Morgunblaðið - 07.09.1986, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986
B 15
ég héldi uppi almennilegum aga.“
Eins og fyrr segir var það í jan-
úar ’85 sem Jón Oðinn fór í fyrsta
skiptið með lið á landsmót. Þegar
kom á keppnisstað í Reykjavík
mætti hann einum af forvígismönn-
um júdóíþróttarinnar þar í borg.
Þeir tóku tal saman og Reykvíking-
urinn spurði hver væri þjálfari
norðanmanna. Jón Óðinn svaraði
sannleikanum samkvæmt og þá
sagði sá reykvíski að bragði: „Nú
já, það er þá þjálfaravandamál hjá
ykkur."
„A þeirri stundu var ég alveg
sammála honum en eftir mótið
runnu á mig tvær grímur," segir
Jón Óðinn og glottir.
„Þá var ástæða
til að vera montinn“
Og hann hafði sannarlega
ástæðu til að efast um að þjálfara-
skortur stæði júdóíþróttinni fyrir
þrifum á Akureyri því af 31 verð-
launum, sem veitt voru á þessu
Islandsmeistarmóti, féllu 17 í skaut
akureyrsku piltunum.
Fyrir þjálfara þeirra var þetta
stór stund. „Það var keppt á tveim-
ur völlum, ég var stressaður og þar
kom að ég hætti að geta fylgst
nógu vel með mínum mönnum. Eg
æddi því á milli þeirra að spyija
hvemig hefði gengið og alltaf fékk
ég sama svarið: Eg vann.“
nú ekki mjög skemmtilegur þá. Eg
fékk skömm í hattinn fyrir nuddið
og þar kom að ég hætti því alveg
og ákvað að einbeita mér að yngri
flokkunum".
Og það verður ekki vefengt að
þessi ákvörðun hefur borið ríkuleg-
an ávöxt, en að vinna til verðlauna
á keppnismótum er kannski ekki
það eina sem íþróttir ættu að snú-
ast um. Hafa þær ekki einnig
eitthvert uppeldislegt gildi?
Þessu síðasta samsinnir Jón Óð-
inn strax. Hann segist sannfærður
um að júdóið hafí hjálpað piltunum
að þroskast og þeir „hafa orðið
betri drengir við að æfa íþróttina.
Það hefur færst í vöxt að foreldrar
komi og tali við mig og undantekn-
ingarlaust hefur þeim þótt júdóið
gera sínum piltum gott. Sjálfur
veit ég dæmi þess að menn hafa
tekið algjörum stakkaskiptum til
hins betra við að æfa júdó í svolít-
inn tíma. Gagnrýni hef ég fengið
einnig en kannski frekar í gríni en
alvöru. Það er nefnilega sagt að
strákamir verði svo montnir hjá
mér að við ekkert verði jafnað.
Þeir hafa líka æma ástæðu til að
ganga beinir í baki“, segir Jón Óð-
inn og er greinilega skemmt.
„Þætti slæmt að sjá starf
mitt verða að engn“
„Það má segja að ég sé alltaf
Ljósm./Jón Hauksson
Jón Óðinn segir til. Meðal þeirra atriða sem hann leggur mikla
rækt við er fjölbreytni æfinga. Þessi fjölbreytni verður þó ávallt
að taka mið af þeim ákveðnu tæknilegu þáttum sem áhersla er á
hveiju sinni. Aðrir á myndinni eru Freyr Gauti Sigmundsson, æfinga-
félagi Jóns Óðins, Trausti Harðarson og lengst til hægri er Jóhann
Gísli Sigurðsson.
Árangurinn á þessu móti fór
fram úr björtustu vonum Jóns Óð-
ins. „Þeir unnu þrisvar sinnum
meira af glímum en ég hafði búist
við fyrirfram og það var ekki slæmt.
Þremur til ijórum dögum eftir mót-
ið byijaði það að renna upp fyrir
mér að nú væri rík ástæða til að
vera montinn."
„Þá þótti ég leiðinlegur“
Það er eftirtektarvert að Jón
Óðinn hefur á seinustu þremur vetr-
um byggt upp sterkan kjarna ungra
júdómanna á Akureyri en nær eng-
inn úr þessum hópi er enn búinn
að ná þeim aldri að keppa í flokki
fullorðinna.
„Þetta á sér einfalda skýringu,"
segir þjálfarinn ungi, „fyrst þegar
ég var að byija þjálfunina var ég
alltaf að nöldra í þeim eldri að fara
nú að mæta á æfíngar. Maður þótti
að læra sjálfur samhliða þjálfun-
inni. Eftir því sem strákamir verða
betri þeim mun meiri vinna verður
það fyrir mig að undirbúa æfingar.
Ég verð að gæta þess að staðna
ekki þrátt fyrir velgengnina, ég vil
alltaf gera betur. Til þess að ná
þessu markmiði verð ég að vera
opinn fyrir gagnrýni, jafnt annarra
sem minnar innri raddar. Ég stefni
að því að fara einu sinni til tvisvar
á ári til útlanda að kynna mér þjálf-
un þar.“
Jón Óðinn fer fremur dult með
framtíðarhorfur sínar, „en það er
þó ljóst að hér á Akureyri verð ég
næstu 10 árin. Að minnsta kosti
fer ég ekki að hugsa mér alvarlega
til hreyfings fyrr en einhver getur
tekið við þjálfuninni af mér. Mér
er illa við að láta júdóið lognast út
af hér í bæ og sjá vinnu mína verða
til einskis."
J.H.
INNLAUSNARVERÐ
VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
Í2.FL.B1985
Hinn 10. september 1986 er annar fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 2. fl. B1985.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 2 verður frá og með 10. september n.k. greitt sem hér segir:
___________Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini_kr. 1.979,00_
Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. mars 1985 til 10. september 1986 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1239 hinn 1. september 1985
til 1486 hinn 1. september 1986.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
Innlausn vaxtamiða nr. 2 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands,
Hafnarstræti 10, Reykjavík, og hefst hinn 10. september n.k.
Reykjavík, 29. ágúst 1986
SEÐLABANKI ÍSLANDS
EFÞÚ
KAUPIR
KOKKrO-PLAST
KORKFLÍSAR NÚNA í ÁR
ÞA REISISIIR SLnÁBYRGÐlPI
OKKAR EKKI ÚT FYRR EIS
Þetta merkl ósamt óbyrgðarskírteinl, trygglr 10 óra slitóbyrgð
ó KORK-O-PLAST gólffllsum.
Vlð erum þeir elnu sem ftyljum þessa gœðavóai til landslns.
KORK-O-PLAST er með slitsterka vinylhúð og notað á gólf sem mikið
mæðir á, svo sem á flugstöðvum og á sjúkrahúsum.
KORK-O-PLAST er auðvelt að prífa og pægilegt er að ganga á pví.
Sérlega hentugt fyrir vinnustaöi, banka og opinberar skrifstofur.
KORK-O-PLAST byggir ekki upp spennu og er mikið notað
í tölvuherbergjum.
KORK-O-PLAST fæst í 14 mismunandi korkmynstrum. mid
EF ÞÚ BÝRD ÚTI Á LANDI ÞÁ SENDUM VIÐ ÞÉR
ÓKEYPIS SÝNISHORN OG BÆKLING.
Einkaumboð á íslandi
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
ÁRMÚLA 16 - REYKJAVÍK - SÍMI 38640