk þeirra jafn ólík skáld og enska
„Ijóðapönkdrottningin" Joolz og
rússneska Ijóðskáldið Andrej Voz-
nesenskíj, svo einhverjir séu
nefndir.
Norðmenn eru auðugir um
þessar mundir enda var mikið lagt
í hátíðina, bankar og fyrirtæki
styrkja hana. Þarna voru skáld og
listamenn víðsvegar að úr heimin-
um og áhersla lögð á að blanda
saman öllum hugsanlegum list-
formum. Blökkumenn frá Afríku
voru með dagskrá byggða á sinni
sagna- og danshefö og jógar frá
Indlandi lyftu sér frá jöröu meö
hugarorkunni. Og þarna voru tón-
listarmenn frá Pakistan sem léku
sígilda músík síns heimalands að
ógleymdum gömlu Ijóðakempun-
um Ed Sanders og Tuli Kupfer-
berg úr dönsku hljómsveitinni
Fugs. Á hinn bóginn voru allskyns
dagskrár og sýningar sem byggðu
á nýjustu tækni, leisigeislum og
svoleiðis dóti.
Þetta var eiginlega einstök
hátíð og vert að gera fleira í þess-
Einar Már
Guðmundsson ásamt
dætrum sfnum þremur,
Rakel, Hildi og Önnu
Björku.
um dúr. Það kom til dæmis til
umræðu að halda Ijóðlistarhátíð
samtímis í mörgum löndum, og
nota gervihnetti til að sjónvarpa
á milli á sama hátt og gert var
þegar Live aid-tónleikarnir voru
haldnir. Margir óttast alla þessa
nútímatækni og halda að hún
gangi af öllum skáldskap dauðum.
Það held ég sé mikill misskilning-
ur. Það er einmitt um að gera að
notfæra sér hana. Þar viö bætist
að Ijóðlist og skáldskapur yfir-
höfuð og ekki síst uppákomur
einsog þessi, virðast njóta vin-
sælda um þessar mundir.
Fólk kemurtil að hlusta og fylgj-
ast með og það væri vonandi að
íslenskt atvinnulíf og yfirvöld
landsins gerðu sér Ijósa þá mögu-
leika sem felast í menningu. En í
þeim efnum er ástandið því miður
svart. Útá við leggjum við ekki
áherslu á sérstöðu okkar og hæfi-
leika til listrænnar sköpunar
heldur alþjóðlegt samsuðumull og
andlegan gjaldkeraskáldskap
einsog Gleðibankann. ( Gleði-
bankann voru lagðar, að því sumir
segja, hátt á annan tug milljóna
meðan 300 þúsund krónum er
varið til kynningar á íslenskum
bókmenntum erlendis. Ég veit
ekki hvað Snorra Sturlusyni þætti
um þessa tilhögun mála hjá sögu-
þjóðinni."
Norræn
bókmenntabylgja
„Það er mikil gróska í bók-
menntum á Norðurlöndum um
þessar mundir og ég er viss um
að heimurinn á eftir aö upplifa
norræna bókmenntabylgju á
næstunni ekki ólíka þeirri sem
kom frá Suður-Ameríku fyrir
nokkrum árum.
Sem stendur eru bókmenntir
úr okkar heimshluta ekki metnar
að verðleikum í hinum stóra
heimi, hvorki meðal engilsax-
neskra þjóða né þýskumælandi
til dæmis. Það er litið á Norður-
lönd sem einhverskonar útkjálka.
Þetta verður að breytast og ég
held að það sé á okkar valdi. Við
höfum einhverja mínnimáttar-
kennd og sjálfsvitund okkar er
ekki nægilega sterk. Norður-
landabúar líta á sjálfa sig sem
hálfgerða sveitamenn á alþjóðleg-
um vettvangi. Ómeðvitað lita þeir
sjálfir á Norðurlöndin sem út-
kjálka. Og i öllum tískuvaðlinum
gleymast kannski klassískar nor-
rænar nútímabókmenntir, höf-
undar einsog Hamsun, Strind-
berg, Laxness, Heinesen og
margir fleiri sem eru tvímælalaust