Morgunblaðið - 07.09.1986, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 07.09.1986, Qupperneq 20
íftjfc + f EITT ELSTA VEITINGAHÚS í REYKJAVÍK GAMLl TÍMINN... NÝI TÍMINN... Ef veggvmir íÞórscafé gætu talað.. íslensk skemmtanamenningf á sér ekki langa sögu, varla mikið lengri en 40 ára, enda má segja að skemmtanalif á alþjóðavísu hafi ekki hafist hér á landi fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina. En þótt 40 ár séu ekki langur tími í sögu þjóðar, hafa fjórir síðustu áratugir verið býsna viðburðaríkir á sviði skemmtanalífsins og breytingar bæði stórstígar og hraðar. Ef veggir veitingahússins Þórscafé gætu talað myndu þeir geta sagt þá sögu í smáatriðum. Lúdó og Stefán gerðu garðinn frægan í Þórscafé á 7. áratugnum og var ein hressasta rokksveit sins tíma. Hjónin Ragnar V. Jónsson og Júlíana Erlendsdóttir, stofnend- ur Þórscafé. Jónsson og Júlíana Erlendsdóttir stofnuðu Þórscafé árið 1946 má segja að brotið hafí verið blað í sögu skemmtanalífs í Reykjavík. Þau hjón voru á vissan hátt braut- ryðjendur í veitingahúsarekstri eftirstríðsáranna, þar sem nýr tími kallaði á breytt viðhorf og ferskar hugmyndir. Fyrstu árin var starf- semin til húsa að Laugavegi 105, Þórscafé minnist þess nú að 40 ár eru liðin frá stofnun fyrirtækis- ins. A þessum tíma hafa vissulega orðið miklar breytingar í íslensku skemmtanalífi og þær breytingar eru samofnar sögu Þórscafé. Á sama hátt má segja að saga dægur- tónlistar og íslenskra danshljóm- sveita verði ekki skilin frá sögu Þórscafé. Þar hafa íslenskir hljóm- listarmenn löngum átt sér öruggt athvarf enda hefur staðurinn boðið upp á lifandi danstónlist allt frá upphafi. 1 Qörutíu ára sögu veitingahúss kennir að vonum ýmissa grasa og þar hafa ólíkar kynslóðir skemmt sér — hver með sínu sniði. Raunar hafa ýmsir haft á orði, að kynslóða- bilið hverfi þegar gengið sé inn í Þórscafé og má það vissulega til sanns vegar færa. Staðurinn býður upp á tóniist og skemmtanir fyrir fólk á öllum aldri og ekki annað séð, en að fólk á mismunandi ald- ursskeiðum hafi skemmt sér þar prýðilega saman í gegnum árin. Breytt viðhorf Þegar þau hjónin Ragnar V. Þórskabarett hóf göngu sína í Þórscafé skömmu eftir breytingarnar 1976. Þórscafé hefur síðan ávallt boðið upp á skemmtidagskrá yfir vetrartímann. Hér má sjá Jörund, Halla og Ladda og lengst til hægri eru tveir liðsmenn hljómsveitarinnar Galdrakarlar, sem um árabil lék í Þórscafé. í húsi Sveins Egilssonar, þar sem nú er Brunabótafélag íslands. Opið var á hveiju kvöldi — tvisvar í viku voru gömlu dansamir og hin kvöld- in nýju dansamir. Mæltist það fyrirkomulag vel fyrir á þessum árum og var yfirleitt fullt hús á hvetju kvöldi. Samkvæmt lögum á þessum ámm vom hótelin einu staðirnir sem leyfí höfðu til vínveitinga og því vom ekki vínveitingar í Þórs- café frá stofnun og allt til ársins 1976. Þrátt fyrir það var Þórseafé frá upphafí einn Qölsóttasti og vin- sælasti skemmtistaðurinn í Reykjavík og er svo enn þann dag í dag. Sú staðreynd er ef til vill merkilegasti þátturinn í litríkri sögu hússins. Árið 1958 flutti Þórscafé í eigið húsnæði að Brautarholti 20, þar sem starfsemin er enn í dag. Á nýja staðnum var rekstrinum hagað með svipuðu sniði og á þeim gamla, allt til ársins 1976. í október það ár var enn brotið blað í sögu húss- ins er það fékk vínveitingaleyfi og opnaði eftir stórkostlegar breyting- ar. Ragnar V. Jónsson stjórnaði rekstri Þórscafé allt til ársins 1971, en þá keyptu Jón Ragnarsson sonur hans og Björgvin Ámason, tengda- sonur Ragnars, fyrirtækið ásamt eiginkonum sínum. Jón hvarf úr rekstrinum árið 1974 og Ragnar kom inn í fyrirtækið á nýjan leik, og ráku þeir Ragnar og Björgvin Þórscafé saman ásamt eiginkonum sínum allt þar til Ragnar andaðist árið 1981. Björgvin Arnason hefur frá árinu 1971 verið framkvæmda- stjóri Þórscafé og er í dag aðaleig- andi ásamt Rakel Ragnarsdóttur eiginkonu sinni og Ragnari V. Björgvinssyni syni þeirra. Lifandi tónlist i.öndvegi Eins og áður segir verður saga Þórscafé vart greind frá sögu lif- andi dægurtónlistar. Frá opnun staðarins, fyrir 40 árum, hefur ávallt verið lifandi tónlist í húsinu og jafnvel á svartasta skeiði diskó- bylgjunnar, þegar íslenskir dægur- tónlistarmenn áttu í fá hús að venda, hélt Þórscafé merkinu uppi og var á tímabili eina veitingahúsið í Reykjavík þar sem lifandi tónlist var leikin að staðaldri. Óhætt er að segja að flestir okk- ar þekktustu tónlistarmanna og söngvara í gegnum tíðina hafi ein- hvem tíma á ferli sínum komið fram í Þórscfé auk þess sem húsið hefur alið nokkrar vinsælustu hljómsveitir og söngvara landsins. Þar skal fyrst telja KK-sextettinn, sem af mörg- um er talin hafa verið ein besta hljómsveit sem starfað hefur hér á landi fyrr og síðar, en hljómsveitin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.