Morgunblaðið - 07.09.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.09.1986, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986 2 B Óvígð sambúð og sambúðarslit Hver er réttur sambúðarfólks þegar upp úr slitnar? Samkvæmt tölum frá Hagstofu íslands bjuggu 5.570 pör saman í óvígðri sambúð þann 1. desember 1985. A snær- um þessa fólks voru 7.380 böm. Á sama tíma töldust hjónapör á ís- landi vera 45.269 en bameign þeirra var 50.103 böm yngri en 16 ára. Flestir ef ekki allir, sem eitthvað hafa fjallað um þessi mál, em á einu máli um að fjöldi þeirra sem búa saman, án þess að fá til þess blessun kirlqu eða ríkis, er meiri en framangreindar tölur gefa til kynna. Það er með öllu óljóst af hvaða ástæðum íslendingar velja óvígða sambúðarformið í slíkum mæli sem raun ber vitni. En það er næsta víst að óöryggi og óvissa um sinn hag hlýtur að tengjast óvígðum sambúðaraðilum í mun ríkari mæli en hinum sem ganga í hjónaband. Þessa verður sérstaklega vart þegar til sambúð- arslita kemur. Engin lög eru til um skipti bús þegar upp úr óvígðri sambúð slitnar Þann 1. janúar 1987 tekur gildi breyting á lögum númer 3 frá 1878 um skipti á dánarbúum og félags- búum og fleiru. Þessi breyting felur það í sér að skiptarétti verður heim- ilað að annast uppskipti á búum sambúðarfólks. Að sögn Guðrúnar Erlendsdóttur hæstaréttardómara er hér öðrum þræði á ferðinni samræmingarat- riði. Við núverandi aðstæður sér skiptaréttur nefnilega um skipti á dánarbúum, hvort heldur í hlut eiga sambúðaraðilar eða hjón. En þessi breyting leiðir líka annað og meira af sér; hægt verður að komast hjá löngum og kostnaðarsömum mála- ferlum fyrir almennum dómstólum og þannig sparast bæði fjármunir og tími. En það ber að undirstrika að framangreind lagabreyting hefur aðeins í för með sér ákveðna vinnu- reglu um hvemig staðið skuli að skiptum bús ef deilur um eignar- rétt blossa upp við samvistarslit. Eftir sem áður verða ekki til neinar lagareglur sem tiltaka rétt aðila um fjárskipti við slit á óvígðri sambúð. Meginreglan verður því áfram sú að viðkomandi aðilar eiga þá hluti sem þeir sannanlega hafa keypt fyrir eigið fé. Þessi regla gildir einn- ig þegar grundvöllurinn gliðnar undan hjónaböndum og skilnaður verður úr. En í 64. grein títtnefndra laga um skipti á dánarbúum og félagsbúum o.fl. stendur orðrétt: „Nú verða málspartar eigi ásáttir um, hvemig úthluta skuli, og geng- ur sá fyrir, er fært hefír inn í búið þann hlut, sem ágreiningur er um, ella ræður hlutkesti." Þegar hér kemur skilja leiðir með þeim sem eru giftir og hinum sem eru í sambúð. Um hina giftu eru til víðtæk lög sem tryggja eiga helmingaskipti eignanna þegar og ef upp úr slitnar. Að baki sambúðar- fólkinu standa hins vegar engar slíkar lagatryggingar, — ef kemur upp saupsætti um skiptingu eign- anna verður það að sækja deilumál- in fyrir dómstólum (eða skiptarétti eftir 1. jan. næstkomandi) en dóm- arar hafa engar klárar reglur að fara eftir við dómsuppkvaðningu. Ráðskonulaun eða hlutdeild í eignamyndun Mörg þeklq'um við sjálfsagt ófagrar sögur um sambúðarslit þar sem annar aðilinn, venjulega karl- inn, hefur tekið til sín nær allt búið og komist upp með það vegna þess að hlutimir hafa verið skráðir á hans nafn. Til að hamla gegn slíku ranglæti hafa íslenskir dómstólar iðkað það til skamms tíma að dæma konunni ráðskonulaun. Upphæð þessarar fjárhæðar er komin undir mati dómara hverju sinni. Árið 1981 breytti Hæstiréttur íslands í fyrsta skiptið frá þessari dómvenju. í stað þess að dæma öðrum aðilanum ráðskonulaun fékk hann hlutdeild í þeirri eignamyndun sem orðið hafði á sambúðartíman- um. í kjölfar þessa hafa fallið fleiri dómar hjá Hæstarétti sem ganga í sömu átt. Hér er greinilega um stefnubreytingu að ræða, ráðskonu- launin eiga ekki lengur upp á pallborðið en réttlátara þykir í mörgum tilvikum að báðum aðilum sé dæmdur eignarréttur að hlutum sem um er deilt. í erindi hjá Dómarafélagi ís- lands, sem flutt var í október 1984, benti Guðrún Erlendsdóttir á að þrátt fyrir þessa dóma Hæstaréttar þá tæki því fjarri að hægt væri að leiða af þeim almenna reglu um skipti á búum sambúðaraðila, til þess þyrftu fleiri dómar að falla. Til dæmis er ekki búið að taka af skarið með það hvort báðir aðilar verði að leggja fé til kaupanna svo um sameiginlega hlutdeild í eigna- myndun geti orðið að ræða. Svo dæmi sé tekið þá getur þessi spum- ing vaknað í sambandi við heima- vinnandi konu, á hún að eiga í íbúðinni sem hún og sambúðaraðili hennar flytja inn í eftir að sambúð- in er byijuð? Hún gætir barnanna á meðan hann aflar fjár til að borga íbúðina. Þó margt sé þannig enn á huldu varðandi skipti á búum sambúðar- aðila þá sagði Guðrún það engu að síður Ijóst orðið, „að tekið er tillit til lengdar sambúðar, íjárhagslegr- ar samstöðu aðila, sameiginlegra nota af eigninni og tekna að- ila. . . “ Samningar milli fólks í óvígðri sambúð Nú kann einhverjum að koma til hugar að stjómarskrá íslands tryggi mönnum samningafrelsi. Getur þá ekki parið, sem einhverra hluta vegna vill forðast hjónaband- ið, einfaldlega gert með sér samn- ing í upphafi sambúðar þannig að það komi í sama stað niður eins og þau væru gift? Þessu verður að svara neitandi. Eins fer með samninga milli sambúðaraðila um peningagreiðslur ef upp úr slitnar. Áð vísu eru slíkir samningar gildir ef þeir em gerðir þegar sambúðarslit em á næsta leiti og þau því fyrirsjáanleg, en ef allt leikur í lyndi við undirritun þeirra þá dæmast þeir staðlausir stafir og ómerkir. Þetta byggir á þeirri hugmynd að dómstólar telja það ekki veijandi að samningsaðilar semji með sér um óvissa og stundum ófyrirsjáan- lega atburði í framtíðinni, það sé ekki rétt að heimila mönnum að afsala sér eignum og tekjum á þennan hátt. Á síðustu árum hefur lög- bundinn réttur sambúðarað- ila verið aukinn Þannig má vera orðið ljóst að lagalega séð er staða þeirra sem búa í óvígðri sambúð mun ótrygg- ari en hinna sem kjósa hjónabandið. Á hitt ber þó að líta einnig að á undanfömum ámm hefur sitthvað verið gert til að jafna eitthvað þenn- an stöðumun. Faðir óskilgetins bams á til dæmis sama rétt, laga- lega séð, og móðirin til umgengni við bamið og forsjár þess þegar upp úr sambandi þeirra slitnar. I þessu gerir löggjafinn engan mun á óvígðri sambúð og hjúskap. I lögum um almannatryggingar (nr. 67, 1971) er þetta sama við- horf haft að leiðarljósi. Þar segir í 62. grein: „Sama rétt til bóta og hjón hafa samkvæmt Iögum þessum einnig karl og kona, sem búa sam- an og em bæði ógift, ef þau hafa átt saman bam eða konan er þung- uð af hans völdum eða sambúðin hefur varað samfleytt í 2 ár. Sama gildir um bótarétt þess, sem eftir lifír, þegar hitt deyr.“ Þá var 14. grein laga nr. 29 frá árinu 1963, um Lífeyrissjóð starfs- manna ríkisins, breytt á þann veg árið 1980 að eftir breytinguna á sérhver rétt á makalífeyri úr sjóðn- um ef hann hefur sannanlega séð um heimilið fyrir hinn gengna í minnst 5 ár. Hið sama gildir ef sá látni lætur eftir sig bam innan 18 ára aldurs, þá á sambúðaraðilinn (bamsmóðir eða bamsfaðir) rétt á lífeyri þó aðeins hafi verið um óvígða sambúð að ræða. lufsbssa ' Annars er það að segja um réttarstöðu barna að hún er svipuð hvort heldur foreldrarnir em giftir eður ei. Og þrátt fyrir að bamið fæðist utan hjónabands þá verður það, samkvæmt 2. grein Bamalaganna frá 1981, skilgetið jafnskjótt og foreldrar þess giftast. I þessu sambandi ber að líta á það að óvígðir sambúðaraðilar geta ekki ættleitt bam saman. I ættleiðingar- lögunum frá 1978 er í 5. grein glögglega tekið fram að eingöngu hjón mega ættleiða saman. Hins vegar hafa sambúðaraðilar rétt til að reyna ættleiðingu hvor fyrir sig. Sjálfkrafa erfir sambúðar- aðili aldrei látinn sambúðar- mann sinn. Lögerfðaréttur getur aldrei myndast á milli sambúðaraðila, öndvert því sem gerist milli giftra aðila. Þetta þýðir að deyi annar sambúðaraðilinn þá á hinn engan sjálfsagðan rétt til arfs eftir hann. Með erfðaskrá má breyta þessu en í henni getur viðkomandi aðili ánafnað sambúðarmanni sínum allt að >/3 hluta eigna sinna, en það er sama hlutfall og oft kemur sjálf- krafa í hlut maka við fráfall eigin- manns (eða eiginkonu). Þetta byggir á því að hveijum manni er óheimilt að gera erfðaskrá um meira en ’/s hluta eigna sinna þegar eftirlifandi niðjum eða maka er til að dreifa. En makinn erfir Va hluta eigna en böm 2h. Þetta breyt- ist að vísu ef engin böm era í dæminu, þá erfir makinn 2/3 og for- eldrar hins látna Vs, en ef þau era einnig gengin fyrir ættemisstapa, þá tekur makinn allan arf. Þannig geta sambúðaraðilar tryggt með erfðaskrá, að ef annað þeirra fellur frá, þá á sá sem eftir lifir rétt á lh hluta eigna hins. Ef hvorki maki né niðjar era fyrir hendi má viðkomandi ráðstafa öllum eig- um sínum með erfðaskrá. En vegna þess að lögerfðaréttur getur ekki myndast milli sambúðar- fólks þá á langlífari aðilinn í slíku sambandi engan rétt til setu í óskiptu búi sem hann þó ætti að öllu jöfnu ef um hjónaband hefði verið að ræða. Samkvæmt lögum um erfðafjár- skatt nr. 83/1984 gilda sömu reglur um skattgreiðslur af arfi hvort held- ur í hlut á maki eða sambúðaraðili- Þær era í skemmstu máli á þá leið að þessir aðilar greiða engan erfða- fjárskatt. Til að þetta ákvæði nái til sambúðaraðila þarf að vísu að taka það fram skýram stöfum í erfðaskrá að hann hafi stofnað til sambúðar með arfleiðanda. Á að láta sömu reglur gilda um hjónaband og óvígða sambúð?“ Með ef til vill einhveijum undan- tekningum má segja að þeir lög- lærðu menn sem eitthvað hafa haft til þessarar umræðu að leggja hafi verið því andsnúnir að gera þessi tvö sambúðarform jafnrétthá. Þetta spursmál var meðal annars til umræðu á 27. þingi norrænna lögfræðinga sem haldið var í Reykjavík 1975. Þar varð niður- staðan af umræðunum sú að hjónabandið skyldi áfram vera sett skör hærra. Líflegar umræður urðu einnig á þinginu um skilgreiningu óvígðrar sambúðar. En í þeim efnum hefur mönnum sýnst sitt hvað, miðað hefur verið við ákveðinn árafjölda í sambúð, þungun, börn og fleira. Um þetta atriði, það er hvemig skilgreina beri óvígða sambúð, gilda þó enn engar almennar reglur. Svo virðist sem íslenskir lög- fræðingar séu á svipaðri skoðun og starfsbræður þeirra á hinum Norð- urlöndunum um að ekki beri að leggja að jöfnu hjónaband og óvígða sambúð fyrir lögum. Árið 1970 birtist grein í Úlfljóti,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.