Morgunblaðið - 07.09.1986, Síða 8

Morgunblaðið - 07.09.1986, Síða 8
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986 8 B Leyndardómar pýramídans mikla Pýramídamir eru tákn Egyptalands og minni- svarðar hinnar lítt þekktu menningar sem þar blómstraði fyrir þúsundum ára. Þeir hafa löngum þótt leyndardómsfullar byggingar því aliar samtímaheimildir um byggingu þeirra eru fyrir löngu glataðar. Enginn veit með vissu hvemig eða hvers vegna Egyptar byggðu þá en tilgátur um það eru margar til. í þessari grein verður því fátt um skýr svör heldur verður einungis stikiað á stóru í sögu pýr- amídarannsókna og greint frá nokkrum tilgátum. Elsti pýramídinn A valdatíma þriðju konungsætt- arinnar í Egyptaiandi, um 2650 f. Kr., er álitið að fyrsti pýramídinn hafi verið reistur, þrepapýramídi Zosers faraós. Hann var byggður nálægt hinni fomu egypsku höfuð- borg Memphis sem er skammt fyrir sunnan Kaíró. Alitið er að þessi fyrsti pýramídi sé til vitnis um fyrstu tilraun Egypta til að byggja grafhýsi úr tilhöggnum steini því eldri grafhýsi voru gerð úr leirstein- um. Alitið er að upprunalega hafi þessi pýramídi einungis verið eitt geysimikið steinþrep sem reist hafi verið yfir grafhýsi sem höggvið hafði verið um þrjátíu metra niður í klettinn sem pýramídinn stendur á. En áður en byggingameistararn- ir luku við steinþrepið er sem þeir hafi fengið hugmynd sem markaði upphaf pýramídaaldar; þeir bættu við þrem þrepum og gerðu fjögurra þrepa pýramída. Loks bættu þeir við fimmta þrepinu og var þessi fyrsti pýramídi þá orðinn rúmlega 60 metra hár. Pýramídaöldin Afkomendur - Zosers faraós létu byggja nokkra þrepapýramída áður en þeir réðust í að byggja fyrsta pýramídann sem hafði slétta veggi við Maidum, um 65 km suður af Kaíró. Þar eru nú rústir einar en álitið er að þessi pýramídi hafi ver- ið 75 metra hár og mjög brattur. Til allrar ógæfu var hann byggður á sandi í stað kletts og hefur því hrunið, hugsanlega áður en lokið var við hann. En byggingameistaramir virðast hafa lært af þessu. Sneferu, fyrsti faraó fjórðu konungsættarinnar (frá um 2500 f. Kr. til 2400 f. Kr.) lét byggja tvo pýramída við Dashur, rétt sunnan við Saqqara. Síðar voru stóru pýramídarnir þrír við Giza reistir: hinn mikli Keops- pýramídi, annar álíka mikill sem kenndur er við Khafre og minni pýramídi sem kenndur er við Men- kaure. Keops-pýramídinn er ein- stæður vegna þess að inni í honum eru göng og hvelfingar, en í öllum öðrum egypskum pýramídum er aðeins einn gangur sem liggur að grafhvelfíngu undir pýramídanum. Hann er jafnframt stærstur allra pýramídanna. Upphaflega mun hann hafa verið 146 metra hár en grunnlína hans um 231 metri. Hvorki fyrr né síðar lögðu Egypt- ar í að reisa siíka völundarsmíð sem Keops-pýramídann. Fimmtu og sjöttu konungaættimar héldu að vísu áfram að reisa pýramída við Saqqara og Abu-Sir en jafnvel í hinum vönduðustu þeirra em stein- amir gróflega tilhöggnir og fæstir þessara pýramída hafa staðist tímans tönn. Um 2189 f. Kr. klofn- aði veldi faraóanna í smáríki og var þá öilum pýramídasmíðum hætt. Þegar ríkið var sameinað á ný, frá 2000 f. Kr. til 1750 f. Kr., var að vísu tekið til við pýramídasmíðar á ný en þeir pýramídar vom bæði smáir og flestir þeirra gerðir úr leirsteini. Það vom síðustu pýr- amídarnir sem Egyptar byggðu. Pýramídinn mikli Keops-pýramídinn sem sjá má í Þrepapýramídinn við Saqqara var reistur yfir grafhýsi Zosers fara- ós og er hann 60 metra hár. Hann er talinn elstur allra pýramídanna á Egyptalandi, byggður um 2650 f.Kr. Göng og herbergi i Keopspýramidanum. Dulspekingurinn Adam Rutherford áleit að spásögn um sögu mannkyns væri sett fram í lengdareiningum ganga og herbergja inni i pýramídanum með tákn- rænum hætti og rökstuddi þessa kenningu sina af miklu andríki, Einstök ártöl hafa verið færð inn á þessa mynd samkvæmt kenningu hans. Margir Egyptalandsfræðingar telja að stóru pýramídarnir hafi verið reistir á þennan hátt. Þeir hugsa sér að braut úr hörðum leir hafi verið Iögð umhverfis pýramídana og þannig haf i verið unnt að draga tilhöggnar gTjót- blokkirnar upp og koma þeim fyrir eftir því sem verkinu mið- aði. dag er ekki hinn sami og fommenn litu. Upprunalega var hann allur klæddur hvítum kalkseini sem end- urvarpaði sólargeislunum, enda nefndu Forn-Egyptar hann Ljósið. Veggbjörgin féllu nákvæmlega saman svo samskeyti urðu varla greind. Hinn mikli þríhyrningur, sem gnæfði af gulri sandbreiðunni, hefur verið óvænt sýn og gagntak- andi — hann logaði allur eins og tröllaukin skuggsjá og hefur sést úr mikilli Qarlægð. í lok tólftu aldar hefur kalk- steinsklæðning pýramídans mikla enn verið á sínum stað því arabíski ferðalangurinn Abdul Latif skrifar um pýramídann á þessa leið: „A steinana var fomletur ritað og er það nú óskiljanlegt. Ég hef engan mann hitt, á öllu Egyptalandi, sem skilur þetta letur. Og áletranirnar em svo margar, að væri eftirrit gert, aðeins af yfirborði pýramíd- anna tveggja, myndi það fylla meira en sex þúsund blaðsíður." . Engar áletranir er framar að finna á veggjum Keops-pýramíd- ans. Ljóst er að gijótið í vegg- klæðningu hans hefur verið sótt til Mokattam-hæðanna, sem em suð- austur af Kaíró. Mikill landskjálfti varð á Egyptalandi tveimur ámm eftir að Abdul Latif var þar á ferð, og hmndi þá Kaíróborg til gmnna. Var þá ráðist á pýramídana og þaðan tekið byggingarefni til að reisa hina föllnu borg. Keops-pýr- amídinn var rúinn nær allri klæðn- ingu sinni og toppur hans skemmdur þannig að nú er hann um 137 metrar á hæð. Þessi eyði- leggingarstarfsemi stóð áratugum saman og létu hinar fornu bygging- ar þá mikið á sjá. Lengi var það mönnum hulin ráðgáta hvað pýramídinn mikli hefði að geyma. Inngangurinn var vandlega falinn og tókst ekki að finna hann þó reynt væri til þess öldum saman. Hvorki stjómendum Grikkja né Rómveija, eða Egyptum sjálfum tókst að finna hina innri ganga og herbergi, þó munnmæla- sögur um innganginn væm margar. Leiðangnr A1 Mamouns kalífa En þar kom að menn réðust til inngöngu og vom þeir að leita að fjársjóði, sem munnmælasögur hermdu að geymdur væri í pýramíd- anum. Árið 820 e. Kr. safnaði kalífinn A1 Mamoun srijöllustu verk- fræðingum sínum og húsasmiðum saman ásamt verkamönnum á há- sléttunni við Gizeh, og bauð þeim að opna Keops-pýramídann. Þeir höfðu hvorki uppdrætti né vinnuteikningar, en fóm eftir göml- um sögusögnum um að innganginn væri að finna á norðurhlið pýramíd- ans. Þess má geta að A1 Mamoun kalífi var sonur Harouns A1 Rasc- hid kalífa sem frá er sagt í „1001 nótt". Hann var ráðinn í að fínna hina miklu ijársjóði sem munnmæli hermdu að faraóamir hefðu fólgið í pýramídanum. Én þeir, sem byggðu pýramíd- ann, virðast hafa gert ráð fyrir því að menn myndu reyna að bijótast þar inn. Þess vegna hafa þeir kom- ið innganginum fyrir nokkmm fetum utar miðjum vegg, og tölu- vert hærra uppi en ætla mátti líklegt. Því fór það svo, að starfs- menn A1 Mamouns strituðust við að ijúfa pýramídann í nokkra mán- uði án þess að sjá votta fyrir gangi eða herbergi. Hefðu þeir ekki haft önnur ráð en að nota hamar og meitil, er hætt við að starfíð hefði enst þeim öll ríkisstjórnarár kon-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.