Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986 Mikill misskilningur að þessi leikur sér bara formsatriði # Þeir œtla aliir þrír að hefja titilvörnina meö sigri á islendingum á Laugardalsvelli á morgun. Luis Fernandeez er iengst til vinstri, þá markvörðurinn snjalli Joel Bats og þjálf- arinn Henri Michel er lengst til hœgri en þessar myndir voru teknar í gœrkvöldi er liðið kom til landsins. Morgunbiaðið/joiius - segir Luis Fernandez miðjumaðurinn sterki hjá Frökkum LEIKMENN franska landsliðsins komu til landsins í gœr en á morgun hefja þeir titilvörn sfna í Evrópukeppni landsliða. í franska hópnum eru margir frábærir leik- menn en þó er sárt saknað Michels Platini eins besta knatt- spyrnumanns í heimi en hann mun eiga við meiðsli að stríða. Að öðru leyti eru Frakkar með sitt sterkasta lið. í samtali btaðs- ins við Henri Michel þjálfara kom fram að Frakkar taka leikinn með fullri alvöru enda keppnin um úrslitasætið geysihörð. Hvert mark getur ráðið úrslitum. Henri Michel sagði að athuga þyrfti að íslenska liðið hefur verið í mikilli framför undanfarin ár og einnig að margir leikmenn liðsins leika með atvinnumannaliðium er- lendis þannig að þó að Frakkarnir séu nýkomnir frá Mexíkó og séu núverandi Evrópumeistarar þá megi þeir ekki vanmeta íslenska liðið. „Nantes lék hér í fyrra gegn Val í Evrópukeppninni og tapaði tvö eitt. Það sýnir að enginn leikur er unninn fyrirfram hér á íslandi. Einnig geta aðstæður átt stóran þátt í hvernig leikurinn þróast,“ sagði Henri Michel. En þekkir Michel einhverja einstaka íslenska leikmenn sem hann er hræddur við? „Þá leikmenn sem leika hér á (slandi þekki ég ekki en einstaka leikmenn er leika erlendis þekki ég og þar ber hæst Ásgeir Sigur- vinsson sem er mjög góður leikmaður og gæti orðið okkur skeinuhættur." Luis Fernandez, einn dýrasti leikmaður í frönsku knattspyrn- unni, er kominn til landsins með franska landsliðinu og mun hann að öllum líkindum láta mikið að sér kveða á miöjunni en Fernandez er þekktur fyrir geysilega leikgleði og er leikmaður sem aldrei gefst upp. Hann lék á síðasta ári með París SG sem varð franskur meistari en leikur nú með erkifjendum París SG, nefnilega hinu Parísaliðinu, Racing París. Betri knattspyrna en ég bjóst við - sagði Romano Bezzoto, aðstoðarþjálfari Juventus, sem sá leik Vals og KR ROMANO Bezzoto, aðstoðar- þjálfari Juventus, var hór á landi um helgina og fylgdist með leik Vals og KR á Hlíðarenda á sunnudaginn. Hann er aðai- njósnari Juventus og kom hingað til að skoða Valsliðið fyrir Evrópuleikinn. „Þetta var mjög skemmtilegur og hraður leikur og gaman að fylgjast með honum. Ég tel að þessi leikur gefi ekki rétta mynd af getu Vals. Fyrstu tvö mörkin voru hálfgerð heppnismörk og það þriðja átti markvörðurinn að eiga,“ sagði Bezzoto um leikinn. Bezzoto er 61 árs og er frá Torino. Hann er sjálfur gamall knattspyrnumaður. Fyrst lék hann með Verona, síðan fór hann til Ferara, Palamo, og lék síðan 3 síðustu árin með Juventus. Hann hefur verið 15 ár sem að- stoðarþjálfari Juventus. Hann fer og skoðar alla andstæðinga þeirra hvort sem þaö er í deildar- keppninni á Ítalíu eða i Evrópu- keppninni. Hann sagði að það Morgunblaðið/Júllus • Romano Bezzoto, aðstoðar- þjálfari Juventus, var hór á landi um helgina til að skoða Valslið- ið fyrír Evrópuleikinn í næstu viku. væri orðið langt síðan hann hafi séð Juventus leika því hann er alltaf á einhverjum öðrum leik á sama tíma. „Ég hef séð tvo leiki í dag, fyrst Fram og Víði og svo Val og KR. Þessi liö leika aðallega 4-4-2 og er enskur stíll á leik þeirra allra og þau eru með mikinn hraöa. Það er mun betri knatt- spyrna hér á landi en ég bjóst við. Markafjöldinn í þessum leikj- um sýnir að leikmenn kunna að skapa sér marktækifæri," sagði Bezzoto. — Hvernig Ifst þér á knatt- spyrnuaðstöðuna hér á landj? „Ég hef séð nokkur félags- svæði hér í Reykjavík og kemur það mér á óvart hvað félögin geta í svona litlu landi. Laugar- dalsvöllurinn er mjög góður og til fyrirmyndar og er glæsilegt mannvirki miðað viö stærð þjóð- félagsins. Okkar völlur í Torino tekur reyndar 65.000 áhorfendur en þaö þarf ekki svo stóra velli hér. Það er leikvöliurinn sjálfur sem skiptir máli og að grasið sé eins. íslendingar þurfa ekki að skammast sín fyrir aðsöðu sína á knattspyrnusviðinu." En hvað heldur Fernandez um leikinn gegn (slandi? „Það eru margir Frakkar sem segja að það sé einungis formsat- riði að leika þennan leik en þar held ég að um mikinn misskilning sé að ræða. íslendingar eiga marga góða leikmenn sem leika erlendis þannig að ég á von á erfið- um leik.“ Hvað um franska landsliðið? Heldur Fernandez aö þetta sé besta lið sem Frakkar geta skipað í dag? „Já, tvímælalaust er þetta okkar sterkasta lið. Vissulega vantar Michel Platini en að öðru leyti komum við með okkar sterkasta lið til að leika gegn íslandi." Hefur Fernandez áhyggjur af íslenskum aðstæðum? „Nei, í sjálfu sér ekki, hér getur vissulega orðið hvasst og völlurinn mætti vera betri, en í Frakklandi erum við vanir að spila við ýmsar aðstæður þannig að aöstæðurnar óttast ég ekki. Einnig er fullur hug- ur í okkur að vinna þennan leik þannig að við ætlum ekki að láta veðrið spilla því fyrir okkur." Ljóðasmiðurinn og söngvarinn Joel Bats mun standa í franska markinu þegar leikið verður gegn (slandi. Bats sem þegar hefur sent frá sér á plötu nokkur lög við eigin texta er markvörður deildarmeist- aranna París SG. Þessi geöþekki markvörður mun líklegast gera sitt besta til að halda franska markinu hreinu á morgun. Bats, sem er að koma í fyrsta skipti til íslands, og reyndar er þetta hans fyrsta ferð til Norður- landa, sagði að óttast bæri íslenska liðið. „Þeir sýndu það gegn Spánverjum síðastliðið haust aö þeir eru stórhættulegir. Einnig held ég að heimsmeistarakeppnin í Mexíkó hafi sýnt fram á það að litlu þjóðirnar í knattspyrnuheimin- um eru ekki til lengur. Allir geta unnið alla,“ sagði Bats. En hvernig leggst það í hann að leika hér á íslandi? „Nú, Nantes tapaði hér í fyrra þannig að allt getur skeð, ég held að aðstæður séu okkur óheppileg- ar þannig að það má segja að maður sé við öllu búinn." Ertu bjartsýnn á að franska liðið nái að tryggja sér sæti í úrslita- keppninni? „Þessu er erfitt að svara. Síðast komumst við í úrslit þar eð keppn- in var haldin í Frakklandi en nú er annað upp á teningnum. Aðeins eitt lið mun komast í úrslit af þeim liðum sem spila með okkur þannig að þetta verður þungur róður. Reyndar held ég að það sé erfið- ara að trygga sér sæti í úrslitum Evrópukeppninnar heldur en í úr- slitum heimsmeistarakeppninnar og þá á þeim forsendum að ein- ungis eitt lið kemst áfram úr riðlin- um, en hvort við verðum í úrslitum eða ekki vil ég ekkert segja um.“ Sviss: Guðmundur skoraði í bikarkeppninni ZUrlch, frá Önnu BJarnadóttur, fréttarttara Morgunbladslns. BADEN, lið Guðmundar Þor- björnssonar, vann Dubendorf 1:3 í svissnesku bikarkeppninni f knattspyrnu um helgina. Leikar stóðu 1:0 fyrir Dubendorf í hálf- leik en Guðmundur skoraöi fyrir Baden á 58. mfnútu og liðið tók við sór. Það var enn jafntefli í leikslok en Baden skoraði tvö mörk í framlengingu. Leik Luzern, liðs Ómars Torfa- sonar og Sigurðar Grétarssonar, gegn Locarno lauk með jafntefli, 2:2, í svissnesku deildarkeppninni á laugardag. Sigurður er meiddur og lék ekki með en Ómar kom inn á fyrir framlínumanninn Halter á 62. mínútu leiksins. Halter skoraði fyrsta mark leiks- ins snemma í fyrri hálfleik. Luzern náði tveggja marka forystu í seinni hálfleik en Locarno tókst að jafna metin og skoraði tvö mörk á 10 mínútum. Luzern er nú með 5 stig í deildarkeppninni og er í 12. sæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.