Morgunblaðið - 07.09.1986, Side 24
5^4 JlB
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986
2.
3.
Ylliberjahlaup
1 kg ylliber
1 lítri vatn
1 kanilstöng
1 kg sykur í hvem lítra af safa
1. Þvoið ylliberin, tínið þau síðan af stönglunum og setjið
í pott ásamt vatni.
Látið sjóða við vægan hita í 30 mínútur. Berin verða gul
í suðunni.
Hellið á fínt sigti og látið safann renna úr þeim. Meij-
ið svolítið, en gætið þess að steinamir fari ekki með út
í safann.
4. Mælið safann, setjið 1 kg af sykri móti hveijum lítra
af safa, setjið síðan kanilstöngina út í og sjóðið við
vægan hita í loklausum potti í 2 klst.
Þvoið krukkur, hellið hlaupinu heitu í krukkurnar, látið
kólna.
Klippið kringlóttan bút af smjörpappír og leggið ofan
á sultuna, setjið síðan lok eða tvöfalda plastfilmu yfír.
Merkið með innihaldi og dagsetningu.
Geymið suituna á köldum dimmum stað. Þessi sulta
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
Övenj uleg1 sulta
Ymislegt hefst maður að. Á sunnudagsmorgun þegar sumir vora á leið til kirlq'u, aðrir í fasta svefíii og enn aðrir
á morgungöngu með bömin sín, snaraði ég mér niður að Hallveigarstöðum við Túngötu og nældi mér í
nokkra hárauða yllibeijaklasa og bjó til gómsæta sultu og mjög fallega. Ég var a undan fuglunum í þetta
skipti, en stundum sér maður ylliberin hverfa ofan í þá á 2—3 dögum. Reyndar sá ekki högg á vatni þótt ég
tæki þama örfáa klasa og vona ég að mér verði fyrirgefíð, en ekki er þessi hegðun mín til eftirbreytni.
Margir álíta ylliber eitrað og satt er það að ekki er hollt að borða steinana. Raunar er þetta fremur steinaldin en ber.
Áður fyrr var talið að yllir vemdaði gegn illum öndum og hugsanlega vita fuglamir það, en þeir sækja mjög í ylliberin eins
og áður er sagt. Stofn yllirannans er holur að innan og var áður notaður í hljóðfæri sem nefnt var Sambuca.
Eitthvað virðast reyniberin ætla að láta standa á sér í ár hér á höfuðborgarsvæðinu, en þau era góð í sultu með alls
kyns villibráð. Vonandi skarta þau sínu fegursta úti á landsbyggðinni.
Margt er það sem vex í görðum okkar, sem við vitum ekki að er ætt. Má þar nefna Tropaeolum og Morgunfrú.
Morgunfrúin gefur öllu því sem hún kemur nálægt fallegan gulan lit. Sumir nota hana jafnvel í staðinn fyrir saffron sem
er dýrasta krydd sem til er, en hvert gramm af því kostar á fímmta hundrað krónur. Litur morgunfrúarinnar er líkur
lit saffrons, og þótt bragðið sé annað má oft nota morgunfrú þar sem saffron á við. Krónublöðin má þurrka við vægan hita
í bakaraofni og geyma í krukku til síðari nota.
Gaman væri að hafa hvannasultu með í þessum þætti, en hvönnin er orðin trénuð þegar þessi árstími er kominn og óhæf
í sultu.
Að þessu sinni birtast uppskriftir af yllibeijahlaupi, yllibeijasaft, reynibeijahlaupi og plómusultu með morgunfrúm.
Athugið: Þessi saft geymist ekki vel, og er nauðsynlegt
að setja rotvamarefni eða sterkt áfengi saman við hana,
ef þið ætlið að geyma hana lengi. 1 msk af áfengi er
hæfílegt magn í hvem lítra af saft. Þessi saft er mjög góð
til að blanda með í alls konar drykki.
Reynibeijahlaup
1 kg reyniber
1 peli vatn
1 kg sykur í hvem lítra af safa
1. Þvoið reyniberin og tínið af stilkunum. Setjið í pott
ásamt vatni og sjóðið undir loki við vægan hita þar til
berin era orðin mjög meyr, allt að klst.
2. Látið berin standa í pottinum í 10 mínútur eftir að þið
takið pottinn af hellunni.
3. Hellið síðan beijunum á grisju og látið síast í 12—18 klst.
4. Kreistið grisjuna örlítið.
5. Mælið saftina og setjið 1 kg af sykri á móti lítra af
saft. Setjið í pott og látið sjóða við vægan hita undir
hlemmi í 15 mínútur.
6. Hellið í hreinar krakkur. Látið standa til næsta dags.
7. Leggið smáhring af smjörpappír yfír hlaupið. Setjið síðan
lok eða tvöfalda plastfílmu yfír krakkumar.
8. Merkið með innihaldi og dagsetningu.
Reynibeijahlaup með eplum
1 kg reyniber
1 kg súr epli
1 lítri vatn
l'A kg sykur í hvem lítra af safa
1. Hreinsið berin og tínið af stilkunum, setjið í pott.
2. Afhýðið eplin, stingið úr þeim kjamann og skerið í litla
bita eða báta. Setjið saman við reyniberin. Hellið vatni
yfír. Látið sjóða við mjög hægan hita undir loki í 45
mínútur.
3. Hellið á grisju, látið standa yfír nótt. Kreistið grisjuna
örlítið.
4. Mælið saftina og setjið 1V< kg af sykri móti hveijum
lítra af saft.
5. Látið sjóða við vægan hita í 15 mínútur.
6. Hellið á hreinar litlar krakkur. Látið standa til næsta
dags, leggið þá smáhring af smjörpappír yfír hlaupið.
Setjið síðan lok eða tvöfalda plastfílmu fýir krakkuna.
7. Merkið með innihaldi og dagsetningu.
8. Geymið á köldum dimmum stað.
Plómusulta með morgunfrúm
V2 kg gular eða grænar plómur
1 peli vatn
2V2 dl sykur
krónublöðin af 2 stóram morgunfrúm
1. Skerið plómumar í tvennt, takið úr þeim steinana. Setj-
ið í pott ásamt vatninu og sjóðið við hægan hita í 15
mínútur.
2. Meijið gegnum fínt sigti.
3. Setjið plómusafann í pott ásamt sykrinum og sjóðið við
hægan hita í 15—20 mínútur.
4. Takið pottinn af hellunni, slítið blöðin af morgunfrúnni
klippið í sundur og setjið út í sultuna. Sjóðið í 2 mínút-
ur eftir að þau era komin í.
5. Hellið í hreinar krakkur. Látið kólna. Setjið síðan hring
af smjörpappír jrfir sultuna. Setjið lok eða tvöfalda plast-
fílmu jrfír.
6. Merkið með innihaldi og dagsetningu.
Athugið: Þessi sulta geymist ekki vel. Það gæti þurft
að setja rotvamarefni í hana. Parið eftir leiðbeiningum á
umbúðum.
geymist vel, þar sem svo mikill sykur er í henni.
Ylliberjasaft
1 kg ylliber
3 sítrónur
V2 kg sykur
V2 kg ljós púðursykur
1 lítri vatn
1 msk uppleyst sítrónsýra
1. Þvoið yllibeijaklasana og takið grófustu stilkana úr.
Setjið í djúpa skal.
2. Kreistið safann úr sítrónunum og setjið saman við ásamt
sítrónsýranni og sykri. Látið steinana úr sítrónunum
ekki fara með.
3. Hellið sjóðandi vatni yfír og hrærið í þar til sykurinn
er bráðnaður.
4. Setjið disk eða lok ofan á skálina. Setjið í kæliskáp í 5
daga.
5. Hrærið tvisvar á dag í skálinni.
6. Hellið á sigti og látið safann renna af. Setjið síðan á
flöskur.